Þjóðviljinn - 26.02.1966, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 26.02.1966, Qupperneq 3
Éaugardagur 26. febröar 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 Nkrumah telur sig enn vera forseta Ghana og segist ætla a5 fara heim Leiðtogar Afríkuríkja fordæma valdarán hersins — Pólitískir fangar látnir lausir í Accra — Fulltrúar Kína og Sovétríkjanna reknir PEKING, PARÍS og ACCRA 25/2 — Kwame Nkrumah, forseti Ghana lýsti yfir í Peking í dag aS hann teldi sig enn vera forseta og hann ætlaði sér aftnr heim innan tíðar. Hann lét þau boð ganga til hermanna og lögreglu- xnanna sem þátt tóku í uppreisninni í gær að þeir skyldu hverfa aftur til búða sinna. Leiðtogar margra Afríkuríkja hafa fordæmt valdarán herforingjanna í Ghana. Það var utanríkisráðherra Nkrumah, Quaison Sackey, sem skýrði fréttamönnum í Peking firá afstöðu og ætlun hans. 1 yfirlýsingu sem Sackey las upp á blaðamannafundinum í Peking, hvatti Nkrumah Ghanabúa til að £ara að öllu með gát, en veita þó uppreisnarmönnum ákveðna andstöðu. Blaðsimannafundurinn stóð að- eins í sjö mínútur svo að lítill tfmi gafst til spuminga, en Sackey sagði að óvíst væri hve lengi Nkrumah yrði í Peking og vildi ekkert um það segja „Isvestía" ber lof á Sjdanof MOSKVU 25/2 — í grein sem birtist í dag í málgagni sovét- stjórnarinnar, „Isvestia“, var farið lofsamilegum orðum um Andrei Sjdanof sem kunnastur varð fyrir afskipti sín af skáld- um og öðrum listamönnum fyrstu árin eftir stríð. Sjdanof sem lézt árið 1948 var talinn einn nánasti samstarfsmaður Stalíns og væntanlegur arftaki. Indverjar hafa flutt her sinn NÝJU DELHI 25/2 — Indverska stjómin tilkynnti í dag að her hennar hefði hörfað aftur til þeirra stöðva sem hann hafði á landamærum Indlands og Pak- istans fyrir 5. ágúst í fyrra, áð- ur en Kasmírstríðið hófst. Er þetta samkvæmt samkomulagi landanna sem gert var í Tasj- kent í ársbyrjun. hvort hann myndi halda ferð sinni áfram til Hanoi. Nkrumah hefði enn ekki ákveðið hvort hann myndi hætta við förina þangað. Sackey vildi heldur ekk- ert um það segja hvort Nkrumah hefði fengið fréttir beint frá Accra, höfuðborg Ghana. Nkrumah dvaldist allan dag- inn í dag í húsi því sem kín- verska stjórnin hefur fyrir er- lenda þjóðhöfðingja sem koma í heimsókn, nema hvað hann skrapp til sendiráðs Ghana í Peking. Ekkert hefur enn verið minnzt á stjórnarbyltinguna í Ghana í kínverskum blöðum og útvarpi og talsmenn Kínastjórnar hafa neitað að svara nokkru um það hvort hún muni viðurkenna hina nýju stjóm þar. Yfirlýsingin Yfirlýsing Nkrumah sem Quai- son Sackey las upp á blaða- mannafundinum í Peking hljóð- aði á þessa leið: — Eftir að ég var kominn til Peking vöktu menn athygli mína á því að fréttastofur hefðu skýrt svo frá að herinn í Ghana með stuðningi einstaka lögreglumanna hefði reynt að steypa minni. Ég veit að þjóð Ghana mun reyn- ast holl mér. flokknum og rík- isstjóminni og ég ætlast ekki til 'áilriárS áf hérini á þessari or- lagastund en að hún fari að öllu með gát, en sé óskipt í and- stöðu sinni. Hafi nokkrir her- menn verið við uppreisnartil- raunina riðnir, fyrirskipa ég þeim að hverfa aftur til búða sinna. Ég er réttmætur þjóð- höfðingi Ghana og æðsti yfir- maður hersins. Ég mun brátt snúa heim til Ghana. Síðar í dag barst sú frétt frá Peking að erlendir sendimenn þar þættust vita að Nkrumah ætl- aði að fara þaðan á morgim, laug- ardag. Ekkert var þó um það sagt hvert ferðinni myndi heitið. Afrikuleiðtogar mótmæla I AFP-frétt sem dagsett er í París er frá því skýrt að leið- togar margra Afríkuríkja hafi for- dæmt uppreisnina í Ghana og lýst fullri samstöðu með Nkrumah. Sem vænta mátti var farið hörðustum orðum um uppreisn- armenn í Gíneu og Malí, en einnig forseti Madagaskars, sem jafnan hefur verið mikill and- stæðingur Nkrumáh, kvaðst harma uppreisnina. — Ég er enginn vinur Nkrumah, en ég harma það sem gerzt hefur í Ghana, því að það mun enn gefa mönnum ástæðu til að segja að Afríkumenn séu ekki færir um að stjórna sér sjálfir. „Isvesía" kennir CIA urni Málgagn sovétstjórnarinnar, „Isvestía“, kenndi í dag leyni- þjónustum Bandaríkjanna (CIA) og Bretlands um að hafa staðið fyrir uppreisninni í Ghana. Þetta var að vísu ekki í ritstjórnar- grein, heldur hafði blaðið það eftir fréttariturum Tass. AFP-frétt frá Washington gef- ur til kynna að eitthvað kunni að vera til í þessu. Sagt var að forsprakkar uppreisnarinnar hefðu haft samband við banda- ríska stjórnarerindreka áður en uppreisnin var gerð og leitað fyrir sér um hvort Bandaríkja- stjórn myndi viðurkenna stjórn sem þeir mynduðu að henni lok- inni. Talsmaður bandaríska utanrík- isráðuneýtisins, McCloskey, neit- aði því eindregið að Bandaríkja- menn hefðu átt nokkurn þátt í uppreisninni í Ghana og sagði að enn væri ekkert um það á- kveðið hvort Bandaríkin myndu viðurkenna stjóm uppreisnar- manna. Málið væri allt enn í athugun, sagði hann. Vísað úr Iandi Kínverskum og sovézkum borg- Baathflokkurinn staðfestir stjórnarskiptin í Sýrlandi Allt með kyrrum kjörum í Damaskus og andstöðu gegn hinni nýju landstjórn virðist hvarvetna vera lokið urum sem verið hafa í Ghana til að hafa hönd í bagga með tækni- og efnahagsaðstoð við þarlenda menn hefur verið vís- að úr landi. Þetta hafði í dag í för með sér að hlutabréf í fyrirtækjum sem verzla með kakó féllu mjög í verði á kauphöllinni í London. Ghana er mesta kakóland ver- aldar og er framleiddur þar um þriðjungur af allri kakóframleiðslu heims. Kína og Sovétríkin hafa samið um að kaupa mjög veru- legt magn af kakó frá Ghana. en nú er við því búizt að þau kunni að rifta þeim samningum. Myndastytta brotin Fréttir bárust í dag beint frá Accra og var sagð í þeim að mikill fögnuður ríkti í borgirini. Fólk hefði farið með fagnaðar- látum um götur borgarinnar og hrópað „Harðstjóminni er lok- ið“. Myndastytta sem Nkrumah lét reisa af sjálfum sér hefði verið mölbrotin, einnig stallur hennar, og hefði fólk keppzt um að fá til minningar brons- og granítmola. Fréttaritari Reuters símaði frá Accra í dag að mikil sprenging klukkan fimm i gaermorgun hefði verið fyrsti fyrirboðinn um uppreisnina. Síðan hefði heyrzt skothríð úr vélbyssum. Klukkutíma síðar sagðist frétta- ritarinn hafa farið til forseta- hallarinnar, en bá hefði hún þegar verið á valdi uppreisnar- manna. Áður hafði verið sagt að lífvörður Nkrumah hefði veitt mótspymu f sex klukku- stundir. Uppreisnarmenn hefðu tekið eiginkonu forsetans hönd- um, en henni hefði siðár verið leyft að fara til Kafró með þrjú börn sín. Kona Nkrumah er egypzkrar ættar. Fangar látnir lausir . „Þjóðbyltingarráðið", en svo nefnist stjórn sú sem uppreisn- armenn hafa sett, kunngerði í dag að enn myndu látnir lausir 450 pólitiskir fangar. Uppreisnarmönnum virðist enn vera veitt nokkur mótspyma, því að Þjóðbyltingarráðið hvatti f dag alla menn úr lífverði for- setans að gefast upp og gaf þeim frest til hádegis á morgun, laug- ardag. Óljósar fréttir hafa borizt af því að nokkur hluti lífvarðar- ins berjist enn við her og lög- reglu og haft var eftir áreiðan- legum heimildum að lífvarðar- mennirnir hefðu búið um sig í byggingum nálægt forsetahöll- inni. AFP segir að fjörutíu hafi fall- ið í götubardögum í Accra í gær. tíntung ofursti eftir handtökuna í haust. Herlið sent til verndar Súkarno Úntung ofuxsti tekur á sig alla ábyrgðina á hinni misheppnuðu uppreisnartilraun DJAKARTA 25/2 — Enn í dag voru viðsjár í Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Samtök stúdenta héldu áfram mót- mælum sínum gegn endurskipulagningu Súkamos for- seta á landstjórninni og þá einkum brottvikningu Nasu- tions úr embætti landvarnaráðherra. Sveitir úr Indónesíuher hafa slegiö hring um forsetahöllina til varnar Súkarno, en síðustu daga hafa stúdentar efnt til mótmæla fyrir framan hana og hvað eftir annað reynt að ryðjast inn í hana. Þótt herinn virðist þannig enn vera hollur forsetanum, má ráða af fréttum að foringjar hans séu beggja blands. Þannig var sér- stök heiðurssveit úr hernum við- stödd í dag þegar grafnir voru tveir stúdentar sem féllu fyrir skotum lífvarðar Súkarnos í Obote virðist öruggur í sessi KAMPALA 25/2 — Svo virðist sem Milton Obote, forsætisráð- herra Úganda, hafi öU völd í landinu í sínum höndum, en hann ógilti sjtórnarskrána 1 gær og lýsti því yfir að hann hefði tekið sér alræðisvald. fyrradag, og á leiði þeirra voru lagðir blómsveigar frá mörgum æðstu foringjum hersins. Samkvæmt Djakartaútvarpinu hefur Súkarno forseti lagt bann við öllum frekari mótmælafund- um stúdenta frá og með laug- ardeginum. Myndu gerðar strang- ar ráðstafanir til að koma í veg fyrir allan mannsafnað á götum Djakarta. Úntung ofursti, sem sakaður er um að hafa staðið fyrir hinni misheppnuðu uppreisn sl. haust, sagði fyrir herréttinum í Dja- karta í dag að hann hefði einn átt upptökin að henni. Hann sagði það ekki skipta máli hvort uppreisnin hefði verið gerð með vitund og vilja Súkarnos for- seta. Þótt Úntung viðurkenndi að hann hefði borið ábyrgð á upp- reisninni neitaði hann því að hann hefði ætlað að steypa stjóm landsins. Uppreisnin hefði þvert á móti verið gerð til að koma í veg fyrir valdarán herfir- ingjaklíku. BEIRIJT 25/2 — Samkomulag hefur tekizt milli stjórnar Baathflokksins og uppreisnarmanna í Sýrlandi og hafa veriS skipaöir nýir menn í embætti forseta og forsætis- ráöherra samkvæmt tilnefningu flokksins. BqnJaríkjamenn enn ákæriir fyrír eiturhernai § Vietnam HANOI 25/2 — Stjórn NorSur-Vietnams sakaSi í dag 1 liðar hafa nú um íangt skei Bandaríkjamenn um að beita eiturgasi og eiturefnum í ráðið yfir honum. Þeir eru sag? stríSi sínu í SuSur-Vietnam. Fréttastofa hennar sagSi aS þessi eiturhernaSur miSaSi aS því aS útrýma óbreyttum borgurum, spilla uppskeru og drepa búpening. Nýi forsetinn heitir Nureddin Al-Atassi og forsætisráðherrann Youssef Seayen. Kravsénko framdi sjálfsmorð í gær NEW YORK 25/2 — Viktor Kravsénko sem frægur varð á vesturlöndum fyrir bók sína „Ég kaus frelsið“ framdi sjálfsmorð í New York í dag. Kravsénko sem var höfuðsmaður í sovézka hernum var á stríðsárunum send- ur til Washington til að anr.ast vopnakaup. Hann fékk griða- stað í Bandaríkjunum sem póli- tískur flóttamaður, settist að í New York og tók sér nafnið Peter Martin. í Reutersfrétt frá Damaskus er sagt að ekkert herlið sé leng- ur á aðalgötum borgarinnar og allt bendi til hess að aftur sé að komast á röð og regla eftir uppreisnina í fyrradag. Þetta var fyrsta fréttin sem barst beint frá Damaskus eftir upp- reisnina. Fréttaritarinn sagði að í mið- biki borgarinnar væru aðeins eftir nckkrir brynvagnar hers- ins og væri hafður vörður um landvarnaráðuneytið og einstaka aðrar opinberar byggingar. Fréttir höfðu borizt af því að kastað hefði verið sprengjum úr flugvélum á útvarpsstöðina í Al- eppo, en þær voru bornar til baka í Damaskus. Talsmaður hinna nýju valdhafa sagði að allri andstöðu við þá væri lokið hvarvetna í landinu og væri nú allt með kyrrum kjörum. Utanríkisráðherra landsins sagði í dag að stjórnarskiptin myndu ekki hafa í för með sér neina breytingu á utanríkis- stefnunni. Barizt enn? Hin opinbera egypzka frétta- stofa skýrði frá því í dag að stuðningsmenn Hafez, hins af- setta forseta, veittu uppreisnar- mönnum mótspyrnu og væri enn barizt af hörku við flugvöllinn fyrir utan Aleppo. Fréttastofan sagði einnig að Hafez hefði leit- að hælis í egypzka sendiráðinu en áður hafði verið sagt að hann hefði verið handtekinn. Umferð hefur aftur verið leyfð um flugvöllinn við Damaskus, en landamærunum er enn hald- ið lokuðum. Enn hafa ekki borizt neinar áreiðanlegar fréttir af mannfalli í uppreisninni, en íraska frétta- stofan segir að um 400 manns muni hafa íallið. Stjórn Norður-Vietnams hefur hvað eftir annað á undanförn- um árum kært bandarískú her- stjórnina í Suður-Vietnam fyrir eftirlitsnefndinni með Genfar- samningunum um Indókína út af gashernaðinum, sem bannað- ur er í alþjóðalögum. Banda- ríkjamenn hafa viðurkennt að þeir beiti gasi, en halda þvi íram, að þetta gas sé ekki ban- vænt heldur sambærilegt við táragas. Sú staðhæfing afsannað- ist fyrir skömmu, þegar ástr- alskur hermaður úr þeirra eigin liði beið bana af völdum þess. Harffir bardagar Bandarískar hersveitir voru í dag sendar frá Saigon til að ryðja þjóðveginn sem liggur norður írá borginni, en skæru- ir hafa veitt harða mótspyrnu og hafi a.m.k. 135 þeirra verið felldir. Einnig norðar í landinu hafa staðið harðir bardagar. Skæru- liðar gerðu þar áhlaup á þrjár útvarðstöðvar Saigonhersins. Bandarískir hermenn voru send- ir á vettvang, en skæruliðar voru allir á bak og burt þegar liðsaukinn barst. í viðureignunum í norðurhluta landsins sem nú hafa staðið nær látlaust í heilan mánuð segjast Bandar:Viamenn hafa fellt á annað þúsund skæruliða.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.