Þjóðviljinn - 09.03.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 09.03.1966, Blaðsíða 3
MiðviRudagur 9. marz 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 3 ................................................... - ■ ..........................................................■ T’T’V*,Sas™,'<iaSW*»JJ #í' i*; ~jr- - •' .«• ' |?S€: .x-W . (■>« «>'’• #*" - mSM'. nS' * • ^ .r* .♦<* ^. - ■■ -f *' .-|- r" Flotadeildin undan ströndinni við Palomares. _ - :> ■ 3'' * ÍS. - Týnda sprengjan á Spáni Bandarískir sendiráBsmenn reyna að hughreysta íbúana Böðuðu sig í Miðjarðarhafi við ströndina þar sem sprengjunnar hefur verið leitað í tæpa 2 mánuði Uppþot magnast í Djakarta Súkarno lætur ekki undan Segir í ræðu á fjöldafundi að uppþotin séu skipulögð af erindrekum heimsvaldasinna, hvetur til einingar PALOMARES 8/3 — Enn hefur týnda vetnissprengjan ekki komiS í leitirnar og fer kvíði íbúanna í Palomares- héraði á Spáni vaxandi með hverjum degi. í dag reyndu bandarískir sendiráðsmenn aö hughreysta þá með því aö baða sig í Miðjarðarhafi þar sem sprengjan er talin liggja á hafsbotni. Fólkið þorir varla lengur að nálgast sjóinn af ótta við geislavirknina. Það var sjálfur sendiherra Bandaríkjanna á Spáni, Biddle Duke, sem fyrstur óð út í hálf- kaldan sjóinn, en á eftir komu fjórir starfsmenn sendiráðsins, yfirmaður flughers Bandaríkj- anna á Spáni og sex börn. Rétt undan ströndinni, í nokk- urra kílómetra fjarlsegð, sást til bandarísku herskipanna sem þar hafa nú í tæpa tvo mánuði leit- að að týndu vetnissprengjunni sem talið er að Jiggi þar ein- Irar sprengja Ne/sonstyttu DUBLIN 8/3 — Snemma í morg- un var stytta af Nelson, sjó- hetju Breta, sprengd af 41 metra hárri súlu sem hún stóð á í Dublin. Lögreglan handtók síð- ar sex menn sem hún grunar um verknaðinn. Óttazt er að fleiri slík tilræði verði gerð á næst- unni, en í næsta mánuði er lið- in hálf öld frá hinni frægu páskauppreisn íra gegn Bretum. hvers staðar á hafsbotni. Börn- in sem voru í þessari sérkenni- legu böðun átti Duke sendi- herra, Donovan hershöfðingi og Fraga Iribarne, áróðursstjóri Francos, sem einhverra hluta vegna hélt sig á ,þurru landi. Hann hafði komið í fylgd með Duke sendiherra til að lægja ótta héraðsbúa við geislavirkni frá hinni týndu sprengju, eins og segir í fréttaskeytinu. Jarðlag fjarlægt Að loknu baðinu gerði Duke sendiherra grein fyrir viðleitni Bandaríkjamanna til að koma í veg fyrir að geislunareitrun ber- ist út frá þeim tveimur sprengj- um sem sundruðust þegar flug- vélarflakið hrapaði til jarðar. Hann sagði að efsta jarðlagið í nánd við staðinn þar sem sprengjurnar fundust myndi fjarlægt og síðart yrði haldið á- fram athugunum á „nýja“ yfir- borðinu þar til bandarískir og spænskir sérfræðingar hefðu al- gerlega gengið úr skugga um að engin geislunarhætta væri á ferðum. — Þeirri hreinsun verður hald- ^ndarikin viöurkennl að ræ5ur K|na Vitnið, prófessor A. Doak Barnett, sagði að Bandaríkin yrðu að breyta stefnu sinni gagnvart Kína og sætta sig við að stjórnin í Peking hefði yfir- ráð í landinu. Prófessor Barnett sagði að sú viðleitni Bandaríkjamanna að reyna að einangra Alþýðu-Kína hefði ekki borið árangur, enda auðveldaði þetta Bandaríkjunum hvorki að halda aftur af Kín- verjum né að draga úr viðsjám við þá með því að örva þá til að fara sér hægt. Barnett sagðist því vilja að Bandaríkin viðurkenndu tví- mælalaust Pekingstjórnina sem ið áfram allt til þess að spænsk- ir og bandarískir visindamenn eru orðnir sannfærðir um að við skiljum Spán eftir í sama ástandi og hann var í þegar við komum, sagði Duke sendiherra, og hélt því fram að heilsufari íbúanna hefði aldrei stafað nein hætta af slysinu. Á 24-000 árum Hætt er við að allar þessar fullvissanir og baðsýningar muni hrökkva skammt til að sefa ótta íbúanna. Bandaríkjamenn reyndu í ■ lengstu lög að halda því leyndu að þeir hefðu misst kjarnasprengjur yfir Spáni og viðurkenndu það ekki fyrr en eftir hálfan annan mánuð. Þá neyddust þeir til að skýra frá því að plútóníum 239 og úran 235 hefði dreifzt um svæðið þar sem flak flugvélarinnar féll til jarðar. Af öllum geislavirkum efnum er plútóníum talið einna baneitraðast, enda er hálfævi þess (sá tími sem geislunin helmingast) 24.000 ár. DAKARTA 8/3 — Uppþotin í Djakarta, höfuðborg Indó- nesíu, magnast stöðugt og náðu hámarki í dag þegar þúsundir unglinga réðust inn í byggingu utanríkis- ráðuneytisins og unnu á henni miklar skemmdir. Sú- karno forseti virðist enn staðráðinn í að láta ekki undan þeim kröfum sem uppþotsmenn gera. Stúdentasamtökin KAMI sem nú hafa staðið fyrir stöðugum óeirðum í Djakarta í hálfan mánuð og ekkert látið segjast við það að Súkarno lagði bann við starfsemi þeirra fyrir fyrri helgi gengust enn fyrir uppþot- inu í dag. Æstur múgur ungmenna skeytti engu um táragas eða varúðarskot hermanna og lög- reglu sem voru á verði um ráðu- neytisbygginguna og tókst að ryðjast inn í hana. Liðsauki úr hernum var kvaddur á vettvang, en fékk þó ekki við neitt ráðið. Uppþotinu í dag var sem fyrri daginn einkum beint gegn Sú- bandrio utanríkisráðherra og nánasta samherja Súkarnos sem KAMI-samtökin krefjast að sett- ur sé úr embætti, en Nasution fyrrverandi landvarnaráðherra aftur tekinn í stjórnina. Heimsvaldasinnar í ræðu sem Súkarno hélt í dag á fjöldafundi sakaði hann leið- toga uppþotsmanna um að hafa látið múta sér til að efna til uppþota gegn honum. Það væru nýlendukúgarar og heimsvalda- sinnar sem stæðu að baki upp- þotunum. Hann hvatti þjóðina til einingar og kvaðst myndu Snati og Kolur lengur á braut en aðrar lífverur Fulbright heldur áfram vitnaleiðslum um stefnu Bandaríkjanna gagnvart Asíulöndum WASHINGTON 8/3 — Utanríkismálanefnd öldungadeild- ar Bandaríkjaþings, sem William Fulbright er formaöur fyrir, heldur áfram vitnaleiðslum vegna stefnu Banda- ríkjanna í Asíu. Sérfræöingur um kínversk málefni sagði á fundi nefndarinnar í dag aö Bandaríkin ættu aö viö- urkenna þá staðreynd að Pekingstjórnin réði yfir meg- inlandi Kína. hinn raunverulega valdhafa á meginlandi Kína, þótt þau stæðu eftir sem áður við skuldbinding- ar sínar gagnvart Formósustjórn- inni. Ekki er þess getið í frétt- um hvaða líkur hann taldi á að kínverska stjórnin myndi sætta sig við slíka skipan mála, en hún hefur marglýst yfir að hún vilji ekkert hafa saman við þær ríkisstjórnir að sælda sem ve- fengja yfirráð hennar yfir öllu kínversku landi, að Formósu meðtalinni. Auk stjórnmálasambands og | aðildar Kína að SÞ vildi pró- fessor Barnett að Bandaríkin tækju upp eðlilegt viðskipta- I samband við Kína. Hin stöðugu uppþot í Djakarta sem her og lögregla virðast lítið ráða við hafa vakið mönnum grun um að Súkarno forseti sé ekki orðinn aftur eins fastur í sessi eins og liorfur voru á aðeins fyrir hálfum mánuði. Þá sneri hin japanska eiginkona — hér á mynd- inni — aftur heim til Indónesíu frá Evrópu og sagði þá að sér væri það óhætt því aftur væri að komast á röð og regla í landinu. bæla niður allar tilraunir til að grafa undan valdi forsetans og hann ítrekaði fyrirmæli sín til herforingjanna í hinum ýmsu héruðum landsins til að sjá um með valdi ef með þyrfti, að framfylgt væri banninu við starf- semi KAMI. Herforingjar að baki Enginn vafi er talinn á því að sumir foringjar hersins haldi hlífiskildi yfir uppþotsmönnum, ef þeir standa þá ekki beinlínis sjálfir að uppþotunum. Aðrir foringjar hersins munu þó holl- ir Súkarno og er sagt að þeim hafi ofboðið blóðbaðið sem fór í kjölfar uppreisnarinnar í haust sem leið, en nú er talið vist að 200-300.000 manns hafi þá látið lífið. Enn er ekki vitað með vissu um hvar Nasution er niður kom- inn, en haldið er að hann sé í Bandung, skammt frá höfuð- borginni, þar sem Siliwangi-her- deildin sem hann hefur löngum stjórnað hefur bækistöð. Stendur tæpt Fréttamönnum ber saman um að Súkarno standi höllum fæti og- þykir gegna mestri furðu að hann skuli ekki hafa neyðzt til að láta undan síga fyrir löngu. Fjórar flugvélar skotnar niður yfir Norður- Vietnam SAIGON 8/3 — Viðurkennt er í Saigon að fjórar bandarískar flugvélar hafi verið skotnar nið- ur yfir Norður-Vietnam síðasta sólarhringinn. Lofthernaðurinn gegn Norður- Vietnam hefur verið hertur mjög síðustu þrjá daga og hafa dag hvern verið gerðar fleiri árásir með fleiri flugvélum en daginn áður. Síðasta sólarhring fóru mörg hundruð flugvélar frá flug- völlum í Suður-Vietnam og flugvélaskipum bandaríska flot- ans í árásarferðir gegn Norður- Vietnam og voru gerðar stór- árásir á 53 stöðum. MOSKVU 8/3 — Sovézku hundarnir Snati og Kolur hafa nú ver- ið á braut í fjórtán sólarhringa og því lengur en nokkrar aðrar Iífverur, og afrek þeirra er því meira sem þeir ferðast í innra Van Allen-beltinu þar sem geislunin er miklu meiri en á þeim slóðum þar sem lífverur hafa áður haldiif til. Enn ganga miklar sögur um það í Moskvu að nýtt sovézkt geimafrek sé á næsta leiti og hefur t.d. heyrzt að ætlunin sé að senda sex manna geim- far á loft, jafnvel í næstu viku, eða tvö geimför hvort með tveim- ur mönnum sem verði síðan látin mætast. — Myndinni var sjón- varpað úr geimfari hundanna, Kosmos 110., og sést annar þeirra NÝ VERZLUN Undirfatnaður á alla fjölskylduna. Einnig smávörur, snyrtivörur og fleira. Gjörið svo vel að líta inn. Verzlunin SIMLA Bændahöllinni, sími 1 59 85.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.