Þjóðviljinn - 08.03.1966, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.03.1966, Blaðsíða 12
Erlent auifélag má ekki ná tangar- haldi á atvinnurekstri á íslandi □ Á aðalfundi Verkamanna-^ félagsins Dagsbrúnar sem haldinn var sl. sunnudag var eftirfarandi samþykkt gerð með samhljóða at- kvæðum: □ „Aðalfundur Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar haldinn 6. marz 1966, lýsir yfir fullum stuðningi við á- lyktun miðstjómar Alþýðu- sambands íslands varðandi fyrirhugaða alúmínverk- smiðju í Straumsvík. □ Fundurinn skorar á alla alþýðu að snúast einhuga gegn því að erlent auðfélag nái tangarhaldi á atvinnu- rekstri á fslandi.“ TUlagan var borin fram af stjóm Dagsbrúnar og lýsti Guð- mundur J. Guðmundsson tillög- unni og las jafnframt upp á- lyktun miðstjórrlar ASl. All- miklar umrasður urðu um málið og tóku margir til máls. Aðeins einn ræðumanna, Sigurjón Bjarnason, hélt uppi andmælum gegn tillpgunni, en fundarmönn- um þótti einn verkamanna, Bald- ur Bjamason, hitta naglann á höfuðið í örstuttri ræðu er hann flutti og fer hún hér á eftir: „Dagsbrúnarmenn. Það hefur löngum verið sagt, að sjávarút- vegur og landbúnaður væru þær burðarstoðir sem bæru uppi ís- lenzkan þjóðarlíkama. Þess vegna vildi ég segja í sambandi við þetta alúmínmál, að við ætt- um að minnast viðskipta Boge- sens og Beinteins í Króknum í sögu Halldórs Kiljans Laxness. Nú segja okkur íslenzk stjórn- arvöld, að landbúnaður og sjáv- árútvegur séu brauðfætur, er ekki beri uppi þennan þjóðar- líkama, og nauðsynlegt sé að skrúfa undir hann alúmínlöpp, a.m.k. öðru megin, — það sé lágmarkið. En nú skulum við taka við- skipti Bogesens og Beinteins í Króknum til athugunar. Nú fór aumingja Beinteinn að hafa aðr- ar skoðanir en Bogesen. Hann taldi sér skoðanir hans hættu- legar. En þá kom í Jjós, að Beinteinn auminginn átti ekki löppina þegar til kom, svo að Bogesen hann gerði sér bara lít- ið fyrir og iét skrúfa hana und- an honum. Ef við ekki eigum þær lapp- ir sem við göngum á og eigand- inn getur skrúfað þær undan, þegar við höfum ekki rétta skoðun, þá erum við komnir út á hættulega braut. Og ég held, að þetta sé aðalatriðið í þessu alúmínmáli, að við þurfum að eiga þær lappir sem við göng- um á, en eigandinn geti ekki skrúfað þær undan þegar hon- um sýnist svo.“ GrásJeppuveiði eins 09 guilæði á Hásuvik HÚSAVÍK, 1/3 — Hér ætla margir að verSa ríkir á grásleppuveiði í vor og er helzt að likja þessu við gullæði. Jafnvel fastráðnir starfsmenn taka sumarfrí sitt til veiðanna og flestar sjó- færar fleytur eru nú dregnar fram. Mennimir á myndinni eru að huga að netum sínum. K. E. J. Ágætur sigur lista vinstri manna í Trésmiðafélaginu □ Stjórnarkosningin í Tré- smiðafélagi Reykjavíkur varð ágætur sigur vinstri manna í félaginu. Hlaut A- listinn 319 atkvæði og alla kjörna, en B-listinn fékk 183 atkvæði. Alls voru 640 á kjörskrá en 508 kusu. Auðir seölar voru 5 og 1 ó- gildur. Stjómin er þannig skipuð: Jón Snorri Þorleifs- son, formaður, Benedikt Davíðsson varaformaður, Sigurjón Pétursson ritari, Páll R. Magnússon vararit- Verkumannufíokknum brezka er spáð yfírhurðasigri LONDON 7/3 — Brezka íhalds- blaðið „Daily Express“ birti í dag niðurstöður skoðanakönnun- ar á því hvernig kjósendur muni ÆFH Fimmtudaginn 10. marz kl. 9 í Góðtemplarahúsinu í Hafnarfirði flytur Gunn- ar S. Magnússon listmál- ari erindi um MYNDLIST og sýnir skuggamyndir máli sínu til skýringar. ÆFH. greiða atkvæði í þingkosningun- um 31. marz n.k. og gefa þær til kynna að Verkamannaflokk- urinn muni sigra með miklum yfirburðunV Samkvæmt skoðanakönmminni hefur Verkamannaflokkurinn nú 13 prósentum meira fylgi meðal kjósenda en fhaldsflokkurinn og haldist það hlutfall fram á kjör- dag myndi hann fá um 200 þing- sæta meirihluta. Meirihluti hans nú er aðeins þrjú þingsæti. Þessar niðurstöður koma mjög heim við aðrar sem birtar hafa verið að undanfömu, en á það er þó bent að enn sáu margir kjósendur óráðnir og geti afstaða þeirra breytí hlutfallmu talsvert. ari og Magnús Guðlaugsson gjaldkeri. í síðustu stjórnarkosningum í Trésmiðafélagi Reykjavíkur, 1964, voru 629 á kjörskrá og 539 greiddu atkvæði. Þá hlaut A- Jón Snorri Þorleifsson listinn, listi vinstri manna, 316 atkvæði en B-listi 216 atkvæði. Sjö seðlar voru auðir. Úrslitin í kosningunum nú um helgina eru hæsta atkvæðatala sem vinstri menn í Trésmið.i- félaginu hafa fengið í stjórnar- kosningum og bilið milli list- anna hefur heldur aldrei verið meira en nú við slíkar kosning- ar. Með þessum úrslitum hafa trésmiðirnir í Reykjavík sýnt svo ekki verður um villzt að þeir standa traustan vörð um einingu félags síns, og þeir hafa líka svarað eftirminnilega þeirri rógsherferð sem beint var að Jóni Snorra, formanni félags- ins og samstarfsmönnum hans við stjórnarstörfin á undanförn- um arum. 40 sveitir taka þátt í Skák- keppni stofnana í gærkvöld hófst Skákkeppni stofnana að Hótel Sögu, súlna- salnum, og taka að þessu sinni þátt í henni 40 sveitir og er þeim skipt í tvo flokka. Verða tefldar 6 umferðir í hvorum flokki eftir Monradkerfi og eru tefldar tvær umferðir á hverju kvöldi. Er þetta nýtt fyrirkomu- lag á keppninni en hún er nú háð í sjöunda sinn og hefur þátttaka jafnan verið mjög mik- il. Er þetta fjöhnennasta skák- mót sem haldið er hér á landi, t.d. eru keppendur í mótinu nú 160 að tölu auk varamanna, sem munu vera fast að því jafn- margir. Skákstjóri er Gísli Pét- ursson. Hafnarverkfall HELSINKI 7/3 — Vinna lá nær ' alveg niðri í dag í öllum höfn- um í Finnlandi vegna verkfalls. Það eru um 600 verkstjórar sem eru í verkfalli, en almennir verkamenn lögðu einnig flestir ! niður vinnu. 68 skip bíða ferm- ingar eða affermingar vegna verkfallsins, 22 í Helsinki, 16 í Kotka, 6 í Hangö, 1 í Raumo og ' 23 í Abo. Þriðjudagur 8. marz 1966 — 31. árgangur — 55. tölublað. Útsvör á Húsavík rúmar 9 milj. kr. Bæjarstjórn Húsavíkur sam- þykkti á fundi sínum 2. marz sl. fjárhagsáætlun bæjarsjóðs fyrir árið 1966. Niðurstöðutölur á greiðsluyfirliti eru kr. 16 milj. 940 þús. sem er 14% hækkun frá í fyrra. Útsvör eru áætluð 9 milj. 373 þús. kr. og hækka um 18%. Að- stöðugjöld eru áætluð kr. 2 milj. 650 þús. og hækka um 15%. Aðr- ar tekjur hækka um 18%. Rekstrargjöld eru áætluð 13 miljónir 365 þús. kr. og hækka um 2 milj. 521 þús. kr., þar af er hækkun til verklegra fram- kvæmda 817 þús. kr. Alls er varið til verklegra framkvæmda og eignaaukninga 7.6 milj. kr. Helztu gjaldaliðir eru sem hér segir: Félagsmál og tryggingar kr. 3 milj. 417 þús., skóla- og menningarmál kr. 2 milj. 212 þús., götur, ræsi; og skipulagsmál kr. 3 milj. 571 þús., heilbrigðis- og hreinlætismál 1 milj. 080 þús.. kr., afborganir lána og vextir kr. 1 milj. 993 þús., eignaaukn- ingar kr. 1 milj. 993 þús. | Á sama fundi voru einnig af- | greiddar fjárhagsáætlanir bæjar- I fyrirtækja og eru ráðgerðar i verklegar framkvæmdir á vegum j þeirra fyrir kr. 5.7 milj. Alls eru ! því verklegar framkvæmdir á vegum bæjarsjóðs og fyrirtækja hans á árinu 1966 áætlaðar kr. 13.2 miljónir. — K.E.J. INNBR0TI ÞINGHÓL I fyrrinótt var brotizt inn í Féjagsheimili Æskulýðsfylkingar- innar í Kópavogi, Þinghól. Var þar í salnum eitthvað af kvik- myndasýningavélum og var tek- inn kassi með einni vél, hann borinn út fyrir og opnaður, en skilinn eftir fyrir utan með vél- inni. Hefur þjófurinn sennilega ekki haft áhuga á vélinni eða haldið að hann gæti ekki komið henni í peninga. Sjáfíkjörið i stjórn Snótar Aðalfundur Verkakvennafé- lagsins Snótar í Vestmannaeyj- um var haldinn 27. febrúar sl. Stjórn félagsins var öll endur- kjörin en hana skipa: Guðmunda Gunnarsdóttir formaður, Vilborg Guðmunda Gunnarsdóttir Sigurðardóttir varaformaður, Kristín Pétursdóttir ritari, Lóa Sigurðardóttir gjaldkeri og Anna Erlendsdóttir meðstjórnandi. 1 varastjórn voru kjörnar Dag- mey Einarsdóttir, Ágústa Sveins- dóttir og Ragna Vilhjálmsdóttir. Endurskoðendur: Margrét Þor- geirsdóttir og Margrét Ólafsdótt- ir. Hagur félagsins er góður, og hefur verið ákveðið að fpst,a UmræSur um þing- mál í gærdag Gísli Guðmundsson mælti í neðri deild fyrir frumvarpi er hann flytur um hafnargerðir. Þá talaði dómsmálaráðherra fyr- ir frv. um kosningar til alþing- is, sem sætt hefur meðferð efri deildar. 1 efri deild voru þrjú mál á dagskrá; Gylfi Þ. Gíslason mælti fyrir iðnfræðslufrumvarp- inu, sem neðri deild hefur af- greitt og tók Helgi Bergs til máls. Þá mælti Jóhann Hafstein fyrir frumvarpinu um eigna- afnotarétt fasteigna og ennfrem- ur var frumvarp um sölu eyði- jarða samþykkt sem lög. kaup á húsi í ölfusborgum þeg- ar frekari byggingarframkvæmd- ir verða þar. 33 nýjar félags- konur bættust við á aðalfund- Ráðinn starfs- maður til kosn- ingaundirbuaings Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins í Vesturlandskjördæmi hefur nú ráðið starfsmann tíl þriggja mánaða og mun hann einkum vinna að undirbúningi bæjar- og sveitarstjórnakosning- anna í vor. Sá sem ráðinn hef- ur verið til starfans er Bryn- jólfur Vilhjálmsson, Brekkubraut 13 á Akranesi. 3. umferð í kvöld Sl. sunnudag var tefld 2. um- ferð úrslitakeppninnar í meist- araflokki skákþings Reykjavík- ur. Jón Þór vann Bjarna Magn- ússon, og Jóhann Sigurjónsson og Bragi Kristjánsson gerðu jafntefli en skák Jóns Kristins- sonar og Jóns Hálfdánarsonar fór í bið. 3. umferð verður tefld í kvöld. Tvöföldun fram- lags til Bjarg- ráðasjóðs sam- þykkt sem lög Frumvarpið um hækkun á framlagi sveitarfélaganna og ríkissjóffs til Bjargráffa- sjóffs var í gær samþykkt sem lög frá alþingi. Munu framlög þessara affila því hækka um 100%. Eru þess- ar ráffstafanir gerffar vegna þess aff í Ijós kom, er veita átti fé vegna kalskemmd- anna á Austurlandi sl. sum- ar, aff fé hans var allsendis ónóg til aff mæta slíkuin óhöppum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.