Þjóðviljinn - 15.02.1966, Side 5

Þjóðviljinn - 15.02.1966, Side 5
y Sriðjöífagur 15.' febi-öar 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA g FISKIMÁL eftir Jóhann J. E. Kúlcfl Nýlega er afstaðið 50 ára afmaeli togaraútgerðar á ís- landi. Þessi útgerðarstarfsemi má nú muna sinn fífil fegri og betri daga, því að aldrei frá upphafi hefur vegur þess- arar útgerðar verið minni heldur en í dag eftir margra ára viðreisn S.iálfstæðisflokks- ins og Alþýðufokksins í sjáv- arútvegsmálum. Þetta er því miður sannleikur sem verður að segjast umbúðalaust, því að það er öllum fyrir beztu, líka þejm sem þóttust sjálfkjömir til að marka stefnuna í sjáv- arútvegsmálum. en vpru ekki menn til þess þegar á reyndi. Einn allra ljótasti kaflinn i hrakfallasögu íslonzkrar tog- araútgerðar undir ,,viðreisn“, er sala sæmilegra togara úr landi fyrir brotajárnsverð. Á sama tíma og þetta er látið gefast fyrir atbeina banka og ríkisvalds, þá er hvorki hreyfð hönd né fótur til að rétta við hag þessarar útgerðar. Það átti þó öllum að vera vitað mál fyrirfram, að ef togaraútgerð- in væri á einu vetfangi svipt öllum sínum beztu miðum hér við land. þá hlaut það að koma þungt niður á henni. Skipting landhelginnar í veiðisvæði strax í kjölfar útfærslunnar, þar sem fslendingar einir hefðu leyfi til veiða, það var það sem koma þurfti og ef það hefði verið framkvæmt af fyrirhyggju og af sanngimi, þá kom ekki til mála að reka togarana í burtu af öllum sínum beztu miðum, heldur átti samkvæmt eðli málsins að úthluta þeim veiðisvæðum innan landhelginnar. Hefði þetta verið gert. þá væri hagur togarahna betri nú en raun ber vitni. Og frá vísindalegu sjónarmiði hefðum við lika staðið betur að vigi, því að þá hefði nú verið auð- velt að gera samanburð á veiðisvæðum, t.d. netabáta annars vegar og togara hins- vegar, en nú er þetta ekki hægt, því að engin reynsla er fyrir hendi á þessu mikil- væga sviði. Þá fyrst var það tímabært að banna togveiðar íslenzkra skipa innan landhelginnar. ef vísindaleg rannsókn var bú- in að sanna, að togvarpan væri slíkur skaðvaldur fiskistofn- unum, umfram önnur veiðar- færi, að ekki væri vit í því að nota hana. Engin slik sönn- un er fyrir hendi í dag, og það sem verra er. það hefur ef hin erlendu skip hefðu not- að þorskanet í stað togvörpu hér á okkar miðum og beitt því veiðarfæri á likan hátt og okkar eigin bátafloti hefur gert um árabil. Ég er marg- búinn að benda á þá nauðsyn að úthluta veiðisvæðum eftir veiðiaðferðum innan landhelg- innar og þar á engin veiðiað- ferð að vera bönnuð fyrir- fram. ekki heldur togveiðar, svo ég t’ali nú ekki um notk- un flotvörpu sem kemur hvergi nærri botni, en er þó bönnuð af einhverjum annarlegum á- stæðum, þrátt fyrir að sú snurpunót, þá þóttu íslenzkir togarar ekki aðeins gjaldigeng- ir til þessara veiða, heldur þóttu þeir afburða sildveiði- skip vegna hins mikla burðar- magns. Það var fyrst og fremst á veidigetu togara sinna sem útgerða'rfélagið Kvöldúlfur byggði sínar síld- arverksmiðjur fyrir síðari heimsstyrjöld. Þá hefði enginn trúað því að góðir togarar yrðu látnir grotna niður í höfnum í stað þess að veiða síld yfir sumarið. Með tilkomu kraftblakkar- innar komst sú trú inn í höf- BV„ MAl frá Hafnarfirði, eitt stærsta og nýjasta togskip sem Islcndingar eiga. ekkert verið gert til að leiða sannleikann i ljós i þessu máli, Andúð þá, sem hér hefur rikt meðal annarra fiskimanna á togveiðum, hana má fyrst og fremist rekja til hinnar miklu sóknar erlendra togara á íslenzk grunnmið all't írá<^ því að togveiðar hófust. Það eru ekki nema fá ár siðan mörg hundruð erlend togskip drógu vörpur sinar yfir veiði- svæði íslenzka bátaflotans, vetur, sumar, vor og haust, sem sé allt árið. Það var frek- leg rányrkja sem varð að úti- loka. Skaðsemi togvörpunnar á íslenzkum miðum var þá fyrir hendi, vegna hinnar miklu skipamergðar fyrst og fremst. Mitt álit er það, að ástand þessara mála hefði þó orðið verra en raun ber vitni, veiðiaðferð var ekki til þegar sett voru hér lög um botn- vörpuveiðar. Eru togarar ekki lengur nothæfir til síldveiða? Á meðan nótabátar voru not- aðir vjð síldveiðar með Einn af nýsköpunartogurunum svonefndu. uðið á mönnum að nú væri ekki lengur hægt að gera tog- arana út til síldveiða og þar situr þessi trú ennþá. hvað íslendinga áhrærir, þrátt fyrir að búið er ag afsanna þessa kenningu algjörlega af Norð- mönnum. Bæjarútgerðin í Reykjavík gerði að vísu eina tilraun til síldveiða með kraft- blökk, þegar Hallveiigu Fróða- dóttur var haldið úti til þeirra veiða ytfir sumjartímia fyrir nokkrum árum. sem því mið- ur sýndi ekki nógu góðan árangur, en sannaði hins veg- ar ekkert í þessu máli. Síðan hafa verið settar þverskrúfur og stýrisskrúfur á ýms stór skip sem notuð eru til síld- veiða með kraftblökk til að auðvelda þeim snúninginn þegar nótinni er kastað. Og á sl. sumri afsönnuðu Norð- menn. sem þó voru viðvan- ingar í notkun kraftblakkar á móti ísienzkum skipstjórum, að ekki aðeins er hægt að nota stóra togara til síldveiða með krafiblökk heldur sagði blaðið Fiskaren þannig frá reynslunni viðvíkjandi síld- veiðum með kraftblökik um borð í togaranum Stáltind frá Melbu, að skipið hefði reynzt alveg sérstaklega vel til þess- ara veiða. Á sama tíma og þetta er að gerast hér í næsta landi við okkur þá er verið að gefa Grikkjum síðasta togarann sem héðan hefur verið flutt- ur út. Og ekki vantar þó ut- anferðir íslenzkra ráðamanna í sj ávarútvegsmálum, þó slíkt sem þetta fari fram hjá þeim. eins og margt annað sem að gagni mætti koma. Er ekki kominn tími til að þessi vantrú á notagíldi okk- ar gömlu síðutogara verði lát- in si'gla sinn sjó, og raunhæf- ari vinnubrögð tekin upp í þessum málum. í bönkum og af sjávarútvegsmálaráðuneyt- inu sjálfu, sem náttúrlega á að marka stefnuna í þessum málum og öðrum sem til vel- farnaðar getur lei'tt fyrir okk- ar sjávarútveg? En það er ekki langt síðan að Útgerðarfélagi Akureyrar var neitað um fyr- irgreiðslu í bönkum til að út- búa einn togara sinna til síld- veiða með kraftblökk, en á sama tíma voru norskir bank- ar að lána útgerðarmönnum þar í landi til samskonar breytinga og löldu sjálfsagt að taka þá áhaettu. Nú þegar ég lít yfir hörrn- ungarsögu islenzkrar togara- útgerðar síðustu árin. þá undr- ar mig mest, hvað íslenzkir togaraejgendur og forsvars- menn slíkra útgerða hafa get- að látig bjóða sér, án þess að rísa upp til skipule.grar and- stöðu gegn þeirri stefnu sem þessu hefur ráðið og sem mörkuð hefur verið af mönn- um lítilla sanda og lítilla sæva á þessu sviði. Á þessum merku tímamót- um í íslenzkri togaraútgerð Þá er það ósk mín þessari útgerð til handa. að hún losni brátt úr þeim álögum. sem leikið i hafa hana svo grátt að undan- förnu, en við taki betrl tím- ar, þegar menn læra að nota þá síðutogara sem til eru. í stað þess að gefa Þá úr landi. Að hlutur þessarar útgerðar verði réttur þannig, að hún fái að sitja vig sama borð og aðrir sem úitgerð stunda í þessu landi. Og að síðustu, að brátt hilli undir endumýjun Sotans með smíði skuttogara. Fréttabréf úr Mývatnssveit: Náttúruverndarráðið verður að gera hreint fyrir sínum dyrum Hálfrar aldar afmæli ís- lenzkrar togaraútgerðar Garði 6/2 — Hér er stillt veð- ur og bjart í dag, frost 9—10 stig sem ekki þykir mikið hér um slóðir. Undanfarið hefur verið hér norðaustan stormur, en fannkoma aldrei mikil. Um síðustu helgi gekk hér yfir norð-austan stórveður sem annarsstaðar á landinu. Sn]ó- koma var þá lítil. sem íyrr segir, og er fremur snjólétt í sveitinni. Sluppum við hér betur en mörg önnur byggðar- lög í ofveðri þessu, og varð hér ekkert tjón af völdum þess. Fært er á jeppum víðast innsveitis, en vegurinn til Húsa- víkur er lokaður á kafla eins og stendur. Af þeim sökum verður mjólk ekki komið héðan til Húsavíkur. Veturinn hefur verið fremur gjafafrekur það sem af er. Heilsufar gott hjá mönnum og búpeningi. Fremur dauft hef- ur verið yfir félagslífi okkar hér í vetur. Veldur því meðal annars stirð veðrátta. Vonandi rætist úr því þegar á veturinn líður. Þrjú íbúðarhús eru hér í smíðum, verða fokheld fyrir veturinn og er nú unnið að frágangi þeirra innanhúss. Tvö þessara húsa eru í Baldurs- heimi, og eiga að leysa af hólmi gamla steinhúsið, sem sá stór- hugaði athafnamaður Þórólfur Sigurðsson byggði ásamt Jóni bróður sínum árið 1912. Var þar vel að verki staðið á þeim tíma, enda eitt fyrsta íbúðar- hús úr steinsteypu hér um slóð- ir. Hér hafa allir nóg að starfa, bæði við venjulegan búrekst- ur, sem ekki gætir enn sam- dráttar í, einnig veitir Létt- steypan h.f. töluverða atvinnu og er unnið þar af kappi, enda annar verkstæðið tæplega eft- irspurn. Þá er nú blessaður kísilgúrinn, en á vegum þess fyrirtækis er verið að reisa helj- armikið skrifstofuhús á verk- smiðjulóðinni væntanlegu hjá Bjarnaflagi. Heyrzt hefur að bygging þessi eigi að vera full- búin fyrir vorið. Var byrjað \ húsinu í haust og unnið af mörgum mönnam frá þvi kl. 7 að morgni til kl. IOV2—11 á kvöldin, eða 15—16 tíma á dag allan tímann, þar til húsið var steypt upp í byrjun desember. Er það einsdæmi hér að hús séu steypt á þeim árstíma. Ekki veit ég hvort sveitungar mínir einhverjir hafa kveðið líkt og þeir í Sólvík, sem segir í Járn- hausnum: „Ó Guð! Gef oss meira puð!“, en hafi svo Verið, hafa þeir fengið bæn sína heyrða í sambandi við byggingu þessa . Þess skal getið, að menn úr nærliggjandi byggðarlögum eru eins margir eða fleiri en Mývetningar í vinnu þessari. Helzt er að skilja að allt sé óráðið hvort nokkuð verði úr þessu kísilgúrævintýri, en margar hljóta þær miljónir að vera sem fara þá í súginn af almannafé vegna þeirra fram- kvæmda sem hér hafa verið á vegum kisilgúriðjunnar frá því ó síðastliðnu vori. Mörgum hér þykir undarleg yfirlýsing iðnaðarmálaráðherra, sem hann gaf á Alþingi, að fullt samráð hefði verið haft frá upphafi við sveitarstjóm hér og landeigendur, varðandi alla starfrækslu væntanlegrar kísilgúrverksmiðju. Sömuleiðis að samráð hafi verið haft við náttúruverndarráð og náttúru- fræðinga varðandi kisilgúr- vinnsluna. Er það á allra vitorði, að fuglalifi og silungi getur stafað hætta af þessu brambolti öllu. Til þess má aldrei koma, og er það hrein svívirða að bjóða eða þiggja fébætur fyrir tjón á fuglalífi og silungi í Mý- vatni. Það er hvorttveggja eitt af því sem aldrei verður með peningum bætt. Það er full ástæða til að krefjast þess, að náttúruvemd- arráð og náttúrufræðingar geri hreint fyrir sinum dymm, hvort þeir hafi verið spurðir ráða, og sé svo, hverju þeir hafi þá svarað, og yfirleitt hvað þeir hafi um þetta mól að segja frá náttúrufræðilegu sjónar- miði. StarrL <

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.