Þjóðviljinn - 08.03.1966, Page 2
2 SlBA — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 8. marz 1966.
* BILLINN
Rent an Icecar
Sími 1 8 8 3 3
SKIPATRYGGINGAR
UTGERDARMENN.
TRYGGJUM HVERS KONAR SKIP OG ALLT,
SEM ÞEIM VIDKEMUR
TRYGGINGAFÉLAGIÐ HEIMIRE
LINPARGÖTU 9 • REYKJAVÍK • S ÍMI 22122 — 21260
Lögtaksúrskurður
Skv. kröfu bæjargjaldkerans í Hafnarfirði fyrir
hönd bæjarsjóðs Hafnarfjarðar, úrskurðast hér með
lögtak fyrir gjaldföllnum en ógreiddum fyrir-
framgreiðslum upp í útsvör ársins 1966 og fast-
eignagjöldum sama árs.
Fer lögtak fram á ábyrgð bæjarsjóðs, en á kostn-
að gjaldenda, að liðnum 8 dögum frá birtingu
úrskurðar þessa, ef ekki verða gerð skil fyrir þann
tíma.
Hafnarfirði, 5. marz 1966.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
FuHtrúastarf
Óskum að ráða fulltrúa til innkaupastarfa. Laun
samkvæmt kjarasamningi opinberra starfsmanna.
Umsóknir sendist skrifstofu vorri fyrir 15. rnarz
næstkomandi.
fnnkaupastofnun ríkisins
Borgartúni 7.
Lausn-
in fundin?
Oft er mat ritstjóra á því
hvað fréttnæmt sé býsna at-
hyglisverð frétt í sjálfu sér.
Það sætir til að mynda tíð-
indum að ritstjórar stjórnar-
blaðanna sáu ekki ástæðu til
að ræða við norsku vísinda-
mennina sem um tveggja
ára sJceið hafa rannsakað ísa-
myndanir á vatnasvæði Þjórs-
ár og Hvítár — og raunar
rikti það fálæti einnig á rit-
stjóm Tímans. En þegar ekki
tókst að bæla fréttina með
þðgn — vegna þess að Þjóð-
viljinn og ríkisútvarpið
greindu frá ummælum Norð-
mannanna — komust Morgun-
blaðið og Tíminn ekki hjá því
að víkja að málinu og spurðu
yfirverkfræðing Landsvirkjun-
ar hvað Norðmennimir hefðu
sagt! Með því að hagnýta
þannig millilið var hægt að
draga úr ummælum hinnaer-
lendu vísindamanna og and-
mæla þeim jafnharðan í auka-
setningum.
Norðmennimir lögðu á-
herzlu á það í niðurstöðum
sínum að aðstæður væm hér
svo sérstakar, að mennskyldu
umfram allt varast að herma
eftir öðrum og telja niður-
stöður þeirra gildarhér. Engu
að síður leggur Morgunblaðið
á það mikla áherzlu að einn-
ig komi ísar á Niagarafljót og
birtir því til sönnunar mynd
af Niagarafossi í klakabönd-
um. Ekki hefur það verið ve-
fengt hingað til að frost þekk-
ist víðar en hér á landi, og
margar þjóðir fleiri en við
hafa kynni af efni því sem
land okkar er kennt til. Engu
að síður er flest ólíkt með
Þjórsá og Niagarafljóti. Til
að mynda er Niagarafljót svo
djúpt og vatnsmikið að þar
em notaðir ísbrjótar til að
sundra ísnum. Skyldi Eyjólf-
ur Konráð Jónsson alúmín-
ritstjóri Morgunblaðsins, ef
til vill hafa í hyggju aðstofna
almenningshlutafélög um ís-
brjótaútgerð á Þjórsá?
Ekki
náttúrulögmál
Bjarni Benediktsson forsæt-
isráðherra heldur áfram að
flýja frá innlendum viðfangs-
efnum í Eeykjavíkurbréfum
sínum; í fyrradag lýsir hann
til að mynda stuðningi við
Wilson forsætisráðherra Breta
í næstu þingkosningum vegna
þess að hann hafi svikið kosn-
ingaloforð Verkamannaflokks-
ins og styðji árásarstyrjöld
Bandaríkjanna í Vietnam.
Þó ræðir hann í lokin „tal
Þjóðviljans um verðhækkan-
ir og verðbólgu" og segir m.a.:
„Hvenær sem krafa er gerð
um aukin útgjöld, hækkað
kaup, hækkað verðlag á því,
sem mestu skiptir eins og
fiski, þá styður Þjóðviljinn
slíkar kröfur. Þegar kemur að
afleiðingunum og annað verð-
lag hækkar til samræmis, þá
ærist Þjéðviljinn, þykist
hvergi nærri hafa komið, og
ætlar öðmm að trúa að hann
sé höfuð-andstæðingur verð-
bólgunnar“.
Það er ósönn kenning að
verðhækkanir séu óhjákvæmi-
leg afleiðing kauphækkana,
einskonar náttúralögmál. Eigi
kjarasamningar verklýðsfélagá
að vera raunvemlegir verð-
ur i þeim að vera fólg-
in tilfærsla á fjármunum
í þjóðfélaginu, breyting á
skiptingu þjóðarteknanna; þá
upphæð sem verkafóik fær
aukalega í sinn hlut verður
að taka frá einhverjum. Engu
að síður hafa stjórnarvöldin,
undir forustu Bjarna Bene-
diktssonar, árum saman beitt
sér fyrir kjarasamningum þar
sem auknar tekjur verkafólks
eiga ekki að vera frá neinum
teknar! Atvinnurekandinn fær
að velta kauphækkuninni út
í verðlagið, kaupsýslumaður-
inn sömuleiðis; og þeir sem
framleiða fyrir erlendan mark-
að fá auknar uppbætur úr
ríkissjóði, en þær em aftur
innheimtar með söluskatti eða
annarri gjaldheimtu. Eftir
skamman tíma er svo komið
að krónumar í kaupumslagi
verkamannsins verða þeim
mun smærri sem þær urðu
fleiri í síðustu samningum.
Samningar af þessu tagi em
gerðir af fullum óheilindum;
atvinnurekendur og ríkisstjóm
taka til við að svíkja undir-
skriftir sínar áður en blekið
er þomað. Hins vegar mun
Þjóðviljinn aldrei fallast á að
óheiðarleiki af því tagi sé
nokkurt náttúrulögmáL —
Austrl.
Heilsuvernd
Framhald af 7. síðu.
þótt ekkj sé fleira tjl tínt_ eins
og mannúðarhlið þessa máls
til dæmis. •
Ef heilsuvemdarstöðin vill
með engu móti aufca starfsemi
sína frá því sem nú er, hljóta
aðrir að láta málið til sín
tafca. f Ameríku hafa blindra-
vinafélög og Lion-klúbbar tek-
ið glákuvamir á dagskrá sina.
Erlendis eru o<r til félög til
vamar sykursýki og giktsjúk-
Ungafélög eru ejnnig til. Slík
samtök rísa hvafvetna upp, að
vísu seint og um síðir þar sem
yfirvöld eru áhugaiaus og
siki'lnimgsslió á þýðingu góðrar
he j lbrigðisþ jónu stu.
Ég var meðal þeirra sem
litu stórt á verksvið Heilsu-
vemdarstöðvar Reykjavíkur og
töldu stofnun hennar borginni
til vegsau-ka. Enn er ég þeirr-
ar skoðunar að hagkvæmast
sé fyrir allra hluta sakir að
safna þar saman öllum eða
sem flestum þátfum heilsu-
vemdarinnar. Þessi stofnun
verður ekki hlutverki sínu
vaxin til frambúðar, nema
stöðugt sé þar sótt fram til
meira starfs og betra starfs.
Að öðmm kosti er stöðnunin
henni vís og afturförin stað-
reynd áður en varir.
Frakkar og Nato
Framhald af 1. síðu.
þá ekki lengur á vegum Nato,
heldur samkvæmt beinum samn-
ingum hennar og Bonnstjórnar-
innar, e.t.v. samkvæmt fransk-
þýzka vináttusáttmálanum frá
1963, sem reyndar hefur aldrei
verið annað en pappírsgagn.
1 Bonn var sagt í dag að
menn hefðu vitað þar nokkurn
tíma af fyrirætlunum Frakka
um breytta réttarstöðu franska
hersins í Vestur-Þýzkalandi.
Annað yrði að svo stöddu ekki
látið uppi um afstöðu vestur-
þýzku stjómarinnar til þeirra
áforma, en augljóst væri að
Bonnstjómin myndi ekki geta
fallizt orðalaust á breytta rétt-
arstöðu franska hersins. Um
hana yrði að gera sérstaka samn-
inga.
Neytendasamiök-
in halda aðalfund
Aðalfundur Neytendasamtak-
anna verður haldinn í Lindarbæ
á morgun, miðvikudag, og hefst
fundurinn kl. 20.30. Auk venju-
legra aðalfundarstarfa em á
dagskrá lagabreytingar og önnur
mál ' 1
í¥íA?ííSl"ííffl¥í>S?íí;%?S
:S:íí:ÍS:; í í :•: í iÍíx <i í
ííííííííjííí;í:-í:í::ííííí:í::.-;
ííííííí
•Síxí:
Th® ®P®ci®l d®t®rg®nt for «11 «*®®hinfl mtchin®® V.V.V.J
li|S
dixan
guarantees
a bnniant bnflhiness
•very wn®
með DIXAN, þvoffaduftið
fyrir allar tegundir þvottavéla:
því DIXAN er lágfreyðandi
og sérstaklega framleitt fyrir
þvottavélina ySar.
MeS DIXAN fáiS þér alltaf
beztan árangur!
TOYOTA
TOYOTA CROWN og CORONA
Vandaðar og traustar bifreiðir í úrvalsflokki
með fullkomnum tæknibúnaði. — Byggðar á
sterkri grind.
JAPANSKA BIFREIÐASALAN H.F.
Ármúla 7 — Sími 34470.
íbúB óskast
Eins til tveggja herbergj'a íbúð óskast. — Upplýs-
ingar í síma 35032.
Verð/ækkun
Höfum fengið nýja sendingu af okkar
vinsælu drengjabuxum úr molskinni
á stórlækkuðu verði.
Nr. 4—6—8 kr. 175.
Nr. 10—12—14 kr. 198.
Nr. 16 — kr. 225.
Þessi verðlækkun nær strax til allra
pantana utan af landi svo og í verzlun
vorri á Akureyri.
Míklatorg — Lækjargötu 4.
r