Þjóðviljinn - 09.03.1966, Page 4
^ SÍÐA — ÞJÓÐVILJTNN — Miðvikudagur 9. marz 1966
Útgefandi:
Sásíalistaflbkk-
Sameiningarflokkur alþýðu
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
. Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jóhannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði.
Alþýðusamtökin mra við
Qtjórn Alþýðusambands íslands, heildarsamtaka
^ íslenzkrar verkalýðshreyfingar, hefur nú skýrt
og afdráttarlaust mótmælt alúmínsamningum rík-
isstjómarflokkarma og lýst yfir eindreginni and-
stöðu við þá. í samþykkt sem miðstjórnin hefur
birt segir að „hugsanleg samþykkt á fyrirhuguð-
um samningi íslenzka ríkisins og Swiss Alumini-
um og stofnun alúmínverksmiðju hér á landi
mundi marka nýja og hættulega stefnu í íslenzk-
um atvinnumálum, þar sem horfið yrði í ríkum
mæli frá þeim skráðu og óskráðu lögmálum sem
fylgt hefur verið fram til þessa — að íslenzk at-
vinnufyrirtæki væru byggð á íslenzku framtaki,
fjármagni í eign íslendinga eða undir þeirra ráð-
stöfunarvaldi og að öllu á íslenzkum lagagrund-
velli — en horfið að því að veita erlendum aðilum
óskoruð yfirráð yfir stórfyrirtækjum á íslenzkri
grund og gera útlendinga þannig að sterkum á-
hrifaaðila í atvinnulífi þjóðarinnar og efnahags-
þróun landsins og veita þessum aðilum að auki
margs konar og mikilvæg forréttindi umfram ís-
lenzka atvinnurekendur og jafnvel undanþiggja
þá f' mikilvægum greinum íslenzkri logsögu".
jl/fiðstjórn Alþýðusambandsins beinir „sterkum
aðvörunarorðum sínum til allrar alþýðu, til
þjóðarinnar og til löggjafarvaldsins gegn þessari
grundvallarstefnubreytingu í atvinnu- og efna-
hagsmálum þjóðarinnar og lýsir eindreginni and-
stöðu gegn henni“, eins og segir í ályktuninni.
Leidd eru rök að því að „fyrirhugaður samningur
um erlenda stóriðju sé hvort tveggja í senn: and-
stæður hagsmunum íslenzkrar alþýðu og íslenzku
þjóðarinnar, og gangi í berhögg við þá megin-
stefnu hennar að byggja lífskjör sín og efnahags-
legar framfarir á framtaki þjóðarinnar sjálfrar
og því fjármagni, sem hún sjálf skapar, eða er
fær um að afla sér, án annarlegra og óaðgengi-
legra skilmála, og sé því þjóðinni bæði óhag-
kvæmur og ósæmandi. I>ví skorar miðstjómin á
öll þjóðholl öfl í landinu að snúa bökum saman
gegn hinum fyrirhugaða stóriðjusamningi og
hindra framgang hans“.
• •
/"kflugasta verkamannafélag landsins, Dagsbrún,
”hefur lýst fullum stuðningi við þessa samþykkt
miðstjórnar Alþýðusambandsins. Aðalfundur fé-
lagsins sl. sunnudag skoraði á „alla alþýðu að snú-
ast einhuga gegn því að erlent auðfélag nái tang-
arhaldi á atvinnurekstri á íslandi“. Verkalýðs-
samband Norðurlands hafði áður lýst yfir and-
stöðu sinni. Má teljast með ólíkindum að ríkis-
stjórnarflokkarnir láti slíkar aðvaranir verka-
lýðssamtakanna sem vind um eyrun þjóta. Eng-
in ríkisstjórn getur framkvæmt fyrirætlun eins
og að koma upp alúmínverksmiðiu ef alþýða
landsins og verkalýðssamtök vilja oe: V gegn
henni með því valdi sem þeim er tiltækt. Þegar
öll stjórnarandstaðan á Alþingi er auk þess and-
víg málinu, mundu flestir telja að stefnt væri í
algera ófæru með því að ætla að berja málið 1
gegn engu að síður. Það hlyti að hefna sín og væri
hér um bil það óskynsamlegasta sem nokkur rík-
isstjóm álpaðist út í. — s.
Samanburiur á norsku og íslenzku
nýfiskverii á vetrarvertíiinni
FISKIMÁL
éfflir Jíöfianrs
J. Eú Kúidí
Hér á skrifborðinu fyrir
framan mig hef ég blaðið
„Fiskaren1* með gildandi verði
á nýjum fiski í Noregi til
vinpslu nú á yfirstandandi ver-
tíð. Þá hef ég einnig hér rit
Fiskifélags í^lands, Ægi með
íslenzku nýfiskverði til vinnslu
eins og Verðlagsráð sjávarút-
vegsins gekk frá því í janúar
s.l.
Ég vil hér leitast við aðgera
samanburð á verði á nýjum
þorski og þá miða við stór-
fiskverð í báðum löndum. Hér
á íslandi er þetta verð miðað
við að fiskurinn nái 57 cm
lengd, sé maelt eftir miðlínu
fisksins frá haustrjónu aftur að
sporðblöðku. Norðmenn miða
hinsvegar sitt stórfiskverð við
venjulega saltfiskmælingu, frá
efri hluta klumbubeinsins, eða
föstum hnakka, aftur að sporð-
blöðku. Samkvæmt þeirra a-
kvörðun skal fiskurinn ná 43
cm, lengd, með þessari mæl-
ingu til að ná stórfiskverði.
Norðmenn miða sölu við haus-
aðan fisk og þessvegna er
þeirra mæling miðuð við það.
Hér er fiskur undantekningar-'
laust hinsvegar seldur með
haus. Ef að er gáð, mun varla
bera nokkuð teljandi á milli
um stærð þegar tekið er tillit
til þessa.
Þá er rétt að geta þess, að
Norðmenn hafa 9 föst verðlags-
svæði fyrir vinnslu fisks, sem
ná 'eftir strandlegjunni allt frá
landamærum Sovétríkjanna og
suður um Norðmæri. Flest ár-
in er svo 10. verðlagssvæðinu
bætt við á vetrarvertíð og nær
það yfir yztu strandlegju Ló-
fóts og eyjar, en það er gam-
alkunnugt að á þessu svæði
kemur bezti þorskurinn í Nor-
egi á land á vetrarvertíð Frá
þessu svæði kemur hvert ár
bezta Italíuskreiðin, ásamt
bezta verkaða s.altfiskinum sem^.
er eftirsótt gæðavara á heims-
markaði. Þá eru það talin mik-
il verðmæti með frosnum fiski
á markaði ef það er sannan-
legt, að hann sé veiddur í Ló-
fótmiðunum á vetrarvertíð.
Vegna þessarar sérstöðu hefur
þótt rétt að flokka Lófót-þorsk-
inn til verðs nýjan hærra en
allan annan þorsk, sem veiddur
er við Noreg.
Hér á Islandi er nýi fisk-
urinn flo’kkaður til verðs í þrjá
gæðaflokka, og annast fersk-
fiskeftirlitið þá flokkun. I Nor-
egi er fiskurinn flokkaður til
verðs eftir því í hvaða verkun
hann telst hæfur. Það mun láta
nærri að við getum flokkað
hér 1. fl. A og l.fl.B undir
það að þessi fiskur sé hæfur
til að ísast í kassa til útflutn-
ings, til frystingar, söltunar og
niðursuðu og unphengingar fyr-
ir Ítalíu, að talsverðu leyti. En
,2. flokkur sé hinsvesar aðeins
hæfur í Afríkuskreið mnnn-
eldis. Ég held að her1-.-
sé ekki fjarri hinu rétta
Hér á eftir mun ég því nota
verðflokkunina til vinnslu við
verðsamanburðinn. og miða við
stórþorskverð. bví að bað á að
get.a verið snegiimvnd af verð-
mismuninum á Islandi annars
vegar og í Noregi hins v.egar
nins og bað er i dag. Ég breyti
hér norskum krónum í íslenzk-
ar og miða við 6 króna gengi
norskrar krónu gagnvart ís-
lenzkri. Þá miða ég verðið i
báðum löndunum við að fiskur-
inn sé seldur slægður með haus
eins og hér er föst venja.
NOREGUR
Lófótsvæðið kr. 6,62 fyrir kg
jafnt til allrar vinnslu.
Norðmæri: Til söltunar kr. 6,48
fyrir kg. Til ísunar, niðursuðu
og frystingar kr. 6,38 f. kg. Til
upphengingar kr.. 5,52 f. kg.
Tvö nyrztu og lægstu verðlags-
svæðin sem ná austan frá
Tana, Varanger og Vardö og
yfir Hammerfest og Alta-syæð-
in. Til ísunar, söltunar, fryst-
ingar og niðursuðu kr. 6,24
fyrir kg. Til upphengingar kr.
4,90 fyrir kg. Þess má geta til
viðbótar, að á öllum 6 nyrztu
verðlagssvæðunum er verð það
sama til ísunar, frystingar, sölt-
unar og niðursuðu, en fer hins-
vegar smáhækkandi á fiski til
upphengingar; þannig er sama
verð til upphengingar kr. 5,52 á
fimm verðlagssvæðum talið
sunnan frá norðureftir.
uppbóta utan Lófótsvæðisins og
hæsta íslenzkt verð án uppbóta
þá verður mismunurinn sem
Norðmenn greiða hærra fyrir
hvert kg af stórþorski kr. 1,81
á hvert kg. Það munar um
minna.
Þá vil ég bendá sérstaklegá
á það, að lægsta verð á stór-
þorski í Noregi sem hæfur er
til upphengingar er kr. 4,90 án
uppbóta, en á Islandi fyrir sam-
bærilegan fisk kr. 3,14 fyrir kg.
Þama er mismunurinn kr. 1,76
á kg okkur í óhag. Norska
lægsta upphengingarverðið er
á mestu frostasvæðum Norégs,
þar sem oft eru að vetrinum
á upphengingartímanum 20 —
30 gráðu frost svo vikum skipt-
ir. Fiskur sem hengdur er upp
við slík skilyrði getur aldrei
orðið annað en vara fyrir Afr-
íkumarkað, enda léttist skreið-
in óeðlilega mikið við Slík
þurrkunarskilyrði. Mér þykir
rétt að upplýsa þetta, svofólk
, haldi ekki að verðmismunur á
hráefni geti flokkazt uridir
betri aðstæður í Noregi, hél'd-
ur en hér, hvað skreið viðkem-
ur.
Þetta er ekki hægt langur
ISLAND
l.fl. A: kr. 4,67 — 1. fl.B
kr. 4,03 fyrir kg. Það ber að á-
ætla að báðir þessir flokkar séu
hæfir til ísunar, frystingar,
söltunar og niðursuðu, ef rétt
er flokkað og þá einnig að
talsverðu leyti til góðfiskfram-
leiðslu til upphengingar fyrir
Italíumarkað. 2. fl. hæfur til
upphengingar fyrir Afríku-
skreið kr. 3.14 fyrir kg.
Verðuppbætur hér á línufisk
25 aurar á kg úr ríkissjóði ,ívg
25 aurar frá kaupanda, Með
verðuppbótum kæmist þannig
línufiskur sem við verðum að'
flokka undir 1. fl. A upp í kr.
5,17 fyrir kg.
Norska fiskverðið sem ég
hef talið upp hér að framan er
verð án allra uppbóta frá rík-
inu, hinsvegar greiðir norska
ríkið eða hefur greitt 34 aura
á hvert kg, miðað við fisk
slægðan með haus og ber að
leggja þetta við hina ýmsu
verðflokka til að fá út það verð
sem sjómenn og útgerðarmenn
bera úr býtum. Með uppbótum
verður þannig Lófótverðið kr.
6,96 fyrir kg, sem er kr. 1,79
fyrir ofan íslenzkt verð á línu-
fiski með uppbótum. En sé
miðað við hæsta norskt verð án
Til viðbótar því að allt ný-
fiskverð er miklu hærra í Nor-
egi heldur en hér, eins ogverð-
tölur hér að framan bera ó-
rækt vitni um, þá eru útgerð-
arvörur á sama tima, svo sem
veiðarfæri og olia, talsvert dýr-
ari hér heldur en í Noregi. 1
Noregi væri ógjörningur að gera
út eina einustu fleytu til fisk-
veiða með því hráefnisverði og
verði á útgerðarvörum, sem
hér gildir. Það er aðeins met-
afli síðustu ára hér og þó sér-
stakléga síldaraflinn, sem hef-
ur fleytt þessu áfram frá ver-
tíð til vertíðar. Okkur er það
nauðsyr. að fiskiflotinn sé end-
urnýjaður með nýjum og full-
komnari skipum, og okkur ber
að fagr.a hverju nýju skipi sem
bætist f okkar fiskveiðiflota. En g.
okkur ber jafnhliða skylda til
að sjá svo um að útgerðar-
grundvöllurinn sé á hverjum
tíma þannig, að meðalaflinn í
meðalveiðiári geti staðið undir
útgerðarkostnaði og jafnframt
séð ,sjórnönn.um fýrir. þeimkjör
um sem eru heldur hærri en
greidd eru fyrir ónauðsynlegri
störf á sama tíma í landi.
Þetta er mergurinn málsins
þegar einn helzti undirstöðuat-
vinnuvegur þjóðarinnar á í
hlut. Alþingi þarf að . skipa
rannsóknarnefnd , sem leggur á
borðið rökin fyrir því, hvers
vegna svo mikill mismunur er
á hráefnisverði hér og í Noregi.
Þegar þetta hefur verið gert
undanbragðalaust, þá verður
að leggja grundvöll útgerðar-
innar að nýju og miða hann
við meðaláfla í meðalári, önnur
fær leið er ekki til, sem miðar
fram á við. Að gera ekki neitt í
þessum málum, það er að
svíkja sjálfan sig, og undan af-
leiðingum slíkra svika verður
ekki komizt.
SERVIETTU-
PRENTUN ,
SÍM.U2-^
ÚTB0Ð
Tilboð óskast í að byggja tvo vatnsgeyma úr stáli,
9000 rúmmetra hvom, í Öskjuhlíð hér í borg,
fyrir Hitaveitu Reykjavíkur.
Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri Vonar-
stræti 8, gegn 3000 króna skilatryggingu.
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar.
Bótagreiðslur
almannatrygginganna í Reykjavík.
' - v*
Greiðslur bóta almannatrygginganna hefjast í marz sem hér segir:.*
Fimmtudaginn 10. og föstudaginn 11. marz verður eingöngu greidd-
ur ellilífeyrir. Til þess að forðast þrengsli, er mælzt til þess, að þeir,
sem bera nöfn með upphafsstöfunum K—Ö, og því fá við komið,
vitji lífeyris síns ekki fyrr én 11. marz.
Greiðsla örorkubóta hefst laugardaginri 12. marz. — Greiðsla ann-
arra bóta, þó ekki fjölskyldubóta, hefst mánudaginn 14. marz.
Greiðsla fjölskyldubóta (3 börn eða fleiri í fjölskyldu) hefst þriðju-
daginn 15. marz. — Greiðsla fjölskyldubóta (1—2 börn í fjöl-
skyldu) hefst föstudaginn 18. marz.
Bætur greiðast gegn framvísun N\FNSKÍRTEINIS bótaþega, sem
gefið er út af Hagstofunni, og verður svo framvegis, en útgáfa sér-
stakra bótaskírteina er hætt.
Þess er eindregið óskað. að allir, ?em bví fá við komið. vitji bóta
eigi síðar en Iaugardaginn 26. marz, þar sem óhjákvæmilegt er
að hefja undirbúning útborgunar aprílbóta fyrr en venjulega vegna
páskahátíðarinnar.
TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS.