Þjóðviljinn - 08.03.1966, Page 1

Þjóðviljinn - 08.03.1966, Page 1
Arangurslaus sáttaíundur Kl. 8.30 í gærkvöld hófst sáttafundur í verzlunar- mannadeilunni. Stóð fundur- inn tii kL 11.30 en þá var honum slitið. Bar hann ekki árangur. Sáttasemjari boðaði strax til nýs fundar með deiluaðilum og hefst hann kl. 8.30 í kvöld. Eins og áður hefur verið skýrt frá hefur Landssam- band verzlunarmanna boðað allsherjarverkfall n.k. mánu- dag, 14. þ.m., ef samningar hafa ejski tekizt þá. Ríkisstjórnin hyggst draga úr niðurgreiðslum um 80 milj. kr. Q í gær kom íram írumvarp írá ríkisstjórninnit' um sérstakar ráðstafanir vegna sjávarútvegsins sem hafa munu í för með sér um 80 milj. kr. fjárútlát fyrir ríkissjóð, að því er segir í greinargerð með frumvarpinu, en þar segir einnig að til að mæta þessum útgjöldum sé fyrirhugað að lækka niður- greiðslur á vöruverði. Búizt er við að sú lækkun á niðurgreiðslum, sem fyrirhuguð er geti samsvar- að um 4ra stiga hækkun framleiðslugetunnar. Orð- rómur er á kreiki um að afnema eigi með öllu nið- urgreiðslur á smjörlíki og fiski, sem nema nú um 70 milj. kr. en það mun svara til 3,6 vísutölustiga. Greiöslur, sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu að’ ríkis- sjóður irmi af hendi til sjávarútvegsins eru: l.o Til framleiðniaukningar frystihúsa og endurbóta í framleiðslu frystra afurða 50 milj. kr. Er þetta hækk- un um 17 milj. kr. frá síðasta ári og í samræmi við þau skilyrði, sem 17% meöalfiskverðshækkunin, var bundin, við úrskurð yfimefndar um verð á ferskfiski í byrjun þessa árs, en nýlega er búið að samþykkja eitt skilyröanna fyrir þessari hækkun, sem frystihús- in settu en það er um tilfærslu á útflutningsgjaldi af sjávarafurðum af bolfiski yfir á síldarafurðir. Veittu heimsmeisturunum hurðu keppni 2. Til veröuppbóta á útflutta skreiðarframleiðslu 10 milj. kr., en þessar verðuppbætur hafa einnig verið greiddar sl. ár og er upphæöin áætluð hin sama. Rúmcnar, heimsmeistararnir í handknattlcik karla, urðu að taka á öllu sínu I landslcikjunum í íþróttahöllinni í Laugardal um helgina. Þeir unnu báða leikina, hinn fyrri mcð nokkrum yfirburð- um, en þann síðari meff aðeins eins marks mun. — Frímann Helgason segir nánar frá leikjunum á íþróttasíðum blaðsins í dag. — Myndirnar erufrá leikjunum um helgina. (Ljósmynd Þjóðv. A. K.). Samið um sölu á 10 þús. tonnum af freðfiski til Sovétríkjanna I gær barst Þjóðviljan- um eftirfarandi fréttatil- kynning frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sjáv- arafurðadeild SÍS: Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna og Sjávarafurða- deild SÍS undirrituðu í Reykjavík 5. marz sl., samning við sovczku verzl- unarstofnunina „Prodin- torg“ um sölu á 8000 tonn- um af frystum fiskflökum og 2200 tonnum af heil- frystum smáfiski. Samn- ingaviðræður höfðu stað- ið yfir milli aðila frá því í nóvember sl. Um nokkra verðhækkun var að ræða frá fyrri samningi. Framangrcindar sölur ná til hluta af því magni, sem gert er ráð fyrir að unnt sé að selja til Sovétríkj- anna samkvæmt gildandi verzlunarsamningi, og er fyrirhugað að samningavið- ræður um sölur á viðbót- armagni af ofangreindum afurðum svo og heilfrystri síld hefjist í júlí n.k. Fulbright segir stefna að stríði milli Kína og Bandaríkjanna Síða 3. Til verðuppbótar á línu- og handfærafisk, 25 aurar á feíló, er áætlað skv. frumvarpinu að fari 20 milj. fer., en þessi upphæö var einnig greidd sl. ár. Nú lokið stjórnursumvinnu 2ja fíokka í Austurríki? VÍN 7/3 — Horfur eru á því að loksins sé lokið þeirri stjómar- samvinnu sem verið hefur milli íhaldsmanna og sósíaldemókrata i Austurríki allt frá stríðslokum. Hinn íhaldssami Þjóðarflokkur hlaut í kosningunum í gær hrein- an meirihluta á þingi, vann fjög- ur þingsæti og hefur nú 85 af 165. Þótt íhaldsmenn hafi hlotið hreinan meirihluta á þingi er búizt við að þeir muni enn reyna að halda áfram stjórnarsamvinn- unni við sósíaldemókrata, en þó því aðeins að þeir fái aukin völd í ríkisstjórninni og fleiri ráð- herraembætti. Sósíaldemókratar töpuðu tveim- ur þingsætum og mun aðalá- stæðan vera sú að einn helzti leiðtogi þeirra, Olah fyrrv. inn- anríkisráðherra, sem vikið var úr flokknum í fyrra, stofnaði nýjan flokk sem bauð nú fram í fyrsta sinn. Kommúnistar reyndu að styðja sósíaldemókrata með því að bjóða hvergi fram sjálfir en skora á fylgismenn sína að kjósa frambjóðendur þeirra. Franski herinn í V-Þýzkalandi tekinn undan herstjórn NATO Formleg tilkynninng um það sögð væntanleg innan skamms og einnig krafa um viðræður varðandi bandarísku herstöðvarnar í Frakklandi PARÍS 7/3 — De Gaulle Frakklandsforseti sendi í dag Johnson Bandaríkjaforseta boðskap og er talið að hann fjalli um þá kröfu Frakka að skipulagi Atlanzbandalags- ins veröi gerbreytt. Þá er haft eftir góðum heimildum að franska stjómin hafi þegar skýrt bandamönnum sínum í NATO frá því að hún ætli að taka frönsku hersveitirnar í Vestur-Þýzkalandi undan herstjórn bandalagsins. Couve de Murville utam-íkis- ráðherra afhenti Bohlen, sendi- herra Bandaríkjanna í París, boð- skap de Gaulle í dag. Áður höfðu þeir rætt um kröfu de Gaulle að Frakkar fái í sínar hendur full yfirráð yfir öllum þeim her- stöðvum sem Bandaríkin hafa í Frakklandi. Mannbjörg er bátur strandar á Faxaskerí VESTMANNAEYJUM 7/3 — Um kl. 7.30 í kvöld strandaöi Eyjaberg VE 130 á Faxaskeri er báturinn var á leið inn úr róðri. Lóðsinum tókst að bjarga aUri áhöfninni, 9 mönnum, heilli á húfi, en skipið stend- ur fast á skerinu og verður ekki unnt aö reyna að bjarga því fyrr en í fyrramáliö. Þegar Eyjabergið strandaði gekk á með slyddubyljum en þó var ekki mikið hvassviðri. Margir aðrir bátar voru einn- ig á leið inn og þarna nær- staddir og reyndu að koma línu um borð í bátinn en tókst það ekki. Fór Lóðsinn þegar á vettvang, en skip- stjóri á honum er Einar Jó- hannsson, og tókst þeim að skjóta línu yfir í Eyjaberg- ið og draga alla áhöfnina í gúmmbát yfir í Lóðsinn. Tókst björgunin vel og giftusam- lega. Kom Lóðsinn með skip- brotsmennina hingað inn á fyrri tímanum í 10 í kvöld. Eyjabergið er austur-þýzkt stálskip, byggt árið 1959 og er 94 lestir að stærð. Skip- stjóri er Sigurður Gunnars- son, kunnur aflamaður, en eigandi skipsins er Sigurður Þórðarson í Vestmannaeyjum. Ekki er mér kunnugt um or- sakir strandsins. Það var við Faxasker sem vélskipið Helgi fórst fyrir nokkrum árum en eftir það slys var reist skipbrotsmanna- skýli á skerinu. Ekki er við- lit að reyna að ná bátnum út aftur fyrr en í fyrramálið, ef það verður þá ekki orðið of seint. — T. G. Áður en það spurðist að de Gaulle hefði sent Johnson boð- skap sinn, hafði verið haft eftir áreiðanlegum heimildum í París að franska stjórnin hefði skýrt öðrum Natoríkjum frá þvi á ó- formlegan hátt að hún ætlaði að taka franska herinn undan her- stjórn Atlanzhafsbandalagsins í Mið-Evrópu, og væri búizt við að innan skamms myndu Frakk- ar fara fram á formlegar við- ræður um breytta stöðu franska hersins í Vestur-Þýzkalandi. 70.000 manna Iið 1 franska hernum í Vestur- Þýzkalandi sem þar hefur verið frá stríðslokum eru nú um 70.000 manna. Þær hersveitir eru þar nú á vegum Nato og lúta yfirherstjóm bandalagsins og má heita ayo að það sé eina franska herliðið sem enn er í beinum tengslum við aðra Natoheri. Sagt er að franska stjórnin vilji samt að franskur her verði áfram í Vestur-Þýzkalandi, en Fv- '

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.