Þjóðviljinn - 16.03.1966, Side 1

Þjóðviljinn - 16.03.1966, Side 1
Pungar áhyggjur Natoríkja vegna ákvarSana Frakklands — Sjá síðu © Svara Austfirðingar með forgangsrétti heimabáta á síldarvertíðinni? Misrétti, óstjórn og klíku- skapur við loðnulöndunina Eftirtekja tollgæzlunnar á tvéim dögum: 1700 fíöskur og 94 þúsund sígurettur • Vlð tollleit í RANGÁ í fyrradag fundust um 400 flöskur af smygluðu áfengi og 54 þúsund stykki af sígarettum,. Hafði smyglgóssið verið falið í tómum vatnstanki aftast í skipinu. Þjóðviljipn átti í gær tal við Unnstein Beck tollgæzlu- stjóra og skýrði hann blaðinu svo frá að við leitina í Rangá hefðu tollþjónarnir fundið 348 flöskur af genever, 24 flöskur af vodka, 12 flöskur af gini og 12 flöskur af whiskí. Einnig fundu þeir 50 þúsund stykki af Camelsíga- rettum og fjögur þúsund stykki af Kentsígarettum. Rangá var að koma frá HoIIandi, Þýzkalandi og Bret- landi. Mál þetta var í rannsókn hjá tollgæzlunnj í gær en Unnsteinn bjóst við að senda það til sakadómara síðdegis í gær eða í dagi. Kvað hann það enn ekki Ijóst hverjir af skipverjum ættu smyglvarning þcnnan. Þá sagði Unnsteinn að tollgæzlan væri búin að afgreiða smyglmál Marzmanna til sakadómara og hafa fimm skip- verjar játað á sig að vera eigendur smyglgóssins. Sagði Unnsteinn að öll áhöfnin á togaranum nema skipstjórinn hefði verið búin að segja upp í mótmælaskyni við nýju tollareglugerðina, yfirmennirnir skriflega en hásetamir munnlega. f þessum tveim skipum hefur tollgæzlan fundið sam- tals um 1700 flöskur af áfengi og 94 þúsund stykki af siga- rettum. Fyrírspurn frá Birni Jóns- syni á þingi um verðlagsmál □ Sjómenn af loðnubátum hafa komið að máli við Þjóðviljann og deilt fast á skipulagsleysi, klíkuskap og mismunun við löndun á loðnu hér suð- vestanlands. Telja þeir að óstjóm og misrétti í löndunarmálunum hafi haft mikið veiðitap í för með sér, og löndunarreglur verksmiðjanna geti bitnað á síldarbátum úr þremur landsfjórðungum sem sækja munu til Austurlands á komandi síldarvertíð og landa á Austfjarðahöfnum. Fram er komin á alþingj svo- tfelld fyrirspurn um verðlags- mál til viðskiptamálaráðherra og er fyrirspumin flutt af Bimi Jónssyni: 1 \ Hvaða flokkar ' vöru og ÍJ þjónustu hafa frá 1. marz 1960 og þar til nú verið leystjj. undan verðlagsákvæð- um? Á hvaða flokkum vöru “/ og þjónustu hafa á- kvæði um álagningu í heild- Fylgt eftir olíubanni MALGASÍA — Madagaskar) hefur leyft Bretum að hafa flug- stöð á eynni til að fylgjast með bönnuðum olíuflutningum til Ródesíu um Mozambique. sölu og smásölu verið rýmk- uð frá 1. marz 1960 og þar til nú. og hverjar eru breyt- ingarnar í hverjum flokki? Á hvaða flokkum vöru u) og þjónustu hafa á- kvæði um álagningu í heild- sölu og smásölu verig þrengd frá 1. marz 1960 og þar til nú, og hverjar eru breytingarnar í hverjum flokki? Æ \ Hvert er áætlað heýld- uc) söluverðmæti til neyt- enda, miðað við sömu flokka o-g áður er spurt um; a) Þei,rrar vöru og þjónustu, sem leyst hefur verið und- an verðliagsákvæðum ? b) Þeirrar vöru og þjónustu, sem verðlag'S'á'kviæði hiafa verið þrengd é? Vitað var löngu fyrir vertíð að fleiri bátar yrðu gerðir út á loðnu en nokkru sinni fyrr og allar horfur á að meira magn myndi berast á land en áður. Til þess er þróarrými á Suðvestur- landi alltof lítið og hlaut að koma til vandræða. Þegar loðnuveiðin komst vel í gang var mikilli loðnu landað í Reykjavík, og það eins af að- komubátum, svo sem bátum frá Akranesi og Vestmannaeyjum, og fór brátt svo að allt þróarrými í Reykjavík var notað. Þá gátu aðkomubátarnir haldið áfram af fullum krafti því þeir áttu þró- arrými ónotað heima fyrir og lokuðu nú að langmestu leyti á aðkomubáta þangað, svo sem á Akranesi og í Vestmannaeyjum, nema nokkra sem virðast hvar- vetna í sérstakri náð fyrir ein- hvern klíkuskap útgerðarmanna þeirra og verksmiðjanna. Forgangsréttur að löndun Þannig var það dagana þrjá sem mokfiskaðist á Vestmanna- eyjamiðum. Heimabátar í Vest- mannaeyjum áttu tveggja tima stím inn með sína veiði, en bát- ar annars staðar að urðu að gera svo vel og sigla á Faxaflóahafn- ir. Eins má heita að lokað hafi verið á aðkomubáta á Akranesi nema einstaka klíkubát, enda þótt Akranesbátar hafi óspart landað í Reykjavík. Þessar aðgerðir vöktu mikla óánægju á Reykjavíkurbátunum og öðrum aðkomubátum og varð það loks til þess að Síldarverk- smiðjan á Kletti gaf út þá yfir- lýsingu að Reykjavíkurbátar skyldu hafa forgangsrétt að lönd- un í Reykjavík svo og bátar sem landa vertíðarfiski í Reykjavík, þó skráðir séu annars staðar. Þetta hefur þó virzt eitthvað bila í framkvæmdinni og óá- nægjan haldið áfram. 36 Hvað gera Austfirðingar næsta sumar? Sjómennirnir sem áttu tal við Þjóðviljann sögðu að svipað hefði komið fyrir fyrir tveimur árum á Austfjörðum, að tryggja hefði átt heimabátum forgangsrétt til löndunar. En það hefði vakið svo mikla óánægju, að því hefði ver- ið hætt. Undanfarið hafi það verið regla um alla Austfirði á síldarvertíðinni að hver sá bát- ur sem meldar sig við bryggju fær löndun, og bátar eru af- greiddir í þeirri röð sem þeir koma. Þetta er alger’ andstaða við þann hátt sem hér hefur verið hafður á loðnulönduninni. Þó að bátur tilkynni komu sína á hann ekki víst að fá löndun, og getur jafnvel orðið að snúa burt, eða þá að hætt er löndun upp úr bát í miðju kafi eins og komið hefur- fyrir. Og hvers konar klíkuskapur virðist ráða með það í hverri röð bátar eru teknir. Menn þurfa að liggja í tal- stöðvunum og biðja og dekstra verksmiðjuherrana um löndun, eins og verið sé að biðja um einhvern stórgreiða. Nú eru sex stórir Austfjarða- bátar á loðnuveiðum hér við Suðvesturland og hafa þeir meira og minna orðið fyrir barðinu á þessu misrétti og klíkuskap með löndunina. Telja sjómenn ekki ó- líklegt að Austfirðingar svari að einhverju leyti í sömu mynt næsta sumar á síldarvertíðinni og gæti þá klíkuskapurinn og misréttið hér hefnt sín á að- komubátunum sem sækja til austurmiða hundruðum saman Framhald á 7. síðu. og sýnir hluta af loðnuaflanum. Nýstjórn íBe/gíu BRUSSEL 15/3 — TVeir stærstu borgaraflokarnir í Bel'gíu á- kváðu í dag að mynda sam- steypustjórn Off er b&r með iok- ið 34 daga stjómarkreppu. — Flokkamir tveir eiga 125 full- trúa á þingj af 225 — Krjstilegi sósíali flokkurinn 77 og Frjáls- lyndir 48. Kristilegir voru áður í stjórn með sósíalistum, og er í flokkn- um lítil hrifning með hina nýju samstarfsmenn einkum eru vinstrimenn innan hanis óánægð- ir. Formaður kristilegra. Paul van den Boeynants, sem verður forsætisráðherra hinnar nýju stjómar, sagði í dag að enginn sinna manna væri sérlega hrif- inn an landið þyrfti stjóm og betrj lausn hefði ekki fundizt. AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/ Hitaveitustokkur í Smá- löndum opinn á annað ár jkj Það er nú liðið á annað ár síðan kviknaði í einangr- unarefni í hitaveitustokknum, sem liggur um Smálönd og kom Slökkviliðið á vettvang á sínum tíma og varð þá að rífa nokkrar af hinum steyptu plötum ofan af stokknum. ■jtr! Síðan hafa hitaveiturörin staðið þama ber á nokkuð löngum kafla og gætir þess aðallega á tveim stöðum og vitaskuld orsakað óþarfa hita- táp, til dæmis í frostaköflun- um I vetur. Þá sækja krakkar þarna 0 Svona hafa hitaveiturörin staðið ber í allan vetur og enginn fæst til þess að kippa hlutunum I lag. nokkuð og voru til dæmis þriggja, fjögurra og fimm ára krakkar að skriða ofan í stokknum skömmu eftir há- degi í gær og hverfa langt inn í stokkinn og geta orðið sér að skaða. ■Jr! Við höfðum tal af konu nokkurri, sem býr þarna við Urðarbraut og kvað hún marga íbúa í nærliggjandi húsum hafa hringt á liðnu ári ýmist til Hitaveitunnar, Slökkviliðsins eða lögreglunn- ar og auk þess haft tal af ýmsum borgarstarfsmönnum. *! Allir vísa frá sér og eng- inn virðist vera ábyrgur fyrir lagfæringum og eru margir orðnir langþreyttir á þessum seinagangj og hvernig þetta er látið drabbast niður i hirðuleysi. '• - \W\VWV'VVWWWWWWV\'V\WW\WVW\WVV\W\\WVVWWWW\V\'V\.WWVVVVV\ wwwwv Þessi mynd er tekin, í gærdag við Faxaverksmiðj una í Örfirisey sem hefur borizt á Iand síðustu daga. — (Ljósm. Þjóðv. G. M.).

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.