Þjóðviljinn - 04.01.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 04.01.1966, Blaðsíða 1
Benzinlftrim hækkar ikr. 7,05-19,5% ■ r-r - ' ; *“i: - - »t - r - — ~ 'v' ^•^sig&K;;. r« ' '\r.. I v'í’< w N « ■ ííS^S'iÍwSíiíSSSÍ® Þriðjudagur 4. janúar 1966 31. árgangur — 1. tölublað. Þessa fallegu áramótamynd tók ljósmyndari Þjóðviljans, Ari Kárason, af flugeldun.um yfir borg- inni á miönætti á gandárskvöld. Veður var gott á gamlárskvöld og var mjög mikil umferð í borginni í sambandi við áramótabrennurnar en engin alvarleg slys urðu þrátt fyrir mikla umferð og talsvert mikla ölvun. Hins vegar urðu tvö banaslys á Akureyri og alvarlegt umferðarslys í Hafn- arfirði og annað hér í Keykjavík á nýársdag. — en olían lækkar um 4 aura lítrinn □ Nú um áramótin, 1. janúar, kom til fram- kvæmda stórfelld verðhækkun á benzíni. Hækk- ar lítrinn úr kr. 5,90 í kr. 7,05 eða um 19,5%. Staf- ar hækkunin að langmestu leytj af hækkun benz- ínskatts er samþykkt var á alþingi nú fyrir ára- mótin. 97 aura hækkun vegna benzínskatts Samkvæmt þvi er verðlagsstjóri skýrði Þjóðviljamim frá í gær nemur hækkunin á benzínskattinum sjálfum 90 aurum á hvem benzínlítra. Qfan á þá hækkun koma svo sjö aurar í söluskatt. Br hæktounin þá komin í 97 aura. Alls er hækkunin hins vegar 115 aurar. Sagði verðlagsstjóri að verð á benzíni hefði nú verið óbreytt að kalla í tvö ár en á þvi tímabili hefðu orðið hækkanir á dreifingarkostnaði o. fl. og kæmu þær nu inn í benzínverðið. Nemiur sú hækkiun 18 aurum. Olíuverðið lækkar um 4 aura á lítra Jafnhliða þessari miklu benzínhækkun kom til framkvæmda 1. janúar smávægileg lækkun á olíuverði. Lækkar lítrinn um 4 aura, úr kr. 1.67 í kr. 1.63 olía til kyndingar, en úr kr. 1.62 í kr. 1.58 olía til báta. Sagði verðiagsstjóri að olíuverðið hefði verið óbreytt lengi, þótt ýmsar breytingar hefðu orðið á innkaupsverði og dreifingarkostnaði og hefur laakkunin á innkaupsverðinu orð- ið meiri en sem svarar hækkun dreifingarkostnaðar þannig að heildarútkoman er fjö'gurra aura lækkun. Tíðindalaust í kjaradeilu ENN HEFUR ekkcrt gerzt í samningamálum verzlunar- manna, en samningar þeirra runnu út um áramótin. GERX ER RÁÐ fyrir samninga- fundum á næstunni og er tal- ið liklegt að deilunni verði vísað til sáttasemjara. Sjá frétt á 12. síðu Sett í Havana í gær Ráistefna þjóða rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu 500 fulltrúar ríkisstjórna, byltingarhreyfinga og andstöðuflokka í allt að 100 löndum mættir þar HAVANA 3/1 — Fulltrúar frá upp undir hundrað lönd- um í rómönsku Ameríku, Afríku og Asíu komu í dag sam- an á ráðstefnu í Havana sem ætlað er að standi í níu daga. Á ráðstefnunni verður fjallað um á hvem hátt verði bezt barizt gegn heimsvaldastefnunni og nýlendukúguninni hvar sem hennar gætir í heiminum. Til ráðstefnunnar eiu mættir um 500 fuUtrúar ýmist ríkis- stjóma. andstöðuflokka eða bylt- ingarhreyfinga sem berjast með vopni í hönd fyrir frelsi þjóða sinna. í Reutersskeyti segir að und- NÝ EYJA VIÐ SURTSEY ;*] Síðdegis í gær flaug Sigurjón Einarsson flug- umferðarstjóri yfir Surtsey og hafði þá ný eyja skotið upp kollin- m um það bil 100 metra löng, og gaus á tveim stöðum. Hefur eyjan risið úr sæ í gær eða fyrrinótt. 90 Á sunnudaginn flugu þeir Sigurjón og Agnar Kofoed Hansen flug- málastjóri yfir gos- stöðvarnar og var þá fremur lítið gos en þeir sáu móta fyrir rifi er maraði í hálfu kafi. Hefur gosið þv£ aftur færzt í aukana í gær eða fyrrinótt. irbúningsnefnd ráðstefnunnar hafi á sunnudagskvöld samþykkt einróma stjómmálaskýrslu sem leggja á fyrir hana, en skýrsl- unni hafi verið breytt vegna þess að kínversku fulltrúamir hafi gagnrýnt hana harcflega. Þeir hafi álitið að allt of vægt væri kveðið að orði í skýrsl- unni, einkum þeim kafla henn- ar sem fjallar um Vietnam. Samkvæmt sömu heimild mun hafa komið upp ágreiningur um ýms önnur atriði og hafi slegið í hart milli kinversku fulltrú- anna og fulltrúa frá öðrum löndum. Þannig hafi komið upp ágreiningur um hverjir skyldu teljast ful'ltrúar frá Ceylon og Indónesíu. Áuk fulltrúa ríkis- stjóma þessara landa hafi mætt til ráðstefnunnar nefndir sem séu hliðhollar Kínverjum. Ekki hafi verið ljóst í upphafi ráð- stefnunnar hvorir fulltrúamir yrðu teknir gildir. Til ráðstefnunnar hefur verið boðið áheymarfulltrúum frá sósíalistísku ríkjunum í Aust- ur-Evrópu, öMum nema Júgó- slavíu og hún sennilega skilin undan fyrir kröfu Kínverja. Sagt er að óánægja sé með þá ráðstöfun meðal margra fulltrúa á ráðstefnunni og kann þetta að verða deiluefni. Þannig er augljóst að þrátt fyrir sameiginlega meginafstöðu er ágreiningur um mörg atriði. Kínversku fulltrúarnir hafa sótt það fast að einfaldur meirihluti nægi til gildandi samþykktar og bendir það til að þeir telji að meirihluti fuilltrúa sé á sínu bandi í þeim málum sem á- greiningur getur orðið um. Und- irbúningsnefndin samþykkti þó að tvo þriðju atkvæða þurfi til bindandi samþykktar þegar um er að ræða umdeild mál. Meðal mála sem eru á dag- skrá ráðstefnunnar eru Vietnam, Domingo-lýðveldið, stuðningur við blökkumenn í Bandaríkjun- um í mannréttindabaráttu þeirra, nýlendur Portúgala, Ródesía Suður-Arabía, Palestína og Kúba. Það var forseti Kúbu, Osvaldo Dorticos, sem setti ráðstefnuna í dag. A/gert öngþveití vofir yfír í New York vegna verkfalls Jopanar til Ameríku 3000 árum f. Kr.? NEW YORK 3/1 — Leirkera- brot sem fundizt hafa í Ekvador gefa til kynna ag Japanar hafa komið til Ameríku 4.50o árum á undan Kólumbusi. segja tveir bandarískir vísindamenn, Clif- ford Evans og Betty Meggers. í grein í „Scientific American“. Þau telja að þar hafi sennilega verið á ferð fiskimenn sem hafi rekið fyrir vindi og straum- um. NEW YORK 3/1 — Til mikilla vandræða horfir í New York þar sem 35.000 starfsmenn við almenningsfarartæki borgarinn- ar hófu verkfall á nýársnótt. Það tókst þó að afstýra því algera umferðaröngþveiti sem búizt hafði verið við að yrði í morgun þegar þær fimm milj- ónir manna sem hafa atvinnu í borginni en eiga heima langt frá vinnustað hæfu aftur störf eftir nýárshelgina. Öllu lög- regluliði borgarinnar, 27.000 manns, hafði verið boðið út og tókst framar vonum að greiða úr umferðarhnútum sem stöfuðu af þeim mikla fjölda manna sem óku nú í eigin bílum úr út- hverfunum til borgarinnar í stað þess að fara með jám- brautarlestunum. Hundruð þúsunda munu hafa orðið við tilmælum Lindsays borgarstjóra að þeir skyldu sitja heima sem ekki væru bráð- nauðsynlegir á sínum vinnustöð- um. Búizt er þó við hinu versta ef verkfallið héldur áfram, en ekki voru horfur á því í kvöld að það myndi leysast bráðlega. verkfallsmenn krefjast 30 pró- sent kauphækkunar og 32 stunda vinnuviku sem skiptist á fjóra daga. Verðákvörðun á bolfíski frestað m nokkra daga B a Þór féll hliðina í Slippnum Varðskipið Þór féll hliðina, þegar átti að draga Jh það á þurrt í Slippnum á " fjórða tímanum í gær. Var skipfð komið upp á vagn- inn og brotnuðu stoðir || það, en ekki er vitað hvað olli ó- „Yfirnefnd Verðlagsráðs sjáv- arútvegsins hefur að undanfömu unnið að ákvörðun lágmarks- verðs á bolfis'ki fyrir árið 1966. Stefnt hefur verið að Því að ljúka verðákvörðun fýrir ára- mót, samkvæmt gildandi reglu- gerðarfyrirmælum. Verðlagsráð hefur tilkynnt ráðuneytinu. að ný sjónarmið, sem snerta væntanlega verðá- kvörðun hafi komið fram. og þarfnist frekari athugunar. Því hefur ráðið óskað heimildar ráðuneytisins til að verðákvörð- un verði frestað nokkra daga, þó ekki lengur en til 6. janúar n.k. —, Ráðuneytið hefur í dag samþykkt þessa frestun. Sjávarútvegsmálaráðuneytið, 31. desember 1965“ kringum að fullu happinu. Skemmdir á Slipp og skipi eru ókannaðar ennþá, sagði Pétur Sigurðsson er Þjóðviljinn hafði tal af honum í gærkvöld, en sýnilegar miklar skemmdir á Slippnum og er þetta á- byggilega mikið fjárhags- legt tjón. Engin slys urðu á mönn- um, en áhöfn Þórs var um borð auk starfsmanna frá Landssmiðjunni og Slippn- um. Einn maður féll út- byrðis og lenti í sjónum, en var strax bjargað á land og varð ekki meint af volkinu. Ekki var hægt vegna að- stæðna og myrkurs að rétta Þór við í gær, en verður hafizt handa um það í dag. A myndinni sést Þór á hliðínni. (Ljósm. Þjóðv. A. K.) .

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.