Þjóðviljinn - 04.01.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 04.01.1966, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. janúar 1966 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Svar Hanoistjórnar við „friðarsókn” Johnsons Engir samningar í Vietnam nema á grundvelli Genfarsamninganna 1954 Harðir bardagar aftur háðir í Suður-Vietnam — Enn hlé á árásum á Norður-Vietnam — „Friðarsóknin” varla nema í fáa daga enn WASHINGTON, HANOI og SAIGON 3/1 — Erindrekar þeir sem Johnson Bandaríkjaforseti' gerði um áramótin út til að „kynna stefnu Bandaríkjanna í Vietnam" eru tekn- ir að tínast heim að gefa honum skýrslur um ferðir sín- ar. Jafnframt virðist ljóst af undirtektum í Hanoi undir það sem kallað er „friðarsókn“ Johnsons að litlar horfur eru á að samningaviðræður séu á næsta leiti og það því fremur sem hörkubardagar eru aftur hafnir í Suður-Viet- nam, enda þótt enn sé hlé á loftárásum á Norður-Vietnam. Johnson kom sjálfur til Was- hington í dag úr nýársorlofi sínu og ræddi þegar við bá Humphrey varaforseta Og Gold- berg, aðalfulltrúa hjá SÞ. sem komnir eru heim úr ferðum sinum. Aðstoðarutanríkisráð- herrarnir Harriman og Mennen Williams eru ókomnir enn þá. en eru væntanlegir næstu daga. Á grundvelli Genfarsamninga Þótt engar opinberar yfirlýs- ingar hafi verið gefnar í Hanoi eða Peking vegna hlésins á loftárásunum eða ítrekaðra full- vissana um friðarvilja Banda- ríkjanna virðist augljóst að stjóm Norður-Vietnams sé ekki reiðubúin að befja viðræður nema gengið sé að bví frum- skilyrði hennar að semja beri á gmndvelli Genfarsamning- anna frá 1954 Blaðið „Nhan Dan“ í Hanoi vitnaði í dag í þau fjögur skil- yrði sem stjórn Norður-Viet- nams hefur sett fyrir viðræð- um og öll eru byggð á Genf- Bandðríkiastiórt! veróhækkun Washington 3/1 — Bandaríkja- stjóm tilkynnti í dag að land- varnaráðuneyti hennar myndi eklki eiga nein viðskipti við þau stáliðjufyrirtæki sem hækkuðu verð á stáli og hyggst hún með bessu knýja stáliðnaðinn til að hætta við verðhækkanir. Annar stærsti stáliðjuhrmgur Banda- rí'kjanna. Bethlehem Steel. til- kynnti á nýársdag að hann ætlaði að hækka verð á stáli um fimm dollara á lestina. HAMBORG 3/1 — Konrad Ad- enauer fyrrverandi kanzlari, segir í dag í viðtali við blað- ið ,.Die Welt“ að hann telji að Bandarikin og Sovétríkin eigi í viðræðum sem Vestur-Þjóð- verjar fái ekkert að vita um. arsamningunum. Friður myndi verða á stundinni í. Vietnam. þegar Bandaríkin hættu ofbeld- isárás sinni, kölluðu heim her- lið sitt og létu vietnömsku þjóð- ina Um að ráða fram úr mál- um sínum í samræmi við Genf- arsamningana. Blaðið sagði að sem endranær væru brögð í tafli þegar Banda- ríkin töluðu um friðsamlegar viðræður nú sem áður væru þau samtímis að magna og færa út stríð sitt. Málgagn japanskra kommún- ista, ,.Akahata“, hafði Það í dag eftir Pham Van Dong. for- sætisráðherra Norður-Vietnams, að ekkert stæði í vegi fyrir friði í Vietnam nema yfirgangs- stefna Bandaríkjanna. — Enda þótt Bandaríkin sendi mörg hundruð þúsund hermenn til Vietnams. munu þau bíða ósig- ur var haft eftir honum. Franski stjómarerindrekinn Jean Chauvel sem er nýkominn heim úr ferð til Hanoi og Pek- ing segir í blaðagrein í dag að Vietnam-striðið sé fyrst og fremst átök milli Kína og Bandaríkjanna og kínversku leiðtogamir teljj að enn sé ekki kominn tímj tii að leita lausn- ar Bæði í Harioi o-g Peking hefði sér verið sagt að friðarhjal Bandaríkjamanna hefði þann eina tilgang að dylja frekari útfærslu stríðsins. Naumur tími Fréttamenn j Washington telja ástæðu til að ætla að úr- slitastundin nálgist og ,.friðarr sókn“ Johnsons muni varla standa marga daga enn Banda- ríkjaþing kemur saman eftir viku og munu þar heyrast há- værar raddir um að herða stríðið í Vietnam. Johnson for- seti verður innan fárra daga að leggja fjárlagafrumvarp sitt fyrir þingið, en búizt hefur verið við að farið verði fram á stórauknar fjárveitingar til stríðsins í Vietnam. Senn líður einnig að því að hann verði að gefa þinginu skýrslu um ástand og hag ríkisins og þar mun hann varla komast hjá að lýsa eindregið stefnumiðum Banda- rikjanna í Vietnam. Harðir bardagar Og eiturgas Harðir bardagar eru afltur hafnir í Suður-Vietnam og segj- ast Bandaríkjamenn hafa haft frumkvæðið að þeim og haft betur. í gær var þannig mikið lið bandarískra hermanna sent gegn skæruliðum á óshólmum Mekongfljóts rétt við landamær; Kambodja og ekkj nema rúma C3 km fyrir vestan Saigon. Stór- skotaliði var beitt gegn stöðv- um skæruliða sem þeir hafa’ fengið að hafa óáreittir síðan í jún; í fyrra, en síðan var fallhlífalið sent með þyrlum. en úr öðrum þyrlum var sáldrað eiturgasi yfir skæruliða. Banda- ríkjamenn segjast hafa unnið þama mikinn sigur. komizt yf- ir miklar birgðir hrísgrjóna og fellt 111 skæruliða. Sjö ckæru- liðar hafa verið teknir höndum en auk þeirra 502 „grunaðir“. Frá Tasjkent, hinni sólbjörtu höfuðborg tJsbekistans. Leiðtogar Indlands og Pakistans á fundi í Tasjkent í Sovétríkjunum Fagnað ákaft af miklum mannfjölda þegar þeir komu þangað í gær, en menn voru vondaufir um að þeim tækist að jafna ágreining sinn TASJKENT 3/1 — Mikill mannfjöldi fagnaði ákaft leið- togum Indlands og Pakistans, Shastri forsætisráðherra og Ayub Khan forseta, þegar þeir komu í dag til Tasjkent, höfuðborgar Úsbekistans í Sovétríkjunum, að sitja þar fundi í boði sovétstjórnarinnar til að reyna að finna lausn á Kasmirdeilunni. Fyrsti fundur þeirra veröur á morgun, en óður munu þeir ræða saman við Kosygin for- sætisráðherra um ýms forms- atriði varðandi fundinn sem ætlað er að standi í eina viku. Kosygin kom um helgina til Tasjkents að taka á móti gest- um sínum og voru í fylgd með honum ýmsir háttsettir embætt- ismenn, m.a. Gromiko utanrík- isráðherra og Malinovski land- vamaráðherra. Flugvél Ayubs sem kom frá Peshawaír lenti fyrst á flugvell- inum, hálfum þriðja tíma á undan flugvél Shastris sem hafði orðið að fara mikla krókaleið til að fljúga ekki yfir Pakistan eða Kína. Báðir höfðu þeir mik- ið föruneyti. Stjómarleiðtogarn- ir héldu saman í bílalest til borgarinnar sem skartaði sínu fegursta. Kosygin ræddi óforrnlega við gesti sina, hvorn í sínu lagi, strax eftir komu þeirra, fyrst við Ayub, síðan við Shastri og þá aftur við Ayub í klukku- tíma og fór þá enn á fund Shastris. Ekkert var látið uppi hvað borið hefði á góma í þess- um viðræðum, Kosygin hefur ekki boðizt til að miðla málum milli deiluaðila, heldur aðeins að vera þeim innan handar ef þeir óska þess. Fréttamenn sem hafa fjöl- mennt til Tasjkents eru þeirrar skoðunar að ekki sé ástæða til að gera sér miklar vonir um árangur viðræðnanna. Svo mik- ið beri á milli að ólíklegt sé að samkomulag geti tekizt. Allir eru hins vegar sammála um að það hafi verið mikill diplómat- ískur ávinningur fyrir Kosygin og sovétstjórnina að þeir skyldu þekkjast boðið að koma til Tasjkents. að hefur vesrið annríki hjá undirmönnum Johnsons Bandaríkjaforseta um þessi áramót. Þeir hafa verið send- ir um allar jarðir í því skyni að ,,kynna stefnu Bandaríkj- anna í ■Vietnam‘‘ og svo látið heita að erindi þeirra væri að sanna mönnum friðarvilja þeirra og einlæga ósk eftir samningum, Goldberg aðal- fulltrúi hjá SÞ, var sendur á fund Páls páfa, sem undan- farið hefur hvað eftir annað hvatt til firiðar í Vietnam. Hann ræddi síðan við de Gaulle í París og Wilson í London, áður en hann hélt heim. Harriman aðstoðarut- anríkisráðherra var sendur að ræða við Gomulka i Var- sjá og Shastri í Nýju Delhi, en Pólverjar og Indverjar eiga sæti í þriggja ríkja nefnd þeirri sem hefur átt að annast eftirlit með því að Genfarsamningarnir frá 1954 Einlægur um Indókína væru haldnir. (Kanada er þriðja ríkið og Johnson ræddi sjálfur við Pearson forsæti sráðherra) Harriman kom við í Belgrad að ræða við Tító og fór frá Nýju Delhi til Peshawar að hitta Ayub forseta. Mennen Williams Afríkumálaráðherra var þangað sendur, ræddi m. a. við Boumedienne í Al" geirsborg, fór þaðan til Tún- is, síðan til Addis Abeba og fleiri höfuðborga. Humphrey varaforseta var falið óverðug- asta verkefnið; hann var sendur á fúnd Sjangs Kaj- séks og annarra undirsáta Bandarfkjanna- í Asíu. Lítið hefur spurzt af und- irtektum beirra sem fensu bessar óvæntu heirnsóknir frá Washington um nýárið, tn ó- hætt að fulllyrða að meira þurfi til en orðræður til að sannfæra nokkum um ein- lægan friðarvilja 00 sáttfýsi Bandarfkjanna. Til þess benda ifka eindregið ban ummæli sem höfð eru eftú- de Gaulle að loknum fundi hans og Goldbergs, að eina lausnin sem til greina komi í Vietnam sé að allur aðkom- inn her verði fluttur burt þaðan. Það er einmitt hetta meginsjónarmið sem Banda- rikjamenn mega ekki heyra nefnt. Þeim hefur margsinnis verið gefinn kostur á aö semja frið í Vietnam á þess- um grundvelli; betta er fyrata atriðið af beim fjórum sem stjóm Norður-Vietnam'- hefur talið frumskilyrði fyrfr samningum, enda í fulh’ samraami við Genfarsamn ingana frá 1954, en í 16.. i" og 19. greinum þeirra er ski1 yrðislaust bann lagt við hemaðRrlegri fhlutun fram- andi aðil*i hvarvetna í Indó- kína Það má ráða af um- mæ'Ium de Gaulle að hann hafi ekki látið sannfærast af Goldberg, og varla hefur Harriman gengið betur í Var- sjá, Belgrad eða Nýju Delhi, eða Williams í Algeirsborg. Enn sem fyrr eru menn dæmdir eftir gerðum sínum, en efkki orðum, og bótt Bandaríkjamenn hafi gert nokkurt hlé á morðárásum sínum á Norður-Vietnam, bendir ekkert til bess að beir hafi í rauninni i hyggju að ganga til samninga á þeim eina grundvelli sem til greina kemur, á grundveili Genfar- samninganna frá 1954, sem beir voru sjálfir aðilar að. Þeysireið sendihoða Johnsons forseta í allar áttir er ekki gerð í bví sikyni að greiða fyrir samningum og friði; hún ber vitni slæmri sam- vizku ráðamanna í Washing- ton og því að þeir eru farnir að finna fyrir því að til þeirra andar köldu hvarvetna úr heiminum vegna framferð- is þeirra í Vietnam. Það hef- ur kvisazt og verið frá þvf skýrt í bandarískum blöðum að verið só að undirbúa nýja útfæi'slu stríðsins með beinni íhlutun Bandaríkjamanina í Laos og Kambodja. Það em ekki aðeins starfsmenn utan- ríkisráðuneytisins sem hafa verið að heiman undanfarið; Wheeler herráðsforingi var fyrir nokkrum dögum í Sadg- on og Bangkok og stjómin í Phnom Penh er þess fullviss að erindið hafi verið að und- irbúa samræmdar aðgerðir herja Suður-Vietnams og Thailands gegn Kambodja. Eftirtefctarvert er það og gílöggt dæmi um þau um- sfcipti sem orðið hafa á al- þjóðavettvangi á síðari áirum- að á sama tíma og Banda- rikjastjóm telur sig nauð- beygða til að gera menn út af örkinni til að sannfæra 'jafn- vel helztu bandamenn sína um friðarvilja sinn, sikuli leiðtogar tveggja af stærstu þjóðum heims leggja leið sína til Sovétrikjanna til að friðarvHji Ayub reyna að ráða fram úr deilu- málum sínum. Þeir Shastri, forsætisráðherra Indlands, og Ayub Khan, forseti Pakistans, sem Johnson forseti vildi hvorugan fá í heimsókn til sín á síðasta ári, hittast í Tasjkent, hinni fögru og fom- frægu höfuðborg Úsbekistans. Hver hefði trúað því fyrir fá- einum árum, eða jafnvel fyir- ir einu eða tveimur misser- um, að forystumenn tveggja helztu ríkja brezka samveld- isins, sem annað er auk þess aðili að tveimur hemaðar- bandalögum vesturveldanna, myndu kjósa að biggja gest- risni og holl ráð forsætisráð- herra Sovétrfkjanna fremur en að leita til London eða Wasbington? En sá ótvíræði diplómatíski sigur sem Sovét- rfkin hafa unnið með því að þeir Shastri og Ayub skyldu tafca boði Kosygins í septem- ber s.l. að koma til Tasjkent að reyna að finna lausn á Kasmírdeilunni og þiggja þau ráð sem þeir kynnu að biðja hann á sér mjög augljósa or- sök. Hún er sú að emgum, bókstafllega engum, dettur lengur í hug að efast í al- vöru um einlægan friðarvilja Sovétrfkjanna. — ás.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.