Þjóðviljinn - 08.01.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.01.1966, Blaðsíða 4
4 STDA — ÞJOÐVILJINN — Laugardagur 8. janúar 1966 DIIHnnUINN fiskverd Crtgefandi: Sameinlngarflokiiur alþýðu — Sósialistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson Cáb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudags: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja, Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Skattheimtuæði gíðustu vikurnar fyrir jól voru þingmenn önn- um kafnir við að magna elda verðbólgunnar. Ákveðnar voru 10-20 gjaldahækkanir af hug- kvæmni sem betur hefði beinzt að öðrum verkefn- um, og heildarupphæðin nam að lokum hundruð- um miljóna króna. Ekki var hátíðum fyrr lokið en borgarstjórn Reykjavíkur tók við þar sem al- þingi sleppti. Á maraþonfundi sem lauk í gær- morgun var ákveðið að hækka útsvör borgarbúa um rúman fimmtung eða nærfellt hundrað milj- ónir króna. Og ekki lét borgarstjórnin heldur sitt eftir liggja í margbreytileik í skattheimtu. Raf- magnsverð hækkar um 13,35% og bitna þær álög- ur á hverri einustu fjölskyldu; gatnagerðargjald hækkar um allt að 73% og eykur byggingarkostn- að sem því nemur; sundstöðvagjöld hækka um allt að því fjórðung; vatnsskattur hækkar um 25% ofan á 50% hækkun sem kom til framkvæmda á síðasta ári. Og raunar eru ekki nema nokkrir mánuðir liðnir síðan raforka hækkaði síðast, enn- fremur gjaldskrá hitaveitunnar og strætisvagna- gjöld. JJvað hlýzt af þessu skattaæði ríkis og bæja? Ekkert annað en áframhaldandi óðaverðbólga. Atvinnurekendur velta gjöldunum af sér út í verð- lagið — að því leyti sem þeim er ætlað að bera þau. Launþegar munu að sjálfsögðu gera sínar gagnráðstafanir með margvíslegu móti. Og eftir tiltekinn tíma standa ríkissjóður og borgarsjóður 1 sömu sporum og fyrr; það eitt hefur gerzt að krónan hefur minnkað' og fleiri krónur þarf til allra þarfa. En þeir sem hagnazt hafa eru verð- bólgubraskarar, skuldakóngar og okrarar; þegar þingmenn og borgarfulltrúar þykjast vera að leysa vanda stofnana sinna með verðbólgusköttum eru þeir aðeins að ávísa fé til spekúlantanna. Öll verðbólgustefna stjórnarflokkanna er framkvæmd í þeirra þágu, og valdhafarnir eru sannarlega ekki svo skyni skroppnir að þeir viti ekki hvað þeir eru að gera. Frétt frá yfirnefnd verðlagsráðs sjávarafurða Fortiðarmenn gkkert öfugmæli er algerara en það að erind- rekar alúmínhringsins séu framfaramenn og vísi þjóðinni leið til réttrar framtíðar. Öll ís- landssaga síðustu áratuga er til sannindamerkis um það hversu rétt sú ákvörðun var að landsmenn tækju öll mál í sínar hendur, atvinnurekstur jafnt sem annað. Samt er boðskapur alúmín- manna sá að við eigum að hverfa aftur til for- tíðarinnar,,eftirláta útlendingum að nýta orkulind- r landsins og flytja arðinn brott. Þeir menn sem bannig hugsa hafa ekki fylgzt með tímanum; hugarheimur þeirra er enn á nýlendustiginu og til dæmis um það að andleg þróun' manna getur 'tundum dregizt furðu langt aftur úr stjórnar- farslegum og efnahagslegum staðreyndum. — m. Samkomulag um verðá- kvörðun á bolfiski á vetrárver- tíð 1966 náðist ekki í Verð- lagsráði sjávarútvegsins og var verðákvörðun vísað til yfir- nefndar þann 10. desember. Hefur nefndin leitzt við að finna grundvöll fyrir verðá- kvörðun, er bætt gæti vérulega rekstrarafkomu báta á þorsk- veiðum, og gæti jafnframt bætt kjör sjómanna á þessum bátum til samræmis við breyt- ingar á kjörum annarra stétta. Af hálfu fiskkaupenda hefur komið fram, að vegna erlendra verðhækkana cg umbóta í reks.tri sjái vinnslustöðvar sér fært að hækka fiskverðið veru- lega þrátt fyrir hækkun fram- leiðslukostnaðar ínnanlands. Þessi hækkun er þó ekki það mikil, að nefndin telji, að með henni væri þessum útvegi tryggð eðlileg rekstrarskilyrði né sjómönnum á þessum bát- ,um eðlMeg lífskjör samanborið við aðra. Hefur nefndin því leitað að öðrum leiðum til að þetta markmið gæti náðst. Fékk nefndin leyfi sjávarút- vegsmálaráðherra til þess að fresta verðákvörðun um nokkra daga í því skyni að gera frekari athuganir á þess- um leiðum. Hefur nefndin í þessu sambandi einkum kann- að huganlega breytingu á út- flutningsgjaldi, er gæti gert það kleift að hækka fiskverð- ið. Þá hefur oddamaður nefnd- arinnar átt viðræður við ríkis- stjórnina um aðrar hugsanleg-. ar aðgerðir af hennar hálfu. er gætu haft áhrif í sömu átt. Niðurstaðan hefur nú orð- ið sú, að á fundi yfirnefndar þann 6. þm var samþykkt til- laga frá oddamanni nefndar- innar, er felur það í sér, að meðaiverð á ferskfiski á árinu 1966 hækkar um 17% frá því, sem var á síðastliðou ári. Er þessi hækkun þó háð því skil- yrði, að breyting verði á út- flutningsgjaldi þannig, að það miðist ekki lengur við verð- mæti, heldur við ákveðna krónuupphæð á magneiningu, er verði yfirleitt sú sama fyr-^> ir allar afurðir. Útflutnings- gjaldinu sé ennfremur breytt þannig, að jafnvirði framlags til Fiskveiðisjóðs er greitt hef- ur verið af þorskafurðum, greiðist framvegis af síldarlýsi og síldarmjöli. Áætlað er, að þessar breytingar á útflutn- ingsgjaldi svari til um 4%, fiskverðshæggunar. Þá hefur ríkisstjómin heitið að beita sér fyrir því, að framlag til fiskverðshækkunar. Þá hefur var á árinu 1965, verði einnig greitt á árinu 1966 og hæ:kki jafnframt um 17 m. kr. Tillaga oddamanns var sam- þykkt með fjórum samhljóða Fimmtugur í dag: Sigurður Ólafsson skrifstofustjóri Skáldið Þorsteinn Valdimars- son, sem kvað sig inn í hjörtu allra Kópavogsbúa í vor sem leið — ef hann átti þar ekki' þegar sæti — með ljúfa Ijóðinu sínu um bæinn okkar, segir í upphafi örstutts óðs um eilífð- ina. „að mega vakna hvem morgun sem bam í reifum til anna og leika —“ Er það ekki æðsta ósk hvers manns, sem hefur gleði og á- nægju af starfi sínu? Sigurður Ólafsson skrifstofu- stjóri á bæjarskrifstofunum í Kópavogi er maður starfsgleð- innar. Þegar ég, sém þessar línur hripa réðst til starfa hjá Kópa- vogskaupsrtað fyrir tæpum fjórum árum, öllum hútum ó- kunnugur, átti ég því láni að fagna að hitta fyrir Ijúfa menn og góða, sem greiða vildu götu mína á allan hátt. Sá maður, sem ég .leitaði mest til í daglegu starfi og veitti mér flest svör og bezt var Sigurður Ólafsson. Leið- beiningar hans og fræðsla, sem hann lét mér í té af stakri Ijúfmennsku og kurteisi verða mér setíð hið bezta veganesti. Sigurður er fimmtugur í dag og vil ég nota þetta tækifæri til þess að þakka honum fyrir alla lipurðina og umburðar- Ivndið, sem hann hefur sýnt mér þessi ár. Sigurður er frábær starfs- maður og hamhleypa, begar bví er að skipta. Hann hefur tarfað hjá Kópavogskaupstað < tæpan áratug og hefur því ’vlgzt vel með hinum öra vexti bæjarins. Sigurður er gjör- kunnugur öllum þáttum í við- skiptum bæjaryfirvaldanna víð borgarana og ríkisstofnanir og er löngum leitað ráða hans 'og úrlausnar á hinum margvísleg- ustu málum. Enginn kann skil á fleiri Kópavogsbúum en hann. Sigurður hefur verið ritari á fundum bæjarstjómar um árabii og farizt það starf mjög vel úr hendi. Fundargerðir bæjarráðs skráði hann einnig um hríð. Þá hefur hann verið formaður Starfsmannafélagsins árum saman og átt sæti í starfsmannaráði sem fulltrúi þess. Sýnir það, að starfsmenn bæjarins bera ekki síður traust til hans en þeir, sem bæjar- málum ráða. Það lýsir mann- inum betur en mörg orð, að hann á trúnað beggja þessara aðila. Sigurður er ágætur ferðafé- lagi, glaður og reifur, skemmt- inn og skarpgreindur, ættfróð- ur mjög og Ijóðelskur og kann margt kvæða og kviðlinga. Við samstarfsmenn hans í bæjarstjórn og á skrifstofu bæjarins óskum honum, konu hans og bömum allra heilla á bessum tímamótum i ævi hans. bökkum honum samstarfið og væntum þess, að mega njóta starfskrafta hans og starfs- reynslu sem lengst. Hjálmar Ólafsson. atkvæðum. Einn nefndar- manna, Tryggvi Helgason, greiddi ekki atkvæði og gerði þá grein fjvtir afstöðu sinni, að hann teldi yfirnefndina ekki vera réttan aðila t.il að gera samkomulag eða tillögur um tiífærslu á útflutnings- gjöldum og vildi ekki eiga hlut að þeim þætti málsins. Hins vegar teldi hann sig geta verið sammála verðákvörðun- inni að öðru leyti. Þá samþykkti yfirnefndin enn fremur með öllum sam- hljóða atkvæðum, að innan marka meðalverðhækkunarinn- ar skyldu fiskkaupendur greiða 25 aura verðuppbót á allan línufisk, er kæmi til viðbót- ar 25 aura uppbót rikissjóðs á þennan fisk, sem gert er ráð fyrir, að haldist óbreytt. Verð á smáfiski mun einnig breyt- ast þannig, að það -verði 15% lægra en á öðrum fiski fram til 1. júní í s,tað 18% áður, og verði hið sama og á öðrum fiski á tímabilinu 1. júní t.il 15. september. Þessar sérstöku verðbreytingar línufisks og smáfisks eru taldar jafngilda 2% verðhækkun á öllum fiski, þannig að almenn verðhækkun verður 15%. Þá ókvað yfir- nefnd, að verð á ýsu skuli vera 11% hærra en á þorski í stað 7% áður. Sérstök verðhækkun verður á steinbít og ufsa um 3% og á karfa veiddum við ísland og Austur-Grænland um 5%, hvorttveggja umfram almennu verðhækkunina. I yfirnefnd áttu sæti þeir Kristján Ragnarsson og Tryggvi Helgason, fulltrúar fiskseljenda, Bjami V. Magnús- son og Helgi G. Þórðarson, fulltrúar fiskkaupenda, og Jón- as H. Haralz, er var odda- maður nefndarinnar. Reykjavík 7. jan. 1966. I Gallabuxur í öllum stærðum. — Verðið mjög lágt. Verzlun Ó. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)'. Símanúmer okkar er: 38225 Framkvæmdanefnd byggíngaráætlunar Iþróttamiðstoðinni við Sigtún. Hugvirkjanemar LOFTLEIÐIR H.F. hafa í hyggju að aðstoða nokkra pilta til flugvirkjanáms í Bandaríkjunum á sumri komanda. Nauðsynlegt er, að umsækjendur séu fullra 18 ára, hafi gagnfræðapróf, landspróf eða hliðstæða menntun. Umsóknareyðublöð fást í afgreiðslu félagsins, Lækjargötu 2, Reykjavík og hjá umboðsmönnum félagsins úti á landi. Umsóknir ásarnt afriti af prófskírteinum skulu hafa borizt ráðningardeild f élagsins fyrir 25. janúar 1966. WFUEIDIR Skipholti 21 simor 21190-21185 eftir lokun i sima 21037 Ui Auglýsið í Þjóðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.