Þjóðviljinn - 09.03.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 09.03.1966, Blaðsíða 8
g SfÐA — ÞJÖÐVILJTNN — Miðvikudagar 9. marz 1066 • Bandarískur húmor • 1 kvöld klukkan 20.45 verð- ur kynningarkvöld á amerísk- jum bókmenntum og listum á vegum Upplýsingaþjónustu Bandaríkjanna hér. Kynningarkvöld þetta er annað í röðinni, og mun dr. Ralph L. Curry prófessor, sendikennari í amerískum bók- menntum við Háskóla íslands á vegum Fullbright-stofnunar- innar flytja fyrirlestur um ijAmerican Humor" með skýr- ingum af segulbandi. Ennfrem- ur verður sýnd hálfrar klukku- stundar kvikmynd um pólitísk- ar skop- og ádeilumyndir i Bandaríkjunum, er nefnist „Then Damn Pictures'*. Listkynning þessi fer fram i ameríska bókasafninu í Bænda- höllinni, Hagatorgi 1. • Sannleikurinn og launin Einn lesandi Þjóðviljans hef- ur sent eftirfarandi vísu um dóminn yfir Einari Braga: Siðferðíð hefur sadda gflatt, sulturinn blæs í kaunin. Við borgum fyrir að segja satt, svikarinn hlýtur launin. P. Þ • Flutningur • í Þjóðviljanum 4. marz sl. var komizt svo að orði í grein um sölu rjkisjarða: „heimild fyrir ríkisstjórnina að selja Reyðarfjarðarhreprp jörð sem flutt var af þingmönnum Aust- fjarða í neðri deild“. Því er spurt: Varð ekki heldur þröngt um þá í þingsölunum bara í heild, er þingmenn Austur-fjörð- um frá fluttu jörð í neðri deild? Svar óskast • Trúlofun • Nýlega hafa opinberað trú- lofun sína, ungfrú Ingibjörg Gísladóttir afgreiðslustúlka, Hlégerði 14 Kópavogi, og Guðni Sigvaldason jámiðnaðarnemi, Teigagerði 13 Reykjavík. • Þankarúnir • Sé nokkuð óhrjálegra en samvizka sem er til sölu, er það samvizka sem hægt er að leigja. Edouard Herriot franskur sfjórnmálamaður. • Fando og Lis Leikritin Fando og Lis eftir Arrabal og Amalía Odds Björnssonar sem Leikfclagið Gríma synir um þessar mundir í Tjarnarbæ, hafa vakið mikla athygli og umtal. Þykja ckki sízt aðallcikendur í Fando og Lis, þau Amar Jónsson og Maxgrét G uðmundsdóttir, sem sjást hér að ofan í hlutverk- um sínum, standa sig með prýði. Næsta sýning er annaðkvöld klukkan níu. • Ásgrímssýning framlengd • Geysileg aðsókn hefur verið að Afmælissýningu Ásgríms Jónssonar alla dagana sem hún hefur verið opin og verður hún því framlengd í tvo daga. Sýningin er í Bogasal Þjóðminjasafnsins óg verður opin í dag og á morgun kl. 2—10. — Myndin hér að ofan er af Höllu F.ialla-Eyvindar, elzta málverkinu á sýningunni. • Kirkjugarðs- þankar • Eftirlitsmaður kirkjugarða flytur ermdi sem hann néfnir Þrjár álnir lands, en það er sá skiki, sem okkur hvérjum og einum er úthlutað að þessa heims veru lokinni og fáum að halda þar til garðurinn er full- ur, gömlu leiðin gleymd og farið að bæta öðrum líkum of- aná — eða gera garðinn að skrúðgarði. Smásaga kvöldsins er eftir Bandaríkjamanninn Hannibal Hamlin Garland. sem héfur í sögum sínum fyrst og fremst lýst lífi bænda á síðari hluta 19. aldar á víðáttumiklum landbúnaðarsvæðum vesturríkj- anna. Lög unga fólksins og Daglegt mál er vafalaust það af kvöld- dagskránni, sem vendilegast er hlustað á af unnendum þátt- anna, hvors um sig. 13.00 Við vinnuna. 14.40 Sigríður Thorlacius les skáldsöguna Þei, hann hlustar. 15.00 Miðdegisútvarp. Þuríður Pálsdóttir syngur. Philharrp,- v, onía leikur Sigurð Jórsala- fara eftir Grieg; Weldon stjórnar. Schúler, Sendero- vitz og Bengtsson leika Tríó fyrir píanó og selló (K542) eftir Mozart. 16.00 Síðdegisútvarp Linden, Conniff, Blue Jeans, Cleban- off-hljómsv.. Statler-hljómsv. The Bachelors o. fl. syngja og leika. 17.20 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 17.40 Þingfréttir. 18.00 Utvarpssaga bamánna; — Flóttinn. 18.30 Tónleikar. 20.05 Efst á baugi. 20.35 Þrjár álnir lands. Aðálst. Steindórsson eftirlitsmaður kirkjugarða flytur erindi. 21.00 Lög unga fólksins. Berg- ur Guðnason kynnir. 22.05 Lestur Passiusálma. 22.20 Frú Ripley tekst ferð á á hendur, smásága eftir H. Garland. fyrri hluti. Þýðandi Ragnheiður Jónsd. Lesgri: Anna Guðmundsd. leikkona. 22.45 Tónverk fyrir tvö píanó og fjórhentan píanóleik eft- Stravinsky.. Arthur Gold og Fizdale leika. a) Konsert fyr- ir tvö píanó. b) Átta smálög fyrir fjórhentan píanóleik. c) Sónötu fyrir tvö píanó. 23.25 Dagskrárlok. GRÖÐUR- ocr:y JL KflZuns FERÐASAGA FRÁ TÍBET Eftir STUART og ROMA GELDER 37 ámælis vert fyrir stjóm Bret- lands. Jafnframt (og lét sér ekki fyrir brjósti brenna að segja þetta, eins og honum hafi verið ókunnugt um tildrög þess, að ferðin til Lhasa var farin) segir hann það vera hörmu- légast af öllum villum þeirra, gð þeir skyldu láta sér hug- kvæmast, að „segja stríð á hendur mesta stórveldi nútím- gns, án þess að eiga skárra til vopnagerðar en handsnúið hjól og stálsmiðju sem stjórnað var af jámsmið sem játaði múh- ameðstrú.** Honum þótti sá „sauðþrái Tíbeta, að vilja reyna að verjast brezkri innrás í landið allt að því átakanlegur.** Honum þótti sem landinu væri í heild sinni vel stjórnað, og vel farið með fólkið, en bætti því raunar við: „Því eraðvísuekki leyft að taka fram fyrir hend- ur þeim sem völdin hafa, en meðan það lætur sér lynda að halda sér innan þeirra tak- marka sem aðstaða þess (á- nauðin) býður því, og um fram allt. forðast að móðga valdhaf- ana (andmæla ánauð sinni), mega þeir una góðri ævi undir leiðsögn yfirboðara sinna“. Ekki þótti rithöfundi þessum kenna neinnar mótsagnar við orð sín í því, að landinu var stjórnað af tveimur stéttum, „landeig- endum og prestum, sem hvor um sig beita valdi sínu óskor- að þar sem það nær ti.l, og tjáir engum að leita réttar síns gagnvart þeim“. Ekki heldur í því. „að sjá þessa einstæðu bændaþjóð svo sokkna í hjátrú sem mest mátti verða, en án allrar dýpri trúarsannfæringar eða hjátrúartilfinninga, vera kúgaða af svo ofvöxnum munk- lifum og prestaveldi sem hvergi eru til dæmi um annarsstaðar.** Þessir valdhafar, segir O'Connor, eiga í því sammerkt við þá sem réðu fyrir Evrópu á miðöldum, að „þeir hafa gert sér ótal tæki til áþjánar, logiö upp svívirðilegum helgisögnum og gefið allri hjátrú og hindur- vitnum byr undir vængi.“ Meira en 100000 munkar, — flokkur heimtufrekra slæpingja — voru dæmdir til aðgerða- leysis meðan þeir létu ófrjálsa menn vinna fyrir sér á jörðum sem þeir töldu sig eiga. En auk þess sem O’Connor taldi vera hið löglega eignar- hald þeirra, þótti honum þeir taka stórar fúlgur árlega fyrir prestsverk sín við barnsfæð- ingar, andlát, giftingar og messur á hátíðum. — Enginn fastur taxti var til, og tak- markaðist þetta því einungis við geðþótta prestanna og að hinu leytinu það hvað sá sem átti að greiða, hefur til. Til þess að skilja hvernig klaustr- in útsugu fólkið, segir hann ennfremur, er nóg að koma í eitt af hinum stærri klaustrum og skoða hvílíkur reginmunur er að þessum stórkostlegu hús- um með öllu því ‘skrauti, sem þar hleözt upp, og hcimilum jafnvel hinna bezt stæðu af leikmönnum. Þessi frásögn Waddells lækn- is var gefin út 1895. Landon og O'Connor skrifuðu sína sögu um ferðina til Lhasa árið 1905. Ekkert breyttist fyrr en kín- verskir kommúnistar komu til Tíbet 1951. Engar gagngerðar breytingar urðu fyrr en 1959, þegar fjórtándi Dalai Lama og þeir sem þátt höfðu tekið i uppreisninni með honum, flýðu úr Iandi. Kínverjar höfðu þang- að til, bæði sjálfir og þeir yf- irmenn úr prestastétt og leik- manna, sem þá studdu, reynt að koma á umbótum með for- tölum. T.d. voru vextir lækk- aðir, spítalar og skólar byggð- ir og vegir lagðir, svo nú var í fyrsta sinn í sögu landsins akfær vegur þangað frá öðr- um löndum. En engin bylting, hvorki þjóðfélagsleg, trúarleg né fjárhagsleg, gerðist fyrr en eftir árið 1959. Árið 1962, þegar við komum til Tíbet, voru fram- farir að aukast, en samt varð þarna fyrir okkur land, þar sem allt hafði staðið í sömu sporum í margar aldir. Fyrir utan það, að munkar hafa nú orðið ekkert sérstakt vald yfir fólkinu að lögum, og að klaustrin eru færri og mann- færri hvert um sig, en áður var, eru trúarbrögðin hin sömu sem þau voru. Þrjátíu árum eftir að Landon, Waddel og O’Connor skrifuðu um það sem fyrir þá bar í Tíbet, segir Spencer Chapman svo frá: — Ekki eyöa munkarnir tíma sínum í það að leiðbeina fólkinu eða að mennta það. og fær það heldur að taka þátt f 'J£ssu hjá þeim. Munkur lítui* cl*ri við betlara, sem hansi' «nætir á leið sinni. Þekking j'er séreign munkanna og til þess höfð að auka vald þeirra og auð. Þessi ferðamaður hitti þarna fyrir þjóðfélag þar sem mútur voru stundaðar eins og íþrótt, og samgrónar því. Munklifnað- ur, segir hann, hefur að ýmsu leyti breytzt til eldri hátta, og er nú svo komið að helmingur þjóðarinnar lifir snýkjulífi á hinum helmingnum, hinu vinn- andi fólki, sem einskis á úr- kosta sér til lausnar undan þessu fargi. Chapman kallar munkana f Drepung „óþvegnar hrokafullar afætur“. Og bætir þvi við að „aldrei hef ég séð svipljótari menn.“ Stundum kom þaðfyrir að munkur leit hann svo 'Jlu auga, að honum fannst sém væri þessi maður „bólginn af mannvonzku". „I>ví að líklega, segir hann, „hafa þeir séð að við (enska sendinefndin) vorum frá landi framfara og umbóta, og vissu sem var, að framfarir og umbætur hlytu að binda endi á vald þeirra.** Fólkið er nú ekki lengur of- urselt ágirndaræði prestanna, en þeim sem á þá vilja hlýða, er enn kennt, að til séu tuttugu og átta himnar af ýmsum gráð- um, og séu staðsettir 190000 km fyrir ofan dvalarstað óguðlegra anda, sem aldrei sitja á sátts- höfði við guðina. Af heitum helvítum eru 136 hvert upp af öð!3>. Hið efsta er 19000 km ifpHÍe neðan yfirborð jarðar. Ít*.ð neðsta er 64000 km íyrir 'oeðan yfirborð jarðar. Waddel Iæknir gizkaði á að hinir vitr- ari munkar tryðu því að þær skelfilegu píslir. sem útskúfaðir eru sagðir verða að þola um ■sllan aldur. væru ekki annað en sjúklegar ímyndanir manna, en almenningur og hinir heimskari af munkunum (miklu fleiri) tryðu því að þéttá væri raunverulegir dválarstaðir framliðinna og kvalirnar eintdig og mættu þeir eiga von á þvi- líkum refsingum. Verstar eru píslir þær, séín ætlaðar eru þeim sem háfa smánað Búddha, gert trúntli ó- gagn, eða reynt að gera það, eða úthellt blóði munlfH eða annars guðsmanns. Þéir éru settir í eilífan eld, sem aldréi slokknar, og aldrei geta þéir brunnið svo að eldurinn haldi ekki áfram að pína þá. Trú- villingar sem efas.t um sann- indi trúarbragðanna og þráttg um þetta við munkana, eru settir í voðalega potta úr járói og soðnir þar til eilífðar. En ekki eru allar píslir á eina og sömu lund. Sá sem sleppur við hið heita fær að kenna á hinu kalda Til eru átta helvíti svéll- og vesalingarnir sem þar lc'ida eru settir í ískalt vatn sem þeir sleppa aldrei úr. 06 sleppi einhver syndarinn við þessar voða-kárínur, þá gína samt við honum áttatíu og f jög- ur þúsund helvíti að auki. í öllum áttum, og kann að vérá að sums staðar séu pfslirnar eitthvað vægari. Sé maður ékki nógu vondur til að lenda í hél- víti. og ekki nógu góður til áð lenda f sælustað hólpinna, bá verður hann að draua. I bví á- standi hlýtur hann að hola ei- líft hungur og eilífan borsta. Sérstakar tpgundir af nfslurtl eru beim ætlaðar sem mi nízk-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.