Þjóðviljinn - 26.02.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.02.1966, Blaðsíða 2
2 SlÐA — ÞJÖÐVIUINN — Laugardagur 26. febrúar 1966 Síðara sundmót skóianna hóð á fimmtudaginn kemur Hið síðara sundmót skólanna 1965—1966 fer fram í Sundhöll Reykjavíkur fimmtudaginn 3. marz n.k. Keppt verður í þessum grein- um: Sundkcppni stúlkna 6x33 V3 m skrið-boðsund. 66% m bringusund. 33V3 m skriðsund. 33V3 m baksund. 33V3 m björgunarsund. Gagnfraeðaskóli Austurbæjar, Rvík vann 1965. Hlaut 45 stig. Gagnfraeðaskóli Keflavíkur hlaut 31 stig og Gagnfræðaskóli Rúmenar unnu Dani með 20:17 í K-höfn Heimsmeistararnir í hand- knattleik, Rúmenar, Iéku við Dani í fyrrakvöld í Kaup- mannahöfn og sigruðu með 20 mörkum gegn 17. í háif- leik var staðan 9 mörk gegn 8, Rúmenum í vil. — Nú um helgina mæta Rúmenar Norð- mönnum í tveim leikjum, en um næstu helgi keppa þeir við Islendinga í Laugardal. ■■■■■»■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■»• Selfoss 26 stig. Alls voru kepp- endur frá 8 skólum. Sundkeppnl pilta 10x33V3 m skrið-boðsund. 66% m skriðsund. 33V3 m björgunarsund. 662/s m baksund. 100 m bringusund. 33V3 m flugsund. Keppt verður um verðlauna- grip IFRN. Gagnfraeðaskóli Aust- urbæjar, Rvík. sigraði 1965 hlaut 41 stig. 2. Gagnfræðaskóli Hafnarfj. (Flensborg) 28 stig. 3. Kennaraskóli Islands 25 stig. Stigaútreikningur er sam- kvæmt því, sem hér segir: a) Hver skóli, sem sendir sveit í boðsund og lýkur því löglega, hlýtur 10 stig. (Þó skóli sendi 2 eða fleiri sveitir hlýt- ur hann eigi hærri þátttöku- stig). þ) Sá einstaklingur eða sveit, sem verður fyrst, fær 7 stig, önnur 5 stig, þriðja 3 stig og fjórða 1 stig. Leikreglum um sundkeppni verður stranglega fylgt og i björgunarsundi verða allir að synda með markvaðatökum. Tilkynningar um þátttöku sendast sundkennurum skól- anna í Sundhöll Reykjavíkur fyrir kl. 16 miðvikudaginn 2. marz n.k. Þær tilkynningar, sem síðar berast, verða eigi teknar til greina. — Nefndin. Hvers "’,egna ekki? Þegar rætt er við valdhaf- ana í einrúmi um alúmínvið- skiptin kemur í ljós að meg- inröksemd þeirra fyrir samn- ingum við svissneska hring- inn er sú, að þar sé um að ræða nauðungarsamning sem við fáum ekki undan skotizt ef við viljum virkja stórfljót okkar. Alþjóðaþankinn neiti semsé að láta okkur fá lán til framkvæmdanna nema samið sé við Svissara og sé- um við nauðþeygðir til að lúta þeim erlendum fyrir- mælum. Skýtur þessi rök- semd nokkuð skökku við þann málflutning sem oft heyrist að með hyggilegri fjármála- stjórn hafi okkur nú verið tryggt lánstraust um víða veröld. En hvers vegna erum við að fara fram á lán hjá Al- þjóðabankanum til Búrfells- framkvæmda? Valdhafarnir hafa nú árum saman miklazt af því að við eigum digra og vaxandi gjaldeyrisvarasjóði, og eru tveir miljarðar króna nýjasta upphæð sem nefnd hefur verið í þvi sambandi. Þessir gjaldeyrissjóðir eru geymdir á lágmarksvöxtum, sem eru aðeins brot af þeim vöxtum sem alþjóðabankinn fer fram á fyrir sín lán. Hvers vegna tökum við ekki lán hjá sjálfum okkur; hvaða vit er í því að geyma gjald- eyri á svo sem 2% vöxtum en greiða á sama tíma 6% vexti fyrir gjaldeyrislán? Jafnvel þótt við tækjum að láni hjá sjálfum okkur alla þá erlendu upphæð sem þarf til virkjunarframkvæmda við Búrfell, yrði eftir nægilega gildur varasjóður — ef eitt- hvað er að marka tölur þær sem ráðherrarnir flíka í tíma og ótíma. Og ef við tökum lánið úr eigin vasa þurfum við ekki að sæta erlendum fyrirmælum um eitt eða neitt og ekki una kjörum sem vald- hafamir sjálfir kalla nauð- ungarsamning er þeir ræða af einlægni. 175 krónur Það er mjög hvimleitt ein- kenni á íslenzkum stjóm- málaumræðum að engin leið er að fá almenna viðurkenn- ingu á einföldum óg mælan- legum staðreyndum sem sannarlega ættu ekki að þurfa að vera þrætuefni. Þannig búa stjórnarherrarnir nú til tölur um raforkuviðskiptin við svissneska hringinn, fjar- lægar öllum veruleika. En jafnvel þótt þessar tilbúnu tölur séu teknar gildar hlýt- ur það að vekja ajhygli hvað þær eru einstaklpga lágkúru- legar. Þannig er því haldið fram að ábati íslendinga af raforkusölunni sé 35 miljónir króna á ári. Það eru 175 krónur á mann. Svo sem fimm sígarettupakkar. Þetta er sú upphæð sem á að ráða úrslit- um um framtíðarþróun efna- hagsmála á 'fslandi og lyfta atvinnuvegum okkar á hærra stig. — AustrL Tvær myndir frá leik FH í Prag Hér cru tvær myndir, sem teknar voru í Prag, höfuðborg Tékkó- úlóvakíu, sl,. sunnudag, þcgar FH og Dukla Praha léku öðru sinni saman í Evrópubikarkeppninpi. Á annarri myndinni sést Guð- Iaugur Gíslason skjóta að marki Tékkanna, á hinni myndinni verjast þeir Rudolf Havlík og Jarosiav Konecný en öm sækir. Að Hálogalandi um helgina: íslandsmótii í handknattleik Staöan í mfl. kvenna 1, deild er þessi: Félög LCJTS Mörk Valur 2 2 0 0 4 26—14 F.H. 2 2 0 0 4 15—11 Ármann 2 10 12 18—23 Víkingur 2 0 111 14—17 Breiðablik 2 0 111 14—17 Fram 2 0 0 2 0 10—15 Staðan í 2. fl. karla A-riðli: Félög L U J T S Mörk Fram 2 2 0 0 4 27—23 ÍR. 2 1 0 1 2 26—25 Valur 1 0 0 1 0 9—11 K.R. 1 0 0 1 0 9—11 Á sunnudaginn 27. febrúar heldur svo mótið áfram að Há- logalandi og leika þá í 1. deild karla F.H.—Haukar Ármann—K.R. H.K.R.R. íslandsmótið í handknattleik heldur áfram að Hálogalandi í dag, laugardaginn 26. febrú- ar og hefst kl. 20.15. Fyrst leika í mfl. kvenna í 1. deild. Víkingur—Valur Ármann—Fram F.H.—Breiðablik 3. fl. karla A-riðill Í.R.—Haukar 2. fl. karla A-riðill Valur—K.R. Skíðaþingið verður haldið á ísafirði 8. apríl 1966, föstudag- inn langa. Málefni sem óskað er eftir að tekin verði fyrir á þinginu skulu hafa borizt stjórn SKÍ að minnsta kosti mánuði áður en þing hefst. (Stjórn Skíðasambandsins) Lestrarbók handa gagnfræðaskólum * * Ríkisútgáfa namsboka hefur nú gefið út viðamikla lestrar- bók handa gagnfræðaskólum í landinu og er hún í fjórum heftum. Meginhluti lesefnisins er frá nítjándu og tuttugustji öld, allt frá Jóni Thorarensen til Hannesar Péturssonar, — aðallega sögur og ljóð. _ Efnisval og útgáfu önnuðust Ámi Þórðarson, skólastjóri; Bjarni Vilhjáimsson, skjaia- vörður og Gunnar Guðmunds- son, skólastjóri. Allt er efni I. og II. heftis valið með það fyrir augum, að það sé viðráðanlegt 13—15 ára nemendum og þyki vænlegt til að glæða áhuga þeirra á góð- um bókmenntum. Seint á árinu 1965 komu út á vegum Ríkisútgáfu námsbóka III. og IV. hefti Lestrarbókar handa gagnfræðaskólum, og önnuðust sömu menn efnisval- ið. Þessi tvö hefti eru ætluð til notkunar í gagnfræðadeild- um að loknu skyldunámi, þ.e. a.s. í 3. og 4. bekk. III. hefti er 262 bls. að lengd. í því eru 53 kvæði eftir síðari tíma skáld og 20 kaflar í ó- bundnu máli, smásögur, kaflar úr skáldsögum og leikriti, þjóðsögur og ritgerðir. Þessi hluti bókarinnar er þókmennt- ir frá 19. og 20. öld, þar á meðal efni eftir allmarga unga höfunda, sem áður hefur ekk- ert birzt eftir í lestrarbókum handa skólum. Úr fornum bók- menntum eru í heftinu þrír kaflar úr Laxdælu, átta úr Njálu og 27 erindi úr Háva- NF mun úthluta lýðháskóladvalar Norræna félagið hefur eins og undanfarin ár milligöngu um skólavist á Norðurlöndum. Á síðastliðnu sumri dvöldu rúmlega 130 unglingar á sum- arskólum, aðallega í Dan- mörku, í 2—3 mánuði að til- hlutan félagsins. Flestir fóru utan um mánaðamótin maí— júní og voru ytra til ágústloka. Eftirspurn 15—16 ára unglinga eftir sumardvöl einkum í Dan- mörku, hefur aukizt mjög mik- ið á sl. tveim árum, aðallega til framhaldsnáms í dönsku. Aligengast er að 2—4 íslenzkir nemendur séu saman á skóla. Nokkrir dönsku skólanna veita þeim aukakennslu í dönsku og nokkrir þeirra gefa nemend- um kost á verklegu námi. Óvenju margar umsóknir og fyrirspurnir hafa þegar borizt um skólavist á norrænum lýð- háskólum fyrir næsta vetur, 1966—1967. Á næsta skólaári mun félag- ið úthluta um 100 styrkjum til lýðháskóladvalar og nema styrkirnir nú yfirleitt hálfum dvalarkostnaði vetrarlangt. Eins og áður er nefnt, hefur áhuginn aldrei verið meiri en nú fyrir lýðháskólavistum. Vet- urinn 1965—1966 munu 48 ís- lenzkir nemendur dvelja í Dan- mörku, þar af fá a.m.k. 26 styrk (1000 d. kr.), 31 dvelur í Noregi, allir fá styrk (900 n. kr.), 33 í Svíþjóð, allir fá styrk (800 s. kr.), og 2 í Finn- landi, báðir fá styrk (500 f. m. ). Alls 114 nemendur, þar af fá rúmlega 90 styrki. Umsóknir um skólavist næsta vetur skulu hafa borizt Norræna félaginu, pósthólfi 912, Reykjavík, fyrir 1. maí n. k. og skal fylgja þeim afrit af prófskírteini, upplýsingar um aldur , fæðingardag og ár (en umsækjendur mega ekki vera yngri en 17 ára, helzt a. m.k. 18 ára), meðmæli skóla- stjóra, kennara eða atvinnu- veitanda og gjama einnig málum, allt á nútíðarstafsetn- ingu eins og í I. og II. hefti. Auk þess eru stökur og vís- ur úr kvæðum inni á mil.i kvæða og sagna eins og í fyrri heftunum. Efni III. heftis er valið með það fyrir augum, að bókin verði einkum notuð í þriðja og fjórða bekk gagnfræðastigs og í öðrum framhaldsskólum, þar á meðal til landsprófs mið- skóla. í IV. bindi er lestrarefni úr síðari alda bókmenntum sem hér segir: Gestur Pálsson: Vor- draumur, Einar H. Kvaran: Vonir, Guðmundur Friðjóns- son: Gamla heyið, Jón Trausti: „Þegar ég var-á freygátunni", Jakob Thorarensen: Forboðnu eplin, Sigurður Nordal: Ferð- in, sem aldrei var farin, Guð- mundur G. Hagalín: Tófu- skinnið, Halldór Kiljan Lax- ness: Napóleon Bónaparti, Jón- as Ámason: Skrín. Úr forn- bókmenntum eru í þessu hefti Auðunar þáttur vestfirzka og Gunnlaugs saga ormstungu. Nútíðarstafsetning er höfð á fornmálinu eins og í hinum heftunum. Ætlazt er til að IV. hefti verði notað jöfnum hönd- um í þriðja og fjórða bekk á- samt III. hefti. Öll hefti lestrarbókanna eru myndskreytt af Halldóri Pét- urssyni listmálara. Gefnar hafa verið út orða- skýringar með I. og II. hefti, en fyrir haustið eru væntan- legar skýringar yfir III. og IV. hefti. 100 styrkjum tii á næsta skólaár; upplýsingar um störf. Æskileg'- er ennfremur að tekið sé fram í hverju landanna helzt sé óskað eftir skólavist, en auk þess fylgi ósk til vara. Nánari upplýsingar um skóla námstilhögun og fleira gefur Magnús Gíslason framkvæmda- stjóri Norræna félagsins (sími 3 76 68). (Frá Norræna félaginu) Harður bardagi við Saigon SAIGON 24/2. Til harðra bar- daga kom í dag við gúmíplant- ekru 48 km norðvesfcur af Sai- gon. Gerðu um 400 skæruliðar árás á bandarískar hérbúðir, sem þar höfðu veríð reistar. og er alllangt síðan svo stór flokkur skæruliða hefur beitt sér i or- ustu í einu. Orustan stóð í þrjár klukkustundir og beittu báðir aðilar stórskotaliði og sprengju- vörpum. Bandaríska herstjórnin segir að um 100 skæruliðar hafi fallið en sjálfir hafi Bandaríkjamenn misst tiltölulega fáa menn. Hinsvegar hafi margir særzt. Barnagaman Ríkisútgáfa námsbóka hefur gefið út ,,Bamagaman“, kennslu- bók í lestri fyrir byrjendur. Hún verður í fjórum 48 bls. heftum í tvöföldu Crown broti. Tvö fyrri heftin eru komin út. Höfundar eru kennaramir Rannveig Löve og Þorsteinn Sigurðsson, en Balt- asar myndskreytti. Bókin er byggð upp samkvæmt grundvallarlögmálum hljóða- aðferðarinnar, en jafnframt er leitazt við að hagnýta kosti ann- arra lestrarkennsluaðferða og sneiða hjá þeim vanköntum, sem lestrarsérfræðingar hafa fundið á hljóðaðferðinni

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.