Þjóðviljinn - 08.03.1966, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 8. marz 1966 — ÞJÓÐVTLJINN — SlÐA 'J
Stöðnun i heilsuverndarmálunum
í Reykjavfk
1 . * ,jj
Heílbrigðismál er sá mála-
flokkur, sem Alfreð Gíslason
læknir, borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, hefur ekki hvað
sízt látið til sín taka í borgar-
stjóm Reykjavíkur á undan-
förnum árum og tíu sinnum
að minnsta kosti hefur hann
vakið athygli á nauðsyn auk-
innar heilsuverndar 1 borginni
og flutt tillögur í þá átt. Á síð-
asta borgarstjórnarfundi, síðast-
liðinn fimmtudag, bar Alfreð
enn fram tillögu um heilsu-
vernd aldraðs fólks, svo sem getið hefur verið
áður í fréttum blaðsins. Eins og jafnan áður sner-
ist íhaldsmeirihlutinn gegn þessari rökstuddu til-
lögu og samþykkti eftir nokkrar umræður að
vísa tillögu Alfreðs frá með 9 atkvæðum gegn 6
atkvæðum minnihlutaflokkanna.
Alfreð Gislason fylgdi tillögu sinni úr hlaði
með ítarlegri ræðu. Þylcir Þjóðviljanum rétt að
birta meginhluta framsögurœðunnar, svo að les-
endur — borgarbúar — geti betur glöggvað sig
á mikilvœgi pessa máls; um leið œtti mönnum að
vera Ijósari en áður furðuleg afstaða stjórnenda
heilsuverndarstöðvarinnar og borgarstjórnarmeiri-
hlutans til framkominna og margítrékaðra til-
lagna um bœtta heilsuvernd í borginni.
Eftil Alfreð Gíslason
Heilsu vernd a r stöð Reykja-
víkur er til húsa i veglegri
byggingu eins og sæmir hlu-t-
verki hennar. Heilsuvernd er
vaxandi þáttur í heilbrigðis-
þjónustunni Qg verðskuldar þar
æðsta sess.
Bjartsýnir menn litu á það
sem tímanna tákn að fyrsta
heilbiigðisatofnunin, sem
Reykjavíkurbær byggði sóma-
s-amlega yfir. skyldi einmitt
vera heilsuverndarstöð. Hinir
vísu feður bæjarins horfa fram
á veginn, sögðu þeir, megin-
áherzluna ætla þeir ag leggja
á það að varðveita heilbrigði
bæjarbúa og forða þeim þann-
ig frá sjúkrahúsum.
Alger stöðnun
Þeg-ar heilsuvemdarstöðin
tók til starfa,' fengu þar inni
nokkrar heilsuverndargreinar.
sem áður voru ræktar í bæn-
um við lélegan húsakost. En
þáð átti aðeinlS að vera byrj-
unin. Nýjum greinum skyldi
bæfct við og starfsemin aukin,
enda var húsnæðið ríflegt.
Þessa væntu þeir, sem hinni
nýj-u stofnun vildu vel. en
reynðin var því miður önnur.
Rúmur áratugur er liðinn og
allt hjakkar enn að heita má
i sarna farinu. Heilsuvemdar-
starfið heíuir sáralítið auk-
izt, en húsnæði stöðvarinnar
veríð ráðstafað til annarra
þarfa í stórum stíl. Stöðnun
er ' það, sem einkennir sögu
herinár til þessa.
Þessi raunalega þróun er
ýmsum orðin áhyggjuefni og
menn sjá fram á, að við svo
búið má ekki standa. Fyrir
nokkrum árum hófst félag á-
hugaraanna handa um kerfis-
bundna krabbameinsleit, og nú
ráðgerir ann-að félag ap taka
hjartasjúkdómavarnir á sína
arma. Að óbreyftu ástandi. í
heilsuvemdarstöðinni myndast
vafalaust fleiri hópar um
heilsuvemd á næstu árum.
Verkefnin eru nœg.
Þetta vandamál stöðvarinnar
hefur oft borið á góma á fund-
um bongarstjómar þófct árang-
ur hafi enginn orðið. Árið 1957
var þar flutt ti'llaga um athug-
un á hvort ekki væri tímabært
að auka starfisemi stöðvarinn-
ar með viðbót nýrra heilsu-
verndargreina. Tillagan fékk
aldrei endanlega afgreiðslu og
lenti í glatkistunni. Á hverju
ári síðan hefur málið verið
endurvakið í borgarstjórn og
setíð án árangurs. í hvert sinn
var því drepið á dreif og síð-
an þagað í hel
Það var í nóvember 1965
sem síðast var rætt um heilsu-
vernd í borgarstjórn og þörfina
á aukningu hennar. Engin and-
mælti framborinni tillögu,
henni var vísað til umsagn-
ar stjómar heilsuverndarstöðv-
arinnar °S siðan ekkj söguna
meir, Þessi stjórnarnefnd hefur
fylgt þeirri reglu að svara
engu því, sem henni hefur bor-
izt frá borgarstjórn um heilsu-
vérnd. Reglan er. þó ekki án
undantekningar. í marz 1964
barst borgarstj óranum bréf frá
nefndinnj um skoðun hennar á
heilsuverndarmálum. Þar var
þess getið varðandi vissar
heilsuvemdargreinar, að ýmist
væru þær ekki tímabærar, of
kostnaðarsamar eða ófram-
kvæmanlegar ve-gna skorts á
starfsliði. Á jákvæðum til-
lögum um eflingu heisuvemd-
ar örlaði ekki í þessu bréfi.
í tíunda sinn
í dag, 3. marz 1966, liggur
enn eþiu sinni fyrir borgar-
stjóm tiilaga um eflingu heilsu-
vemdar. og er það líklega í
tíunda sinn sem slí'k tillaga er
flutt. Að þessu sjnni er til-
lagan þannig orðuð:
„Hinn 18. apríl 1963 gerði
borgarstjómin samþykkt um
velferðarmál aldraðs fólks
og var Heilisuverndarstöð
Reykjavíkur þar falið að
..kanna hvernig heilsugæzlu
aldraðs fólks verði hagkvæm-
ast fyrir komið“ Borgarstjóm-
inni er ektki kunnugt um, að
þessi könnun sé hafin enn.
hvað þá að henni sé lokið. Slíkt
seinlætj j framkvæmd gerðra
samþykkta borgarstjómar ber
að harma, ekki sízt þegar um
mikilsverð . heilbriigðismál er
að ræða.
Borgarstjómin álítur, að við
svo búið megi ekki standa og
felur því borgarráði og: borgar-
stjóra að hlutast til um að
undirbúningur skipulagðrar
heilsuverndar aldraðs fól'ks
verði þegar hafin. Telur borg-
arstjómin eðlilegt eftir atvi'k-
um, að starfsemin byrji í smá-
um stí'l með einum þætti þess-
ar.ar heilsuvemdargreinar eða
fáum, t.d. að fram fari hóp-
sikoðanir ákveðinna aldurs-
flokka í leit að algengum sjúk-
dómum hinna efri ára. svo sem
gláku, sykursýki og þvagfæra-
kvillum, og að heilsuverndin
verði síðar aukin eftir þörfum
ög í samræmi við fengna
reynslu.
Heilsuvemd aldraðs fólks
skál" féngið húsnæði í heilsu-
verndarstöðinni jafnskjótt og
siysavarðstofan, spitalinn og
rannsóknastofan flytjast það-
an, og verði að því stefnt, að
hún geti hafizt eíðari Muta
árs 1966“.
f þessari tillögu er áherzla
lögð á, að þegar sé hafizt
handa um aukningu heilsu-
vemdarstarfsemi. að borgarráð
og borgarstjóri taki frumkvæð-
ið um framkvæmd og að val-
in verði sem ný grein heilsu-
vernd aldraðs fólks. Er síð-
astnefnda atriðið í fullu sam-
ræmi við fyrmefnda samþykkt
borgarstjómar.
f tillögunni er gert ráð fyrir
að byrj.að verði í smáum stíl og
síðan aukið við. Þessi starf-
semi er mikils virði, enda þótt
hún fyrst í stað beinist aðeins
að einum sjúkdómi eða fáum.
Það’ er raunar ómétarilegt að
finna sjúkdóm á byrjunarstigi,
áður en af honum hefur hlot-
izt teljandj tjón. Sykursýki er
algeng á efri árum og sé hún
lengi dulin leiðir af henni
hættulega sköddun líkamsvefj-
anna, ekki sízt æðakerfisins.
Þvagfærabólgur eru einnig tíð-
ar úr þvi að miðjum aldri er
náð. Þær geta leynzt árum
saman og í kyrrþey grafið und-
an heilsunni, þótt greiningin
sé auðveld. ef leitað er á ann-
að borð.
Sjúkdómar þeir, sem í til-
lögunni ora nefndir, f-ara diægt
af stað og knýj-a sjúklinginn
alla jafna seint til læknis.
Þessvegna er leit að þeim mik-
ilsverð í heilsuverndars-kyni og
tilkostnaður ekkj mikill. Alljr
eru þeir algengir hér. þótt töl-
ur vanti um s-uma þeirra. í
Reykjavík má ætla að séu 800
sykursýkisjúklingar að minnsta
kosti, oig um marga þeirra
gildir, að þcir koma of seint
ti'l læknis.
Blinda er algengt böl. og tíð-
asta orsök hennar er hægfara
augnsjúkdómur, sem nefnjst
gláka. Sk.al hún gerð lítillega
að umtalsefni hér og tekin sem
dæmi um gildi sjúkdómsvarna
yfirleitt.
Glákublindan
í Svíþjóð kom það í Ijós við
rannsókn, sem nýlega var gerð,
að tíðni gláku eykst í réttu
hlutfalli við aldurinn. Fannst
hún hjá 1% manna á fimm-
tugsaldri og hjá 8,7% þeirra
sem orðnir vo.ru sjötugir. f
Bandaríkjunum er talið, að 2%
manna yfir fertugt hafi þenn-
an sjúkdóm. Þar veikjast um
það bil tuttugu sinnum fleiri
menn af gláku en af berklum.
Berklavarnir era þar í góðu
lagi, en glákuvörn svo t.il
engin, Erlendis er talið, að ef
tæknimeðferð þessa sjúkdóms
sé hafin í tæka tið, þá megi
bjarga sjóninni í 80—85%
tilfella.
Hér á landi er glákublinda
miklu tíðarj en erlendis' Árið
1940 taldi Kristján Sveinsson
augnlæknir, að gláka- ætti sök
á um 70 tfe bliridút'ilfelia í lánd-
inu. Þá var hljðstæð hlut-
fallstala 13,4% j Englandi,
11,6% í Bandaríkjunum og
4,5% í Noregi. Eitthvað mun
þessj hundraðstala hafa lækk-
að hér á seinustu áratuguan.
en er þó enn vart undir 5.0%.
Samkvæmt heilbrigðisskýrsl-
um voru árið 1961 blindir
menn 269 að tölu á öllu land-
inu, og mun láta nærri, að 135
þeirra hafi mjsst sjónjna fyrjr
það eitt að augnsjúkdómur
þeirra uppgötvaðist ekki í
tæka tíð. Tilefnið til varnar
á þessu sviði er því ærið og
til mikils að vinna frá hvaða
sjónarhólj sem skoðað er.
Hópskoðun fólks
Erlendis er það engan veg-
inn talið óvinnandi verk að
hópskoða fólk í glákuvarnar-
skyni. Ef vel er búið í hag-
inn hvað snertir húsnæði, tæ-ki,
starfslið og alla vinnutilhög-
un. geta augnlæknar staðarins
haft þetta með höndum. Kostn-
aðurinn samkvæmt reynslu frá
Bandaríkjunum, takmarkaðri
að vísu, er 40—50 krónur á
mann og er talinn samsvara
því að hvert fundið glákutil-
felli kosti rúmar 200Ö kr. Auð-
vitað má spyrja, hvort þetta
borgj sig eða hve mörgum
krónum meig; verja til þess að
firra þjóðfélagsþegn blindu.
Auðvitað skiptir það máli
í þjóðfélagslegu tjlliti, hvort
kpstnaðurinn nær til allra yf-
ir fertugt eða hvort miðað er
við sextugsaldur, Fyrir rúmum
áratug benti Guðmundur
Björn-sson augnlæknir á það í
Læknablaðinu, að möguleiki
væri að lækka blindratölu til
muna með skipulegri leit aA
gláku á fólki yfir sextugt. Ef
takmörk væru sett við það
aldursskeið, ættj heildarkostn-
aðurinn ekki að verða óvið-
ráðanlegur.
Sjónvemdin er einn liður í
heilsuvernd aldraðs fólks,
krabbameinsleit annar, hjarta-
og æðavarnir þriðja, o.s.frv.
Hún tekur til allra sjúkdóma,
sem sérstaklega hrjá gamalt
fólk, og markmið hennar er að
afstýra Þjáningum og orku-
missi eins lengi og unnt er.
Hlutverk þessarar heilsuvernd-
ar snertir velferð einstaklinga
jafnt og þjóðfélagsheildar. Þeir
fjármunir, sem til hennar er
varið. koma aftur til skila í
lækkuðum sjúkrakostnaði og
hækkuðum vinnustundafjölda,
Framhald á 2. síðu.
i
Drífa Viðar:
i
A sýningu Asgríms
!
!
Myndin hér að ofan er af Höllu Fjalla-Eyvindar, elzta málverkinu á afmælissýningu Asgríms
Jónssonar í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Ekki ber fólki saman um, hvaðan landslagið er, segja
sumir, að þetta sé við Þjórsá, en aðrir, að það komi ekki til mála vegna fjallsins í baksýn., —
Myndin er máluð með olíulitum á pappa árið 1905. — (Ljósm. vh.).
í bernsku þekkti ég bezt þín háu fjöll
og bæi vötn og sólskin hlý
og óttaðist þína Tungu-Stapa og tröll
er tunglið leið á bakvið ský.
í myndunum þínum máni kemur, fer
og myrk er stöðugt vetrarnótt
en næst svo bjart er allt sem augað sér,
svo ört og hlýtt og streymir ótt.
Ég heyri nið og gleðst í litaleik
er lýsir mosaþemba stein
og undrast það hve enn er hríslan keik
svo áveðurs og hlífðarlaus og ein.
í slíkum myndum margur þekkir, sér,
mildi síns lands og þess hrjóstur
og vinalegu bændabýlin hér
og bláfjöll sem okkur tóku í fóstur,
sanda, jökla, svörðinn grafinn örum
og svimavíddir, þráðarmjóa braut,
smáa menn er þeysa á þolnum mörum
þekka byggð um mýri holt og laut.
En þessi dumba veröld vofu og storins
og veðragnýs á li'tlu blaði
mun blífa þegar bein vor kennd til orms
á botni grafar eiga staði.
I
!