Þjóðviljinn - 20.03.1966, Blaðsíða 5
Sunnudagur 20. marz 1966 — ÞJÓÐVItJXNN — SlBA J
Tuttugu ára starf
Humboldt-háskóla
Hinn 29. janúar sl. var l»ess
minnzt á Austur-Berlín, að 20
ár voru þá liðin frá því að
Humboldt háskólinn hóf aftur
starfsemi sína eftir styrjöldina,.
Það var árið 1949, ]?egar A-
þýzka alþýðulýðveldið var
stofnað, að Berlínarháskóln var
gefið nafnið Humboldt eftir
tveimur bræðrum með þessu
nafni. Annar þeirra var rithöf-
undur, hinn náttúrufræðingur
og hófu þeir skólann til vegs
og virðingar með starfsemi
sinni. sem byggðist fyrst og
fremst á mannúðlegri hugsun.
--------------------------------«>
SÞ-liðs á Kýpur
NEW YORK 16/3 — Öryggisráð-
ið samþykkti í dag einróma að
framlengja dvöl gæzluliðs SÞ á
Kýpur um þrjá mánuði, eða til
26. september n.k. Ráðið tók
enga ákvörðun um það hvemig
standa skuli straum af kostnaði
við dvöl gæzluliðsins.
Enn vísað fimm
úr landi í Kenya
NAIROBI 16/3 — Kenyastj.óm
vísaði í dag úr landi fimm út-
lendingum frá sósíalistísku ríkj-
unum, kínverskum, ungverskum
og tékkneskum sendiráðsritur-
um, fréttaritara Tass og fulltrúa
sovézka félagsins „Filmexport“.
Engin skýring var gefin á brott-
rekstrinum, fremur en um dag-
inn þegar fjórum öðrum var vís-
að úr landi.
1 lok styrjaldarinnar fyrir
tveimur áratugum voru 49 af
hinum 172 byggingum háskól-
ans í Berlín rústir einar og
auk þess vom 66 byggingar
skólans mjög illa famar. Tveir
þriðju hlutar af aðalbyggingu
háskólans voru einnig í niður-
níðslu.
Það var því erfitt verk, sem
beið þeirra er stóðu að þvi að
opna skólann aftur, enda segir
maðurinn sem nú er fram-
kvæmdastjóri skólans, aðfyrsta
verkið þá hafi verið að fjar-
lægja grjótmulning úr kennslu-
stofunum, sem hægt var að
notast við, og gera við glugg-
ana.
Á síðaist liðnum tuttugu ár-
um hafa 150 miljónir marka
runnið til byggingarfram-
kvæmda háskólans. Sem dæmi
má nefna að komið hefur verið
upp sérstakri lækningastofu
fyrir húðsjúkdóma og er stofan
búin öllum nauðsynlegum
tækjum af nýjustu gerð.
,Lifandi viðfangsefni og áhugamál
okkar allra"
Frá hátíðlegri athöfn, er hinn nýi rektor Humboldt-háskólans,
prófcssor Hcinz Sanke, tók við embætti sínu (með embættismerki
í hálsfesti).
í einu úthverfi Berlínar voru
á þessu tímabili reistir tveir
stórir stúdentagarðar, sem
rúma 1700 nemendur og 17
miljónum marka var varið til
að endurreisa hina söigulegu
aðalbyggingu háskólans.
*:!
Árið 1946 stunduðu fjögur
þúsund manns nám við Ber-
línarháskólann, en nú eru þeir
orðnir um fjórtán þúsund. sem
nema við hinar níu háskóla-
deildir.
Frá árinu 1950 til 1965 luku
26 þúsund nemendur námi við
háskólann, árið 1965 tóku 2135
nemendur lokapróf og voru 902
þeirra konur.
Síðustu tuttugu árin hefur
austur-þýzka ríkisstjómin út-
hlutað námsstyrkjum að upp-
hæð 330 miljónum marka.
(Panorama).
Humboldt-háskólinn í Berlín, við eina aðalgötu borgarinnar „Unter den Linden‘‘.
Tnrniiimniiiiiii iinii -i.iiiiiimi niiimgiii 11 11 ................. h
I föstudagsgrein Þorsteins
Thorarensens í Vísi 18. marz
er rætt um framferði de Gaulle
gagnvart Atlanzhafsbandalag-
inu og það fordæmt, en hins
vegar huggar greinarhöfundur
sig við það, að Bandaríkin
muni eiga nóg af kjarnorku-
sprengjum til að tryggja friðinn
í heiminum. Hann segir m.a.:
„Mér finnst ég fullkomlega
verða að taka undir það, að að-
gerðir de Gaulles í þessu efni
séu ábyrgðarlausar. Það erekki
hægt að loka augunum fyrir
því, að hin rússneska hernaðar-
ógn vofir stöðugt yfir í austri,
þótt þeir hafi haft tiltölulega
kyrrt um sig að undanförnu.
Og þá væru Vestur-Evrópu-
þjóðir vissulega illa settar, ef
það lægi Ijóst fyrir, að Banda-
ríkjamenn myndu hvorki hreyfa
legg né lið, þótt Rússar réðust
á þær. Ekki er ósennilegt að
Rússar væru þá fljótir að grípa
tækifærið og senda miljónaher
sinn til landvinninga vestur eft-
ir álfunni. Enginn þarf að
ímynda sér að það sé af sið-
prýði einni, sem þeir hafa ekki
lagt út i áform sín um land-
vinninga í Evrópu. Og strax og
möguleikinn opnaðist er líklegt
að þeir yrðu fljótir að hagnýta
sér það í nafni hinnar bolsé-
vísku heimsbyltingar ...“ <s>
„Það sást m.a. glöggt á At-
lantshafsfundinum í desember
s. 1. hvað hernaðarviðhorfin
hafa breytzt, þar sem McNam-
ara landvarnarráðherra taldi
það upp í þúsundum hve margar
kjarnorkusprengjur Bandaríkja-
menn hafa tiltækar. Sú lýsing
var einn þáttur í þeirri stað-
reynd, að Bandaríkjamenn bera
slíkan ægishjálm yfir alla aðra
í hernaðarstyrk, að útilokað
verður að teljast að Rússum
þýði nokkuð að leita til árása.
Lýsingu sina á þessu gaf
McNamara í þeim tilgangi að
sýna enn einu sinni fram á það,
að Bandaríkjamönnum og eng-
um öðrum bæri forustan í
hernaðarsamtökum vestrænna
þjóða. En hjá mörgum verkaði
þetta hins vegar öfugt. Lýsing-
ar McNamara og aðrar stað-
reyndir hemaðarmálanna hafa
vakið upp hugsanir um það, að
,,samtökin“ séu e.t.v. ekki eins
nauðsynleg og áður. Það eru
ekki lengur „samtökin“ sem
skipta mestu máli, heldur hinir
gífurlegu yfirburðir Bandaríkja-
manna á hernaðarsviðinu.
Þessi styrkur, þessir yfirburð-
ir Bandaríkjamanna eru vissu-
lega góður hlutur og það er
hægt að ímynda sér að þau
yrðu grundvöllur að nýjum frið-
arheimi. En betra hefði þó ver-
ið að samtakafélagsskapurinn
væri meira virtur og að hinar
sameiginlegu varnir vestrænna
þjóða hefðu getað þróazt svo,
að þær gætu í framtíðinni orð-
ið áfram lifandi viðfangsefni
og áhugamál okkar allra.
Þorsteinn Thorarensen“
SKIP FRA SPÁNI
Útvegum frá 1. flokks spönskum skipasmíðastöðvum:
Skuttogara og önnur togskip
Allskonar fiskiskip og báta
Frysti- og kæliskip
Verksmiðjutogara
Flutningaskip
Olíuskip
Flutningaskip 5400 lestir, smíðað íyrir Noreg,
Flutningaskip 10.850 lestir, smíðað fyrir England
Stór spánskur skuttogari með frystiútbúnaði
Veitum greiðlega allar
nánari upplýsingar.
Lítill skuttogari með frystiútbúnaði.
Magnús Víglundsson hl
Bræðraborgarstíg 7 — Reykjavík. Símar: 22160 og 13057.
t