Þjóðviljinn - 04.01.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.01.1966, Blaðsíða 12
Virkir dagar hins nýja árs eru hafn- ir og veruleikinn blasir við sjónum, — áhrifin frá lúmsku hátíðarspjalli stjórn- arleiðtoga í útvarpi og blöðum fjara út í raunveruleika líðandi stundar. Víða blasir við tortíming gamalgró- inna fyrirtækja í fuðrandi verðbólgu og skammt verður stórra högga á milli á þessu ári í gömlum atvinnugreinum frá ómunatíð hér á landi. í gærdag var loft lævi blandið niður á Granda, en þar liggur reykvíski báta- flotinn bundinn við festar við upphaf vetrarvertíðar, — sjómenn bíða nú eft- ir fiskverðinu eins og fyrri daginn, — það er þegar búið að brjóta á þeim lög með tilkynntum fresti fram í vik- una og tortryggni gætir nú í garð stjórnarvalda — samkvæmt áralangri reynslu í þessum efnum. Guðni Sigurðsson. Hvernig verður fiskverðið? Sjómennirnir þykkjuþungir Við náðum spjalli af tveim sjómönnum í gærdag niðri á Granda og drukkum með þeim kaffi úr föntum mikl- um um borð í bát annars þeirra. Það eru þeir Guðni Sig- urðsson á Dreka og Jóni Guðjónsson á Andvara. Þeir segja: — Við erum fullir tortryiggn; út í þennan frest á fiskverð- inu og erum kvíðnir út af framtíðinni. Þetta eru um fimmtíu tonna bátar, sem við gerum út á svonefndar bol- fiskveiðar og nú er mikið i húfi með fiskverðið. Á árunum 1962 til 1966 hefur fiskverð hækkað um 25% á sama tíma og margt í útgerðarkostnaði hefur hækkað um hundrað prósent og við erum hættir að fá sjómennina út á þessa báta að óbreyttu fiskverði. Það er að verða vonlaust að gera út fiskibáta frá þrjá- tíu tonnum upp í hundrað tonn nema stórfelld breyting verði á fiskverðinu og það hækki til muna. Hversvegna er ekki hægt að framkvæma þessa fisk- verðshækkun? Mikil verðhækkun hefur orðið erlendis á frystum fiski á tveim síðastiiðnum árum og hefur bessa sáralít'ð gætt í fiskverðinu og aðrir hafa hirt bann ávinning með beim afleiðingum, að bessi báta- útvegur er að leggiast í rúst. Þessir bátar afla þó um 60°/o af þorski og ýsu, sem berst á land hér. Guðni sagðist nýlega hafa þurft að fá ferskvatnsdælu á dieselvél og hefði hún kostað 55 þúsund krónur. Kostaði slí'k dæla hjá verk- smiðjunni í Vestur-Þýzka- landi 968 mörk á framleiðslu- verði þar. Allir geta séð hinn mikla milliliðakostnað á þessum samanburði. Þetta er orðið svo hömlu'laust, að engu tali tekur og við munum huga vel að væntanlegu fiskverði. Jón vék talinu að ýmis- konar björgunartækjum, sem þeim væri gert að kaupa a næstunni og væri raunar sjálfsagt mál fyrir sjómenn- ina. En þetta er allt selt með miklum okurkjörum — nú er til dæmis öllum gert að kaupa á næstunni nýja gerð af gúmbátum með toppljósi, — þá er ný talstöð á ferðinni og öllum bátum gert að hafa talstöð, en þar er engin misk- unn í verðlagningu. Hún kostar víst 11 þúsund. Ný, ísleitzk revía frumsýnd Á sunnudagskvöld var frum- sýnd i Sigtúní ný íslenzk revía. ..Kleppur — hraðferð, ref jar i tvpim umferðum‘‘ Var húsfyllir og hlaut revian góðar undirtekt. ir. Um revíuna eru gefnar þær upplýsingar í leikskrá að það er Borgayrevían h.f. sem sér um „fararstjórn og hagræðingu", en ,.umferðarstjóri“ er Sigurður Karlsson. Hraðferðin byrjar Ög endar á Millabar og eru farþeg- ar táningar tveir, leiknir af þeim Nínu Björk og Alla Rúts. Brúsi barmenni leikinn af Hjálmtý Hjálmtýssyni, Jökulí Long. leikinn af Lárusi Ingólfs- syni og síðast en ekki sízt Jenka Bargeir. eiginkona Jóns Bargeir fjármálamanns sem missti af strætisvagninum, en hún er leikin af Emiláu Jónasdóttur. Slysfarir um áramótin: Þriðjudagur 4. janúar 1966 — 31. árgangur — 1. tölublað. Því ekki sama físk- verð og í Noregi? | Eldur í íbúðarblokk j Þessi mynd var tekin niðri á Granda í gærdag. Við upphaf vetrarvertíðar er víða unnið með ■ hangandi hendi að undirbúningi meðan óráðið er um fiskverðið á komandi vertíð. Landssíminn vill fá sitf og vitnar til Norðurlanda, — við getum líka vitnað í Noreg og heimtað sama fiskverð og þar. Það er um 10 kr. kílóið. Nei — við förum ekki fram á annað en fiskverðs- hækkun fyrir nauðsynlegustu útgjaldaliðum í kostnaði. En kannski vilja þeir láta bát- ana fara und'r hamarinn. I I i: \ \ \ lí Á þessu ári verður Skipstjóra- og stýrimannafélagið Vísir í Keflavík tuttugu ára. Var hald- inn aðalfundur i félaginu í fyrradag og var stjórnin endur- kjörin og skipa hana eftirtaldir menn: Karl Sigurbergsson, for- maður, Haukur Bergmann, rit- ari og Ingólfur Falsson, gjald- keri. Á þessum fundi urðu miklar umræður um fiskverðið og var gerð þar eftirfarandi fundar- samþykkt. „Fundurinn mótmælir þeim seinagangi, sem jafnan einkenn- ir ákvörðun verðs á ferskfiski og vítir harðlega það skýlausa lagabrot, að eigi sé verðákvörð- un lokið fyrir hver áramót áð- ur en vertíð hefst. Beinir fundurinn á þann ó- rétt, sem sjómönnum er sýnd- ur með þvílíkum vinnubrögðum, þar sem þeir eru þess alls ó- vitandi. hvaða launakjör þeir beri, fyrr en ferskfiskverð hef- ur verið auglýst. Fundurinn telur, að fátt eitt standi nú í vegi þess, að fisk- verð sé ákveðið og hækkað all- verulega frá því sem áður var. Þar sem nýafstaðnar hækkan- ir hins opinbera, til dæmis sím- gjöld og fleira eru afsakaðar með því að verið sé að samrýma þau gjöldum annarsstaðar á Norðurlöndum, — vill fundur- inn eindregið beina þeirri til- lögu til hlutaðeigenda, að þeir taki sér slíkt til fyrirmyndar og auglýsi nú þegar sama fisk- verð og til dæmis er í Noregi.“ Fólk á hlaupum og flúið með börnin I fyrrakvöld hvarf vistmaður frá Reykjalundi og var hans leitað í fyrrinótt og gær. Fannst maðurinn í gær látinn. Maður- inn var utan af landi og er ekki hægt að birta nafn hans að sinni vegna fjarstaddra ætt- ingja er ekki hafði náðst sam- band við í gaer. Hinn látni var á sextugsaldri. Tveir drukkna á Akureyri - tvö alvarleg umferðarslys □ Um áramótin drukknuðu tveir menn á Ak- ureyri. Þá varð alvarlegt umferðarslys í Hafnar- firði og- slasaðist erlendur sjómaður þar lífshættu- lega. Loks varð harður bifreiðaárekstur á Miklu- braut á nýársdag og slasaðist ökumaður annarr- ar bifreiðarinnar allmikið á höfði. Fyrra banaslysið á Akureyri varð á níunda tímanum á gaml- ársdagsmorgun. Bar þag að með þeim hætti að vörubifreið var á leið niður Kaupvangsstræti er ökumaður hennar fékk aðsvif að því er talið er. Lenti bif- reiðin á svonefndu Guðmanns- húsi sem er á mótum Kaup- vangsstrætis og Hafnarstrætis og braut úr hominu á þvi. síðan rann bifreiðin áfram nið- ur götuna og lenti á húsi Eim- skipafélagsins er stendur hin- um megin við hana og loks rann hún fram af bryggjunni. Var höfnin lögð, en bifreiðin fór niður um ísinn. Ráðstafanir voru þegar gerðar til þess að ná bifreiðinni upp en það tók að sjálfsögðu nokkurn tíma, Var ökumaður hennar lát- inn er hann náðist. Hann hét Heimir Baldvinsson og var starfsmaður Olíuverzlunar ís- lands. þrítugur að aldri. Hitt banaslysið á Akureyri varð á nýársnótt. Var það 29 ára gamall maður. Jón Hjalta- lín að nafni er drukknaði í höfninni Jón fór að heiman frá sér um kl. 10 á gamlárskvöld og sást til ferða hans í miðbæn- um síðar um kvöldið. Er hann kom ekkj heim til sín um nótt- ina var farið að leita hans og fannst lík hans um morguninn í fjörunni við niðursuðuverk- smiðjuna á Tanganum. Slysið i Hafnarfirði varð um kl 7 á gamlárskvöld. Varð Spánverji, skipverji af norska lýsisflutningaskipinu M. T. Elm, fyrir bifreið á Strandgötunni á móts við skipasmíðastöðina Dröfn Og slasaðist hann mjög mikið. Hlaut hann höfuðkúpubrot. kjálka- os kinnbeinsbrot og fleiri meióoli á höfði og fót- brotnaði einnig á báðum fót- um Spánverjnn var þarna á gangi ásamt fleiri skipsfélögum sínum og segist ökumaður bifreiðarinn- ar ek'ki hafa ség hann fyrr en of seint Kastaðist maðurinn við áreksturkm upp á bifreiðina og braut framrúð hennar >g Framhald á 2. síðu. Mikið var að gera hjá Slökkvi- liðinu í gærkvöld og var það kvatt út þrisvar á stuttum tíma. Mest var um að vera í stórri íbúðabloki er reykur barst um húsið og gætti fólk lítt stilling- ar, hljóp fram og aftur um ganga og sumt flúði með börn sín. Ibúðablok’kin er við Ljós- heima 16—18 og er enn í bygg- ingu. Þetta er átta hæöa hús með einum 40—50 íbúðum og eru svalahandrið enn ókomin og stórhætta þegar slíkt fjölda- felmtur grfpur fólk, að ein- hverjir gangi fram af svölunum. Þama hafði kviknað í haugi af einangrunarhólkum í kjallara í enda blokkarinnar. Náði e’ld- urinn upp í loft í kjallaranum og barst reykurinn eftir leiðslu sem liggur um mitt húsið að baðherbergi í hverri íbúð og barst mikill reykur í sex eða átta íbúðir. Ekki komst eldur í neina íbúð. Slökkviliðinu tókst fljótlega að ráða niðurlögum eldslns, en talsvert tjón hlauzt af reyk og skemmdir urðu á einangrun. Tveir varðmenn frá s'Iökkvilið- inu urðu eftir í húsinu til að róa fólkið. Ekki höfðu slökkviliðsmenn lokið við að gera bílana klára, er þeir voru kallaðir út aftur, að þessu sinni í Kópavoginn, að mótum Háþrautar og Reykjanes- þrautar. Hafði kviknað þar í skúr og tókst fljótlega a‘ð slökkva. I þriðja sinn var Slökkvilið- ið kallað að háhýsinu við Aust- urbrún 2. en þar höfðu nágrann- amir hringt og kvartað yfir reykflyksum sem bárust yfir næstu húsahverfi úr reykháfi hússins. Ekki reyndist þetta alvarfegt, hafði kviknað í sóti og varð fljótlega slökkt og hlauzt ekkert tjón af. ■ r■ mm r Verkalýðsfélagi Borgarness Stjóm og aðrir trúnaðarmenn Verkalýðsfélags Borgarness urðu sjálfkjörnir að þessu sinni. Var framboðsfrestur mnninn út 17. des. sl. og kom einungis fram einn listi, Iisti stjórnar og trún- aðarmannaráðs. Stjórn félagsins skipa: For- maður Guðmundur V. Sigurðs- son, ritari Gústaf Óskarsson, gjaldkeri Halldór Valdimarsson, varaformaður Olgeir Friðfinns- son, vararitari Jón A. Eggerts- son og varagjaldkeri Einar Sig- mundsson. Kosnir voru í trúnaðarmanna- Framhald á 2. síðu. Happdrætti Þjóðyiljans: Síðustu forvöð 1 Þar sem enn hafa ekki borizt endanleg skil frá fáein- um stöðum utan Reykjavíkur getum við ekki birt vinningsnúmerin í hanndrættinu. En nú er aðeins um örfárra daga frest að ræða. ^ Allir þeir sem eiga ólokið verkefni fyrir Hanndrætti • Þjóðviljans verða að gera hreint borð nú begar. O Afgreiðsla happdrættisins er á Skólavörðustíg 19, I. hæð, sími 17505 — Opið frá kl 9 f.h til 7 e.lv ^ Munið að úrslitin velta á síðustu handtökunum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.