Þjóðviljinn - 09.03.1966, Qupperneq 10
|0 SÍÐÁ — ÞJÓÐVrtJINN — Miðvífcadagur Á mara 1S«5
það réttlæti heimsókn á laugar-
dagskvöldi, en í svona umhverfi
er svo sem sama hver dagurinn
er. Hér eru viðskiptin ekki bund-
inn við tímann frá níu til fimm.
— Og þér líkar vel í vinn-
unni?
— Ég held nú það. Það er dá-
samlegt.
— Það var gott að heyra.
Kannski verðurðu komin í starf
í borginni áður en við er litið.
Hún yppti öxlum. Kannski.
Þegar ég er orðinn flínkari.
Við spjölluðum saman í svo
sem fimm mínúbur enn, aðallega
um starfið, en síðan sagði ég:
— Jæja, það er bezt ég sé ekki
að tefja þig lengur. Bella. Þú
þarft að flýta þér að hitta hann
Glegg vin þinn.
Hún flissaði.
— Ó, herra Carstairs.
— Ég treysti ekki þessum
gömlu dátum.
Hún flissaði aftur og ýtti hjól-
inu frá girðingunni.
— Að heyra iþetta!
Um leið og hún hjólaði af
stað kallaði ég til hennar:
— Gleymdu ekki að koma og
kveðja áður en þú byrjar að
vinna í borginni.
Hún hló til min yfir öxlina.
ÞRIÐJI KAFLI
Ég kom til Massey nokkru
eftir klukkan sex.
Bíll Davíðs stóð bakvið húsið,
og ég fór inn og spurði frú
Bates, hvort hann eða Anna
væru viðlátin.
— Þau eru á hliðarsvölunum.
Það hnussaði aðeins í henni.
^Með henni.
— Henni?
— Stúlkunni sem hann kom
með. Rétt eins og það v^ri ekki
nóg að gera —
Þetta var talsvert forvitnilegt,
fannst mér. Kannski hafði Da-
Hárgreiðslan
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Steinu oqr Dðdó
Laugavegi 18 III hæð ayftai
SlMI 24-6-16
P E R M A
Hárgreiðslu- og snyrtistofa
Garðsenda 21 SÍMI 33-968
DÖMVR
Hárgreiðsla við allra hæfi
TJARNARSTOFAN
Tjamargötu 10 Vonarstræt-
ismegin — Sími 14-6-62
Hárqreiðslustofa
Austurbæiar
María Guðmundsdóttir.
Laugavegi 13 Simi 14-6-58
Nuddstofan er á sama stað
víð komizt að þeirri niðurstöðu
að árás væri bezta vömin. Ég
bældi niður löngun mína til að
spyrja frú Bates hvemig stúlkan
væri, vegna þess að framkoma
hennar gaf til kynna að hún
væri ekki alveg hlutlaus í mál-
inu, og um leið kom Anna fram
í eldhúsið.
Hún var kuldalega fjarlægð,
en þó glaðari á einhvem dular-
fullan hátt. Það var eins og hún
byggi yfir einhverri duldri, innri
hamingju. Mér hafði stundum
fundizt þetta upp á síðkastið.
Hún brosti lítillega til mín.
— Sæll. Hvernig líður þér?
— Ágætlega, þökk fyrir. Ég
mundi hvemig ég hafði komið
fram við hana á fimmtudaginn,
en það var tilgangplaust að
bera fram afsökun. Ég kom með
salatskálina og hitt dótið.
Hún kinkaði kolli án þess að
spyrja, hvort ég hefði borðað
matinn eða fleygt honum. Senni-
lega stóð henni á sama. þegar
hún var búin að vinna góðverk-
ið með því að færa mér hann.
— Davíð er héma með vin-
konu sinni. Komdu og heilsaðu
upp á þau.
Ég gekk á eftir henni út á
hliðarsvalimar, þar sem stór
wistaria klifrar upp grindumar
og dreifir úr sér undir gluggan-
um á herbergi Masseys. Þær eru
golumegin og skugginn er alltaf
dásamlega svalur. Davíð teygði
úr sér í sólstól og við hliðina á
honum, á tágabekk, var ein sú
glæsilegasta stúlka sem ég hef
nokkum tíma séð. Ég ætla ekki
að reyna að lýsa henni í smá-
atriðum. Það væri mér ofviða.
Ég segði það eitt að hún var
með dýrlega ljóst hár, fullkom-
lega hirt og snyrt. Andlitssnyrt-
ing hennar var framkvæmd af
svo mikilli leikni og kunnáttu
að hún undirstrikaði aðeins full-
komnunina. Anna kynnti okkur.
— Jennifer MacDonald —
Jennifer, þetta er herra Oar-
stairs, nágranni okkar.
Hún lyfti hendinni og hreyfði
finguma. Það var glaðleg og
vingjarnleg hreyfing.
— Hæ. Það eruð þér sem tefl-
ið við herra Massey, er ekki
svo?
— Jú. satt er það. Því miður
er ég ekki sérlega snjall, en
kannski frambærilegur.
Bros hennar var viðfelldið, til-
gerSarlaust og hýrlegt, en eitt-
hvað í svip hennar varð til þess
að ósjálfrátt flaug mér í hug að
ég vildi ekki eiga hana að óvini.
Það var fremur að ég fyndi það
en sæi, eins og dulin grimmdin
undir mýkt kattarins .... Lið-
leg fegurð með hvassar klær....
Ég tók í höndina á Davíð.
Hann var stór og útitekinn og
hraustlegur eins og vanalega, en
augu hans voru dálítið þreytu-
leg og munnsvipur hans var
hörkulegri en mig minnti að
hann væri. Sennilega hafði hann
þegar lent í deilu við föður sinn.
Meðan við röbbuðum saman var
ég að velta þvl fyrir mér, hvern-
ig færi nú um ráðagerð Mass-
eys. Jennifer MacDonald var
varla þannig kvenmaður að
nokkur vildi skipta á henni og
fjárfúlgu. Og Davíð var ekki
sú manngerð — þessi dálítið
breytti Davíð — að hann tæki
slíkri tillögu með jafnaðargeði.
Ég þóttist viss um að fjárfúlgan
væri enn ósnert í skrifborði
Masseys.
Strax og ég kom upp til Mass-
eys, sá ég að hann var í upp-
námi. Mér lék forvitni á að vita
hvað gerzt hefði. en ég vissi að
það var tilgangslaust að reyna
að veiða það upp úr honum.
Ef hann vildi ekki segja mér
það, þá myndi hann ekki gera
það, og meira var ekki um það
5
að segja. Hann var jafnvel í
enn óskemmtilegra skapi en
vanalega.
Við tefldum ekki lengi. Það
var fum á mér vegna forvitn-
innar og hvorugur okkar ein-
beitti sér að skákinni. Klukkan
tíu setti ég niður taflmennina
og var feginn þvi að kvöldið var
liðið og ég gat komizt burt. Um
leið og ég opnaði dyrnar leit ég
á hann þar sem hann sat við
borðið með rýrar axlirnar í
hnipri og líkari páfagauk en
nokkru sinni fyrr. Þannig hafði
ég skilið við hann hundrað
sinnum.
— Jæja, það var rétt hjá þér
enn einu sinni með hækkunina á
ullarverðinu, sagði ég dálítið
fýlulega. Enn ein hækkun. En
það verð. Það stendur ekki —
Um leið kvað við skellur á
neðrj hæðinnj þegar eld-
húshurðin skelltist harkalega
aftur. Ég sneri mér við. Frú Bat-
es stóð fyrir neðan sitig.ann
og virtist bíða þess að ég færi,
svo að hún gæti læst. Hún taut-
aði eitthvað óþolinmóðlega og
ég flýtti mér að loka á eftir mér
og bjóða góða nótt í skyndi. Um
leið sá ég einhvern hreyfa
sig fyrir aftan mig, innar á pall-
inum. Dauf skíma barst upp frá
neðri hæðinni, nóg til þess að ég
þekkti önnu sem stóð fyrir ut-
an svefnherbergisdyrnar sínar.
Ég sagði í gamni:
— Ég verð víst að flýta mér
áður en frú Bates fleygir mér
út! Góða nótt. Anna.
Hún bauð góða nótt lágum
rómi og hvarf inn í herbergi
sitt, þótt mér hefði fundizt hún
vera á leiðinni út en ekki inn
þegar ég kom auga á hana.
Frú Bates var horfin þegar
ég kom niður, sennilega vegna
þess að hún var of geðill til að
tala kurteislega við mig. svo að
ég opnaði útidyrnar sjálfur.
Ég naut göngunnar heim. Það
var dálftið tunglsljós og vestan-"
vindurinn var snarpur og fersk-
ur.
Nokkru eftir klukkan níu
næsta morgun hringdi síminn
hjá mér. Ég hafði verið á fótum
góða stund — satt að segja hafði
ég ekki sofið mikið. Þegar ég
anzaði, þekkti ég ekki röddina
fyrst í stað. Hún var undarlega
hrjúf og annarleg.
— Davíð héma — Davíð Mass-
ey. Heyrðu — geturðu komið
yfirum undir eins?
— Hva — já, já. Er nokkuð
að?
— Já. Meira en það. Það ....
Það .... Fjandinn sjálfur, ég get
ekki talað um það í símann.
Ég skal koma á bílnum og sækja
þig núna. Er það í lagi?
— Auðvitiað. En ég get hæg-
lega gengið —
— Nei. ég sæki þig. Fljótlegra.
Hann lagði á.
Það var auðheyrt að hann var
í miklu uppnámi, svo að ég fór
strax útúr húsinu og gekk af
stað niður stíginn eins hratt og
ég gat og bíllinn kom í Ijós eft-
ir and'artak. Hann stanzaði áður
en hann kom alla leið til mín
og fór að reyna að snúa við í
þrengslunum — þetta var einn
af þessum löngu, fyrirferðar-
miklu bílum, sem hlaut að hafa
kostað Davíð dálaglega fúlgu.
Þegar ég var kominn að hon-
um, var hann búinn að snúa við
og ég settist inn. Við vorum
komnir af stað áður en ég var
búinn að loka.
Davíð hallaði sér fram yfir
stýrið. Hann var enn í náttföt-
um og andlit hans var mjög
fölt þótt útitekið væri.
— Það er skelfilegt sem kom-
ið hefur fyrir. Pabbi — þegar
frú Bates fór að vekja hann í
morgun — var hann, var hann —
— Var hann hvað, maðux?
Hann kyngdi og beit á jaxlinn.
— Hann er dáinn. Og ég fæ
ekki betur séð en það sé —
morð.
Við vorum þegar komnir hina
stuttu leið að húsinu og hann
var að stöðva bílinn. Ég sagði
ekkert fyrr en Davíð þaut út.
hljóp kringum bílinn og opnaði
dyrnar min megin og dró mig
næstum út. Þá tókst mér að
stama aulalega: Morð? Hamingj-
an góða, maður — ertu — ertu
viss um það?
— Það eina sem ég er viss um
er að hann er dáinn. En komdu
sjálfur og sjáðu —
Við flýttum okkur inn í hús-
ið. Rödd mín var ögn eðlilegri,
þegar ég spurði hvort búið væri
að senda eftir einhverjum —
lækni, lögreglu —? Davíð kink-
aði kolli.
— Anna var að hringja í
Brand þegar ég fór. Ef hann
hefur verið heima — sem ég
vona — þá kemur hann fljót-
lega.
Frú Bates var í anddyrinu,
tárvot í framan, fálmandi í
svuntu sína. Áður en hún gat
komið upp orði, kom Anna fram.
Hún virtist róleg — of róleg.
Sennilega hafði áfallið lamað
hana.
— Læknirinn kemur rétt
strax. sagði hún rólega og sneri
sér að Jennifer, sem hafði komið
fram á eftir henni og stóð á-
lengdar eins og hún vildi gjam-
an láta í Ijós samúð sína en
vissi ekki hvemig hún ætti að
fara að því. Báðar konumar
voru í morgunsloppum. Sloppur
Jennifer var glæsilegur og féll
4701 — „Þekkið þér mig ekki?“ spyr konungurínn lágt, þegar
hann kemur til Hafids. Svarið er drnmt. .„Ég man ekki eftir að
hafa nokkurntíma séð yður .... En þér eruð mjög líkur kon-
unginum ......“ Maðurinn rekur upp stór augu, þegar Akmed
hvíslar nokkrum orðum að honum. /.Getið þér ............ getið þér
sannað það ........?“ spyr hanrí æstur. Stór innsiglishringur á
vinstri hendi gestsins róar hann. Síðan setjast þeir inn í káet-
una og Hafid hlustar á sögu konungsins og áætlanir hans.
SKOTTA
— Ég neyðist til að segja þér upp Donni, enda þótt ég viti að
þú nærð þér aldrei eftir það.
GOSAR
FILMUR
Herrapeysur - Nylonúlpur
Skyrtur — Leðurjakkar. o.m.fl.
Liooar odyrar vorur.
Verzlunin Ö.L.
Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu)1.
BYGGINGA
VÖRUR
★ Asbe$t-plötur
★ Hör-plötur
★ Harðtex
★ Trétex
★ Gips þilplötur
★ Wellit-einangrunarplötur
★ Alu-kraft aluminpappír
til húsa-einangrunar
★ Þakpappi , tjöru og asfalt
★ lcopal pakpappi
★ Rúdugier
MARS TRADING CO. H.F.
KLAPPARSTÍG 20 SÍMI 17373