Þjóðviljinn - 03.02.1966, Síða 3
Fimmtudagur 3. febrúar 1966 — ÞJÓÐVIUINN
SfÐA 3
De GauIIe forseti:
Loftárásir USA á Norður-Vietnam
spilla fyrir málstað friðarins
PARÍS 2/2 — De Gaulle Frakklandsforseti lýsti því yfir í
dag að hann harmaði að Bandaríkjamenn skyldu hafa
tekið upp aftur loftárásir sínar á Norður-Vietnam ,og kvað
þá ákvörðun Johnsons forseta hafa spillt friðarhorfum.
1 yfirlýsingu sem gefin var út
eftir ráðuneytisfund í París í
dag og undirrituð var af forset-
anum sjálfum var sagt að loft-
árásirnar á Norður-Vietnam
væru þrándur í götu friðarum-
leitana í Vietnam-málinu, auk
þeirra hörmunga sem þær leiddu
yfir vietnömsku þjóðina.
Franska stjómin teldi enn sem
áður að Sameinuðu þjóðimarséu
ekki rétti vettvangurinn fyrir
viðræður um Vietnam, þar sem
Kína ætti þar ekki sæti. Viet-
nam-málið mætti aðeins leysa
á grundvelli Genfarsamninganna
frá 1954 um Indókína og af þeim
ríkisstjómum sem hefðu haft að-
ild að þeim.
Enn segir í yfirlýsingu frönsku
stjómarinnar að Frakkar séu
reiðubúnir að leggja sig alla
fram til þess að koma á við-
ræðum deiluaðila.
Þetta er í fyrsta sinn í langair
tíma sem franska stjórnin gefur
út sérstaka yfirlýsingu um Viet-
nam-málið en greinilegt er að
de Gaulle forseti hefur samið
hana sjálfur. Fulltrúa hans í'ör-
yggisráði SÞ, Seydoux, hafði
verið falið að lýsa andstöðu
Vígstaðan i Vietnam
Frakka við stefnu Bandaríkj-
anna, en það þykir sæta tíðind-
um að de Gaulle sjálfur lýsi svo
afdráttarlaust yfir sinni and-
stöðu við hana.
Á dagskrá
Öryggisráðið sem í gær hafði
hlýtt á fuiltrúa Sovétríkjanna og
Frakklands lýsa andstöðu sinni
við það að Vietnam-málið yrði
tekið á dagskrá samþykkti í dag
að orðið skyldi við tilmælum
Bandaríkjanna um það. Þar sem
um var að ræða dagskráratriði
gilti ekki neitunarvald stórveld-
anna og tilmælin voru þvi sam-
þykkt gegn atkvæðum fulltrúa
Sovétríkjanna og Búlgaríu, en
fulltrúar Frakklands og afrísku
lýðveldanna Mali, Nígeríu og
Ugandi sátu hjá. Bandaríkjun-
um fylgdu að málum fulltrúar
Formósustjómar, Bretlands, Hol-
lands, Japans, Nýja-Sjálands,
Argentínu, Uruguay og Jórdans.
Örari hagvöxtnr
í Sðvétríkjunum
MOSKVA 2/2 Iðnaðarframleiðsla
Sovétríkjanna jókst meir í fyrra
en á síðustu þrem árum þar á
undan, en aukning þjóðarfram-
leiðslunnar ekki að sama skapi,
vegna slæmrar landbúnaðarupp-
skera.
Hagstofa ríkisins segir, að sov-
ézk iðnaðarframleiðsla hafi auk-
izt um fimm af hundraði um-
fram það sem gert var ráð fyr-
ir í sjö ára áætlunarinnar, sem
lauk um síðustu áramót. í fyrra
óx iðnaðarframleiðslan um 8,6%
en um 7;1 % árið 1964. En í land-
búnaði nam framleiðsluaukning-
in aðeins 1% (en 12% árið 1964)
I og er svo lélegur árangur út-
i skýrður með þvi, að alvarlegir
þurrkar í austurhéruðum lands-
ins hefðu spillt mjög kornfram-
leiðslunni.
Sæimlir frönskum
heiðursmerkjum
Þjóðviljanum hefur borizt eft-
irfarandi fréttatilkynning frá
franska sendiráðinu:
Ríkisstjórn Frakklands hefur
sæmt Þorbjöm Sigurgeirsson
prófessor franska heiðursmerk-
inu Croix d’Officier de la Légion
d’Honneur, Níels P. Sigurðsson,
deildarstjóra í Utanríkisráðu-
neytinu heiðursmerkinu Croix
d’Officier du Mérite, Einar
Oddsson, sýslumann í Vík i Mýr-
dal og dr. Ágúst Valfells fyrr-
verandi forstöðumann Almanna-
varna heiðursmerkinu Croix de
Chevalier du Mérite í viður-
kenningarskyni fyrir veitta að-
stoð við vísindatilraunir, sem
franska Geimrannsóknastofnun-
in vann að á Islandi árið 1964.
Blaðad reif ing
Unglingar óskast til blaðburðar í eftirtalin
hverfi:
Óðinsgata — Laufásvegur — Hverfisgata
efri — Skipholt — Múlahverfi — Soga-
mýri — Heiðargerði.
ÞJÓÐVILJINN
sími 17-500.
Tónlistarskóli
Hafnarfjarðar
Kortið sem er af Suður-Vietnam sýnir þau héruð sem voru á
valdl Þjóðfrelsisfylkingarinnar * ágúst s.I. (grár litur), eða þar
sem skæruliðar hennar réðu (hvítt), en svarti liturinn sýnir þau
héruð sem Saigonstjómin réð yfir. Til samanburðar er kort af
vigstöðunnj 1961.
Halldór Haraldsson heldur píanótónleíka í Bæjar-
bíói, Hafnarfirði föstudaginn 4. febrúar.
Verkefni eftir: Beethoven, Schumann, Bartok,
Ravel og List.
^Tónleikamir hefjast kl. 7 síðdegis.
Aðgöngumiðar á staðnum.
Mótmæli á
Times-torgi
NEW YORK 2/2 — Á aðal-
torgi Manhattan í New York
urðu í gær hörð átök milli
lögreglu og fólks sem vildi
mótmæla loftárásunum á N-
Vietnam. Mótmaalendur sem
skiptu hundraðum settustnið-
ur á göturnar sem fram hjá
torginu liggja og stöðvuðu
umferðina
Snjóbomsur
Skóhlífar
Kvenbomsur
*
Gúmmískór með
hvítum sóla.
*
Gúmmístígvél á
konur, karlmenn
og börn.
VORUTRYGGINGAR
HEIMIR TRYGGIR VORUR
UM ALLAN HEIM
TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRE
LINDARGÖTU 9 • REYKJAVHC • StMI 22122 — 21260
Getum bætt við nokkrum
NEMUM
í plötusmíði og rennismíði. Þeir sem heíðu
áhuga á námi, vinsamlega snúi sér til yfir-
verkstjóra.
LANDSSMIÐJAN
Útsala • Utsala • Utsala • Utsala
Stórkosfleg verÓlœkkun á karlmanna-
fötum, sfökum }ökkum og herraföfum
Gefjun - löunn, Kirkjustræti