Þjóðviljinn - 03.02.1966, Síða 10
Reykjavíkurbréfið var bág lesning
Enginn Reykjavskurbótur
leggur línu í sjó
Eldspýturnar
komnar aftur
Að undanfömu hefur nokkuð
borið á skorti á eldspýtum í
verzlunmn borgarinnar, en þær
eru nú aftur komnar á markað-
inn. ÞjóSviliinn átti í gær tal
við starfsmann Tóbakseinkasöl-
unnar og sagði hann blaðinnj
að dráttur hefði orðið á af-
greiðslu eldspýtnanna erlendis
fráj þannig að sending sem
koma átti í desember kom ekki
fyrr en eftir miðjan janúar og
af þvi stöfuðu vandræðin.
Skýrsla
slökkvistöðv-
arínnar um
starfíð 1965
Slökkvistöðin í Reykjavík hef-
ur sent frá sér skýrslu um út-
köll og eldsvoða í Reykjavík ár-
ið 1965 og kemur þar fram, að
alls hefur verið kallað á Slökkvi
Iiðið 534 sinnum á árinu. Oftast
var það kvatt út í janúar og í
desember, yfir 60 sinnum og
rólegast hefur verið í september-
mánuði, 27 kvaðningar.
I Reykjavík sjálfri voru
kvaðningar 487, en auk þess var
kallað á slökkviliðið 31 sinni til
Kópavogs, 11 sinnum á Seltjam-
ames, tvisvar í Garðahrepp og
í Mosfellshrepp, Kja'lames
hrepp og Kjósarhrepp einu sinni
á hvem stað.
Um eld var að ræða i 367
skipti, en 167 kvaðningar voru
án elds, var þá oftast' um grun
að ræða en auk þes® var
slökkviliðið narrað 57 sinnum —
innan Reykjavíkur.
Mikið tjón af eldi varð fimm
sinnum, þrisvar í Reykjavík,
einu sinni í Kópavogi og einu
sinni í Garðahreppi. Talsvert
tjón telst hafa orðið 43 sinnum
bar af 35 sinnum í Reykjavík,
fjórum sinnum í Kópavogi og
einu sinni á hverjum, hinna stað-
anna nema í Garðahreppi. Lítið
tjón varð 159 sinnum og ekkert
160 sinnum.
Oftast var um eld i íbúðarhús-
um að ræða eða 93 sinnum, því
næst í útihúsum, vertostæðum og
bifreiðum. Fimmtán sinnum
kviknaði í um borð í skipum.
Orsök eldsvoða er langsamlega
oftast talin íkveikja, en algeng
orsök er einnig íkviknun út frá
rafmagnstækjum, olfúkynditækj-
um og eldfærum. Ókunnugt er
um orsök eldsvoða í 72 skipti,
Síminn hefur mest verið not-
aður til að lcalla á slökkviliðið,
454 sinnum eu brunaboðar 72
sinnum og átta sinnum hafa
sendiboðar kallað.
Sjúkra- og slysaflutningar
urðu 7202 á árinu þar af 176 ut-
anbæjar. Um slys var að ræða
I
!
!
!
!
*
!
!
Engínn reykvískur bátur
getur stundað línuvcrtíð f
vetur af þeirri einföldn á-
stæðu, að við getum ekki
haldið bátunum úti vegna
reksturskostnaðar í verðbólg-
unni, — sjómenn vilja heldur
ekki ráða sig á bátana vegna
þeirra fyrirsjáanlegu kjara,
sem nýja fiskverðið frá ára-
mótunum skammtar þeim,
sagði Andrés Finnbogason,
formaður tJtvegsmannafélags
Reykjavíkwr í viðtali við
Þjóðviljann í gær.
Hér í Reykjavík eru fjöru-
tíu til fimmtíu bátar til
staðar og bíða þeir flestir
eftir netavertíö og hugsa sér
að skrimta á þeim veiðum.
Hvemig útkoman verður í
vor er kvíðvænlegt og lenda
flestir undir hamrinum hjá
borgarfógeta og þá er slíkri
útgerð lokið- hér í Reykja-
vík.
I fyrravetur stunduðu hér í
Reykjavík nálægt sextíu bát-
ar fiskveiðar og var hluti
af þeirri tölu aðkomubátar, —
og núna í vetur halda fisk-
salar hér i bænum út ein-
um eða tveimur bátum á línu-
veiðar ,til þess að veiða í soð-
ið fyrir borgarbúa, en mörg
fiskiðjuver hér í borginni
eru að dragast upp á verk-
efnaskorti.
Hér er fyrst og ffemst um
heimatilbúin vandræði að
ræða og eru beinlínis sök
stjómarvalda, — mér er ó-
mögulegt að fela það sem
gamall Sjálfstæðismaður og
tryggur þeim stjómmálaflokki
í áravís. Ég hef áður sagt á
þessa leið.
Það hefur verið sagt að
fálkinn skildi ekki skyldleika
sinn við rjúpuna fyrr en hann
kæmi að hjartanu. Svipað
virðist hafa skeð hjá þeim,
sem við stýri þjóðarskútunn-
ar hafa setið og hyggjast
farga fjárfestingunni í sjávar-
útveginum á altari hernáms-
framkvæmda í Hvalfirði og
leyfa erlenda fjárfestingu i
alúmínverksmiðju við Straum.
Hörmulegast er að horfa upp
á þessa hálfvirku nýtingu á
atvinnutækjunum og láta þau
veslast upp af fjárskorti eins
og nú er að gerast.
Ég vil gjarnan spyrja Jón-
as Haralz, hagfræðing um þá
hagfræðilegu lausn á málun-
um, sem felst í fiskverðinu
frá áramótunum fyrir þjóð-
arbúið, — er rétt að spara til
Andrés Finnbogason
dæmis eina krónu og fleygja
tíu krónum í staðinn eins
og raunin verður á þess-
ari ýertíð, — skammta fisk-
verðið al'lt of lágt og láta
fjárfestinguna í bátum og
fiskiðjuverum gufa upp af
verkefnaskorti.
Nei, — hér er verið að
drepa íslenzkt framtak í höf-
uðatvinnuvegi, — er ætlunin
að gerast þrælar erlendrar
fjárfestingar, — það eru
hörmuleg endalok.
Það var bágt að lesa
Reykjavíkurbréf Morgunblaðs-
ins síðastliðinn sunnudag fyr-
ir reykvískan útgerðarmann
og sjá þá uppgjöf á fram-
taki í sjávarútveginum, sem
skein út úr þeim skrifum.
í 563 skipti. Sjúkra- og slysa-
flutningar skiptast nokkuð jafnt
á mánuðina, en urðu þó mestir
í desember.
„Tíu litlir negrastrákar"
Laus
hverfí
Óðinsgata
Eaufásvegur
Hverfisgata cfri
Skipholt
Múlahverfi
Sog3,mýri
Heiðargerði.
Þjóðviljinn
sími 17500
Sýnir í kvöld í Kópavogi
cnzar Jónssonar, en hann sctti ; tvær kvikmyndir verið gerðar
einnig á svið leikritið Músagildr- eftir þessu leikriti og var önn-
una eftir sama höfund, scm ur þeirra sýnd hér fyrir mörg-
Leikfclag Kópavogs sýndi fyr- um árum en sú nýrri verður
ir nokkrum árum.
í kvöld frumsýnir Leikfclag
Kópavogs leikritið Tíu litlir
negrastrákar eftir Agötu Christ-
ie, hafa æfingar staðið yfir
undanfarið undir stjórn Kiem-
Kviknaði í skóla
Hjálpræðishersins
Eldur kom upp í einu her-
bergi í skólahúsnæði Hjálpræð-
ishersins úti á Seltjarnamesi og
tókst að ráða niðurlögum elds-
ins fljótt og vel.
Skólastúlkumar voru ennþá á
ferli og samankomnar uppi á
annarri hæð hússins og reynd-
ust stilltar og hægar meðan eld-
urinn var slökktur.
Leikrit þetta er að sjálfsögðu
sakamálaleikrit og er mjög
spennandi. Þýðinguna hefur Hild-
ur Kalman leikkona gert en
leiktjöld gerði Gunnar Bjarna-
son. Leikendur eru ellefu að
tölu, allir úr Kópavogi nema
tveir, og koma þarna fram all-
ir helztu kraftar Leikfélag-; Kópa-
vogs.
Eins og nafnið bendir til er
hið gamalkunna kvæði um negra-
strákana 10 mottó leiksins og
eins og negrastrákarnir týna
persónur leikfins smám saman
tölunni á dularfullan hátt. Hafa
synd hér síðar í vetur.
Myndin var tekin á æfingu
og sjást á henni Magnús Krist-
insson, Leifur Ivarsson og Guð-
mundur Gíslason í hlutverkum
sínum.
Skákþing Reykja-
víkur að hefjast
'Skákþing Reykjavíkur hefst á
sunnudaginn kemur klukkan tvö
að Freyjugötu 27. Innritun þátt-
fcakenda fer fram á sama stað
klukkan átta í kvöld fimmtudag.
Fknmtudagur 3. febrúar 1966 — 31. árgangur — 27. tölublað.
Hósnsæiur þreyttnr
ó knrtöflusmælkínu
Húsmæður kvarta sáran undan
kartöflusmælkinu, sem er það
eina, sem nú fæst í verzlunum
borgarinnar. Þetta eru II, flokks
kartöflur og ekki annað að fá.
Er þetta mjög til trafala við
matrciðsluna, ekki sízt á niann-
mörgum heimilum, og fyrstu
kartöflurnar úr pottinum löngu
orðnar kaldar þegar loks er Iok-
ið við að afhýða þær seinustu.
Þjóðviljinn átti í gær smávegis
tal um þetta vandamál við for-
stjóra Grænmetisverzlunar rík-
isins og staðfesti hann, að ekki
væri nú annað á boðstólum en
þessar annars flokks kartöflur.
Kvað hann ástæðuna fyrst og
fremst vera þá, að a.m.k. helm-
ingur framleiðslunnar á Islandi
næði ekki þeirri stærð sem kraf-
izt er fyrir I. flokk, en þessar
kartöflur væru samt ta'ldar of
góðar til að henda þeim og þar
því settar í II. flokk. Minnsta
stærð sem krafizt er í fyrsta fl.
er 35 mm í þvermál.
Grænmetisverzl. hefur fengið
framleiðendur til að hafa I. fl.
kartöflur á boðstólum fram yfir
hátíðar, en nú sitja þeir eftir
með II. flokks birgðirnar og
komast ekki að því, sem eftir er
af I. flokks kartöflum í geymsl-
unum fyrr en búið er að flytja
hinar burt.
Þessar II. flokks kartöflur eru
í sjálfu sér jafngóðar til matar,
en svo miklu munar á vinnunni
við matreiðsluna, að verðmunur
er á. Nú munar ekki meiru á
flokkunum en rúmri krónu á
kílóið.
Hugga má þó þreyttar hús-
mæður með því, að von er á I.
flokks kartöflum aftur eftir
næstu helgi. Þær áttu að koma
á markaðinn fyrir helgina, en
vegna óveðursins og slæmrar
færðar tefst flutningurinn.
Nóg til af kartöflum og öðr-
um jarðávöxtum
Nóg er nú til af íslenzkum
kartöflum fyrir veturinn og al-
veg fram í júní, ef ekkert ó-
vænt kemur fyrir svo þær
skemmist. Övenju mikiar þirgðir
er til af rófum þetta árið, en ís-
lenzkar gulrætur eru um það bil
á þrotum. Verða erlendar gul-
rætur sennilega fluttar inn
bráðlega, en dálitlir erfiðleikar
eru á innflutningi grænmetis
um þessar mundir vegna gin-
og klaufaveikinnar og innílutn-
ingurinn bundinn við viss lönd.
íslenzkt hvítkál er nú uppur-
ið, en ágætis kál hollenzkt kom-
ið í staðinn. Sama er að segja
um rauðkál. Þá er til nóg af
rauðrófum og lauki.
Fiskiþing, hii 28.
i roðinm er nafið
1 fyrradag var 28. Fiskiþing
sett í byggingu Rannsóknastofn-
ana sjávarútvegsins við Skúla-
götu. Tii þingsins hafði verið
boðað s.l. laugardag, cn vegna
samgönguerfiðlcika voru marg-
ir fulltrúanna þá ekki komnir
til þings og var því setningu
þingsins frcstað þar til á þriðju-
dag.
Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri
setti þingið með stuttri ræðu
og bauð fu'Htrúa velkomna teil
þings.
Minntist hann tveggja fyrrv.
fiskiþingsfulltrúa, sem höfðu
látizt frá því þingið sat síðast,
þeirra Helga Pálssonar frá Ak-
ureyri og Haraldar Guðmunds-
sonar frá Isafirði. Ennfremur
minntist fiskimálastj. sjómanna,
sem látizt höfðu við skyldustörf-
in á hafinu á þessu tímabili en
þeir eru 49 að tölu. Risu þing-
fulltrúar úr sætum sínum í virð-
ingu við hina látnu.
1 setningarræðu sinni vakti
fiskimálastjóri athygli á ýmsum
málum sem fyrir þinginu lægju
og snertu hagsmuni sjávarútvegs-
ins á einn eða annan hátt, en
lagði jafnframt áherzlu nauð-
syn þess, að kröftunum yrði
einbeitt að þeim málum, sem
telja mætti að hefðu grundvall-
arþýðingu, ekki aðeins á líðandi
stund eða í næstu framtíð held-
ur um alla tíð. I þeim flokki
mála taldi hann fyrst og fremst
vera allt það, sem snertir sjálfa
fiskistofnana, viðgang þeirra og
viðhald, og þá einnig nýtingu
þeirra.
Vissulega væri ánægjulegt að
sjá hversu fiskaflinn hefði auk-
izt ár frá ári og sýndi það eitt
með öðru hugkvæmni og dugnað
íslenzkra fiskimanna. En á þess-
ari þróun væri líka önnur hlið,
sem gefa yrði gætur en það
væri sú staðreynd að þorskafl-
inn f.æri ekki vaxandi heldur
hefði hann minnkað á s.l. ári
og jafnvel þótt síldveiðin sé betri
en nokkru sinni fyrr væri ekki
hyggilegt að loka augunum fyrir
því að þar gætu einnig orðið
breytingar. Sú ábyrgð hvíldi á
okkur, sagði fiskimálastjóri, að
ekkert það væri gert af okkar
hálfu, sem teljast msetti til tjóns
fyrir fiskistofnana, að við ekki
hagnýtum þá þannig í dag, að
verði til tjóns fyrir framtíðinu,
en einnig sú skylda að hagnýta,
á skynsamlegan hátt þau auð-
æfi, sem hafið umhverfis landið
hefur upp á að bjóða þannig,
að ti'l sem mests gagns verði
fyrir sem flesta.
Fundir í gær
Á fundi Fiskiþings í gær fóru
fram kosningar fundastjóra og
fundaritara og varamanna þeirra.
Fundarstjóri var kjörinn Níels
Ingvarsson frá Neskaupstað og
varafundarstjóri Einar Guðfinns-
son frá Bolungarvík. Fundarritari
var kjörinn Margeir Jónsson frá
Keflavík og varafundarritari
Hólmsteinn Helgason frá Rauf-
arhötn.
Síðan flutti fiskimálastjóri
skýrslu sína. Að loknu hádegis-
hléi flutti Jón Jónsson forstöðu-
maður Hafrannsóknastofnunar-
innar mjög ýtarlegt og fróðlegt
erindi um fiskistofnana og nýt-
ingu þeirra. Þá voru lagðir fram
reikningar Fiskifélagsins og fjár-
hagsáætlun fyrir árið 1966.
Fundur var boðaður á ný kl.
10 í dag, fimmtud. 3 febrúar.