Þjóðviljinn - 04.01.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÖBVTLJINN
triðjudagur 4. janúar 1966.
Starfsstú/kur óskust
Starfsstúlkur vantar í eldhús Kleppsspítalans.
Upplýsingar gefur matráðskonan í síma 38160 frá
kl. 9 til 15.
Reykjavík, 3. fjan. 1966.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
BLAÐDREIFING
Unglingar óskast til blaðburðar í eftirtal-
in hverfi:
Hjarðarhaga — Skipholt — Miklubraut —
Kleppsveg — .Voga — Nökkvavog — Múla-
hverfi.
Sími 17-500.
KÓPAVOGUR:
Laust hverfi: — Digranesvegnr.
Upplýsingar í síma 40-753.
MÓÐVILJINN.
★ Á Jólagleði Menntaskól-
ans í Reykjavík vakti mikinn
fögnuð leikrit eftir einn nem-
anda skólans Helga Skúla
Kjartansson í 4. bekk. „Eftir-
máli við Egilssöigu“. Gerisl
leikritið einhversstaðar niitt á
milli jarðar, Helvítis og
Himnaríkis þar sem hittist að
vonum margt merkismanna,
liðinna. frá ýmsum öldum.
■Jrl Á myndinni hér til hliðar
sjást þeir Jón Jónsson, sá hinn
samj er lét smygla sálu sinni
innumhlið himnaríkis í skjóðu
kerlingar og (til hægri) kapp-
inn Egili Skallagrímsson og
sátu þeir kumpánar að sumbli
Og spiluðu 21 er nýsálaða
menntaskólaskvísu bar þar að
og hafði sú náttúrlega dáið í
jólaprófunum.
★ Jón er leikinn af Ara
Jóhannessyni í 6. bekk, skvís-
an af Ólöfu Eldjárn 5. bekk
og Egill af Stefáni Emi Stef-
ánssynj 5. bekk.
★ Jóla-gleði Menntaskólans
var að þessu sinni haldin í
Háskólabíói þar sem húsnæði
skólans er löngu orðið of
þröngt fyrir skemmtanir allra
nemenda í einu. Var Háskóla-
bíó fullskipað og anddyri þess
fagurlega skreytt myndum af
ýmsum atburðum Egilssögu er
nemendur höfðu sjálfir málað.
— (Ljósm. Bj. Bj.).
........................................ •
«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■!
Í-
vitnun
Bjami Benediktsson for-
sætisráðherra hefur að und-
anfömu vitnað mjög í höf-
und þessara pistla, m.a. var
það uppistaðan í áramóta-
ávarpi hans til þjóðarinnar
á gamlárskvöld. Er það sann-
arlega ánægjuefni að ráð-
herrann skuli sýna svo á-
gæta dómgreind er hann afl-
ar sér heimilda. Hins vegar
þyrfti forsætisráðherranum
að lærast betur að fara rétt
með tilvitnanir; það eitt næg-
ir ekki að tiöfæra orð skil-
víslega, heldur ber og að
geta þess í hvaða samhengi
þau voru sögð; einn hlekkur
úr röksemdakeðju gefur að-
eins takmarkaða hugmynd,
og raunar er hægt að hag-
nýta slík slitur á villandi
hátt. Ummæli þau sem hafa
orðið ráðherranum hvað
minnisstæðust eru þessi: „Við
þurfum sannarlega ekki að
blygðast okkar í samanburði
við aðra fyrir þá efnahags-
þróun sem hér hefur orðið
á undanfömum áratugum, og
efnahagslega séð erum v’ð
betur færir til þess en
nokkru sinni fyrr að ráðast
í ný verkefni“. Þessi um-
mæli féllu í umræðum sem
urðu um alúmínmálið á
þingi skömmu fyrir jól, en
tilvitnunin er sótt í ræðu-
kafla sem hljóðaði þannig í
heild:
Á-
- stæðulaust
,,Þetta mál er ekki eintóm
viðskipti og hagfræði. Ef til
vill er það alvarlegasta stað-
reyndin sem nú blasir vú
okkur í þessu máli, af hví-
líku ofurkappi stjómarvöldin
sækja það að slíkir samn-
ingar verði gerðir, jafnvel
þótt hinar efnáhagslegu hlið-
ar málsins hafi stöðugt orð-
ið óhagkvæmari; samning-
amir virðast hafa verið
stjórnarvöldunum sáluhjálp-
aratriði frá upphafi. 1 því
birtist í verki viðhorf sem
á undanfömum árum hefur
orðið æ ljósara í fari vald-
hafanna, vantrú þeirra á því
að Islendingar séu þess
megnugir af eigin rammleik
að halda uppi til frambúðar
öflugu og blómlegu þjóðfé-
lagi. Árum saman hefur ver-
ið unnið markvisst að því
að Islendingar tengdust öðr-
um og stærri heildum; í
hvert skipti sem slíkir mögu-
leikar hafa opnazt hefur
mikill áhugi kviknað hjá
valdhöfunum, og nægir í því
sambandi að minna á löng-
unina til að komast i við-
skiptabandalögin í Evrópu. Sú
ótrú sem fram kemur í þessu
á möguleikum Islendinga til
þess að tryggja af eigin
rammleik öra og hagstæða
hagþróun er háskalegri en
allt annað, því í efnahagsmál-
um og stjómmólum er vilji
og þjóðleg stefnufesta ekki
síður mikilvæg atriði en
kaldar hagfræðilegar tölur.
Ótrú valdhafanna á getu
okkar er einnig gersamlega
ástæðulaus. Við þurfum
sannarlega ekki að blygðast
okkar í samanburði við aðra
fyrir þá efnahagsþróun sem
hér hefur orðið á undanförn-
um áratugum, og efnahags-
lega séð erum við betur fær-
ir til þess en nokkru sinni
fyrr að ráðast í ný verkefni.
Það er vissulega rétt að við
þurfum að gera íslenzkt at-
vinnulíf fjölbreyttara, taka
upp nýjar atvinnugreinar og
efla útflutningsiðnaðinn, en á
því sviði gætum við án efa
fundið fjölmörg verkefni sem
við réðum við af eigin ramm-
leik án þess að hlíta forsjá
erlendra auðfélaga. Ég minn-
ist til að mynda athyghs-
verðrar greinar sem Ásgeir
Þorsteinsson verkfræðingur
birti í Morgunblaðinu fyrr á
þessu ári um hugsanlega
efnaiðnaðarframleiðslu ssm
Islendingar réðu við. En
rannsóknir á þeim sviðum
hafa verið vanræktar með
öllu vegna þess að stjórnar-
völdin hafa einblínt á er-
lenda aðila sem ættu að leysa
verkefnin í okkar stað. Þeg-
ar . fiarið er að treysta á er-
lenda forsjá um hin veiga-
mestu atriði dregur þrótt og
þor úr landsmönnum; þess
sjóst þegar merki hvernig
þessi afstaða smitar út *rá
sér; nú þykir helzt ekki ger-
legt að ráðast í nokkra fram-
kvæmd nema með erlendri
þátttöku — allt niður í bjór-
bruggun. Hin fyrirhugaða
alúmínbræðsla er risafynr-
tæki á okkar mæ'likvarða;
ekki verða fundin dæmi um ,
jafn umfangsmikla erlenda
fjárfestingu frá nokkru full-
valda ríki í víðri veröld; til
samanburðar þarf að leita
uppi nýlendur og hálfnýlend-
ur. En í kjölfarið munu koma
erlend ítök á flestum svið-
um þar sem ábatavon er að
finna; komist þessi stefna í
framkvæmd mun íslenzkum
atvinnurekendum fljótlega
finnast þröngt fyrir dyrum —
enda hlýtur ríkisstjórninni að
vera fulOfcunn.ugt um hina
víðtæku andstöðu við málið
meðal atvinnurekenda í sjáv-
arútvegi og fiskiðnaði, þeim
atvinnurekstri sem nú tr
undirstaða efnahagskerfisins“.
Hvers
vegna 7
Víst hefur efnahagsþróun-
in á íslandi undanfama ára-
tugi sannað það á óvéfengj-
anlegan hátt að það var rétt
stefna að taka stjóm lands-
mála og atvinnumála í eigin
hendur en hætta að hlíta
forsjá útlendinga. íslending-
ar hafa, þrátt fyrir fámenni
og oft lélega landsstjómar-
menn, tryggt öra efnahags-
þróun með mikilli vinnusemi
og með því að færa sér í
nyt nýjustu tækni á sviði
fiskveiða. Sé forsætisráðherra
sammála þessu mati, eins og
ætla má af ívitnunum hans,
ber honum að færa rök að
því hvers vegna Islendingar
eiga þá að víkja af þeirri
braut að stjóma má'lum sin-
um sjálfir og snúa aftur irn
á gömlu nýlenduleiðina.
— Austri.
Mun fíeirí útköfí, m
minna tjón af eldi
S Slökkviliftið Var kvatt út 16
■ sinnum yfir áramótin. gamlárs-
: dag og nýársdag. Ellefu sinnum
| var um eld að ræða. en allt var
: það smávægilegt. Hvergi kvikn-
• aði í út frá jólatré né kertum.
■ íkviknanir urðu bæði utan húss
: og innan, sums staðar var fólk
: með smábrennur við hús, sem
: kveiktu út frá sér, en alls stað-
j ar tókst að slökkva fljótlega áð-
■ ur en tjón hlytist af.
■ Þá var slökkviliðið narrað
■ fjórum sinnum um áramótin og
: einu sinnj var um eldsgrun að
: ræða. Sjúkraflutningar urðu 26
• á Sama tíma. þar af fimm slysa-
■ flutningar.
| 534 utköll á árinu.
Slökkviliðið hefur aldrei ver-
i ið kvatt út jafn oft og á árinu
: 1965, en þá var það kallað út
: alls 534 sinnum. Flest útköll
■ yfir árið hafa áður orðið 475,
; það var árið 1959.
: Tjón af eldi varð ekki að
: sama skapi mikig á árinu og
: miklu minna en árig 1964. Af
; þessum 534 skiptum, sem
■ slökkviiiðið var kallað út, hlauzt
: mikið tjón af eldi fimm sinnum.
: t.d. er Rörsteypan i Kópavogi
: brann. Trésmiðjan í Brautar-
; holtf 6 og í Setbergsbrunanum.
; í 93 skipti var slökkviliðið
kvatt a vettvang vegna gruns
um eld og 56 sinnum reyndist
útkallið gabb eitt.
Sjúkraflutningar Slökkviliðs-
ins á árinu urðu 7160 og ér
það svipuð tala og 1964. en
af þessu voru 556 sjúkraflutn-
ingar, sem er 60 meira en ár-
ig áður og er það óneitanlega
tala sem vekur til umhugsunar.
Freysteinn í
6.—8. sæti
Að löknum 5 umferðum á
skákmótinu í Hastings var Glig-
oric efstur í ef&ta flokknum með
4% vinning en Vasjúkof, Spasskí
og Pileger höfðu 4 vinninga og
UWlmann 3%. 1 næstefsía
flokknum var Freysteinn Þor-
bergsson í 6.—8. sæti með 3
vinninga en 5 efstu menn voru
jafnir með 4 vinninga.
SJÁLFKJÖRIÐ I BORGARNESI
Framhald af 2. síðu.
ráð auk stjórnar: Eggert Guð-
mundsson, Guðmundur Egilsson
og Aðalsteinn Björnsson. •
í stjóm sjúkrasjóðs til tveggja
ára Halldór Bjamason, og end-
urskoðendur Geir Jónsson og
Reiðar Jóhannsson.
Beitningamenn óskast
JÓN GÍSLASON s/f.
Hafnarfirði, sími 50865.
Starfsstúlka óskast
Starfsstúlku vantar í Kópavogshælið. Upplýsingar
gefnar í símum 41504 og 41505, og á staðnum.
Reykjavík, 3. 'jan. 1966.
Skrifstofa ríkisspítalanna.
!■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Slysfarir
Framhald af 1. síðu.
skall síðan í götuna. Var hann
fluttur í slysavarðstofuna og
síðan í Landspítalann þar sem
hann liggur þungt haldinn.
Slysið á Miklubrautinni varð
um kl. 11 á nýársdag. Var
stórri amerískri fólksbifreið ek-
ið þar aftan á litla fólksbifreið.
Var höggið svo. mikið að litli
bíllinn kastaðist út fyrir ak-
brautina og á ljósastaur og féll
þá ökumaðurinn út úr bifreið-
inni og í götuna.
Maðurinn. sem heitjr Kjart-
an Ámason, Mávahlíð 13, meidd-
ist allmikig á höfði en þó ekki
lífshættulega. Var hann fluttur í
slysavarðstofuna og síðan í
Landspítalann.
Ökumaðurinn sem ákrekstrin-
um olli hafði setig að drykkju
um nóttina.
ÞÚSUNDIR HAFA FENGID
GQDA UINNINGA I
HAPPDRÆTTISÍBS -
ÞÚSUNDIR EIGA EETIR
AQ EÁ GÓQA UINNINGA
HAPPDRÆTT!
Endurnýjun í
fullum gangi.
Dregið
10. janúar.