Þjóðviljinn - 15.02.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.02.1966, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. febrúar 1966. ísland sigraði Pólland í skemmtilegum leik — 23:21 □ Sjaldan hefur önnur eins „spenna" verið í kringum handknattleikskeppni á landi hér og var í Laugardalshöllinni á sunnudaginn, þegar Pól- land og ísland mættust í síðasta leik sínum í und- irhúningskeppninni fyrir Heimsmeistarakeppnina, sem lýkur næsta ár í Svíþjóð. Liðin skiptust á um að hafa forustuna í leiknúm, og það var synd að segja að hinir 2784 áhorfendur hafi ekki látið í sér heyra við'þetta tækifæri, og er ekki að efa að það gerði sitt til þess að sigur vannst. Leikurinn var hnífjafn allt frá upphafi þótt segj,a megi að ísland hafj ekkj haft heppn- ina með sér, sérstaklega í fyrri hálfleik. Og það skemmti- lega skeðj að fslendingar áttu betri endasprett í leiknum, og snéru undir lokin. að þv; er virtist. töpuðum leik upp í sigur, skoruðu 5 síðustu mörk- in. Hressilega gert. Gangur leiksins — ísland byrjar vel Heldur fóru liðin rólega af stað og notuðu fyrstu 5 mín- úturnar tU að þreifa fyrir sér. >ó ' áttu Pólverjamir hörkuskot sem Hjalti varði mjög vel, og, það eru þeir sem skora fyrsta markið; var það hinn snjalli Franeiszek sem skoraði úr uppstökki. Gerðist það á 5. min. og á sömu mín- útu jafnar fsland úr víti sem Ingólfur tekur og aðeins 2 mín. síðar eykur Karl Jó- hannsson töluna og litlu síðar skorar Sigurður Einarsson af línu mjög laglega. Það er sýni- legt á öllum tilþrifum Hjalta ; markinu að hann er vel fyr- ir kaMaður, og á 10. mín. ver hann snilldarlega við feikna hrifningu áhorfenda. Á naestu mínútu skorar Gunnlaugur og standa þá leikar 4:1 fyrir ís- land, góð byrjun. Rétt í þessu er dæmt vítakast á fsland sem var dómur í strangasta lagi, og skorar Franciszek úr því. Á 12. mín. skorar Ingólfur og á sömu minútu skorar Kazimierz, en Guðjón bæt’r fljótlega við og standa leikar eftir 13 míhútur 6:3. Slaka á og missa forustuna Næstu 7—8 mínútur eru heldur slakar af fslendinga hálfu og auk þess eltir þá svolitil óheppni, og þegar þess- um slaka kafla linnir hafa Pólverjar forustu með 8:6. ís- land á skot í stöng, Sigurður Einarsson nær knettinum á línu en er svo óheppinn að skjóta í markmanninn sem liggur endilangur á gólfinu effir tilraun til að verja hitt skotið. Við þetta bætist að Ingólfi mistekst vítakast á 19. mínútu. Hjalti var svolit- ið opinn fyrir skotum úr hægra horninu og fær mörk þaðan, en svo ver hann víta- kast og lifnar nú nokkuð yfir liðinu aftur og þeir finna nú aftur sinn fyrr; lei'k og á 21. mín. skorar Guðjón og á næstu mínútum er það Gunnlaugur sem nú tekur til sinna ráða og berst eins og víkingur og skorar tvö mjög góð og kær- komin mörk fyrir liðið — og áhorfendur — sem þakka með æðisgengnu lófataki og ópum. Nú er staðan 9:8 fyrir fsland, en það stóð ekki lengi, því að Franciszek jafnar eftir laglega tekið aukakast. Halda forustu út hálfleikinn Á 24. mín. skorar Ingólfur og gefur fslandi forustuna 10:9, og Karl bætir við úr viti en Pólverjar fá vítakast á ísland og skorar Kazimiers 11:10 Þrem mín. fyrir leikhlé skýtur Karl óvænt ; gegn um vöm Pólverjanna oa skorar 12:10. Það er hart sótt og varizt, og á 29. mín. skorar Krystian fyr- ir Pólverja. Á þejrri sömu mínútu er Gunnlaugi vísað útaf íeikvelli ; 2 mínútur, al- gerlega óverðskuldað. og mun dómarinn hafa viðurkennt það á eftir. Sem fyrirliði gerði Gunnlaugur kurteislega fyrir- spum. sem dómarinn mun hafa tekið sem mótmæli. Síðari hálfleikur svipaður þeim fyrri. Síðari hálfleikur byrjar svip- að og sá fyrri og eftir um 5 mínútur standa leikar 15:12 fyrir Island. Hafði Karl þá skorað 2 mörk úr víti og Her- mann eitt úr mjög góðu skoti. En þá verður breyting á liðinu og Pólverjarnir ná undirtökun- um, 'bæði sóknarlínan og vörn- in fer úr skorðum. og skeður það sama og áður. Er vafalítið um skipulagslega veilu að ræða sem veldur þessu, og standa leikar þá 18:16, þ.e. Pólverjar hafa skorað 6 mörk en ísland aðeins eitt og það úr víti, sem Karl tók. Gunnlaugur bætirvið 18:17 og á 15. mín. skorar Kaz- imiers úr víti, en rétt á eftir er Kazimiers' vísað af leikvelli í tvær mín._ Pólverjar verjást af hörku og ísland fær vítakast sem Karl skorar úr og enn eni' Pólverjar með eitt mark yfir. Enn bæta þeir við tveim mörk- um eða 21:18. Pólverjar telja nú sýnilega að ekki sé annað að gera fyrir þá en að halda þessu og taka að<j>. leika rólega, og gerist lítið í nær 5 mínútur, en þá er það sem Islendingamir taka að sækja sig, og í þær sjö mín. sem eftir em skora þeir fimm mörk, en Pólverjar ekkert. Við þessar tafir og rólega leik Pól- verjanna missa þeir hraðann, sem þeir hafa tamið sér, og þeir kunna vel lagið á í ógn- andi sóknarleik, og ná því aldrei að sameinast um sinn eðlilega leikstíl, og missa leik- inn útúr höndúnum í þessar 7 mínútur sem vom til leiksloka. Fyrst var það Gunnlaugur sem skoraði og þá Karl úr jríti á 24. mín., og Heimann jafnar með sérlega skemmtilegu skoti af línu 21:21. Síðustu tvö mörkin skorar Guðjón, og vom þau greinilega kærkomin, það síðasta á 29. mín. Rétt áður en Þorsteini markmanni var vísað af leik- velli fyrir Ijótt stjak, og Hjalti er settur í markið, og leika ís- lendingar nú einum færri, én allt kom fyrir ekki. Það var Guðjón sem skoraði, en ekki Pólverjamir. Eftir gangi leiksins verður ekki sagt annað en. að þessi únslit hafi verið sanngjöm, og þó fsland hefði unnið með 3— 1' Gunnlaugur Hjálmarsson skorar í leiknum við Pólverja. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.). Á flótta Við skulum tala um eitt- hvað annað hefur verið boð- skapur Bjarna Benediktsson- ar forsætisráðherra í Reykja- víkurbréfum síðustu vikuiti- ar. Þegar óbreyttir Sjálfstæð- isflokksmenn spurðu um bág- an hag iðnaðarins og stórfelld- ar hemámsframkvæmdir í Hvalfirði fjallaði Reykjavíkur- bréfið um það hversu ógnar- legt pyndingartæki síminn væri; menn gætu misst vitið ef alltaf væri veriðað hringja í þá. Þegar lesendur Morgun- blaðsins spurðu um alúmín- framkvæmdir og forseta- framboð Gunnars Thorodd- sens vár Reykjavíkurbréfið lýsing á spænskum senjórít- um í fiskiðjuverum í Cux- haven ásamt löngunarfullum hugleiðingum um þaðaðgam- an gæti verið á fá þvílíkan kvennablóma til íslands. Nú um helgina eftir að lands- menn hafa rætt um þá yfir- lýsingu formanns togaraeig- endafélagsins að botnvörpu- skipaútgerðin yrði úr sögunni eftir nokkur ár ef ekki yrði breytt um stefnu og um þá kröfu háskólastúdenta a5 dátasjónvarpinu verði lokað, var Reykjavíkurbréfið að meginhluta þýðing og endur- sögn á smásögu eftir Winston Churchill sem nýlega hefur verið birt í Bretlandi, en í þeirri sögu á öldungurinn Winston tal við föður sinn ungan um það hvernig hug- sjónir hins • síðarnefnda hafi birzt í athöfnum sonarins. Nú er ”það að vísu góðra gjalda vert að forsætisráð- herrann felli niður lágkúru- legt pex og nart sem því mið- ur hefur oft verið 'helzta framlag hans til dægurmála- umræðna. En heldur er það bágt að æðsti maður ís- lenzkra stjórnmála skuli þá ekki eiga annan kost en að flýja gersamlega fráviðfangs- efnum líðandi stundar og ekki treysta sér til að ræða þau á skemmtilegan og ný- stárlegan hátt. Það hefði til að mynda verið mjög nær- tækt fyrir Bjarna Benedikts- son að skrifa smásögu, hlið- stæða þeirri sem Winston Churchill ilét eftir sig, í stað þess að keppa við Herstein Pálsson í þýðingarstarfsemi. Þar hefði hann getað rætt við föður sinn ungan um það hvernig hugsjónir aldamóta- manna rætist í áformum við- reisnarinnar um forréttindi útlendinga til orkukaupa og atvinnurekstrar á íslandi, í stórauknu varanlegu her- námi, nærgöngulli áróðurs- sfarfsemi erlends stórveldis og hnignun íslenzkra atvinnu- vega. En kannski er þrátt fyrir allt skiljanlegt að for- saétisráðherra íslands telji ekki fýsilegt að skrifa þá sögu. — Austri. off þessi mynd sýnir Oft var barizt hart um boltann eins 4 marka mun. hefði það ekki þurft að vera hepprii. Öheppnin elti ísland meira en Pólland; þó var það slæmur missir fyrir pólska liðið að missa í lok fyrri hálfleiks Cholewa Franciszek. vegna meiðsla á fæti; mun hann hafa komið illa niður. • v Pólverjarnix gott lið. Það verður ekki annað sagt, en að Pólverjamir hafi leikið góðan handknattleik, þegar þeir léku á sínum eðlilega hraða. Þeir eru leiknir með knöttinn, hraðir og greinilega vel þjálf- aðir. Liðið er nokkuð jafnt, en þó báru af Franciszek (3), með- an hann var með, Kurt (5 mörk). Franszizak Kazimiers er góð- ur stjórnandi liðsins (1), svo og Mieleszczuk (5), Heriryk í rriark-1 inu var og ágætur. Það dylst engum að það hef- ur verið meira en lítið að liði Islands í Póllandi að ekki skyldi ganga betur þar en raun varð á. Pólverjunum tókst ekki að nota uppstökkin sem beitt vopn í þessum leik, en þau gerðu út- af við lið íslendinga í Pól- landi. lslcnzka liðið gott, með vcika kafla þó. Þegar ísienzka liðið lék eðli- lega og fékk það fram sem í því býr lék það vel og ógnandi, en þessir dauðu kaflar settu of mikinn svip á leikinn. Auk þess má benda á að gripin voru oft slök og sendingar líka, þeg- ar um landsleik er að ræða. Eigi að síður getum við verið harðánægð með frammistöðu liðsins í heild, og úrslitin. Gunn- laugur sem nú var fyrirliði, var bezti maður liðsins, og lék að bessu sinni eins og „engiU“ og eins og ábyrgum fyrirliða sæmdi, og hann sannaði að hann getur notið sín þó hann sleppi ruddalega leiknum. Karl átti ágætan leik og skor- aði 8 mörk, þar af 5 úr víti. Hermann Gunnarsson lék nú fyrsta landsleik sinn og það var ekki að sjá á honum að hann væri neinn viðvaningur í svona leik. Hann hefur flest það, sem góðan handknattleiks- mann prýðir, en ef hæfileikar' hans eiga að njóta sín þarf hann að vera allfrjáls. Ingólf- ur átti og góðan leik, og en'ri- , fremur Guðjón, svo og Hörð- ur, þótt honum tækist ekki að skora í þessum leik. Stefán "g Birgir, sem raunar var ekki mikið inni, voru sterkir í vöm. og Stefán var óheppinn með skotin af línu, og kemur þar til ónóg leikreynsla 1 svona leikjum. Dómari var Frydenlund frá Noregi, slapp heldur vel frá leiknum; hann var ákveðinn í dómum sínum. Þó var hann slakur hvað snerti skref, og það vildi svo til að það voru Pólverjarnir sem þar syndguðu allmikið. 1 dómum fyrir brot á línu var hann nokkuð sam- kvæmur sjálfum sér, og túlkar það svipað og íslenzkir dómar- ar gera. — Frímann. 4ra herbergja íhúð óskast Opinber stofnun óskar eftir að taka á leigu hér í borginni 4ra herbergja íbúö, ca. 100—110 m2, á- samt eldhúsi og baöi frá 1. marz n.k. eða sem fyrst. Tilboðum óskast skilað til afgreiðslu blaðs- ins fyrir 19. febrúar n.k., merktum „Opinber stofnun — 1. marz 1966“. Bóklegt námskeið einkaflugmanna hefst mánudaginn 21. febrúar. Væntanlegir þátttakendur mæti til innritunar 19. þ.m. kl. 2—4. Einnig greiðist þákennslugjald. FLUGSÝN h/f.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.