Þjóðviljinn - 04.01.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 04.01.1966, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. janúar 1966 ÞJÖÐVILJINN — SlÐA •J Helgi Hjörvar Það ber fctundum tíl tíðinda hér á Liótunnarstöðum, eink- um að sumarlagi, að ókunnir menn aka í hlað. gera boð fyrir undirritaðan og tjá hon- um, að þeir eigi það erindi eitt að sjá hann, og sumir þakka þá jaínframt fyrir það sem þeir segjast hafa lesiðeft- ir hann. Undirritaður kann þessum gestakomum yfirleitt vel, ef til vill meðfram sökum þess, að þær kitía hégóma- gimd hans, en engu síður þó vegna hins, að hann finnur að gestirnir eiga gott hjarta. og góðhugur þeirra hefur yljað honum um hjartarætur, og það því fremur, sem ýmsar þess- ara skyndiheimsókna hafa orð- ið upphaf að nánari kynnum. Svo var það einn sunnudag, síðari hluta ágústmánaðar 1958, að bíll rennur í hlað hjá mér og út úr honum kemur Helgi Hjörvar, ásamt fjöl- skyldu sinni. Eftir að gestir höfðu falli?t á að ganga í stofu og ég hafði s,kipzt á nokkrum orðum við , Helga, rann það upp fyrirmér. að þessi maður var mér ekki ókunnur. Ég hafði þekkt hann í ár og áratugi, gegnum út- varpið. Nú er það að vísu rvo, að við hittum oft útvarps- menn, en það tekur okkur á- vallt nokkum tíma að kynnast þeim, höfum við ekki þekkt þá áður. Helgi var ávallt sannur og s.iálfum sér samkvæmur, frammi fyrir hlustendum. Hann gerði aldrei' ti'lraun til að fela sig fyrir þeim bak við hljóð- nerhann. í gleði og sorg. ádeilu og aðdáun, alvöru og gamni, var hann heill og óskiptur. Eitthvað þessu líkt mun ég hafa hugsað, er fundum okkar Helga Hjörvars bar saman í fyrsta skipti. Annars atviks frá kynnum okkar minnist ég hér sökum þess hve það snart mig þægi- lega, Þegar ég heimsótti hann að heimili hans, árið eftir, á+ti hann að vísu von á mér. en hann beið mín úti á hlaði, áð sið gamalla sveitabænda. Ef til vill munu einhverj’r ætla, að það sem hér hefur verið tíundað af persónuflegum kynnum mínum af Helga Hjör- var gefi ekki mikið tilefni -il eftirmælagerðar frá minni hálfu. Hér er ekki enn öll saga sögð. Maður, sem komið hefur jafnoft fram í útvarpi og Helgi Hjörvar skilur eftir einhverá- hrif hjá hlustendum sínum, vafasöm eða góð eftir at- vikum. Það er sannfæring min og enda vissa að jafnvel mér, hversdagslegum útvarpshlust- anda, hefur Helgi Hjörvar getað komið til nokkurs þroslca um meðferð móðurmálsins þann aldarþriðjung, er rödd hans heyrðist í útvarpinu, og þætti mér ekki ósennilegt, að þúsundir útvarpsh'lustenda . myndu vilja gera hliðstæða játningu, að minnsta kosti i leynum hjartna sinna. Meginhluti j>ess, er viðheyr- um í útvarpinu, gleymist ger- samlega. Guði sé lof fyrirþað. En örfáar minningar greypast svo fast inn í vitund okkar, að við þykjumst viss um að muna þær að hinzta dægri. Það er hafið yfir allan efa. að enginn skipar þar svo stórt rúm sem Helgi Hjörvar. Við munum enn flutning hans á Gróðri jarðar og Krist- ínu Lafransdóttur. Við munum flutning hans á Sturlungu og mörgum öðrum Islendingasög- um. Og við munum þegar hann las Upp vió Fossa og við munum eftir Vorkaldri jörð. Og við munum eftir Minningarorð ýmsum hnitmiðuðum og hár- beittum ádeilum á sitthvað, er honum þótti miður fara um meðferð móðurmá'lsins. En gegnum myrkur daganna, ellimæði og ýmiskonar and- streymi, vitjar Bör Börsson okkar aftan úr ljósi endur- minninganna. Okkur finnst þá, sem allar tilraunir út- varpsins til gamanmála visni og veröi að engu, þegar við berum þær saman við flutn- ing Helga Hjörvars á Bör Börssyni. Ég hef stundum hugleitt það, hversu það mátti verða að Helgi Hjörvar náði svo langt og lengra en aðrir samtíðar- menn hans að tjá sig, jafnt í ræðu sem riti. Margir hata eflaust lært jafnmikið og hann og jafnvel meira í málvísind- um, eflaust hafa margir stað- ið honum framar að iœrdómi í framsögn og leikmenntum. Mér er nær að halda, að ást Helga Hjörvars á móður- máli sínu hafi öðru fremur lyft honum yfir meðalmennsk- una um meðferð þess. En móðurmálið endurgalt Helga Hjörvar rikulega bá elsku, er hann hafði á því fengið. Það lagði honum jafn- an þau hin réttu orð á tunga, með réttum áherzlum og réttri hrynjandi, — hvort sem har.n þurfti til þeirra að taka í gleði eða sorg, meðlæti eða mótlæti, gamni eða alvöru. Að svo mæltu færi ég eft'ir- lifandi eiginkonu hans og börnum mínar innilegust.u samúðarkveðjur. Skúii Guðjónsson. Við Reykvíkingar þekktum hann öll í sjón: lágvaxinn mann og hnarreistan, kvikan á fæti, hreyfingamar minntu oft á íslenzka glímu. Hann setti svip á bæinn, svo notað sé ■ slitið orðtak, að minnsta kosti fannst mér eitthvað á skorta þegar ég mætti honum ekki lengur á fömum vegi milli Alþingishúss og Utvarps. En öll þjóðin þekkti hann af röddinni. einhverri koinnustu útvarpsrödd á Islandi um þriggja áratuga skeið. Um mörg ár barsf rómur hans inn á hvert heimili í landinu — í þingflréttum, í bamatíma, í út- varpssögunni ög ekki sizt þeg- ar fomsögur voru lesnar. Rík- isútvarpinu var Helgi Hjörvar tengdur frá upphafi vega þess og mótaði það á marga lynd persónu sinni og menningar- legum sjónarmiðum. Helgi Hjörvar var maður ís- lenzkrar orðlistar og hins mælta máls öllu öðru fremur. Hann var ungur á því skeiði aldarinnar þegar það var tal- inn einn þáttur íslenzikrar sjálfstæðisbaráttu, og ekki ó- merkilegur, að vanda málfar sitt, tala og rita íslenzku með þeim hætti, að erlendar slettur saurguðu ekki hið hvíta traf tungunnar. Einkum óttuðust menn á þeim tíma áleitni dönskunnar og þvf var leitað til upprunans máli þjóðarinn- ar til vamafl fomsagna og fomkvæða. Fomsögtr"*«ir urðu ungum mönnum á öndverðri öldinni lifandi uppspretta máls og lífsmenningar. Helgi Hjörv- ar bar jafnan merki þess, að ungur hafði hann sökkt sér niður í fomsögurnar,' í tnngu- taki hans mátti kenna óm hins klassíska máls. en þó var málfar hans aldrei eftirlíking eða eftirherma hins forna máls, hann fymti ekki íslenzk- una, hún var jafnan ung og fersk í munni hans. Sú kynslóð, sem nú er að '““eia upp í síðasta áfanga lífshlaupsins mun iafnan minn- ast Helga Hjörvars með sökn- uði, og þó mun hún kannski sakna þess mest, að rödd hans er horfin úr þeim dagskrárlið útvarpsins, sem tengdur er lestri íslenzkra fomsagna. Ég vona að ég móðgi engan þótt ég staðhæfi, að enginn maður hafi lesið fornbókmenntir okk- ar með slíkum ágætum og Helgi Hjörvar. Mér er til efs, að meira afrek hafi verið unn- ið á sviði upplesturs í Ríkisút- varpinu en þegar Helgi Hjörv- ar las Sturlungu, þetta stór- brotna og erfiða verk um harmleik íslenzku þjóðarinnar og forustumanna hennar á 13. öld. Helgi Hjörvar las og túlk- aði Sturlungu með slíkum yfir- burðum og listrænum skilningi, að ógleymanlegt er hverjum þeim sem á hann hlýddi, og ég held að öll þjóðin hafi hlustað á hann. Mér finnst ég hafi aldrei komizt jafn nærri heimi íslenzkra fomsagna og undir lestri Helga Hjörvars. Hann var gæddur svo næmri innlifun í efni þeirra og anda, að hlustandinn var allt í einu orðinn áhorfandi að lei'k á sviði. Svo miklir voru töfrar þeirrar framsagnarlistar, sem Helgi Hjörvar var gæddur. Stundum hefur mér dottið í hug, að slika framsagnarli.,t hafi mátt finna á gömlu kvöld- vökunni í baðstofunni íslenzku begar fomsögurnar voru þjóð- inni lifandi og raunsannur vemleiki. Sé svo hefur Helgi Hjörvar bjargað þessari fomu grein íslenzks þjóðlífs frá glötun og grætt hana á nýjan meið, Það er ástæða til að minnast þessa með þakklæti á heirri stundu. þegar baðstofan er hrunin og Helgi Hjörvar er allur. Sverrir Kristjánsson. KveSja frá Rithöfundafélagi íslands Helgi Hjörvar er allur. Með honum er horfinn af jarðnesku sjónarsviði sterkur og sér- kennilegur persónuleiki. Is- lenzk tunga og íslenzk saga eiga á bak að sjá einum af ást- mögum sínum. Hann elskaði móðuirmáilið af ástríðuhita æs'kumannsins allt til hinztu stundar, og sagan var honum sístreymandi lind unaðar og lífsfýMingar. Hann var prýðilega ritfær, gaf út tvö smásagnasöfn og ís- lenzkaði nokkrar útlendar bækur. Hann var málsnjall svo að af bar. Mun lengi í minn- um hafður flutningur hans í útvarp, bæði á þingfréttum og eigin þýðingum á erlendum skáldverkum. Vissi ég til þess, að hann hlaut blessun margra aldraðra, sem heymardeyfa meinaði að njóta annarra radda í útvarpi. Rödd hans og framsögn féll einkar vel að lestri fomsagna, og var unun á að hlýða. Svo var innlifun hans sterk, að það var sem hann gengi sjálfur i bardaga með söguhetjum og ætti drjúgan þátt í, þegar vel skipaðist um sættir fyrir milli- göngu göfugra manna. Ást sína á íslenzku máli sýndi Helgi Hjörvar meðal annars með því, að hann, á- samt eiginkonu sinni, stofnaði sjóð til minningar um son þeirra látinn. Úr þessum sjóði skulu verðlaun veitt fyrir snjalla meðferð móðurmálsins í útvarpi. Helgi Hjörvar var lengi for- maður Rithöfundafélags Is- lands og heiðursfélagi síðustu árin. Hann var einnig um ára- bil í stjóm Bandalags íslenzkra listamanna. Hann vann af al- úð og ósérplægni að hags- munamálum rithöfunda. Fyrir það ena honum nú að leiðar- lokum færðar hjartans þakkir. Megi hann umbun hljóta sinna ævistarfa. Rithöfundafélag Islands send- ir ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Ragnheiður Jónsdóttir. FÉLAC FJALLA- MANNA 25 ÁRA Félag Fjallamanna minntist aldarf jórðungsafmæ'lis síns fyr- ir skömmu. Formaður félagsins, Ólafur Þorsteinsson, hélt aðalræðu hófsins og minntist Guðmur.d- ar heitins frá Miðdal, sem var aöalfrumkvöðull þessa félags- skapar og stjómandi fyrstu tvo áratugina. Formaður gat í ræðu sinni aðsteðjandi viðfangsefna, sem eru m.a. endurbætur á skáia- kosti félagsins, en nú á fé- lagið tvo fjallaskála, annan í Tindfjöllum, sem mikið hefur verið unnið við til endurbóta að undanförnu, og hinn á Fimmvörðuhálsi, sem einnig þarfnast mikillar lagfæringar ef ekki verður þá gripið til þess ráðs að byggja þar nýjan skála, en þörf fyrir góðan skála á Fimmvörðuhálsi má segja að sé allbrýn, því að ferðum manna yfir hálsinn, milli Goðalands og Skóga, fjölgar stöðugt með hverju ári. Guðmundur Einarsson. í afmælishófinu talaði einnig meðal annarra Pétur Sumar- liðason kennari, sem rakti að nokkm sögu félagsins og að- draganda að stofnun þess. Fjölmenni á fullveldisfagnaði Íslendingafélagsins í New York Nær tvö hundruð manns vom samankomnir á hátíða- höldum Islendingafélagsins í New York, föstudagskvöldið 3. desember, en samkoma þessi var haldin í tilefni 1. desem- ber. Heiðursgestir vom ambassa- dor íslands í Washington Pet- úr Thorsteinsson og frú hans. Einnig vom þau viðstödd am- bassador Islands hjá Samem- uðu þjóðunum, Hannes Kjart- ansson og frú, frú Ágústa Thors og margt annarra góðra gesta. leikari og hlaut óspart lof við- staddra. Loks skemmti Ómar Ragnars, bæði á ensku og ís- lenzku. Vakti skemmtun hans mikið lof allra gesta. Islenzkur matur var á borð- um, svið, slátur, hangikjöt og annað góðmeti, og stóð Flemm- ing Thorberg, bryti fyrirveit- ingum. Dansað var til klukkan tvö, og var almenn ánægja með hóf þetta, sem er eitt hið fjöl- mennasta _ sem ha'ldið hefur verið af íslendingafélaginu. Formaður féiagsins, Sigurður Helgason, setti samkomuna og bauð gesti velkomna, en aðal- ræðumaður kvöldsins var Pét- ur Thorsteinsson, ambassador. Minntist hann Thor Thors, drap á þýðingu utanríkisþjón- ustunnar, Vínlandskortið svo- nefnda og fund Vínlands. Loks hvatti hann menn til að styrkja Islandssjóð Thor Thors, sem Amerísk — Skandinavíska stofnunin í New York hefur stofnað. Steinunn Bjamadóttir fiðlu- leikari lék einleik á fiðlu, en eftir langt nám í Reykjavik og Prag, stundar Steinunn nú nám við Juillard tónlistarskól- ann í New York. Steinunn þykir mjög efnilegur fiðiu- «>- Góð heilsa geimfara BERKELEY 30/12 — Banda- rísku geimfararnir Frank Bor- man og James Lowell, sem voru hálfan mánuð samfleytt úti í himingeimnum um borð í Gem- ini 7., eru við ágæta heilsu. Það er yfírmaður læknadeildar bandarísku geimferðastofnunar- innar, Charles Berry, sem frá þessu skýrði á þingi vísinda- manna í Berkeley í Kaliforníu á miðvikudag. Þeir geimfararn- ir hafa undigengizt ítarlega læknisskoðun. Magnús á Barði sjötugur Hann Magnús Jónsson á Barði er sjötugur í dag. Hann hefur lítt tranað sér fram á síðum dagblaða, ekkert bram- boltað í fjármálaheiminum, og aldrei sveitzt fyrir veg- tyllum; kosið sér hina hljóðu hamingju hófláts lífs. En þeir sem þekkja hann vita að þar fer góður drengur og gleðilega hlýr. Ef þú vilt nú við mig spjalla, vlnur kæri minn, þá er ekkert um að fjalla æviferilinn. Þannig var það svar er ég fékk þegar ég leit inn til hans og kvaðst vilja ræða við haon sjötugan. Ekkert af því sem hann hafði áður trúað mér fyrir um viðburði ævi sinnar mátti ég segja. En þó lauk svo að hann féllst á að segja eitthvað í stíl við „Hver er maðurinn“. Ég fæddist á Fallandastöð- um í Húnaþingi, sagði hann. 4. janúar 1896. Missti föður minn þegar ég var þriggjaára. Hann drukknaði í Miðfjarð- ará. Hann var að koma heim frá jarðarför móður sinnar, og í fylgd með honum voru móð- ir mín og gamall maður. Þau fóru yfir ána um nóttina, en þetta var í ágúst og nótt orðin myrk. Um daginn hafði hlaupið mikill vöxtur í ána. Hann var með tvo baggahesta, hrökk niður baggi í ána og stökk faðir minn af baki til að grípa baggann, sem dró hann í hyl neðan við vaðið. Faðir minn var þá í hús- mennsku á Fitjum og átti Finnur á Fitjum baggann. Móðir mín stóð þá eftirmeð okkur tvö bömin. Þegar móð- ir mí.n var í þessum erfiðleik- um, fat ekki séð fyrir okkur báðum, bauðst Sveinn Guð- mundsson á Barði til þess að taka mig. Hjá honum og konu hans, Sigurbjörgu Ólafsdóttur ólst ég upp fram yfir ferm- ingaraldur. Ég kemst með þolanlegum árangri til hins sæmilega vericamanns sem til saka getur svarað í almennu h'fi. Mennt- un fékk ég enga utan tak- markaðs undirbúnings undir fermingu. Ég færðist smátt og smátt í aukana til afkasta og var talinn hlutgengur til þeirra verka sem til féllu f almennu daglegu sveitah'fi. Rúmlega tvítugur giftist ég indæl'K konu, Halldóru Sigríði Jónsdóttur frá Skinnastöðum í Húnaþingi. Með henni átti ég tvö masnnvænleg böm, sem nú em upp komin, og þeirra börn em mér augnayndi, vel af guði gefin. Til Reykjavíkur kom ég 1930 og hef í rúm 20 ár unruð hjá Reykjavíkurhöfn og eign- azt þar góða vinnufélaga; ég Magnús Jónsson. er ekki gjarn á að skipta um vinnustaði þar sem mér hefur líkað, — og get vel unnið á- fram. Þó ég hafi oft átt í erfið- leikum með að bjargast áfram í lífinu, þá er útkoman sú, núna þegar ég er sjötugur, »ð Framhald á 8. síðu. t 1 i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.