Þjóðviljinn - 26.02.1966, Page 1

Þjóðviljinn - 26.02.1966, Page 1
íshafssigling á Eyrarsundi Frosthörkurnar í Norður-Evrópu undanfamar vikur og mánuði hafa valdið miklum tmflunum á ferðum skipa á Eystrasalti, eins og getið hefur verið í fréttum. Hundruðum saman hafa skip og bátar frosið inni í höfnum í Svíþjóð og Finnlandi og miklar truflanir orðið á föstum áætlunar- ferðum skipa. Þannig hafa ferðir fjölmargra ferja milli Danmerkur og Svíþjóðar lagzt niður; síærri íerjurnar halda þó sínu striki truflanalítið og er myndin af einni þeirra í íshroðanum í Eyrarsundi. SH hélt fund í gær- dug um ulúmínmúlið Sósíalistafélag Reykjavíkur fÍLA 6SFUNDUR FÉLAGSFUNDUR verður haldinn að Hótel Sögu mánudaginn 28. febrúar klukkan 20.30. Fundarefni: Stofnun Alþýðubandalags í Reykjavík. Framsögu hefur formaður félagsins, Páll Bergþórsson. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Sýnið skírteini við innganginn. Stjórnin 25.820 börn í barnaskólunum sl. kennsluár: 14.5% allra barnakennara hafa ekki kennararéttindi □ Samkvæmt skýrslu sem Fræðslumálaskrifstofan hefur sent blöðunum voru á skólaárinu 1964—1965 samtals 25.820 börn í barnaskólunum hér á landi og skiptust þau þannig a'ð í Reykjavík voru 9.857 böm í skólum, í öðrum kaupstöðum 7.367 og í sýslunum 8.596 börn. Alls voru á skólaárinu 1964— 1965 starfandi 222 skólar á bama- frseðslustiginu, og skiptust þeir svo að í Reykjavík voru 20, þar af 7 einka- eða sérskólar, í öðr- um kaupstöðum 19, þar af einn einkaskóli, heimangöngu- og heimanakstursskólar voru 85, heimavistarskólar 52 og farskól- ar 46. Við þessa 222 skóla voru sam- tals 1151 kennari. Fastir kennar- ar voru 890, þar af 365 konur, en stundakennarar 261, þar af 134 konur. 143 kennarar eða 16.1% þeirra voru án kennara- réttinda, 93 karlar og 50 konur. 20 þeirra voru við bamaskól- ana í kaupstöðunum en 123 við skólana i sýslunum. Athyglisvert er að 71.1% kennara við far- skólana voru réttindalausir, 29.3% við heimangönguskólana og 25.6% við heimavistarskólana. 1 skýrslu fræðsluskrifstofunnar Múlfundur eru ekki tölur um nemendafjölda í barnaskólunum á yfirstandandi skólaári en hinsvegar eru þar tölur um fjölda skólanna og kennara. Samkvæmt þeim tölum hefur skólunum fækkað um 11 og eru nú aðeins 211. í Reykjavík og öðrum kaupstöðum er fjöldi barnaskólanna þó óbreyttur. Hins vegar hefur farskólunum fækkað um 15, niður í 31. og heimangönguskólunum um 1 en heimavistarskólum fjölgað um 5. Kennarar við þessa 211 barna- skóla sem starfræktir eru á yf- irstandandi skólaári eru 1193 eða 42 fleiri e«i í fyrra. Þar af eru fastir kennarar 924 (380 konur) og stundakennarar 269 (158 konur). Hefur konum sem stunda bama- kennslu því fjölgað um 39 en körlum aðeins um 3. Föstum kennurum hefur fjölgað um 34 en stundakennurum um 8. Barnakennurum án kennara- réttinda hefur fækkað um 9 frá í fyrra, eru nú 134 eða 14.5% allra barnakennara. Af þeim eru 17 við kaupstaðaskólana en 117 við skólana í sýslunum. Af far- skólakennurum eru 68.8% án réttinda, 30.5% af kennurum við heimangönguskólana og 23.3% af kennurum heimavistarskólanna. Landskjálftaupptök á loríajökuls- eSa Mýrdalsjökulssvæði Jr í gærdag fór fram al- tnennur fundur Sölumið- Birgitta Guðmundsdóttir jfulfkjorið vurð í ASB Aðalfundur ASB var haldinn í fyrrakvöld að Hverfisgötu 21 og fór þar fram stjórnarkjör. Var stjórn félagsins öll endur- kjörin en hana skipa: Birgitta Guðmundsdóttir formaður, Auð- björg Jónsdóttir ritari, Jóhanna Kristjánsdóttir gjaldkeri, Val- borg K. Jónasson og Sigríður Guðmundsdóttir. í varastjórn eiga sæti Ragnheiður Karlsdótt- ir, Þóra Kristjánsdóttir og Mar- grét Ólafsdóttir. stöðvar hraðfrystihúsanna í Tjarnarcafé hér í borg og hófst fundurinn klukkan 2 eftir hádegi. Fimmtíu og fimm frysti- húsaeigendur áttu rétt til fundarsetu og voru mættir tuttugu og tveir við upphaf fundar og fjölgaði þeimþeg- ar á daginn leið, — aðallega sóttu fundinn frystihúsa- eigendur í verstöðvum á Suðvesturlandi, — voru mættir þama þegar menn eins og Sturlaugur Böðvars- son frá Akranesi, Ólafur Jónsson frá Sandgerði og Finnbogi Guðmundsson í son Reykjavík, og þannig mætti lengi telja. + Á fundinum voru ræddar fyrirhugaðar stóriðjufram- kvæmdir útlendra auðfyrir- tækja á íslandi og vanda- mál frystihúsaiðnaðarins hér á landi. Fundarstjóri var kjörinn Guðsteinn Einarsson frá Grindavík, Fundinum lauk um klukkan 7 í gærkvöld og mun þá hafa verið sam- þykkt ályktun. Verður vænt- anlega hægt að skýra nán- ar frá efni samþykktarinn- ar í nassta blaði, svo og um- ræðum sem urðu á fundin- um. sósíalista Hinar nýju ádeilubókmenntir verða til umræðu á fyrsta málfundi sósíalista sem haldinn verður á morgun, sunnudag, kl. 2 e.h. í Lindarbæ. Er öll- um sósíalistum heimill aðgang- ur að fundinum, þótt óflokks'- bundnir séu. Er fyrirhugað að halda fleiri slíka umræðufundi á næstunni um efni sem efst eru á baugi hverju sinni. Frummælendur á fundinum á morgun verða þeir Kristinn E. Andrésson magister, Þórarinn Guðnason læknir og Árni Bergmann blaðamaður. Fund- arstjóri verður Jóhannes skáld úr Kötlum. Að loknum fram- söguerindum verða frjálsar umræður. Kaffiveitingar verða á staðnum. Gerðum, Ingvar Vilhjálms- /VVVVVVVVVVV/VVVVVVVWWWWWWWWWWWWWVWWWWWXAWVIWWWWWWVWVWWWWWWWWWWWWWWWWWWVWWVVVt ÁSUNNUDAG *i! Á morgun, sunnudag, verður Þjóðviljinn 12 síð- ur og birtir þá m.a. þetta efni: ■k Borgarsjúkrahúsið skoðað í boði og undir ieiðsögn borgarstjóra — frásögn með mörgum myndum. ★ Hin ósagða saga Vietnam- stríðsins — opinská grein þýdd úr bandaríska tíma- ritinu News and World Report. Aukin menntun ódýrasta aðferðin til að auka fram- leiðsluna — rætt við Hilm- ar Kristjónsson, deildar- stjóra hjá Matvœla- og landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna um menntun fiskimanna 1 Sovétríkjunum. Geta þjóðtungur dáið og horfið? — Haraldur Bessa- son prófessor í Winnipeg ræðir þetta í greininni „fs- lenzk viðhorf". Þjóðviljinn hafði í gær sam- band við Eirík Sigurðsson á jarðeðlisfræðideild Veðurstof- unnar og skýrði hann blaðinu svo frá að 10—15 jarðskjálfta- kippir hefðu mælzt á jarð- skjálftamælana hér í Reykjavík á tímabilinu frá kl. 23.15 á mið- vikudagskvöld til kl. 3.01 í fyrri- nótt en enginn þessara kippa var harður. Upptök þessara jarð- hræringa munu hafa verið 140 — 145 km í suðvestur frá Reykjavík, sennilega á Torfa- jökuls- eða Mýrdalsjökulssvæð- inu. Ekki er vitað til þess að fólk hafi orðið vart við þessa jarð- skjálftakippi nema heimilisfólk- ið á Barkarstöðum í Fljótshlíð en bóndinn þar gerði Veðurstof- unni aðvart og var þá farið að gá á jarðskjálftamælana hér í Reykjavík. Sást þá að þar höfðu komið fram nokkrir veikir jarð- skjálftakippir eins og áður seg- ir. Eiríkur kvað ekki hægt að segja til um upptökustað jarð- hræringapna með öruggri ná- kvæmni nema með samanburði við jarðskjálftamælana á Ak- ureyri og í Vík í Mýrdal, ef kippirnir hefðu mælzt þar. Hins vegar virtist sér sennilegast að upptökin hefðu verið á Torfa- jökulssvæðinu eða e.t.v. á Mýr- dalsjökulssvæðinu. Bæði þessi svæði væru fremur ókyrr og þar hefðu oft átt sér stað jarð- '^^^wwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwwvwwiwvwwvwvvwwvvwvvvwwvwvwwvvwwvvwwwwwvvwww hræringar á undanförnum ár- um, t.d. haustið 1958 á Mýrdals- jökulssvæðinu, en engar jarð- hræringar hefðu þó mælzt þar síðustu mánuðina fyrr en nú. Síðustu fréttir Seint í gærkvöld bárust Veðurstofunni þær fréttir, að Iandskjálftakippir hcfðu fund- izt á þrem bæjum í Vestur- Skaftafellssýslu klukkan að ganga 12 eða um hálf 12 á miðvikudagskvöldið. Þessir bæir eru Heiðarsel á Síðu, Hrífunes í Skaftártungu og Hraungerði i Álftaveri. Bónd- inn í Heiðarseli lá í rúmi sínu, þegar hann fann fyrsta kippinn; fór þá fram úr og fann eftir það enn tvo kippi — og gerðist allt á um það bil 5 mínútum. Nkrumah segist munu fara heim Sjá síðu 0

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.