Þjóðviljinn - 26.02.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 26.02.1966, Blaðsíða 10
! Faxafréttir hvassyrtar í garð Loftleiða-manna 1 nýjasta hefti. FAXA- FRÉTTA, blaði starfsfólks Flugfélags Islands, er birt all- löng grein þar sem veitzt er að Loftleiðum og sérílagi gagnrýnd „tregða Loftleiða við að fara eftir gerðum milli- ríkjasamningum og við að taka þátt í alþjóðlegu sam- starfi“. Segja FAXAFRÉTT- IR að þessi tregða skapi ís- lenzkum flugmálum erfiðleika á erlendum vettvangi, eins og nýlega hafi komið í ljós (og mun væntanlega átt við neit- un vestur-þýzkra stjómar- valda á dögunum í sambandi við fyrirhugað áætlunarflug F.í. til Frankfurt am Main) Síðan segir blaðið orðrétt: „Samkvæmt áreiðanlegum heimildum, hefur stefna Flug- félags íslands, að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi um flug- mál og hlíta þeim samning- um sem um þau mál eru gerð- ir erlendis verið talin stefna Islands í flugmálum. Á Loft- leiðir hafi hinsvegar verið litið sem framtakssama unga menn með mikið sjálfstraust. sem notfærðu sér visst tæki- færi til þess að græða pen- inga. Meðan flugfélögin ís- lenzku voru ámóta stór, höfðu ámóta rekstur, var því ekki talið að stefna „litla fátæka félagsins“ væri stefna Is- lands. Nú hefur það hinsveg- ar gerzt, að „litla fátæka félagið“ er orðið eitt mesta auðfélag landsins og hazlar sér völl á æ fleiri sviðum. Sú hætta vofir yfir að eftir því sem Loftleiðir þenjast út í skjóli þeirra sérréttinda. sem þeir nú njóta, vaxi tor- tryggni í garð íslendinga í þessum málum. Að hér eftir verði fremur farið að líta á hina óbilgjörnu stefnu Loft- leiða, sem stefnu íslands á vettvangi flugmálanna. Við skulum vona að svo verði ekki. Að landsmenn beri gæfu til að viðhalda góðu samstarfi við aðrar þjóðir í flugmálum sem og öðrum. Því fari svo að hinu góða samstarfi sem Flugfélag Islands hefur byggt upp á undanförnum árum verði spillt, er vá fyrir dyr- um, ekki einungis fyrir Flug- félag Islands heldur og einn- ig og ekki síður fyrir Loft- leiðir“. I 63 bifreiðir með Reykjafossi M.S. „REVKJAFOSS“ kom hinn 19. þ.m. til Reykjavíkur frá New York og flutti í lestum 63 nýja bíla af ýmsum gerð- um, flestar af Ford Bronco gerð. AF ÞESSUM FARMI verða 42 bílar teknir í land hér í Reykjavík, en 21 bíll auk tæp- Iega 200 tonna af öðrum vör- um verða fluttar áfram með skipinu til Akureyrar, sem er ein fjögurra aðalhafna, sem skip Ermskipafélagsins sigla til frá útlöndum samkvæmt fyrirfram ákveðinni áætlun. EINS OG SÉST á meðfylgjandi mynd fer vel um bílana í lest- um „Reykjafoss“. Síldarsjómenn og útvegsmenn skattlagðir veg na frystihúsa Ella kom til ís- lands í gærkvöld □í gærkvöld um kl. 8.20 kom hin heimsfræga jazz- söngkona Ella Fitzgerald hingað til lands með flug- vél Flugfélags íslands. Meö söngkonunni var fylgdarliö, meðal annars hennar eigiö tríó, sem kemur fram á tón- leikunum. Hingað komu þau frá London, höfðu ver- ið í mánaðar hljómleikaför víðsvegar um Evrópu og munu halda hér ferna tón- leika. Söngkonan var að vonum mjög þi-eytt er hún kom á Reykja- víkurflugvöll, hafði verið á ferðalagi síðan snemma um morguninn, en gaf sér þó tíma til að spjalla örstutta stund við fréttamenn. Hingað kom Ella Fitzgerald frá Spáni, með viðkomu í London, en hún og förunautar hennar höfðu verið á mánaðarferðalagi víðsvegar um Evrópu. Komu þau meðal annars til Ítalíu, Þýzka- lands, Portúgal, Frakklands og Spánar eins og fyrr segir, og héldu tónleika í þessum lönd- um. Ella og tríó hennar munu halda ferna tónleika í Háskóla- bíói og vérða þeir á laugardag kl. 7.15 og kl. 11.15 og á sömu tímum á sunnudag. Söngkonan lauk spalli sínu við Ella Fitzgerald fréttamenn með þeim orðum, að það versta sem hægt væri að gera dauðþreyttri konu væri að spyrja hana í þaula, og mun nokkuð til í því. Hún og fylgd- armenn hennar stöldruðu held- ur ekki lengi við á flugvellin- um, en hröðuðu sér út i bif- reiðina, sem flutti þau öll á Hótel Sögu, en þar munu þau búa á meðan þau dveljast á Is- landi. Héðan fara þau síðan ti' Bandaríkjanna, náttúrlega i hljómleikaför. FÍ fær nýtt tæki tii biindflugsþjálfunar Flugfélag íslands hefur nú tekið í notkun nýtt, sjálfvirkt tæki til þjálfunar flugmanna í blindflugi á jörðu niðri, svokallað „link“. Er þetta fullkomnasta tæki af sinni gerð á landinu. Frumvarpið um tilfærslu á útflutningsgjaldi sjávarafurða kom til 1. umræðu í neðri dcild Lúðvík Jósepsson. Eggert G. Þorsteinsson. i gærdag, en í fyrradag var mál- ið afgreitt með afbrigðum frá efri deild. Við umræðurnar í gær í neðri deild lýsti Lúðvík Jósepsson andstöðu sinni við frumvarpið. Lagði hann einkum áherzlu á þessi atriði: 1. Sam- þykkt frumvarpsins þýðir 10 kr. skatt af hverju síldarmáli og er útflutningsgjald af hverju máli þá orðið 40 kr. 2. Samþ. frv. þýðir samtals 20 milj. kr. skatt á sjómenn án tillits til þess hvort þeir afla mikið eða lítið og frv. mun þýða sama skatt á útvegs- menn, hvernig svo sem skip þeirra hafa .staffið sig við síld- vciðarnar. 3. Frumvarpið gerði ráð fyrir skattlagningu á veik- ustu* aðilana, sjómenn og út- vegsmenn, vcgna sterkari aðila, frystihúsanna, scm hcfðu grætt miljónafúlgur undanfarin ár. 4. Frumvarpið um eigna- og afnotarétt fasteigna kom til umræðu í neðri deild í fyrra- dag og fór fram atkvæða- greiðsla um málið. Voru all- ar breytingartillögur felldar, og er frumvarpið áfram í þeirri upphaflegu mynd, að ráðherra geti veitt undan- þágur frá öllum ákvæðum um Útflutningsgjöldin væru nú sam- tals 280 milj. kr., þar af greiddi síldarútvegurinn 200 milj. kr. 5. Vátryggingagjöld væru nú sam- tals 145 milj. kr. á síldarút- veginum en 50—55 milj. kr. á öðrum greinum sjávarútvegsins og 6. Með þcssari skattlagningu væri farið inn á hættulcga braut. í sambandi við önnur atriði trumvarpsins en tilfærsluna sagði ræðumaður, að þau skiptu sára- i litlu máli, þó stingi í stúf að' hafa miklu Iægri gjöld af loðnu j en síld, þó að nákvæmlega sömu . aðferðir væru viðhafðar við j veiðar og vinnslu. Lúðvík taldi aðalatriði þessa frumvarps þó tvímælalaust það að skattur þessi ætti að leggj- ast á sjómenn og útvegsmenn. þá aðila, sem sízt mættu við álögum — vegna aðila, sem skil- takmörkun á eigna- og af- notarétti útlendinga af fast- eignum hér á landi og er frumvarpið eða takmarkanir þess því nánast pappírsgagn, — hvað sem gert verður við það við frekari meðferð málsins við 3. umræðu neðri dcildar og við meðferð efri deildar á frumvarpinu. að hefðu miljónagróða skv. eig- in skattaframtölum. Sverrir Júlíusson og sjávarút- vegsmálaráðherra tóku til máls við umræðumar í gær, en síðan var málinu vísað til nefndar og 2. umræðu, en það verður lík- lega keyrt í gegnum neðri deild á mánudag, þar sem ríkisstjóm- in ætlast til að málið verði að lögum þann 1. marz. „JafnaSarstefna‘ ráSherrans! Eggert G. Þorsteinsson kvað frumvarpið um útflutninsgjald af sjávarafurðum, sem gerlr ráð fyrir sérstökum styrk til frysti- húsaiðnaðarins, sem greiddi 175 milj. kr. tvö siðastliðin ár, vera í anda hinnar sönnu jafnaðar- stefnu eins og hún hafi alltaf verið. Og frá hverjum cr svo þetta tekið? Ekki frá þeim sem græða heldur frá útvegsmönnum og sjómönnum, sem á þessum síðustu og vcrstu tímum alúmín- hugarfarsins, geta ekki staðið uppréttir. Þannig virðist jafn- aðarstcfnan þeirra Alþýðuflokks- manna hafa skolazt býsna mikið til frá Karli Marx til Eggerts Þorsteinssonar — enda langur vegur þar á milli. Sveinn Sæmundsson, blaðafull- trúi Flugfélagsins sýndi blaða- mönnum kennslutækið og er það í þrennu lagi: eftirlíking af stjórnklefa flugvélar, rafmagns- heili og mælaborð kennarans. í „stjórnklefanum" situr flug- maðurinn og æfir aðflug, og er hann algjörlega úr tengslum við umheiminn, nema hvað hann hefur radiosamband við kennar- ann. Fyrsta tækið af þessari gerð var flutt hingað til lands af brezka flughernum á síðari ár- um seinni heimsstyrjaldarinnar, en það var ófullkomið og þurfti að senda flugmenn í þjálfun til Kaupmannahafnar. 1959 keypti svo F.í. „link“ og hófst þjálfun flugmanna F.í. í Reykjavík ár- ið eftir. Annað „link“ hefur verið í notkun i tæpt ár, en nýja tækið er mun fullkomnara, það er sjálfvirkt og er hægt að stilla inn á það radíovixa-sendingar hinna ýmsu flugvalla sem flug- mennirnir fljúga til. Þetta fer þannig fram, að samskonar fadíomerki og að- flugsvitar flugvallanna senda frá sér, eru stillt inn á raf- magnsheila, sem er í sambandi við mælitækin í „linkinu", bæði þau sem erú í stjórnklefanum og þau sem kennarinn hefur fyrir framan sig meðan á kennsl- unni stendur. Nemandinn byrj- ar síðan flugið, flýgur að flug- vellinum, kemur „yfir stöð“, og framkvæmir aðflug eftir radío- áttavitum o.fl. hjálpartækjum. Kennarinn hefur kort af við- komandi flugvelli, auk mæli- tækja,.fyrir framan sig og fylg- ist með ferðum flugmannsins. Lítið tæki sem fer eftir kort- inu er ímynd flugvélarinnar og skilur eftir sig krítarstrik á gler- plötu yfir kortinu. Venjulega lætur kennarinn flugmanninn framkvæma nokk- ur aðflug, taka beygjur og veld- ur honum ýmsum erfiðleikum t.d. með því að stilla inn hliðar- vind, sem drífur flugvélina af leið o.s.frv. Með þessu „linki“ F.í. er hægt að æfa flugmennina við aðflugs- aðstæður við hvaða flugvöll sem er, sé til kort af vellinum. í „link“ þjálfun eru nú flug- menn F.í. og auk þess einkaflug- menn og ungir menn sem eru að læra blindflug. Kennarar eru þeir Július B. •Jóhannesson og Gunnar Skafta- son. Ráðherra getur veitt undanþágur frá eSlum takmerkunum lagannal!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.