Þjóðviljinn - 16.02.1966, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.02.1966, Blaðsíða 4
4 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 16. febrúar 1966. OtgefancU: Sameiningarfloklcur alþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb) Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. EYiðþjófsson. Auglýsingastjóri: Þorvaldur Jóhannesson. Ritstjórn. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði. Varað við l^eir íslendingar sem ákafast dansa kringum al- * úmínkálfinn vænta þess áreiðanlega að hin stórkostlega fjárfesting á vegum erlends auð- hrings sem fyrirhuguð er verði til þess að styrkja | og auðga auðvald það sem fyrir er í landinu. Kom- ið hefur fram að hið erlenda auðfélag hafi hug á því að verða aðili að samtökum íslenzkra atvinnu- rekenda, og yrði af því, myndi hann greiða ómæld- ar fjárfúlgur í herkostnað gegn verkalýðshreyf- ingunni og alþýðu landsins. Kröfurnar um inn- flutning erlends vinnuafls í stprum stíl hafa þeg- ar verið orðaðar, og óhugsandi að verkalýðshreýf- ingin samþykkti þær. Þannig er ljóst að hið er- lenda auðfélag hlyti á margvíslegan hátt að grípa inn í eða reyna að grípa inn í eðlilega þróun vinnu- og verkalýðsmála í landinu. 17'itað er að innan verkalýðshreyfingarinnar er T almenn andstaða gegn alúmínglæfrum ríkis- stjómarinnar. Alþýðusamband Norðurlands hefur nú riðið á vaðið og tjáð þessa andstöðu skýrt og skorinort, og hefur miðstjórn sámbandsins sam- þykkt einróma mótmæli gegn alúmínsamninga- makkinu. Varar miðstjómin sérstaklega við því að „hleypa erlendum auðfyrir’tækjum inn í ís- lenzk'f atvinnulíf í samkeppni við íslenzka at- vinnuvegi og uppbyggingu þeirra og skorar því á Alþingi að hafna væntanlegum samningum“. Stjórnarflokkarnir virðast hins vegar svo langt komnir út í ófæruna að þeir munu hugsa sér að knýja málið í gegn þó ljóst sé orðið að meirihluti þjóðarinnar sé því ándvígur. Ósæmilegir dómar ITandséð er að hinir þungu refsidómar yfir tveim- * ur sovézkum rithöfundum geti orðið til nokk- urs annars en valda Sovétríkjunum stórfelldum álitshnekki og verða vatn á myllu þess áróðurs gegn alþýðuríkinu sem seint slotar. Aðalákæran virðist hafa verið sú að bækurnar sem þeir sendu úr landi og gefnar voru út erlendis hafi verið not- aðar sem efni í árásir gegn sovézku þjóðfélagi. Svo fjarri fer því að þeim árásum sé skynsamlega svarað með því að dæma rithöfundana til þungr- ar fangelsisvistar.. að hitt er einmitt líklegra, að ekkert sem þessir tveir menn hafa skrifað eða eiga óskrifað gæti gefið annað eins tilefni til á- róðurs og árása á Sovétríkin og réttarhöldin og dómarnir yfir þeim. Það er ekki fyrr en þessi at- riði koma til. réttarhöldin og dómurinn, að Sin- javskí og Daníel verða heimskunnir menn. j ákærunum gegn rithöfundunum og dómunum yfir þeim kemur fram sá einstrengings- háttur og skortur á umburðarlyndi sem oft hefur set’t mark sitt á afstöðu ráðamanna til bókmennta og lista í Sovétríkjunum. Einmitt á því sviði hefur verið um verulecra breytin<m að ræða á seinni ár- um, sem fagnað hefur verið af sósíalistum og öðr- um vinum Sovétríkianna hvarvetna. Þeim mun hörmulegra er. að með hinum ,bungu dómum yfir rithöfundunum tveimur skuli hafinn sá ósæmi- legi óvinafagnaður að láta svipu refsidóma og fangelsana svara rituðu orði. — s. Þingsköp alþingis þurfa heildarendurskoðunar við í gær urðu allmiklar um- ræður í neðri deild alþingis um breytingar á þeim ákvæð- um þingskapa, sem snerta út- varpsumræður. Voru ræðu- menn á einu máli um endur- skoðun þessara ákvæða; töldu einkum að núverandi form út- varps frá alþingi gæfi alranga mynd af störfum alþingis. í ræðu sinni drap Einar Olgeirs- son auk þessa á tvö atriði þingskapa sem athuga þyrfti. Hið fyrra er að í utanríkis- málanefnd skuli fram fara um- ræður um utanríkismál, en síðan ætti að leggja þau mál fyrir alþingi, svo að umræð- ur fengjust um utanrikismá1. frekar en verið hefur • Þá taldi hann að ?kylda ætti nefndir tii að afgreiða mál innan á- kveðins tíma, tii dæmis inn- an sex vikna frá því að máli værf tii nefndar vísað. Taldi Einar núverandi ástand. er nefndir svæfa fjölda mála 6- þolandi með öllu. Umrasðumar 'spunnust útaf fnamvarpi Benedikts Gröndals um breytingu á ákvæðum þingskapa um útvarpsumræð- ur. Lagði hann áherzlu á að frumvarpið vær; hugsag sem umræðugrundvöHur. því að hér væri mikiUa breytinga< þörf. Eysteinn .Tónsson taldj að skynsamlegast væri að setja milliþinganefnd í málið, en endurskoðun á þessum atrið- um væri vissulega tímabær, þó ekki væri nema vegna fyr- irhugaðrar starfsemi íslenzks sjónvarps. Eysteinn sagði að lokum að um þetta mál yrði að nást samkomulag allra flokka Einar Olgeirsson taldi að 1. atriðið í frumvarpi Benedikts um að í stað fjárlagaumræðna á haustin komj almennar stjóxmmálaumræður sem for- sætisráðherra leiði, benti í jákvæða átt — 2 atriðj í frumvarpi Bénedikts er á þá lund að heimild flokkanna til að krefjast útvarpsumræðna j við vantraust verðj felld nið- j Ur og taldj Einar að þetta at- riði þyrfti góðrar athugunar við. 3. atriðið er að Ríkisút- varpinu skuli heimilt að út- varpa eða sjónvarpa umræðu- köflum eða umræðum í heild, í fréttum eða fréttaauka. Einar benti á í þessu sambandi að þetta krefðist heiðarlegrar ó- hlutdrægni af fréttamönnum útvarpsins, ef að lögum yrði. 4. atriðið es að Ríkisútvarpið geti krafizt þess að sjón- eða hljóðvarpa umræðum úr þinginu án breytingar á þing- sköpum. Einar taldi að við þetta yrði margt að breytast í ræðutækni þingmanna. T.d. væri óviðeigandi að þingmenn kæmu með skrifaðar ræður í sjónvarp eins og miög tíðkast. Einar kvaðst sambykkur 5. grein um að þingflokkarnir fengju möguleika á að kynna stefnur sinar í útvarpserind- um, og kæmi jafnvel til greina í þes:su sambandi að flokkam- ir fengju dagskrár heil kvöld til að kynna starfsemi sína En um leið Og breyting sem þessi yrði gerð væri óverj- andi að útiloka fjölmennustu heildarsamtök landisins frá út- varpinu á hátíðisdegi verka- lýðsins. Þá minnti Einar á þa-u tvö atriði. sem hann vildi leggja áherzlu á í sambandj við breytingu á þingsköpum. í fyrsta lagi væri eðlilegt að ut- anríkismálanefnd væri gert að skyldu að leggja utanríkismál fyrir þingið. Ástand undanfar- inna ára í þessum málum væri óþolandi og mættj ekki lengur líta á utanríkismálin sem feimnismál eða jafnvel einka- mál utanríkisráðherra eða rik- isstjómarinnar. Loks taldi Ein- ar að skylda ætti nefndir til að leggja mál fram á ný sex vikum eftir að Þau hefðu kom- ið fram. Bjami Benediktsson hallað- ist að Því að bezt væri að skipa milliþinganefnd til að kanna breytingar á útvarpsá- kvæðunum, en hann kvaðst einnig sammála Einari í því að endurskoða þyrfti þing- sköpin almennt. Ráðherrann kvað engar breytingar þurfa að gera á þingsköpum til þess að utanríkismálin yrðu tekin til umræðu en það hefði und- anfarin ár einkum verið vegna mjög ^skiptra skoðana á þíngi. Taldi Bjamj að ræða þyrfti utanríkismálin meira en gert hefði verið og vék að NATO í því sambandi.. en hann sagð- ist ekki vera. þeirrar skoðun- ar að íslendingar mundu ganga úr NATO á næstu ámm. — NATO og aðildin að Því þyrfti vitanlega nokkurra umræðna við hér. Bjórfrumvarpöð komið í nefnd Bjórfrumvarp Péturs Sigurðssonar o.fl. hefur nú sætt 1. umræðu á al- þingj og var í K*r visað til nefndar og 2. umræðu. Greiddu 9 þingmenn at- kvæði á móti því að vísa málinu til 2. umræðu en 23 með. Við 1 umræðu töluðu um málið auk Péturs og Björns Pálssonar, sem eru flutnjngsmenn að frumvarpinu, þeir Hall- dór Ásbjömsson og Sig- urvin Einarsson sem lýstu sig andvíga málinu. Lögregiustjórum Sieimilaðar sektargerðir fyrir viss brot Kóxmið er fram á alþingi frumvarp um meðferð opin- berra mála og breyting á viss- um ákvæðum laganna. Skv. greinargerð frumvarpsins eru þessa.r breytingar helztar: „1. Lögreglustjórum eru hejmilaðar sektargerðir fyrir brot gegn umferðarlögum, á- fengislögum og lögreglusam- þykktum, allt að 5000 kr. sekt- Rýmkaðar iánsheimiidir ár atvinnuieysistryggingas/óði í fyrradag var lagt fram á alþingi frumvaíp frá ríkis- stjóminni um að heimila stjóm atvinnuleysistryggingasjóðs að rýmka lánaheimild sjóðsins frá því sem nú er. 1 greinar- gerð með frumvarpinu segir að meginbreytingin. sem í frumvarpinu felst sé á þessa lund: „I fyrsta lagi er Iagt til að þegar í hlut eiga staðir, sem við eiga að stríða verulegt at- f mis mál í fyrradag komu fram á al- þingi eftirtalin frumvörp frá ríkisstjóminni: 1. Um breyting á lögum um sveitarstjómarkosningar, til =;amræmis á lögunum um al- bingiskosningar. 2. Um breyting á lögum um kosningar til alþingis á þá lund að kjósandi skuli á kjör- stað krafinn um nafnskírteini, ef kjörstjórn óskar. vinnuleysi, þá sé heimilt að veita lán sem verði vaxtalaus eða með lágum vöxtum um lengri eða skemmri tíma. I öðru lagi er sjóðstjórninni heimilt að ákveða að slík lán verði afborganalaus tiltekin árabil. 1 þriðja lagi er lagt til, að ekki þurfi aðra tryggingu | fyrir slíkum Iánum en ábyrgð hlutaðeigandi sveitarfélags. Lán þessarar tegundar mega þó ekki ncma hærri fjárhæð samtals á ári hvcrju, en ncm- ur fjórðungi vaxtatekna sjóðs- Ins. I.oks er lagt til að sjóð- stjórnin skuli leita umsagnar stjómar atvinnubótasjóðs, áð- ur en hún veitir lán samkvæmt þcssari lagagrein“. Að lokum segir svo í grein- argerð: ..Stjóm atvinnuleysis- t.ryggingasjóðs hefur fylgztmeð 'amningu þessa frumvarps. Gera verður ráð fyrir, að hún sé ekki andvíg því að frum- varpið verði lögfest“. um. Sakbomingi er í sjálfsvald sett, hvort hann gengst undir sektarákvörðun lögreglustjóra. Geri hann það þá er máli hans þar með lokið. Geri hann það ekki gengur málið fyrir dóm- stóla. 1 gildandi lögum er ein- ungis slík heimild til sektar- ákvörðunar fyrir lögreglumann þann, er stendur vegfaranda að broti gegn umferðarlögum eða lögreglusamþykkt og sektar- upphæð takmörkuð við 300 kr. Sú hámarksupphæð er að vísu í frumvarpinu hækkuð í 1000 kr. Þess er þó e.t.v. ekki að vænta að beiting lögreglu- manna á sektarheimild þessari muni verða mikið notfærð. Hins vegar eru raunhæfari möguleikar á, að hagnýtt verði heimild lögreglustjóra til sekt-^ ákvörðunar, til vemlegs léttis fyrir dómstólana. 2. Veigamesta breyting frumvgrpsins á gildandi á- kvæðum er að heimila dómara ákvörðun allt að 1 árs ökuleyf- issviptjngar án málshöfðunar, ef brot er skýlaust sannað. Með þessari heimild mundi veruleg- um hluta mála vegna ölvunar við akstur bifreiða verða lokið á mun einfaldari og fljótlegri hátt en nú er mögulegur, til mikils léttis fyrir dómstólana, þar sem þessi mál eru nú lang- stær.sti flokkur opinberra mála, sem lokið er með dómi. Verður ekki séð, að réttaröryggi sé hætt með þessari breytingu, þar sem þessi meðferð skal að- eins heimil. ef brot er skýlaust sannað og sakborningur játast undir ákvörðun- enda saksókn- ara og heimilt að kæra máiið til Hæstaréttar, ef hann telur rangt með farið, sbr. síðasta málsgr. frumvarpsgreinarinnar, en svo sem um ræðir í 5. máls- gr. skal senda skrá um öll slík mál til saksóknara. Samkvæmt 5. málsgr. 81. gr. umferðarlaga, nr. 26 2. maí 1968, skal svipt- ing ökuleyfis eða réttar til að öðlast það, gerð með dómi. Til samræmis við þessar breyt- ingar mun verða gerð tillaga um breytingu á því lagaákvæði í frumvarpi til breytingar á umferðarlögum, sem flutt verður á næstunni. 3. Loks eru í frumvarps- greininni regiur um afskipti saksóknara ríkisins af sektar- gerðum lögreglustjóra og lög- reglumana, sem til þess eru fallnar að gera sektargerðimar einfaldari í meðförum og skapa samræmi í beitingu þeirra‘‘. Ávarp SÞ vegna hnngursnevðar á Indlandi RÓM 11/2 — Aðalritari SÞ, Ú Þant, og formaður Matvæla- stofnunar SÞ, Binay Ranjan Ser, hafa sent frá sér ávarp um al- þjóðlega hjálp til Indlands vegnf hins alvarlega matvælaástandf er þar ríkir nú. Gert er ráð fyrir því að hung- ursneyðin nái til 100 miljóna manna og óttazt er að ástandið geti orðið enn verra en það er nú — það geti a.m.k. ekki batn- að fyrr en seint á árinu ef upp- skera verður góð. í ávarpinu segir. að Indland þurfi 11-14 milj. smál. af korni og 130 þús. smál. af þurrmjólk.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.