Þjóðviljinn - 08.03.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 08.03.1966, Blaðsíða 8
g SlÐA — ÞJÓÐVIEiJINN — Þriðjudagur 8. marz 1966. • Nýtt og fjöl- breytt hefti af „Æskunni" • Febrúarhefti bamablaðsins ÆSKUNNAR er komið út og flytur að vanda afarfjölbreytt efni við hæfi yngstu lesend- anna. I heftinu er m.a. birtur söngur Magga mús um tungl- ið (úr barnaleikriti Þjóðleik- hússins Ferðinni til Limbó), fyrsti hluti sögunnar um Hróa hött og kappa hans í Skíris- skógi, sagan Ævintýri í höll eftir Oddnýju Guðmundsdóttur, sagt frá kvikmynd Walt Disney Mary Poppins, framhald sög- unnar um Davið Gopperfield eftir Dickens, Sameinuðu þjóð- irnar hennar Josephine Baker og svo ótal margt fleira sem of langt yrði upp að telja. • Vágestur fyrir dyrum • „Kórsöngurinn á ekki erindi í bama- og ungmennaskóla landsins. Starfsemi kóranna er hættuleg tízkuhreyfing í þeim stofnunum, sem starfa fyrir ungt fólk á vaxtarskeiði“. (Jónas frá Hriflu í Mánu- dagsblaðinu). • Aukinn áhugi á samtímabók- menntum • Komið er út mjög myndar- legt eintak Mímis, blaðs stúd- enta í íslenzkum fræðum, 1. tbl. 5. árgangs. Eru í þessu blaði færri stórar greinar en verið hefur, en því fleiri smærri greinar, ljóðrýni, leik- húspistlar, bókadómar og f leira. Sérstakt ánægjuefni má telja það. að nemendur í íslenzkum fræðum virðast nú >3 meira skipta s; v menntir en raun var nokkrum áram. Líklega það þó heldur mikil bjartsyn, að túlka þetta svo, að einnig sé farið að leggja aukna á- herzlu á samtímabókmenntir í námsefni deildarinnar? Höfuðáherzla er lögð á ljóð- rýni í þessu tölublaði og era í því níu greinar gagnrýnenda um ljóð og ljóðabækur, en tvær um aðrar bækur. Þá er skrifað um ný leikrit Magnús- ar Jónssonar, Odds Bjömsson- ar og Jökuls Jakobssonar. Sverrir Hólmarsson skrifar um nýskipan heimspekideildar, — Bjöm Teitsson á greinina „Þorrabálkar og vetrarkvæði“, um kvæði eftir Bjama Thorar- ensen, Helga Kress sýnir dæmi um hlutlægni Snorra Sturlu- sonar. Riohard Ringler skrifar um fyrirmynd kvæðis eftir Stefán Ólafsson, öm Ólafsson um sýnisbók elztu íslenzkra handrita og Eysteinn Sigurðs- son á greinina Skáld í van- hirðu. Ritnefnd skipa Helgi Þorláks- son, Þorleifur Hauksson, öm Ólafsson og Bergþóra Gísla- dóttir. • Leiðrétting • Inn í greinina „Island kom- ið yfir tekt í hernaðarmálum“ sem birtist í blaðinu sunnu- daginn 6. marz, slæddist ein villa. Þar stóð: „Fyrsta skrefið i friðarátt var bann við spreng- ingum ofanjarðar og neðan- jarðar“, en á að vera „ofan- jarðar og neðansjávar“, sem hér með leiðréttist. • Botnarnir • Fyrir viku birtum við vísu- part handa lesendum að botna. Eins og fyrri daginn stóð ekki á undirtektunum og bárust nargir botnar. Fyrriparturinn >á okkur var á þessa leið: N a t veðra von veður mani í skýjum. Og botnamir: Hlýja skó ég kaupi í Kron kem svo á þeim nýjum. v. Lekur á Spánilon og don úr lofti plútóníum. Torfi Ólafsson Skyldi Einar Olgeirsson enda í flokki nýjum? Gr Ennþá pundar Adamsson álögunum nýjum. Leitt er hvernig landsins son Ieggst með kanarýjum. Liggja menn því lon og don lífsglöðum hjá píum. — á. Biðji nú allir Bergþórsson að blása vindum hlýjum! Forvitinn. Alltaf streymir áfram Don, en orpin mold er Wium. NN Eignast margur orðið son eftir vegum nýjum. T. F. Seint mun Gylfi Gíslason gefast upp á fríum. S. J. Enda býsn þeir kaupa í Kron af kuldaúlpum hlýjum. L. F. f. Vietnam til Washington, vopnabræður, flýjum! L. F. í. BHHI -— GROÐUR- REGN FERÐASAGA FRÁ TÍBET Eftir STUART og ROMA GELDER 36 því að vera Iandseigandi og á- nauðugra manna, og ríkja sem veraldlegur höfðingi yfir víð- lendu ríki í meira en þrjár aldir. Það hefur verið sagt að „inn- rás“ Kínverja í Tíbet hafi ekki einungis verið stjórnmálalegt gerræði og hatramleg undirok- un sjálfstæðs ríkis, heldur einnig nokkurskonar helgispjöll þar sem guðdómleg vera hafi verið hrakin af veldisstóli. Ennfremur, að hið andlega veldi þess guðs hafi verið að velli lagt með saurgun mustera, og pyndingum og drápi á þeim sem musteri héldu og klaustur, sem og almenningi. Það er á- litið að Kínverjar hefðu tekið Dalai Lama fastan og drepið hann, ef hann hefði ekki flú- ið úr landi. En ekki var þörf á því fyrir hann að bíða eftir því að Kín- verjar kæmu til að murka úr honum lífið. Hann sem búið var að myrða aftur og aftur í fyrri líkömum og það af tíbezkum prestaöldungum, sem einnig vora handhafar veraldlegs valds, og skyldir voru að tigna hann, en höfðu í þess stað kyrkt hann eða gefið honum eitur, stundum barni að aldri, stund- um fullorðnum, en aldrei nema hann þætti standa sér x Ijósi. Samkvæmt helgisögn voru fjór- ir Dalai Lamar á undan hin- um „mikla fimmta“, en í raun- inni gerði hann sig sjálfur að þessu, og &á sem nú er talinn vera hin sjötta endurholdgun hans, var í rauninni önnur. Samkvæmt þessu er sá, sem nú ber tign þessa, ekki hin fjór- tánda birting Avolokita á jörð- unni, heldur hin tíunda. Og má nú reyndar einu gilda um röð þessa fyrir aðra en þá sem þetta telja sig varða. Sá í röðinni sem taldist vera hinn sjötti, var mjög dáður af samtíð sinni vegna persónu- legra töfra, en hann var líka hinn fyrsti, sem myrtur var af prestunum. Hann hafði gert það fyrir sér, að rísa gegn einlífisskyldu presta og munka, og hneykslaði hann „stofnun“ sína með líferni sínu. Hann tók sér margar frillur og stalst stundum heiman að frá sér úr höllinni til þess að gera sér glaðan dag með kátu fólki. Frillur sínar lét hann búa í höllinni, sumar, en það var bannað og talið, að höllin saurgaðist af nærvera kvenna. Hann orti afmorsvísur sem svo þykja góðar, að þær era enn lesnar og lærðar af mörg- um. Þó hann hlyti að sæta því hlutskipti að vera guð í manns- líki, kaus hann sér heldur að vera maður í guðslíki, og fram- fylgdi því. En þetta var tíb- ezkum guðsmönnum mesti þym- ir í augum, því enginn guð má láta í það skína, að hann sé maður líka, Það er hætt við að vegsemdin dvíni við það. Svo þeir tóku hann í sína vörzlu og síðan hefur ekkert af hon- um spurzt. En fyrst ekki má með neinu móti kjósa annan fyrr en fyrirrennarinn er sann- anlega dauður, er gizkað á að þeir hafi kálað honum. En þá virðist svo sem það hafi rannið upp fyrir þeim sem höfðu haft hann í vörzlu sinni að dauð- legir menn megni engan veginn að fyrirkoma guðlegri veru, því þeir lýstu því yfir aö hann hefði ekki verið annað en fals- guð. Tartarakonungurinn Gink- ir Khan, (Temudjin), útnefndi munk einn, Ngwan Yeshe Gya- mtso, til að taka við embætti hans, og töframenn og spásagn- ir voru á einu máli um það, að ekki einungis andardráttur, heldur og sál hins andaða kon- ungs og guðs þeirra hefði tek- ið sér bústað í líkama munks- ins. Svo virðist sem þeir hafi fengið eftirþanka. Setjum svo, • í kaffitímanum • Fólkið hefur lokið við að matast og situr nú og hvílir lúin bein, sumir tefla, en aðrir láta sér nægja að rabba saman. Myndin gæti verið tekin hvar sem er á vinnustað í bænum, svo dæmi- gert er kaffistofuandrúmsloftið sem yfir henni hvílir. Það var í Sænska frystihúsinu sem henni var smellt af á dögunum. — (Ljósm. Þjóðiv. G.M.). • Nýr fyrripartur m Hér kemur nýr fyrripartur handa ykkur að botna. Síminn er 17500. Vetri hallar, hækkar sól, Hörpu dagar líða. Þriðjudagur 8. marz. 13.00 Við vinnuna. 14.40 Sólveig Theódórsdóttir talar um snyrtingu almennt. 15.00 Miðdegisútvarp. Þjóðleikhúskórinn syngur, Rampal og kammersveitin í Stuttgart leika Flautukonsert nr. 1 eftir PergolesL Mún- chinger stj. Berger syngur lög eftir Schubert. Rosen leikur Tilbrigði um ungversk þjóðlög op. 20 og Etýður op. 18 eftir Bartók. 16.00 Síðdegisútvarp. Hahn og hljómsveit leika syrpu af sænskum þjóðdöns- um. Schneider, kór og hljóm- sveit flytja þýzk og austur- rísk þjóðlög. Pepe Jaramillo og hljómsveit leika syrpu af lögum o.fl. 17.20 Framburðarkennsla í dönsku og ensku. 17.40 Þingfréttir. 18.00 Tónlistartími barnanna. Guðrún Sveinsdóttir stjórn- ar tímanxxm. 18,30 Tónleikar. 20.00 Erlingur Vigfússon syng- ur íslenzk lög við undirleik Ólafs Vignis Albertssonar. 20.20 Frá Grænlandsströndum. ' Þorvaldur Steinason flytur fyrsta erindi sitt um dvöl sína þar vestra 1949. 20.40 „Daphnis og Chloe“, svíta nr. 2 eftir Ravel NBG-sin- fóníusveitin leikur, Toscan- ini stjómar. 21.00 Þriðjudagsleikritið: „Sæ- farinn“ eftir Lance Sievek- ing, samið eftir skáldsögu Jules Verne. Þýðandi: Ámi Gunnarsson, Leikstj.a Bene- dikt Árnason. Þriðji þáttur. Leikendur: Gunnar Eyjólfs- son, Guðmundur Pálsson, Flosi Ólafss., Ævar Kvaran, Jónas Jónasson, Steindór Steindórsson, Valur Gísla- son. 21.30 Píanótónleikar. Micelang- eli leikur Sónötu nr. 32 op. 111 eftir Beethoven. 22.05 Lestur Passíusálma (25) 22.30 Húsfrú Þórdís. Séra Gunnar Árnason flytur loka- kafla söguþáttarins. 22.40 Hamborgarkórinn syngur. 23.00 Á hljóðbergi. Bjöm Th. Björnsson listfræðingur vel- ur efnið og kynnir. „Fröken Julia“ eftir Strindberg. Leik- stj.: Alf Sjöberg. Leikendur: Inga Tidblad, Mártha Dorff og Ulf Palme. hugsuðu þeir, að trúaðirmenn vilji ekki taka þetta trúanlegt. Og var því blaðinu snúið við og því lýst yfir að sálin væri raunar komin í líkama son- ar munks nokkurs í Drepung- klaustri. En svo kom babb í bátinn. Þessir skipunarmenn guða í embætti höfðu ekki munað eft- ir Keisaranum f Kína, sem bú- inn var að samþykkja útnefn- ingu þess Dalai Lama, sem Temudjin kaus, og lét nú taka fastan þennan litla dreng frá Drepung. En svo snerist honum hugur og hann sleppti honum og setti í Potala. En átta áram síðar var honum steypt því hann var granaður um aðhafa verið viðriðinn samsæri' gegn konungi landsins, þó að ólíklegt væri, að svo ungur drengur gæti átt þátt í slíku. Og var nú annar kosinn. En ekki varð sá langær, og drengurinn var settur í sæti sitt að nýju. En 1749 lét keisarinn drepa stað- göngumann þann, sem völdin hafði og átti að hafa meðan hann væri í bernsku, en þá risu Tíbetar upp og stráfelldu banamenn hans. Hinn fyrsti af páfum þessum, sem séður var aí enskum manni, var hinn níundi. Thomas Manning, sá sem sá hann, lýs- ir honum svo, að hann hafi ver- ið gæddur hrífandi skáldlegri fegurð. Fáum árum síðar var þessi maður myrtur, og haldið er að staðgöngumaður hanshafi gert það. 1 næstu holdtekju var farið með hann á sama veg, og líklega gerði bað hinn sami, og var honum kennt um, hann var handtekinn, settur af og rekinn og kom aldrei framar til valda. Ekki farnaðist hinum næsta öllu betur. Staðgöngumaður hans drap hann þegar hann var átján ára. Um miðja nítjándu öld voru sendir menn í dulargervi inn r landid, og gerði það stjórn Breta í Indlandi. Einn af þeim sá hina nýju holdtekju (hina áttundu eða tólftu eftir því við hverja töluna menn kjósa að halda sér) Dalai Lama og Kall- aði hann „bjartleitan fríðleiks- mann, frumvaxta“. Það var 1866, sem þetta gerðist. Átta árum síðar, er hann var tutt- ugu og fimm ára, dó hann og varð brátt um hann. Haldið var, að ríkisstjórnin hefði gef- ið honum eitur. Þannig hafa fimm af páfum þessum dáið fyrir hendi ann- arra manna á 170 ára bili. Og er því ef til vill engin furða þó að þeim sem virðist hafa tekizt að sannfæra hinn fjór- tánda um að líf hans væri í hættu 1959, héldu sjálfir að kínverskir kommúnistar, sem ekki trúa á guði í mannslíki, mundu ekki skirrast við að kála þeim sem væri þeim svo andsnúinn, sem raun gaf vitni. Morð á guðum vora engin ný- lunda í tíbezkum klaustrum. Ennfremur var það vel skiljan- legt, að þeim sem virtist búdd- hatrúa vera mild trúarbrögð og umburðarlynd, og Dalai Lama vera Albert Schweitzer Tíbeta, að því er snertir „lotningu fyr- ir lífinu“, skuli finnast það hlálegt að þessi maður skuli vera hrakinn í útlegð af trú- lausum kommúnistum. En þessi hugarburður um trúarbrögð Tíbeta á lítið skylt við það sem kennt var í landinu ofar löndum. Það kann að vera að Kín- verjar ýki sumt um ömurleik ann á presta- og lénsveldis- tímanum, og að ekki hafi ailir lénsheiTarnir verið svívirðilegir böðlar sínum undirmönnum, en hitt mun þó enn fjarri sanni að þar hafi ríkt almenn ánægja og farsæld (svosem hinnfjór- tándi Dalai Lama vildi hafa fyrir satt), og hefði það verið flestum ljóst sem komu til landsins áður en hinir fyrstu Kínverjar, sem einnig vora kommúnistar, komu þangað. A. L. Waddell, sem var yfir- læknir í leiðangri Younghus- bands, og höfundur frægrar bókar um trúarbrögð Tíbeta, og sannarlega mundi hafa séð erkióvininn í kommúnisma, sagði svo að hann hlakkaði til að lifa þann dag þegar þjóðin losnaði undan „hinu óbærilega ánauðaroki munkanna“ og fjanda þeirra ómennskra, sem þeir hefðu gert sem grýlur til að hræða fólkið. Percival Landon sem fór með Waddell lækni til Lhasa árið 1904, hefur sagt svo um Lamatrú Tíbeta, að hún væri „kúgunartæki“, þröskuldur fyr- ir hverri framför og hverjum umbótum, og átakanlegt dæmi um allt það sem við hér á Vesturlöndum höfum barizt gegn og að síðustu tekizt að losa okkur við, og sem heiti hefur af hræsni, grimmd og ó- frelsi. W. F. T. O. ’Connor, sem var ritari og túlkur í leiðangri Younghusbands, eins og Land- on, var þegn í ríki þar sem skiptingin í háa og lága var aðeins að byrja að óskýrast, svo að hann mátti trútt um tala er hann bar saman kjör írskra bænda og tíbezkra, slfk skelfing sem honum þótti hið síðara, en hitt varla nokkurs

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.