Þjóðviljinn - 16.02.1966, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.02.1966, Blaðsíða 6
0 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN — Midvikudagur 16. fébrúar 1966. • Áhugi á dagskránni • Eins og lesendur hafa sjálf- sagt tekið eftir, þá er á þessari síðu hér, sem stundum er sú sjötta og stundum sú áttunda eftir því hvort blaðið er 10 eða 12 síður, allskonar efni, út- varpsdagskráin, bíófréttir, sagt frá nýútkomnum tímaritum og yrkingar, skrítlur og aðrar smáklausur og svo síðast, en ekki sízt smábréf frá lesendum um almenn efni og dagleg vandamál, kvartanir eða hros, eftir því sem við á. Eins konar bæjarpóstur eða í ætt viðhann, en bréfin ykkar mættu gjama vera fleiri! Það er eitt, sem ég verð alltaf jafn hissa á, og það er hve miklir útvarpshlustendur Islendingar virðast vera, a.m.k. eftir þeim bréfum að dæma, sem berast. Mikill hluti þeirra fjallar nefnilega um dagskrá útvarpsins og eru flestir óá- nægðir með einhver smáatriði, en það er nú líklega bara vegna þess, að hinir, sem á- nægðir eru nenna ekki að vera að skrifa um það. Að endingu: Gaman væri að fá fleiri bréf, — líka um önnur efni en útvarpið og dagskrá þess! @ Falleg sönglög • „Söngelskur" hefur sent síð- unni eftirfarandi bréf: Það vakti athygli margra þegar Þuríður Pálsdóttir söng í útvarpið nokkur lög eftir Bjöm Franzson við texta eftir Þor- stein Valdimarsson. Þetta em stórfalleg sönglög og svo góð, að þau þurfa að heyrast nokkr- um sinnum til að fólk læri þau. Nú er mér spurn: Hvers- vegna era þessi lög ekki spiluð oftar í útvarpið, og hversvegna syngja ekki Þuríður og aðrir vandaðir söngvarar fleiri lög eftir þetta tónskáld? Leita kannski islenzkir söngv- arar langt yfir skammt þegar þeir era að setja saman ís- lenzk prógrömm, sem stundum era dálítið vandræðaleg og upptuggin?. — Söngelskur. • Til að dansa eftir eða hlusta á? • Þá er hér bréf sem kona nokkur sendi okkur nýlega: Heiðar Ástvaldsson danskenn- ari er maður sem tekur starf sitt alvarlega og er mætur maður í faginu. Hann reyndi gegnum útvarp að kenna Is- lendingum að dansa og þótt það mistækist var það kannski ekki hans sök og var hann reyndar að vinna verk, sem ætti frem- ur að heyra undir fræðslulög- gjöfina og dans ætti auðvitað að kenna í öllum skólum. En nú er Heiðar hættur að reyna að kenna íslendingum að dansa f útvarpinu, en hann er samt ekki farinn alveg burt frá útvarpinu, því að hann velur alltaf danslögin á sunnudags- kvöldum. Mér líkar ekki þetta val af því að það er eiginlega alltaf verið að skírskota til þess að fólk dansi eftir dans- lögunum, en mér finnst, að danslög ættu engu að síður að vera til að hlusta bara á þau í rólegheitum og þau mættu gjama vekja svolitla rómantík og stemnjngu heima hjá fólki. En þetta eilífa Tja-tja-tja og enskur vals er dálítið tilbreyt- ingarlaust til lengdar fyrir eyr- að og svo trúi ég ekki, að hvergi séu samin og sungin danslög nema í Ameríku og Englandi og þeir hjá útvarpinu gætu komizt að öðru ef þeir opnuðu fyrir einhverjar stöðv- ar uppi i Evrópu. en stundum hefur mig raunar grunað, að þeir ættu ekkert viðtæki í þeirri stofnun a.m.k. er alveg ótrúlega margt sem þeir heyra ekki af því sem gerist í heimin- um utan Hringbrautar. — Hætt að dansa. • Já, því ekki það? • „.... Og það er heldur ekki ósennilegt, að þær stjúpmæður séu til, sem neiti stjúpsonum sínum um blíðu sína, þótt þær vilji annars allt fyrir þá gera.“ (Kvikmyndagagnrýni í Mbl.) • Glettan — Vonandi lætur konan þín sér nægja tekjur þínar til að lifa á? — Jú, jú, en mig vantar bara eitthvað til að lifa á sjálfur. • Mjólk eða kók? • í þættinum Raddir lækna er talað um mataræði barna. Það hlýtur að vera alveg prýðilegt viðfangsefni — alltaf erum við að heyra spánnýjar kenningar um þau efni. Síðast heyrðum við ungan lækni (að vísu ekki í útvarpi) mæla gegn sífelldu GRÓÐUR- REGN FERÐASAGA FRÁ TÍBET Eftir STUART og ROMA GELDER 20 ég náði upp slíminu af þessari leiðu blöndu af menguðu lofti, og svo hurfum við aftur inn i rökkrið fyrir innan. 1 þetta sinn var okkur fylgt gegn um aðal helgidóminn, inn mjóa, mygluþefjandi ganga. Við okkur horfðu úr vegglægj- um meðfram allri leiðinni hundrað lítilla guða, sem sum- ir vora klæddir í silki og knipplinga, þeir horfðu á það hvernig við stauluðumst; hlæj- andi, munúðsælir, afskiptalaus- ir, trylltir, illgjarnir, háðslegir, kærleiksríkir. Myrkrið þéttist og okkur sýndist tötralegar mannsmyndir koma á móti okkur eins og hroðalegar draum- sýnir, og svífa svo þegjandi framhjá. Þegar við litum aftur fyrir okkur, sáum við að þetta voru karlar og konur, sem skunduðu meðfram röð af stórum bænahjólum úr eir, sem líktust trumbum að formi, og vora meðfram veggnum á göngunum endilöngum. Þau héldu að þetta mundi létta sár sporin á hinni erfiðu og óra- löngu leið til Nirvana. Við beygðum okkur til þess að komast hjá því að reka höf- uðin í gluggakarma og eltum munkana gegnum tjöld úr járn- hringum, sem tengdir voru jámbútum sem líktust mélum. og héngu yfir innganginum að litlum kapellum, sem vora greyptar í þessa þykku veggi. Loftið var kæfandi þykkt af ósreyk frá lömpunum. Á hverju altari var eirker. bar sem logaði á smjöri fyrir framan guðamynd með kórónu, sem var svo umfangsmikil að við lá að hún fyllti herbergið, en fjölda margir minni guðir sátu hjá og höfðu minni Ijós. Þessir gangar og þessar kapell- ur eru hið helgasta af öllu helgu í Lhasa. Við reikuðum þarna á milli helgidómanna, unz gömul kona með talnaband í upplyftri hendi bandaði okkur frá með ákefð. Við litum upp og sáum að við stóðum frammi fyrir Jo. Fyrir framan þennan ómetan- lega dýrgrip og helgidóm var röð af fögrum lömpum, gerð- um af mikilli kunnáttu, og voru úr skíra gulli, og að öllu leyti eins og kaleikar kristinna manna. Við skinið af þessu þíða Ijósi tindraðu gimsteinarnir sem skreyttu myndimar eins og stjömur á næturhimni. Sjálfur sat hann í hásæti, en hásætisstólpamir úr silfri og himinninn yfir borinn uppi af tveimur silfurdrekum, hið mesta listasmíð, en andlit Hins full- komna horfði við okkur með uj phafínni eilífðarró. Á höfðinu bar hann viðamikla kórónu úr gulli, sem skreytt var túrkisum, greyptum í lauf og sat í hverju laufi lítill búddha úr gullj f miðlaufinu var svo stór túrkís, að hann er sagður vera hinn stærsti sem til er. Sögusögn segir að þessi dýr- gripur sé gjöf frá hinum mikla siðbótabanni fimmtándu aldar. Tsong Kapa, sankti Benedikt tíbezks munklífis. Framan á brjóstinu bar þessi mynd mikið skart af gullkeðjum, perlum, túrkísum og kóröllum, Það er trú í Tíbet að myndin af Jo, sem gerð er úr gulli blönduðu silfri, kopar og zinki, tákni samsetningu sköpunar- verksins, sé ekki af manna- höndum gerð, heldur sé hún smíð Visvakarma, skapara heimsins. Við sneram okkurfrá þessari tign, ímynd friðar og kyrrðar, að hinni skelfilegu gyðju þessa helga staðar, Pald- en Lhamo, sem Tíbetar halda að hafi endurholdgazt sem Viktoría drottning. Ekki er víst að ekkjan í Windsor-höll hefði verið hrifin af því. Þessi ógeðslega þríeygða grýla í Jok- han ríður múlasna og étur mannsheila úr höfuðskel. En satt rataðist Tíbetum á munn í spádómum, þegar þeir fullyrtu, að enginn af þegnum Viktoríu mundi ráðast inn í land þeirra meðan hún væri á lífi. Þrem áram eftir dauða hennar réð- ust brezkar hersveitir yfir landamæri Tíbets, og komust alla leið til Lhasa. Þeir ferðamenn, sem séð höfðu þessa dýrgripi á undan okkur, höfðu komið að þeim i því ástandi, að þeir vora svo til þaktir „heilögum músum“, brúnum, sem svo spakar vora. að þeir gátu klappað þeim. Þegar þær drápust, voru þær malaðar í smátt, og hafðar í lyf. En við sáum enga mús. Líklega hafa þær hræðzt að kommúnistar mundu skera af sér rófuna með flántngarhnífi. Fjórtán þúsund pund, um 6300 mjólkurþambi ungbarna, hann kvað það miklu skynsamlegra að gefa þeim kók í vatni. Hvernig fer um íslenzkt þjóð- erni þegar svo er komið —•. það vitum við sannarlega ekki. Smásaga dagsins er íslenzk — höfundur hennar Oddný Guðmundsdóttir, sem ýmislegt hefur unnið þokkalega á rit- velli. 13.00 Við vinnuna. 14.40 Sigríður Thorlacius les skáldsöguna Þej. hann hlust- ar. 15.00 Miðdegisútvarp. Karlakór Reykjavfkur syngur. Vínar- oktettinn leikur Oktett fyrir fjórar fiðlur, tvær víólur og tvö selló op. 20 eftir Mend- elssohn. D. Koppel leikur Stef með tilbrigðum op. 40 eftir Carl Nielsen. 16.00 Síðdegisútvarp. Clebanoff hljómsveitin, Paul og Paula, The Finnish Letkiss All- Stars, The Platters, Haugen hljómsveitin, Haskins og At- well leika og syngja. 17.20 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 17.40 Þingfréttir. 18.00 Útvarpssaga barnarma: Flóttinn eftir Constance Sav- ery. Rúna Gísladóttir les eig- in þýðingu (2). 18.30 Tónleikar. 20.00 Daglegt mál. 20.05 Efst á baugi. 20.35 Raddir lækna. Gunnar Biering talar um mataræði bama. 21.00 Lög unga fólksins. Gerð- ur Guðmundsd. kynnir. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. Lestur Passíusálma (8) 22.20 Nótt allra nótta, smásaga eftir Oddnýju Guðmundsd. Flosi Ólafsson leikari les. 22 45 Tónverk eftir Bartók: , Dúó fyrir fiðlur og ,,And- stæður“ fyrir • fiðlu, klari- nettu og píanó. Altmann og Lardinois leika á fiðlur. Bulte á klarinettu og Louel á píanó. kg af smjöri, er brennt í Jok- han á hverri viku. Nú er ekki lengur leyft að taka Ijóstoll af bændum, en klaustrið á ekki framar neinar jarðeignir eða á- nauðuga menn, og er því háð sem fólkið vill sjálft láta af hendi rakna, og stendur raunar ekkert á því enn. Eignir þessa klausturs, sem annarra og þ.á. m. Drepung, sem þátt tóku í uppreisninni 1959, voru gerðar upptækar. En stjómin lætur af hendi örorku- og ellilífeyri þeim munkum til handa, sem ekki geta séð fyrir sér sjálfir af þessum orsökum, og enn- fremur fé til viðhalds klaustr- inu. Gamall munkur sagði okkur að uppreisnarmenn úr flokki leikmanna hefðu skotið af þök- um klaustursins á fólkið á göt- unni, og sært nokkra, en drep- ið aðra. Holur voru í vegginn eftir þessa skothríð, en leið- inlegustu spellvirkin vora þau, að uppreisnarmennimir höfðu spillt branni klaustursins í húsagarðinum, fyllt hann af ó- þvera, saur og sorpi og rofn- andi hundshræjum, áður en þeir gáfust upp. Þeir höfðu saurgað musterið með því að ganga þar öma sinna f sölun- um. Herinn hreinsaði brunninn og útvegaði hreinf vatn. 1 Jokhan eru 2000 myndir og myndastyttur, sumar úr dýrum málmi og ríkulega settar dýram steinum. Enga þeirra hafa Kín- verjar skemmt, né hafa þeir tek- ið neitt af dýrgripum klausturs- ins eða húsbúnaði. Við spurð- um: „Hvernig ferst kínverskum stjómarvöldum, sem engan trúnað Ieggja á kenningar trú- arbragða ykkar, við ykkur sjálfa?“ Munkurinn svaraði: ,,Þeir hafa ekki okkar átrúnað, en þeir fara að okkur með vægð og kurteisi. Engum er leyft að mpðga okkur opinberlega. Dag- blað er gefið út í Lhasa. í því sést aldrei neitt búddha- trúinni til hjnóðs, en stundum er deilt á gamla skipmlagið. • Hjúskapur • Þann 29. janúar voru gefin saman í hjónaband af prófess- or Ásmundi Guðmundssyni ungfrú Steinunn Guðmunds- dóttir stud. phil. og Þengill Oddsson stud. med. Heimili þeirra er að Hraunteigi 11. (Ljósm. Stúdíó Guðmundar, Garðastræti 8). • Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Júlíusi Guð- mundssyni ungfrú Heiður Ad- ólfsdóttir og Ármann Axels- son, Varmahlíð 33, Hveragerði. (Ljósm. Nýja myndastofan, Laugavegi 43b, sími 15125). ,,Koma eins margir að hlýða messu hjá ykkur og áður var?“ „Já“, sagði munkurinn. ,í búðunum fæst líka reykelsi, bænahjól og bænamottur. Ef stjómarvöldin ætluðu sér að uppræta trúarbrögð okkar, mundi þetta ekki fást, og ef fólkið væri hætt að trúa, mundi enginn spyrja um þetta“. Gömlu munkamir, sem ekki komust upp þessa bröttu stiga milli hæða í húsinu, gátu ekki heldur tekið þátt í messum niðri, sátu á bekkjum á göml- um, eyðilegum stofum með tré- gólfi, og létu tímann líða við ekki neitt. Bekkirnir vora líka legurúm þeirra. Kuflamir þeirra vora þungir af óhrein- indum, þeim hinum sömu sem huldu allt í klaustri þessu, bæði mann og hús, þunnri, slímurgri skán. Partur af hús- unum var lýstur mjóum glugg- um sem þaktir vora gulum pappír, en samt var ekki les- bjart. Ég setti ljósmyndavél á bekk við hliðina á virðulegum munki. og tíbezki túlkurinn flýtti sér að taka hana upp. Ég ætlaði að setjast hjá þess- um gamla guðsmanni, en þá tók hann föstu taki um oln- bogann á mér, og hvíslaði að mér að ég skyldi vara mig, að ekki skriðu á mig lýs. Við fóram út úr þessum mygluðu klefum, og blés þá í andlit okkar hrein hressandi gola frá snæfjöllum í fjarska, en við fóram að taka myndir af þessum logagylltu húsþök- um, sem máluð vora og skreytt útskurði af fáránlegum drek- um og litlum bjöllum. Björtum leiftram sló af gullnum tumspíram á Potala handan borgarinnar. Hér, þar sem ekki var lengur neinn kæf- andi daunn af óhreinindum. smjöri, reykelsi og fúlum svita. fór saman óviðjafnanleg nátt- úrafegurð og Iist og snilli, sem ekkert tekur fram. 1 þessum heimi fannst samt fæstum, af • Nýlega voru gefin saman í hjónaband af séra Jákobi Jóns- syni ungfrú Jóna Guðbjörg Sigúrsteinsdóttir og Guðmund- ur Haukur Magnússon iðnnemi. Heimiii þeirra er að Ártúni 12, SelfossL (Stúdíó Guðmundar, Garðastræti 8). • Laugardaginn 29. janúar voru gefin saman í hjónaband af séra Óskari Þorlákssyni ung- frú Nína Hafdís Hjaltadóttir og Harold Roy Arnold. Heim- ili þeirra er að Skúlagötu 58. (Ljósm. Stúdió Guðmundar, Garðastræti 8). jþeim sem þar voru og bundn- ir vora á klafa fáfræði, ótta og hindurvitna, vera líft, hin eina von þeirra var betra líf í farsælli holdtekju eftir dauðann. Blessaðir munkarnir, sem sýndu okkur staðinn Jokhan, höfðu fyrram lifað á gjöfum, sem fólkið var til neytt að láta af hendi af ótta við enn skelfilegri ævi í næstu tilvera sem mundi vera vís, ef prest- arnir þykktust við- tregðu þeirra að gera þeim til hæfis. Tíbezkir prestar gátu bejtt fullkomnu harðræði við leik- menn, því enginn mátti nálg- ast æðri máttarvöld nema þeir. Ef leikmanni var neitað um þjónustu prestsi, af því að hann galt ekki skyldur sínar, var hann bannfærður, honum vora allar bjargir bannaðar. Með því að vitna í kenning- ar Búddha, gátu tibezkir guð- íræðingar neitað því að sálu- hjálp manns væri slíku háð, en kenningar Búddha áttu ekki fremur skylt við fram- kvæmd þessara trúarbragða, en kenningar Jesú Krists við það athæfi að brenna trúvill- inga á báli. Sumir af þeim ferðamönnum sem komu á undan okkur til Tíbet hafa lit- ið á þetta frumstæða þjóðfé- lag með fyrirlitningu. (Árið 1904 var líka siður að kalla vinnulýðinn f Englandi ,,ó- æðra fólk“!) Þetta má með vissu til sanns vegar færast, en þessir menn, sem svona skrif- uðu, hafa sjálfsagt, eins og við, sungið í bernsku sinni af einlægni og trúnaðartrausti bennan sálm: Allthvað er fagurt hér í heim handaverk Drottins er, hið minnsta dýr og hið mcsta af þeim um mátt hans vitni ber. Sá sem að byggir háa höll og hinn sem er fátæks ranns, þeirra hlutskipti, athöfn öll. allt er að ráði hans.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.