Þjóðviljinn - 20.03.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.03.1966, Blaðsíða 3
Sunnudagur 20. marz 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA J UPPREISN GEGN VIDREISN jr A HVÍLDAR- DACINN Gróðatíð Á síðasta ári drógu íslend- ingar á land meira en eina miljón lesta af fiski. Er það langmesta aflamagn sem um gertur í sögu þjóðarinnar, og þegar um það er rætt þurfum við ekki að taka ýkjamikið til- lit til fólksfjölda í samanburðin- um við aðra; heildarafli okkar er hvorki meira né minna en fimmti hluti af heildarafla Sovétríkjanna. En sé tekið til- lit til fólksfjölda er hér um að ræða langsamlega mestu af- köst í fiskveiðum sem um get- ur í víðri veröld, og raunar mun erfitt að benda á nokkra atvinnugrein annarstaðar sem sé jafn arðsöm og sjávarútveg- urinn hér, skili jafn stórfelld- um árlegum verðmætum í sam- anburði við fjárfestingu — til að mynda er alúmínframleiðsla frumstæð atvinnugrein í sam- jöfnuði við fiskveiðar okkar, ef annars vegar er tekin fjár- festing og hinsvegar árleg verðmætasköpun. Það mikla aflamagn sem barst á land í fyrra er aðeins hámark í sam- felldri þróun sem staðið hefur árum saman. Og það er ekki magnið eitt sem verið hefur sjávarútveginum hagstætt; markaðir virðast takmarka- lausir í öllum áttum — og raunar hefur það verið eitt helzta vandamál sölumanna okkar, að viðskiptavinimir hafa heimtað meira magn af sumum fnamleiðsluvörum en við vorum menn til að láta af hendi. Og í þokkabót hefur verðið farið hækkandi um langt skeið, ár eftir ár, og það mun örar en bjartsýnustu ’ menn gat órað fyrir. Síðast en i ekki sízt hefur sjávarútvegur- inn þá vitneskju í bakhönd- * inrif'að með því að taka upþ' fiskiðnað með nútímasniði væri hægt að tvöfalda verð- mæti aflans — en sú aukning myndi jafngilda meira en fimm þúsund miljónum króna á ári miðað við verðlagið í fyrra. Fátækrastyrkur Ástæða væri til að ætla að atvinnugrein sem lifað hefur þvílíka happatíma væri vel á vegi stödd þangað streymdi fjármagn allra þeirra sem sækjast eftir gróða í þjóðfé- laginu, þar væru nægileg aura- ráð til þess að halda uppi hvers kyns tilraunastarfsemi i veiðum og fiskiðnaði, þar væru kjörin bezt og afkoman öruggust. En sú er sannarlega ekki raunin. Einmitt um þess- ar mundir liggur fyrir Alþingi Islendinga enn eitt frumvarp um sveitarstyrk handa s.jáv- arútveginum, í viðbót við mjög víðtækt og flókið uppbótakerfi sem þanizt hefur út á und- anfömum árum. Að þessu sinni 'nemur fátækrastyrkurinn 80 miljónum króna. og hann á að skiptast eftir ákveðnum framfærslureglum milli báta- flotans, togaranna og fiskiðnað- arins. Þannig gildir hér á Islandi það kynlega hagfræðilögmál að eftir því sem aflamagnið eykst. markaðir stækka og verðið hækkar, eftir því versn- ar afkoma sjávarútvegsins og hann þarf á þeim mun meiri fjárstuðhingi að halda Mun efnahagskerfi af þessu tagi naumast fyrirfinnanlegt í nokkru öðru landi. Soðning og makarín Ráðherrar okkar eru glögg- nkyggnir menn og framsýnir; um þessar mundir eru þrír mánuðir liðnir síðan Magnús Jónsson fjármálaráðherra spáði þvi á þingi að óhjákvæmilegt myndi verða að veita sjávar- útveginum aðstoð eftir áramót- in til þess að vega upp góðær- ið. En ráðherrann sagði jafn- framt að ekki myndi verða þörf neinnar nýrrar fjáröflunar í þvi skyni, enda var hann þá nýbúinn að leggja á 10 — 20 nýja skatta sem námu að verð- mæti mörgum hundruðum miljóna króna á ári og hækk- uðu flest sem hækkað varð, allt frá bensíni til raforku. En verðgildi ráðherraloforða er engu traustara en verðgildi krónunnar, og nú hefur ráð- herrann boðað nýjar og stór- felldar verðhækkanir til þess að standa undir góðærisstyrkn- um. Að þessu sinni er ætlun- in að hækka hversdagslegustu neyzluvörur í verði, einkanlega soðningu og makarín. Menn verða því að greiða fiskinn hærra verði sökum þess að aflinn hefur verið of mikill og gjalda þess í makarínsverði hvað þjóðartekjurnar hafa vaxið ört; þetta er íslenzka viðreisn- arútgáfan af hagfræðilögmál- inu um framboð og eftirspum. Hins vegar veit ráðherrann ekki ennþá hvað hann þarf að hækka vöruverðið mikið til þess að standa undir 80 milj- óna króna fátækrastyrk til sjávarútvegsins — munu vera uppi ýmsar kenningar um það efni frá 150 miljónum króna upp í 300 miljónir króna. Hringavitleysa Ástæðan til, þess að leggja þarf á vöruverðið margfalt hærri upphæð en þá sem nú á að koma til útborgunar úr ríkissjóði felst í sjálfu eðli við- reisnarinnar, óðaverðbólgunni. Soðning og makarín eru með- al þeirra vömtegunda sem mest áhrif hafa á vísitöluna, og þess vegna hefur verð á þeim vömm verið greitt niður til þess að reyna að klípa eitt- hvað af réttmætu kaupi launamanna. Þegar einmitt þessar vörur hækka mun vísi- talan því taka betur við sér en oftast endranær. Er launa- menn em búnir að bera verð- hækkanimar bótalaust í tvo mánuði eða svo, hækkar loks kaupgreiðsluvísitalan og þar með aUt kaupgjald að krónutölu. Útgjöld ríkissjóðs munu þá aukast um tugi miljóna kr. en atvinnurekendur munu um- svifalaust velta sínum útgjöld- um út í verðlagið og stuðla þannig að nýi-ri stökkbreytingu. vísitöluhækkun, kaupgjalds- hækkun, auknum útgjöldum ríkissjóðs, nýjum verðhækkun- um og þannig endalaust, líkt og það spil langavitleysa sem lyktar ekki fyrr en menn standa upp og fara. Af þessum sökum munu uppbætumar til sjávarútvegsins verða að engu innan tíðar og hann þarf að fá enn meiri aðs-toð úr ríkis- sjóði eftir skamma stund. Það er þetta sjálfvirka galihús við- reisnarinnar sem veldur því að ráðherramir em nú að vega og meta hvað þeir þurfi mikla varasjóði til þess að geta hald- ið vitleysunni gangandi svo sem fram að næstu áramótum. Mongunblaðið hefur að und- anförnu haft miklar mætur á þeim orðum rússneska rithöf- undarins Tarsis að hvergi geti ungum Ijóðskáldum liðið bet- ur í Rússlandi en á geðveikra- hælum. Þegar hann kemur hingað ættu gestgjafarnir að segja honum svolítið frá efna- hagskerfinu á Islandi svo að hann kunni vel við sig. Engir raunveru- legir kjara- samningar A það hefur oft verið lögð áherzla í þessum pistlum að í óðaverðbólgunni birtist stétta- baráttan í afiskræmislegri mynd hún sé ábyrgðarlaus aðferð at- vinnurekenda og stjórnarvalda við að svíkja kjarasamninga og raunar sjálf gróðamyndunar- aðferðin í íslenzku þjóðfélagi. Segja má að engir raunveruleg- ir kjarasamningar hafi verið gerðir á Islandi um mjög langt skeið. Ef verklýðsfélag sem- ur um kauphækkun er sá samningur þvi aðeins raun- verulegur að atvinnurekendur taki að sér að greiða kaup- hækkunina; í þvílíkri samn- ingsgerð á að vera fólgin til- færsla á fjármunum til verka- fólks frá atvinnurekendum. En slíkir samningar eru óþekkt fyrirbæri á Islandi. Atvinnu- rekendur hafa að vísu verið æ fúsari til að undirrita kaup- hækkanir á pappírnum en þeir greiða ekki eyri af þeim sjálf- ir; þeir velta upphæðinni allri umsvifalaust yfir á viðskipta- vini sína — og raunar oftast ríflega það. Þegar ríkissjóður semur við starfsmenn sína um kauphækkanir veltir hann upphæðinni á sama hátt yfir á þegna sína í auknum álög- um. Þeir atvinnurekendur sem framleiða fyrir erlendan mark- að eru hinir einu sem ekki geta viðhaft þessa aðferð — og einmitt þess vegna þurfa þeir að fá hallærisaðstoð á mestu góðæristímum _ sem sjáv- arútvegurinn hefur liaft kynni af, og á þann hátt er þeim kauphækkunum einnig velt yf- ir á almenninig. Og hringekja óðaverðbólgunnar snýst hrað- ar og hraðar. í sjónhendingu Stundum segjast stjómar- herramir hafa áhyggjur af óðaverðbólgunni og vilja gera ráðstafanir til að hefta hana. Svo var til að mynda þegar þeir tóku upp á því að vísi- tölubinda húsnæðislán til al- mennings — þeim var það auðvitað áhyggjuefni ef ó- breyttir þegnar gætu notað verðbólguvitleysuna til þess að létta örlítið þann vanda að eignast þak yfir höfuðið. En einmitt sú ráðabreytni sýnir áhrif óðaverðbólgunnar í sjón- hendingu. Lán þau sem þannig eru fá- anleg nema 280.000 krónum og eiga að greiðast upp á 25 ár- um. Ef lánakjörin væru með eðlilegum hætti og jöfnum árs- greiðslum myndi lántakandinn standa undir byrði sinni með þvf að greiða kr. 18.398 á ári hverju. En með vísitöluskuld- bindingu er annafi upp; á teningnum. Sé reiknað með því að verðbólgan aukist um 10% á ári — eins og hún hef- ur gert í hálfan annan áratug — líta greiðslur lántakandans þannig út: Á tíunda ári verður hann að greiða kr. 47.656 í afborg- anir, vexti og vísitölubætur. Á fimmtánda ári verður hann að grciða kr. 76,912. Á tuttugasta ári verður hann að greiða kr. 123.832. Á tuttugasta og fimmta ári verður hann að greiða kr. 199.272. Þegar maðurfnn er búinn að greiða síhækkandi upphæð- ir í 24 ár verður hann sem sé að bæta við lokagreiðslu sem nemur nær 200 þúsundum króna, til þes, að standa undir láni sem upphaflega nam 280 þúsundum. þá hefur hann sam- tais borgað á þrfðju mjljón króna! Þetta er ekkert dæmi sem búið er til af spéskap, heldur íslenzk lög, sett af viðreisnar- stjóminni. Farið heilar, fornu dyggðir Sýnist mönnum þetta fárán- legur og óframkvæmanlegur þjófnaður skyldu þeir minnast þess að nákvæmlega hliðstætt fjármunarán hefur verið fram- kvæmt á ári hverju síðan verð- bólguþróunin hófst. Sérstaklega hefur verið stolið frá öllum þeim sem ástunda fomar dyggðir og hafa reynt að safna sér sparifé til einhverra meiri háttar þarfa eða til elli- áranna; um leið og þvílíkir peningar hafa verið lagðir inn á banka eða í aðra fjármála- stofnun hafa þeir verið komnir í ræningjahendur, og eftir því sem þeir vom lengur geymdir á ábyrgð stjómarvaldanna fékkst minna endurgreitt. Ég veit um mann sem keypti sér líftryggingu ungur, og var þá svo snauður að hann varð ein- att að hætta við að kaupa sér föt til þess að geta staðið í skilum með iðgjaldið. Þegar hann fékk líftrygginguna greidda fyrir nokkmm ámm nægði hún nákvæmlega fyrir einum fötum. Samskonar rán er framkvæmit daglangt og ár- langt frá öllu launafólki; sú upphæð sem menn fá í launa- umslögum á föstudegi er orð- in minna virði þegar á að kaupa fyrir hana í verzlun næsta dag. Eina vörn launa- fólks hefur verið sú að endur- skoða kjarasamninga sína sem allra oftas.t, reyna að hreyfa þá jafn ört og verðbólguhjólið. En á sama hátt hefur verð- bólgan aukið eignir allra þeirra sem hafa getað fært sér hana í nyt; það er hún sem greið- ir meginið af allri fjárfestingu á Islandi og gerir þá. seiri allt- af em að „tapa“ að ríkustu mönnum landsins. Verðbólgan er gróðamyndunaraðferðin hér á landi; það kerfi sem virð- ist ganga í berhögg við al- menna skynsemi er engu að síður kaldrifjuð skynsemi — fyrir suma. Óhjákvæmilegt Verðbólgan er aðferð at- vinnurekenda og stjómarvalda til þess að rifta kjarasamning- um um leið og þeir em gerð- ir, með aðstoð hennar em fjármunir teknir af óbreyttum þegnum og afhentir forrétt- indamönnum. Af þessu leiðir að verkalýðshreyfingunni ber sérstök skylda til að einbeita öllu afli sínu að því að stöðva verðbólguna. Verklýðssamtökin hafa raunar lagt mikla áherzlu á þetta verkefni á undanföm- um ámm, markað skýra stefnu og sent stjómarvöldunum skyn- samlegar ályktanir. Ríkisstjóm- in hefur tekið orðsendingum þessum vel i orði, og undan- farin tvö ár hafa verklýðs- samtökin haft þann hátt á kjarasamningum sínum sem ríkisstjórnin taldi bezt henta til þess að koma í veg fyrir verðbólguþróun. En efndir stjómarvaldanna á fyrirheit- unum um stöðvun verðbólg- unnar hafa engar orðið, samn- ingamir vom sviknir um leið og þeir vom gerðir, enginn at- vinnurekandi tók á sig að greiða eyri í kauphækkun, heldur velti skuldbindingunum ýfir á aðra, og nú ''átéTná stjómarvöldin greinilega að nýrri stökkbreytingu sem ekki getur leitt til neins nema stóc- felldrar gengislækkunar. Al- þýðusamtökin hljóta að líta þessar vanefndir mjög alvar- legum augum og gera ráðstaf- anir sem duga til þess að koma í veg fyrir að öflugustu hags- munasamtök landsmanna séu leikin á þennan hátt. 1 samningum þeim sem framundan em ber að gera þá skýlausu kröfu að þeir verði varanlegir og raunverulegir, að þeir feli í sér tilfærslu á fjármunum f þjóðfélaginu, að atvinnurekendur greiði sjáífir það sem þeir skrifa undir. Þetta er ekki aðeins óhjá- kvæmilegt réttlætismál launa- manna, heldur og þjóðar- nauðsjm ef efnahagskerfið á ekki að gliðna sundur í algem stjómleysi. Nú dugar ekkert minna en uppreisn gegn við- reisn. — Austri. Atvinna Vegna stóraukinnar afkastagetu vil.ium við ráða röskar stúlkur og karlmenn til starfa í verksmiðju vorri nú þegar. — Upplýsingar hjá verkstjóra (ekki í síma). CUDOGLER H.F. Skúlagötu 26. "^mmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmt- Eftir að sjávarútvegurinn hefur flutt á land mesta aflamagn í sögu þjóðarinnar þarf hann á meiri fjárstuðning að halda af almannafé en nokkru sinni fyrr!

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.