Þjóðviljinn - 08.01.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.01.1966, Blaðsíða 8
g SÍÐÁ — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 8. Janúar 1986 STORM JAMESON: Ó, BLINDA HJARTA hluta ProVence minnti vanga- svipur hennar á rómverska hefðarkonu, hálsinn þrekinn og sterkilegur, nefið beint og þrjózkulegt, ennið lágt en beint: framanfrá var neðri hluti and- litsins ekki vitund klassís'kur — hakan stráksieg og munnurinn stór; tvær djúpar hrukkur í andliti hennar þótt hún væri fimmtíu og fimm ára, og þær gerðu svip hennar dálítið hæðn- isJegan, rétt eins og hún gerði gys að aldri sínum og þreknum mjöðmunum undir mittinu sem enn var grannt. Þegar Michal hirti hana af götu sinni í Márseilles var hún tuttugu og fimm ára, veik, lang- soltin, og ekkert nema gráleitt hörund og bein. Hún var gift veitingaþjóni, sem hafði yfrgef- ið hana og stungið af til Banda- ríkjanna með bandarískri konu sem bjó á hótelinu þar sem hann vann. Hún hafði reynt árangurslaust að fá sér vinnu, hún var veik og fyrstu tilraunir hennar til að selja sig höfðu einnig farið út um þúfur. Ef til vill fann hún í fyrstu aðeins til þakklætis til Michals, rétt ein9 og soltið dýr er þakkiátt mann- inum sem gefur því mat og húsaskjól. En fljótlega, þegar hún fékk aftur heilsu og krafta, lærðu þau að meta líkami hvors annars, og síðar meir kom til al- úð og kærleikur. Þau vissu ekkert hvort maður hennar var á lífi eða ekki. Þau höfðu aldrei hirt um að fá það .upplýst. Hvorugt hugsaði um samband þeirra öðru visi en ævilangt. Lengi vel hafði Michal gertsér vonir um böm, að minnsta kosti Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó -.augavegi 18 TII hæð (lyftaj SÍMI 24-6-16 P E R M A Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21 SÍMI 33-968 D Ö M U R Hárgreiðsla ríð állra hæfi. TJARNARSTOFAN Tiamargötu lo Vonarstrætis- . megin — Sími 14-6-62 Hárgreiðsl ustof a Austurbæjar Maria Guðmundsdóttir. Laugavegj 13. simi 14-6-58 Nuddstofap er á sama sfað son. Einhver -missmíð í sterk- bvggðum líkama Lottu orsakaði aðeins fósturlát og eftir fjögur slfk var öll von úti. Hún var þrjátíu og m'u ára — með andlit og kropp ungrar konu — þegar Michal færði henni fjögurra ára drenginn sem hann hafði fundið við vegar- brún, þar sem stanzlaus straum- ur flóttafólks og geðlausra hermanna hafði dögum saman fossað um eins og flóðbylg.ja sem eyðir landssvæði. Hvens vegna hafði hann far- ið með hann alla þessa leið til St.-Loup í stað þess að skila honum á næstu lögreglustöð? Ástæðan var ósköp einföld. Þeg- ar hann hafði tekið upp bamið sem svaf og grét í svefninum, hafði það opnað annan lófann og lokað honum um fingur Mic- hals og hætt að gráta. Það var ekki fyrr en seinna sem hann tók eftir kynferði bamsins og útliti. Bamið var fallegt eins og grísk stytta. Jafnvel Paul Laurr- au sem sá drenginn einn daginn þegar Jiann kom í kaffihúsið, varð orðlaus og þegar hann kom upp orði sagði hann aðeins: — Þi'i ættir að fara varlega. Þetta endist ekki. Annað hvort var hann sein- þroska af fjögurra ára bami að vera eða þá að minni hans hafði orðið fyrir áfalli,- því að hann gat ekki sagt þeim annað en hve gamall hann var. að hann héti Max og ætti heima með mömmu og pabba heima 1 húsinu okkar. Hann vissi ekki einu sinni nafn- ið á bænum eða borginni. Eitt af rifnu klæðisplögaunum hans va,r með vörumerki frá Belg- ísikum fiöldaframlo-Jðqnrla á ó- dýrum fatnaði, og bar tneð vax upp talið það sem þau vissu um hann. Eftir nokkra stund fóru þau að tala um hann sem „barnið okkar“ og dagurinn sem hann fannst var ákveðinn fjögurra ára afmælisdagur hans. Þau skírðu hann upp — Philippe. Sennilega elskaði Micþal hann meira en hann hefði elskað sitt eigið bam, því að ekkert. eng- inn hvimleiður svipur, engin ættarafbrýði. skyggði á stolt hans yfir veru sem guð hafði sjálfur gefið þeim, eins og prestupinn sagði. — Hvar er Philippe? spurði hann. — Philippe? Rödd hennar gældi við nafnið. Hann fór til Grase fyrir " hálftíma á vesp- unni sinni. Hann kemur heim um tíuleytið. — Þessi vespa, tautaði Miohail og brosti. Pilturinn hafði tvö áhugamál, hraða og dans. Hann notaði vespuna sína eins og hún hefði vængi og hann fór hvert á land sem var, tfl Grasse, Cannes, Nice, jafnvél til Marseilles til að dansa — á sumrin fór hann að heiman klukkan ellefu að kvöldi og kom heim í morgunverð, eld- fjörugur enn, ekfceirt nema bros og glaðværð. — Hann hreinsaði grænmetíð. — Allt í lagi með það, sagði Michal. Við eitt af borðunum átta í matstofunni sat á hverju kvöldi sami gesturinn. Englendingur sem bjþ einn með þjóni sínum í húsi skaromt frá þorpinu. Þjónn- inn var miðaldra Arabi, sem Englendingurinn hafði haft með sér frá Túnis, þar sem hann hafði átt heima áður en hann kom til St.-Loup árið 1945, og annað hvort var hann ótrúlega fáskiptinn eða heimskur, þvi að enginn hafði heyrt hann segja lengri setningu en fimm eða sex orð. 1 búðunum benti hann á það sem hann ætlaði að fá og borgaði með peningum sem hann geymdi í dálítilli striga- tösku sem hann hafði festa við mittið innanundir skyrtunni. Hann prúttaði líka og gafst aldr- 5 ei upp, þótt það stoðaði oftast ekki. Samt efaðist enginn um að Englendingurinn væri vel efnaður. í fyrsta lagi hlaut mið- aldra, iðjulaus Englendingur að vera ríkur, og í öðru lagi var bíllinn hans stór og mjög glæsi- legur. Á kvöldin, þegar Arab- inn kom með hann í bílnum varð hann að skilja bílinn eftir á efra torginu, og síðan studdi Ar- abinn hann eða hálfbar hann niður að hótelinu. Jouassaint þekkti ekki nafn hanis — George Leighton — en lögfræðingurinn stærði sig ann- airs af því að vita um tekjur, atvinnu óg fortíð hvers einasta Engléndings sem bjó í nágrenni við Nice. Hann var gamall fremur en roskinn, á aldur við Larrau, og mun hörkulegri, skin- boraður, hálsinn sinaber og and- litið alsett djúpum hrukkum. Munnurinn var viður og munn- vikin vissu niður, og það var eiris og hann skipti andlitinu í tvennt. Andlitið allt var eins og gríma þrjózku, tortryggni, fjandskapar og varúðar. Vanga- svipurinn var kynlegt sambland af hrægammi og úlfalda. Grimmdarlegt andlit, saigði Lotta. Michal efaðist um það, þótt hann hefði heyrt grimmdar- legar atbugasemdir frá bessum varaþunna munni. Eitt kvöldið, þegar glæsileg og vel búin frönsk kona við eitt af borðunum hafði talað hárri röddu um stjórnmálamann, sem hún virtist þekkja þýsna vel, sagði Leighton seinna: — Ég þekki konur af hennar tagi. Hún hefur látið skurð- lækni skera úr sér legið til þess að, geta skemmt sér, og hún hef- ur ekki ánægju af neinu og hún er eins og bólga eða kýli í öðru fólki, einkum karlmönnum. Michal viissi ekki mikið um hann, en þó vissi hann trúlega meira en flestir aðrir, að Ar- abanum undanteknum. Hann vissi til dæmis að Leighton var rithöfundur — að minnsta kosfi var hann að skrifa bók, með mestu hægð að vísu, annaðhvort af erfiðismunum eða tregða, því að hann snerti ekki á ihenni mánuðum saman, Þetta bvöld, þegar hann sett- ist og braut sundur munnþurrku sína, leit hann upp til Midhals og sagði kæruleysislega: — Góður dagur þetta, Vil fá flösku af Gorton víninu núna. — Jæja, hún hefúr þá gengið vel í dag, bókin? — Mjög vel. — Það var gott. Hvem skollann getur karlinn verið að skrifa? hugsaði hann. Ævisögu sína? En hefur þetta nokkur ævi verið? Hann kom með vínið og lét bað eftir sér að þiggja vínglas sem honum var boðið. Að jafn- aði hefði hann afþakkað það kurteislega. Honum var á móti skapi að þiggja gjafir sem hann gat ek'ki endurgoldið, og þegar hann hafði eitt sinn heimsótt Englendinginn sem lá í rúminu með hitasótt og hann hafði tek- ið með sér flösku af góðu nauð- víni, las hann ekki annað en tortryggni og gremju úr stirð- legu brosi hans. — Þetta hefur líka verið góð- ur dagur fyrir mig, sagði hann. — Jæja. Er hann þá búinn að undirskrifa! — Nei. En hann gerir það ör- ugglega é morgun. — Er hægt að vera öruggur um, nokfcuð þegar hann er annars vegar? — Ojá, já. í dag fann hann peningalyktina. Hann skrifar undir. — Hann hefur gefið sér góð- an tíma. Michal brosti. Þegar maður trúir því eins og hann gerir, að hann eigi heila mannsævi ólif- aða, þá er hægt að ergja annað fólk með töfum. — Ef ég tryði því — byrjaði Leighton. Hann þagnaði og hélt síðan áfram rólegri röddu sem var laus við aila hæðni: Vinur minn, ég hugsa um dauðann eins og ég hugsaði um ferðina hingað þegar ég þurfti að hverfa frá Tunis fyrrir margra hluta sakir — það er hyimleitt og ó- umflýjanlegt, en það er endan- legt, og maður þarf ekki að kvíða því að það endurtaki sig. Er hann að segja sannleikann? hugsaði Michal. Já. Hann þarf ekkert að gorta. Setið var við þrjú önnur borð. Hann fór aftur fram í eldhúsið og sendi Lottu upp til að ganga um beina. Pilturinn, sonur Trucbis, sem hann hafði ráðið til sín, var enn of klaufalegur. Ef Philippe hefði verið heima, hefði hann getað verið í eld- 'húsinu: hann var duglegur verk- maður, betri son var ekki hægt að hugsa sér, en honum leiddist að ganga um beina og Michal gat ekki verið að þvinga hann til þess. Leightón fór sjaldan heim sitrax eftir kvöldverðinn. Flest kvöldin fór hann að loknum málsverði upp í kaffistofuna uppi til að drekka og spila belote eða bezi- que við monsieur Pibourdin, forstjóra kaupfélagsins, lækninn, Felix Bertin, og monsieur Vinc- net. Blaise Vincent var skóla- stjórinn og sömuleiðis bæjarrit- arinn og nánasti vinur læknis- ins; þeir voru fæddir á sama degi og aildir upp sitt í hvoru húsinu, gengu f sömu skólana og giftust systrum — sagt var að þeir hefðu varpað hlutkesti um þá laglegri — og nú voru báðir miðaldra og vel metnir 4650 — Vélbáturinn nálgast fljótt. Ekki þýðir að reyna að komast undan á þungum skipsbátnum. Þorpararnir reyna áreið- anlega að ná Hassan heilum á húfi, en Ömar og Ali verða látnir gjalda tryggðarinnar við prinsinn með lífi sínu. Nei, það má ekki láta flóttamennina þrjá af hendi! En hvernig á að verjast vélbyssunni, sem þegar hefur verið hafin ógnandi á loft Með þessarri einu skammbyssu, sem Þórður hefur á sér .... ? Og Abjlúlla er frábær skytta, það vita fyTrverandi fé- lagar hans. SKOTTA í.Þotta er nýja platan með Hljómum. Pabbi hótar að JQytja á hótel ef ég spili hana oftar en fimm sinnum á dag!“ TRYGGIÐ ÁDUR EN ELDUR ER Á EFTIR ER ÞAD OF SEINT TRYGGINGAFELAGIÐ HEIMIR? LINDARGOTU 9 • REYKJAVftt • S ÍMI 22122 — 21260 Auglýsið / Þ/oðviljanum

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.