Þjóðviljinn - 16.03.1966, Síða 4
4 SlÐA — ÞJÖÐVILJINN — Miðvikudagur 16. marz 1966.
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: ívar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jé’iannesson.
Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 línur). Áskriftarverð kr. 95.00 á mánuði.
Eining og stórhuga stefua
rJ'lalsvert hefur verið ritað og rætt í tilefni af fimm-
tíu ára afmæli Alþýðusambandsins og Alþýðu-
flokksins. Ekki er ólíklegt að síðar meir verði eitt
hið forvitnilegasta af þeim greinum talin löng
tímaritsgrein eftir Einar Olgeirsson sem birt er í
nýútkomnu hefti tímaritsins Réttar. Höfundur nefn-
ir hana „Hugleiðing um hálfrar aldar reynslu ís-
lenzkrar verkalýðshreyfingar á nokkrum sviðum”.
Fyrstu tveir kaflarnir voru birtir í afmælisblaði
Þjóðviljans. í framhaldinu fjallar Einar um „átökin
um fagleg og pólitísk skipulagsmál verkalýðsins"
um „verkalýðshreyfinguna og þjóðfrelsið", og um
„aflgjafann í rismesta skáldskapartímabilinu.”
| kaflanum um skipulagsmál verkalýðshreyfingar-
innar rekur Einar í aðaldráttum hvernig skipu-
lagi Alþýðusambandsins var breytt, en bætir við
að „eftir 1942 hafa hins vegar hin pólitísku skipu-
lagsmál verkalýðshreyfingarinnar ekki fundið
neina endanlega lausn", og rifjar upp að ýmsar
tilraunir til samstöðu Alþýðuflokksins og Sósíalista-
flokksins á þessu skeiði hafi mistekizt. Þó telur
höfundur að það ástand þurfi ekki að standa um
alla framtíð, og segir m.a. um skipulagsmálin:
J]inar segir þar: „Eftir 1963 er þetta ástand hins
vegar allt að gerbreytast. Samtímis því sem
kalda stríðinu linnir erlendis, hefur hættan á borg-
aralegu tvíflokkakerfi á íslandi, sem Framsókn tók
auðsjáanlega að stefna að eftir kosningarnar 1963,
vakið marga menn í verkalýðsflokkunum til um-
hugsunar um nauðsyn pólitísks samstarfs og ein-
ingar í verkalýðshreyfingunni. Samtímis hefur og
hjaðningavígum í verkalýðshreyfingunni slotað
nokkuð og grundvöllur til samstarfs verkalýðsflokk-
anna skapazt þar. Og í hörðum átökum við at-
vinnurekendur 1963—1965 hafa báðir verkalýðs-
flokkarnir hvað eftir annað staðið saman. Reynsla
íslenzks verkalýðs í pólitískum skipulagsmálum
sínum ætti að sanna öllum sem honum vilja vel
hve vandasöm þau mál eru meðferðar. Líklegt þyk-
ir mér að heppilecrast form pólitísks samstarfs alls
verkalýðs og sósíalista á íslandi yrði fyrst um sinn,
— eftir að samstaða hefur fengizt um málefnin,
sem auðvitað er undirstaðan, — svipað og brezki
Verkamannaflokkurinn, Labour Party, hefur: heild-
arflokkur í formi kosningabandalags, sem hefur
innan sinna vébanda flokksfélög og heila flokka,
en er sameinaður þingflokkur er veitir meðlimum
sínum víðtækt frelsi til skiptra skoðana, hópmynd-
ana og blaoa- eða tímaritsútgáfu, en sameinar þó
stéttarhreyfinguna að mjög miklu leyti pólitískt.
JJöfundur tekur fram um greinina að hún sé aðeins
persónulegar hugleiðinaar sínar „sem þátttak-
anda í þessari hreyfingu í 45 ár, síður en svo þaul-
hugsaðar, þaðan af síður ræddar við aðra". 0o
hann lýkur grein sinni með því að í ár sé bað
„fyrst og fremst kall nútímans, hróp hinnar !íð-
andi stundar, sem samtök alþýðunnar þurfa að
heyra, krafa tímans um einingu albvðunnar, um
stórhuga steínu hennar um forystu hennar fyrir
þjóðinni". Og þau verði að læra af reynslunni, eigi
þau að rata leiðina til framtíðarinnar. — s
Rá&uneyti gerir grein fyrir
innflutningi á fóðurbæti
Viðskiptamálaráðuneytið hef-
ur sent frá sér svofellda grein-
argerð um innflutning á fóður-
bæti:
Síðan árið 1957 hefur ríkis-
stjórnin gert árlega samningvið
stjórn Bandaríkjanna um kaup
á umframbirgðum af landbún-
aðarafurðum, aðallega kornvör-
um, tóbaki, smjörlíkisolíum og
hrísgrjónum. Aðalkostur við
þessa samninga frá sjónarmiði
Islendinga er, að andvirði af-
urðanna er að miklu leyti veitt
sem lán með hagkvæmum kjör-
um og hefur því verið endur-
lánað til ýmissa mikilvægra
framkvæmda í þágu landbúnað-
arins, til hitaveitu Reykjavíkur,
rafvæðingar, hafnargerða, iðn-
aðar og fiskimjölsverksmiðja.
Við setningu Búnaðarþings,
gagnrýndi formaður Búnaðarfé-
lagsins, Þorsteinn Sigurðsson,
þennan samning og vörukaupin
samkvæmt honum og sagði m.
a.: „Vitað er, að samningur sá,
sem um langt tímabil hefur
Ráðstafanir gegn óhreinkun sjávar
Bannsvæðfö umhverfís ísland
stækki úr 50 i 100 mí/ur
verið gerður við Bandarikin um
innflutning fóðurmjöls þaðan,
er bændum óhagstæður, bæði
hvað gæði og verðlag snertir“.
Fóðurbætiskaup eru algjör-
lega í höndum innflytjenda, en
í samvinnu við þá hafa inn-
flutningsyfirvöldin beint inn-
kaupum á fóðurbæti einkum
til Bandaríkjanna til að hægt
sé að standa við skuldbinding-
ar fyrrnefnds samnings. Sam-
kvæmt honum eru keypt árlega
um 10000 tonn af ómöluðum
maís eða maísmjöli, en verð
og gæði er það sama og á hin-
um frjálsa -markaði á hverjum
tíma. Auk þess er gert ráð
fyrir, að um 15000 tonn af
bandarískum . fóðurbæti séu
keypt á venjulegan hátt og er
það ekki bundið við ákveðnar
tegundir.
Afstaða innflutningsyfirvald-
anna til þessara viðskipta hef-
ur verið, að fóðurbætiskaupin
yrðu að vera á allan háttsam-
bærileg og jafn hagstæð og ó-
samningsbundin fóðurbætis-
kaup og hafa innflytjendur yf-
irleitt talið, að svo væri. Visst
óhagræði er þó fyrir innflytj-
endur, að geta aðeins keypt
þær tegundir fóðurbætis sam-
kvæmt samningnum, sem eru
til umframbirgðir af, en þetta
hafa þeir ekki talið næga á-
stæðu til að fara fram á, að
hætt verði við þessi viðskipti,
sem hafa þegar á allt er litið
verið mjög hagkvæm. Hefur
því nýr samningur verið gerð-
ur fyrir árið 1966 í samráði
við innflytjendur.
Minnzt hefur verið á aðend-
urbæta þurfi flutningsfyrir-
Island, Norður-Atlantshafssvæðið og 50 mílna svæði umhverfis
Grænland.
í fyrradag kom fram á al-
þingi frumvarp til laga um
heimild fyrir ríkisstjómina til
að staðfestá fyrr Islands hönd
breytingar frá 1962 á alþjóða-
samþykkt frá 12. maí 1954 um .
vamir gegn óhreinkun sjávar
af völdum. olíu cg setja reglur
um frekari varnir gegn slikri
óhreinkun sjávarins. I athuga-
semd með frumvarpinu segir
að þær breytingar sem frum-
varpið gerir ráð fyrir á samn-
ingnum frá 1954 gengi allar í
þá átt að komið verði í veg
fyrir óhreinkun sjávarins af
völdum olíu frekar en unnt er
skv. gildandi reglum. Er ráð
fyrir því gert að stækka bann-
svæðið við Island úr 50 í 100
mílur og er miðað við vega-
lengd þaðan, sem stytzt er til
lands meðfram strönd íslands.
En með „bannsvseði“ er átt við
svæði þar sem sérstakar reglur
verður að hafa til hliðsjónar
við losun og lestun olíu.
Þá er í frumvarpinu gert
ráð fyrir að eftirleiðis nægi að
auglýsa breytingar á samningn-
um í C-deild stjómartíðinda.
— Samningurinn er prentaður
sem fylgiskjal með frumvarp-
StohaSur verðilána-
sjóður sveitarfélaga
Fram hefur komið frá ríkis-
stjórninni frumvarp til laga um
lánasjóð sveitarfélaga, en frum-
varp að mestu samhljóða þessu
var flutt í fyrra en náði ekki
þinglegri afgreiðslu. Skv. grein-
argerð frumvarpsins er aðal-
breytingin í því fólgin að í
þessu frumvarpi er ekki gert
ráð fyrir ákveðnu framlagi til
lánasjóðsins úr ríkissjóði, en í
frumvarpinu í fyrra var gert
ráð fyrir 15 milj. kr. árlegu
framlagi úr ríkissjóði. í þessu
frumvarpi er gert ráð fyrir að
framlögin verði ákveðin á fjár-
lögum hverju sinni. Ýmsar fleiri
breytingar hafa verið gerðar á
frumvárpinu frá í fyrra.
f 2. grein frumvarpsins segir
að hlutverk sjóðsins skuli vera:
1. Að veita sveitarfélögum
stofnlán til nauðsynlegra fram-
kvæmda eða fjárfestingar, sem
eru svo kostnaðarsamar, að fjár
til þeirra verði ekki aflað af
tekjum sveitarfélagsins, nema á
löngum tíma. Ennfremur að að-
stoða sveitarfélög við öflun
stofnlána og hafa milligöngu um
töku þeirra. — 2. Að annast
samninga við lánastofnanir um
bætt lánakjör sveitarfélaga, sem
búa, við óhagstæð lánakjör og
óska aðstoðar sjóðsins í þessu
skyni, eða veita þeim, eftir því
sem fært er, lán til greiðslu ó-
hagstæðra lána, ef samningar
takast ekki um bætt lánakjör
við hlutaðeigandi lánastofnanir.
— 3. Að aðstoða sveitarfélög við
útvegun nauðsynlegra rekstrar-
lána hjá bönkum og sparisjóð-
um. — 4. Að stuðla að því að
sveitarfélögin verði traustir oe
skilvísir lántakendur, sem þurfi
ekki að setja tryggingar fyrir
lánum, sem þeim eru veitt,
nema sérstaklega standi á.
komulag á fóðurkorni til lands-
ins og dreifingu þess innan-
lands. En hinn margnefndi
samningur útilokar ekki slíka
endurbót, af því að heimilt er
að kaupa samkvæmt honum ó-
malaðan maís engu síður en
maísmjöl.
Ummæli Þorsteins Sigurðsson-
ar virðast byggð á upplýsingum
nýs innflytjanda um fóðurbæt-
iskaup frá Hollandi, því að
hann segir: „Það er staðreynd
nú, að væri um frjálsa fóður-
bætisverzlun að ræða, væri
hægt að kaupa 1. fl. fóður-
blöndu frá Vestur-Evrópu fyr-
ir 1500 kr. lægra verð hvert
tonn, heldur en fóðurblandan
kostar hér. Mun sýnishorn hafa
komið til landsins, en sá inn-
flutningur stöðvaður, vegna
hins bandaríska samnings.“
Hér er átt við kaup á 300
tonnum af fóðurbæti, sem
keyptur var nýlega frá Hol-
landi án heimildar innflutn-
ingsyfirvaldanna. Það eð fóð-
urbætirinn var kominn til
landsins óskuðu innflutningsyf-
irvöldin þess, að stærstu inn-
flytjendurnir yfirtækju pöntun-
ina og önnuðust sölu hennar.
Hefur Samband fsl. sam-
vinnufélaga og Mjólkurfélag
Reykjavíkur tilkynnt viðskipta-
ráðuneytinu, að þau vilji ekki
taka að sér sölu á þessum fóð-
urbæti, því að hann reyndist
vera talsvert dýrari en fóður-
bætir sá, sem fyrirtækin hafa
á boðstólum. . Nákvæmur ‘ út-
reikningur sýndi, að heildsölu-
verð hollenzka fóðurbætisins
yrði 7138 krónur tonnið en til
samanburðar má geta þess, að
sambærileg kúafóðurblanda er
nú seld í Reykjavík á kr. 6372
krónur tonnið. Vegna flutn-
ingskostnaðar frá Reykjavík og
til ýmissa hafna úti á landi
er verðmunúrinn samt minni
þar. En þessar tölur sýna, að
staðhæfingar Þorsteins Sig-
urðssonar um fóðurbætisvið-
skiptin eru rangar og ekki á
rökum reistar.
* BILLINN
Rent an Icecar
Sími 1 8 8 3 3
Utbob
Óskað er tilboða í framkvæmdir við lagningu
vatnsveitu í Hnífsdal á komandi sumri.
Útboðsgagna má vitja á skrifstofu vora, Borgar-
túni 7, Reykjavík, gegn kr. 2000,00 skilatryggingu.
ánnkaupastofnun ríkisins.