Þjóðviljinn - 08.03.1966, Side 3

Þjóðviljinn - 08.03.1966, Side 3
Þriðjudagur 8. marz 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3 w spart í ljós fögnuð sinn á fundi í Búkarest þegar Ceausescu flokksleiðtogi gerði grein fyrir nýjum ráðstöfunum í landbún- aðarmálum sem miða eiga að bættum lífskjörum og auknu sjálfrræði bændasamtakanna í hverju héraði, segir í Reuters- frétt. Ceausescu gerði í setningar- ræðu á þriggja daga bændafundi grein fyrir þeim ráðstöfunum sem ákveðnar hafa verið í samræmi við samþykktir flokksþingsins í fyrra. Er þar m.a. gert ráð fyrir heildarsamtökum samvinnufé- laga og nýjum reglum um rekst- ur ríkisbúa. — Enda þótt uppskeran í fyrra, 12,6 miljónir lesta af korni, væri meiri en nokkru sinni fyrr og þótt landbúnaðarframleiðslan hafi aukizt um 17 prósent síðan 1962 á það enn langt í land að við nýtum til fullnustu allafram- leiðslugetu lands okkar, sagði Ceausescu. Ætk að sigla / kjölfar ieifs heppna LONDON 7/3 — Skýrt var frá því í brezka blaðinu „The Guard- ian“ í dag að blaðið ætlaði að gangast fyrir xeiðangri yfir Atlanzhaf „til að bregða nýju ljósi yfir fyrstu siglingar milli Noregs og Ameríku“, eins og segir í NTB-skeyti. í leiðangrinum verðá 5—6 menn og eiga þeir að fara yfir Atlanzhafið í 45 feta langri snekkju sem verður endurbyggð. „Leiðangurinn vonast til að geta siglt í kjölfar Norðmannsins Leifs Eiriksonar1*, segir enn i skeyt- inu, og heppnist ferðin vel. „gera menn sér vonir um að sanna að fótur sé fyrir þeim ályktun- um að Norðmenn hafi farið yfir Atlanzhaf frá lokum tíundu ald- ar fram 'ftu öld“, segir NTB að lokum. Nkrumah, Touré og Keita ræddust við Nkrumah tekið sem þjóðhöfðingja þegar hann kom ásamt Touré til Bamako 1 Mali í gær BAMAKO 7/3 — Kwame Nkrumah, hinn afsetti forseti Ghana, og Sekou Touré, forseti Gíneu, komu í dag til Bamako, höfuöborgar Malí og var tekið þar með mikilli viðhöfn af Múhameð Keita forseta og öðrum ráða- mönnum. Þeir forsetarnir hófu viðræður þegar eftir komu gestanna, sem búa munu í forsethöllinni í Bamako meðan á heimsókninni stendur. Engin opinber tilkynning hafði verið gefin út um við- ræðurnar, en á það er bent að árið 1961 mynduðu ríkin þrjú, Ghana, Gínea og Malí, með sér bandalag sem hugsað var sem kjarninn í Bandaríkjum Afríku. Þetta bandalag hefur þó varla verið til annars staðar en á pappímum, enda þótt ríkin hafi jafnan haft nána samvinnu í utanríkismálum. Gínea og Ghana gerðu fyrst með sér bandalag 1958 og það var með hliðsjón af því samkomulagi sem þá var gert að Sekou Touré hefur boðið Nkmmah forsetaembætti í Gíneu; sagt að hann muni vera full- trúi Gíneu á þingum Afríku- þjóða og gegna forsetastörfum í fjarveru Touré sjálfs. Sendinefndir Malí og Gíneu vonx meðal þeirra sem fóru af ráðstefnu Afríkuríkja í Addis Abeba í síðustu viku í mótmæla- skyni við það að á henni sátu fulltrúar hinna nýju valdhafa í Ghana. Utanríkisráðherra Mali, Ous- mane Ba, sagði í París í dag að Mali myndi veita Nkrumah full- an og eindreginn stuðning, en vildi ekkert um það segja í hverju sá stuðningur myndi verða fólginn. Hann taldi þó ekki að Afríkuþjóðir myndu verða að taka höndum saman til að losa Ghanabúa við hina nýju vald- hafa. Þjóðin þar myndi sjálf ein- fær um það, sagði hann. Frakkland hefur nú bætzt í hóp þeirra ríkja sem viðurkennt hafa stjórn hinna nýju valdhafa og eru þau þá orðin 23 talsins. Meðal þeirra eru bæði Bandarík- in og Bretland. Róstur enn í Djakarta DJAKARTA 7/3 — Enn í dag létu unglingar ófriðlega í Dja- karta. Um 3.000 skólanemendur réðust inn í byggingu mennta- málaráðuneytisins og lögðu und- ir sig skrifstofurnar. Starfslið ráðuneytisins veitti ekkert við- nám. Stúdentar virtu að vettugi þá ráðstöfun stjórnarinnar að loka háskólanum. Þeir hópuðust í fyr- irlestrarsalina, en ekkert mun hafa orðið úr kennslu. Danir kjósa sér sveitarstjórnir og bæja í dag KHÖFN 7/3 — Á morgun, þriðjudag, fara fram í Danmörku kosningar til bæjar- og sveitar- stjórna og er úrslitanna beðið með talsiverðri eftirvæntingu og talið að þær kunni að gefa vís- bendingu um hina almennu stjórnmálaþróun á næstunni. Einkum eru menn forvitnir að vita undirtektir fylgismanna Vinstri flokksins við þá stefnu hins nýja formanns hans, Hart- lings, að draga úr samvinnunni við íhaldsflokkinn, en hefja í staðinn samstarf við radikala. punfal OFNAR BYLTING I UPPHITUN HÚSaI Kynnið yður RUHTAL ofnnnn og þér ntunuð konfust uð rnun umr nð með þvi oð nofu þessi frúbæru hitutæki, getið þér bæði lækk- nð byggingorkostnuðinn og f romfylgt ströngutf u kröfum um útlit. - V Stefnir í átt til ófriðar á milli Kína og Bandaríkjanna William Fulbright segir að Ijost sé að bandarískir ráðamenn geri ráð fyrir að slíkt stríð geti hafizt í Vietnammálinu, Robert Kenne- dy öldungadeildarmaður, ítrek- aði í dag í viðtali við vikuritið „U. S. News and World Report“ að Bandaríkin yrðu að horfast í augu við það að svo gæti farið að veita yrði kommúnistum að- ild að stjórn Suður-Vietnams, ef nokkur leið ætti að vera að koma á friðsamlegri lausn þar. Utanríkismálanefndin felldi í dag breytingartillögu frá Ful- bright við tillögu um að heim- ila Bandaríkjastjórn 415 miljóna dollara aukafjárveitingu í efna- hagsaðstoð til annarra ríkja, en megnið af þeirri fjárhæð er ætlað Suður-Vietnam. Breyting- artillaga Fulbrights sem felld var með þrettán atkvæðum gegn sex hefði falið í sér takmörkun á valdi forsetans til að beita bandarískum her í öðrum lönd- um eins og honum þóknast. Gin- og klaufa- veikin í Svíþójð STOKKHÓLMI 7/3 — Gin- og klaufaveikin sem geisað hefur á meginlandinu hefur nú borizt til Svíþjóðar, sepnilega frá Dan- mörku. Öllum búpening á bæ einum á Skáni hefur verið slátr- að og hræin grafin, en grunur leikur á að veikin sé komin upp á átta öðrum bæjum. Pestarinn- ar hefur einnig orðið vart í Noregi. OFNAR h.f. Sídumúla 17 Sími 3-55-55 WASHINGTON 7/3 — William Fulbright, formaöur ut- anríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings, sagði í dag að vaxandi líkur kynnu að vera á því að ó- friður hæfist milli Bandaríkjanna og Kína og Ijóst væri að ýmsir ráðamenn í Washington gerðu ráö fyrir slíku stríði. Fulbright hélt áfram gagnrýni sinni á stefnu Johnsons forseta í Suðaustur-Asíu í viðtali sem bandarísk sjónvarpsstöð átti við hann í gær og ítrekaði hana enn á fúndi öldungadeildarinnar í dag. — Enda þótt hvorugt ríkið æski eftir stríði, gera ráðamenn beggja ráð fyrir því að það kunni að brjótast úr, sagði Ful- bright í öldungadeildinni. Sumir sérfræðingar okkar um málefni Kína telja að kínverskir leiðtog- ar búist við stríði milli Kína og Bandaríkjanna áður en árið er liðið. Það er einnig ljóst að sum- ir opinberir talsmenn okkar gera ráð fyrir ófriði, sagði Fulbright ennfremur. Fubright hefur haldið uppi mjög harðri gagnrýni á stefnu Bandaríkjanna í Vietnam og Bændur í Rúmeníu fagna nýjum ráðstöfunum BÚKAREST 7/3 — Meira en 9.000 rúmenskir bændur létu ó- öðrum löndum Suðaustur-Asíu og talið að engin önnur lausn komi til greina en að Banda- ríkin komist að samkomulagi við Kína um að lýst verði yfir hlut- leysi allra ríkjanna þar. Annar andstæðingur Johnsons Kjaradeik í Sviþjóð STOKKHÓLMI 7/3 — Deilan milli verklýðsfélaganna og at- vinnurekenda í Svíþjóð harðnaði enn í dag, þegar stjórn alþýðu- sambandsins samþykkti einróma að skora á öll 44 verklýðssam- böndin innan þess vébanda að setja bann við eftirvinnu frá föstudeginum n.k. I síðustu viku slitnaði upp úr eamningaviðræðum milli heildar- samtakanna og er búizt við að gildandi samningum verði sagt upp á morgun. Gildistíma þeirra lauk í rauninni 1. febrúar, en þeim hefur verið framlengt með- an viðræður stóðu yfir. Svo mik- ið er talið bera á milli að erfitt jnuni að komast hjá verkföllum. Hæsta K-gildi Þynnstír 13 mm Lægstír 7 cm Lengstir 6 m Þola 8 kg á cm' Festingar og loftskrúfur fylgja. FramleiddFr meS eínkaleyfi frá Runtal Holding Co. Sviss. Ótakmarkaðir samsetning- armöguleíkar. Margir útlitsmöguleikar. bo1— "T 190 15 .._L 3 -0- Skrifstofustúlka óskast nú þegar eða sem fyrst. Nokkur starfsreynsla í skrifstófu- störfum nauðsynleg. — Umsóknir er greini menntun og fyrxi störf, sendist í pósthólf 458 fyrir 12. þ.m. runtal

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.