Þjóðviljinn - 20.03.1966, Blaðsíða 7
Sunnudagur 20. marz 1966 — ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA f
De GAULLE 0G NATO
Erindi flutt á fundi Samtaka hernámsandstæðinga á fimmtudagskvöid
Ég hef séð það haft eftir
lærðum sagnfræðingi að þess
væru engin dæmi að bandalög
eða vináttusáttmálar ríkja eða
þjóða hefðu enzt lengur en 20
ár. Þetta kann að vera orðum
aukið, en vissulega á þetta við
um þá samninga sem ríki
heims hafa gert með sér á
þessari öld mikilla og skjótra
umskipta. Og þessa dagana er
þessi regla að sannast enn einu
sinni. Öllum er það orðið Ijóst
að það Atlanzbandalag sem
stofnað var 4. apríl 1949 mun
ekki fylla tvo áratugi. Þegar
á þessu sautjánda ári þess mun
það í rauninni líða undir lok,
hve mikið sem keppzt verður
við að láta sem líkið sé enn
með lífsmarki.
Sú uppdráttarsýki sem nú
er að ríða Atlanzbandalaginu
að fullu hefur reyndar hrjáð
það lengi. Það er nærri því
hægt að dagsetja það hvenær
átumeinið gerði fyrst vart við
sig. Það var 24. september
1958, aðeins fjórum mánuðum
eftir að de Gaulle hafði tekið
völdin í Frakklandi öðru sinni,
að hann sendi þeim Eisenhow-
er, þáverandi forseta Banda-
ríkjanna, og Macmillan, for-
sætisráðherra Breta, bréf þar
sem hann gagnrýndi harðlega
skipulag Atlanzbandalagsins og
þá einkum yfirdrottnun Banda-
ríkjanna eða öllu heldur „eng-
ilsaxnesku“ veldanna tveggja.
De Gaulle gagnrýndi Banda-
ríkin fyrir að fara sínu fram í
heimsmálunum og stofna friðn-
um í hættu og þá um leið
bandamönnum í Nato án þess
að látið væri svo lítið að ráðg-
ast við þá. Bandaríkin réðu
ein yfir kjarnavopnum sínum
og gætu beitt þeim án sam-
ráðs við bandamenn sína. Þau
ætluðust til þess að banda-
mennirnir styddu þau hvenær
sem þ.au þyrftu þess með, en
væru ófús að veita þeim sams
konar stuðning þegar þeim
lægi á — og átti de Gaulle
þar við Alsírstríðið sem enn
var í algleymingi. Hann fór
því fram á að Frakkar fengju
jafnan rétt á við „Engilsaxa"
bæði innan bandalagsins og í
ákvörðunum um afstöðu Nato-
ríkjanna til mála utan banda-
lagssvæðisins, að komið væri
á fót einskonar yfirstjórn
bandalagsins, triumvirati
Frakka, Bandaríkjamanna og
Breta.
De Gaulle var ekki virtur
svars og viðbrögð hans létu
ekki á sér standa. Snemma árs
1959 var franski Miðjarðar-
hafsflotinn tekinn undan flota-
stjórn Nato, sama máli gegndi
um franskar orustuþotusveitir
í Frakklandi. Bandaríkj amönn-
um var bannað að hafa kjarna-
vopn í Frakklandi eða stöðv-
ar fyrir flugskeyti. Eftir þetta
var megnið af bandarísku flug-
sveitunum í Frakklandi flutt
til stöðva í Bretlandi.
Á þessum tíma var nær all-
ur franski herinn bundinn við
stríðið í Alsír og framlag
Frakka til sameiginlegs hern-
aðarkerfis bandalagsins hverf-
andi lítið. En þótt stríðinu í
Alsír lyki, jókst það framlag
ekki, nema síður væri. Menn
þurftu ekki að vera neinir
hernaðarsérfræðingar til að sjá
að það hernaðarkerfi sem átti
að vera meginás Atlanzbanda-
lagsins var harla lítils virði,
þegar öflugasta herveldið á
meginlandi Vestur-Evrópu
hafði í rauninni skorizt úr leik.
Hér gefst ekki færi til að
rekja það í einstökum atriðum
hvernig Frakkar undir stjórn
De Gaulle juku smám saman
og' jafnt og þétt sjálfstæði sitt
innan Nato og smokruðu sér
undan þeim kröfum sem banda-
lagið leggur á aðila sína. Ekki
verður þó hjá því komizt að
minnast örfáum orðum á hið
svonefnda Nassau-samkomulag
sem Kemiedy Bandaríkjafor-
seti og Macmillan gerðu með
sér veturinn 1962. Það sam-
komulag sem ekki ' er ástæða
til að rekja hér styrkti de
Gaulle í þeirri trú að það væri
enn ætlun „Engilsaxa" að sitja
yfir hlut Frakka. Bein afleið-
ing þess og sú sem mesta at-
hygli vakti var ákvörðun de
Gaulle sem hann tilkynnti á
hinum sögufræga blaðamanna-
fundi sínum í janúar 1963, að
Frakkar myndu ekki hleypa
Bretum inn í Efnahagsbanda-
lag Evrópu. En Nassau-sam-
komulagið sannfærði de Gaulle
einnig endanlega um að engin
von væri til þess að Frakkar
fengju sitt fram í Atlanz-
bandalaginu, að kröfur þeirra
um breytingar á skipulagi þess
í samræmi bæði við breyttar
aðstæður og stórveldissjónar-
mið de Gaulle myndu aldrei
ná fram að ganga, ef þeir létu
sér nægja að fara bónarveg-
inn.
Með hverju ári sem síðan
er liðið, með hverjum þeirra
tveggja blaðamannafunda sem
de Gaulle heldur árlega, hefur
hann mótað skýrar sérafstöðu
Frakka til alþjóðamála og hins
vestræna samstarfs. Hann hef-
ur ítrekað æ ofan í æ, ýmist
með berum orðum eða undir
rós, að Frakkar gætu ekki lát-
ið sér lynda að vera öðrum
háðir og upp á aðra komnir,
að hagsmunir hverrar þjóðar
fyrir sig hafi jafnan verið og
séu enn æðri öllum ríkjasam-
tökum, að þjóðernið og arf-
leifð kynslóða skipti jafnan
meira máli en hugmyndafræði
og heimsskoðanir og í áfram-
haldi af.því, að örlög Evrópu-
þjóða allra — „frá Úralfjöll-
um til Atlanzhafs" — séu sam-
tvinnuð og það sé þeirra einna
að skipa málum í sinni álfu.
Svo mjög sem þessi grund-
vallarsjónarmið de Gaulle sem
hann telur sig hafa sannreynt
á langri og viðburðaríkri ævi
stangast á við það meginvið-
horf sem mótaði Atlanzbanda-
lagið allt frá stofnun þess, að
það ætti að vera varnarvegg-
ur gegn kommúnismanum,
ekki aðeins meintri landvinn-
ingastefnu Sovétríkjanna, held-
ur líka og öllu fremur gegn
þeirri þróun til sósíalistískra
þjóðfélagshátta sem þá gat
virzt óumflýjanleg í löndum
Vestur-Evrópu — svo mjög
sem þessi viðhorf stangast á,
hlaut að koma að því að gera
yrði upp á milli þeirra. Og
það er það sem de Gaulle hef-
ur nú gert.
Á blaðamannafundi sínum
21. febrúar sl. sagði de Gaulle:
„Ekkert getur varðveitt
bandalag, þegar þær aðstæður
sem réðu við stofnun þess hafa
breytzt. Hagi það sér ekki eft-
ir hinum nýju staðreyndum,
verða sáttmálaákvæðin orðin
tóm, þau eiga hvergi heima
nema á hillum skjalasafna ef
ekki er höggvið á þráðinn
milli úreltra forma og hins
lifandi veruleika.
Það er augljóst að vegna
breytinga sem orðið hafa í hin-
um austrænu ríkjum bæði inn
á við og á viðhorfum þeirra
til annarra ríkja vofir ekki
lengur sú hætta yfir vestur-
löndum sem að þeim steðjaði
þegar Bandaríkin gerðu Evr-
ópu að verndarsvæði sínu í
skjóli Nato.
Jafnframt því sem óttinn
dvínaði, (og hér á de Gaulle
við óttann við þá hættu sem
mikill hluti Vestur-Evrópu-
manna taldi vissulega, með
réttu eða röngu, að þeim staf-
aði frá Sovétríkjunum), dróúr
því svo til algera öryggi sem
kjarnorkueinokun Bandaríkj-
anna veitti gamla heiminum
og úr þeirri vissu að kjarna-
vopnum myndi beitt afdráttar-
laust ef árás yrði gerð. Sovét-
ríkin urðu kjarnorkuveldi sem
Bandaríkin gátu sjálf orðið
fyrir barðinu á.
Samtímis því sem dregið
hefur úr líkum á því að heims-
styrjöld brjótist út í Evrópu,
hafa orðið átök annars staðar
í heiminum sem Bandaríkin
hafa átt hlut að, á sínum tíma
í Kóreu, í gær á Kúbu, í dag
í Víetnam, átök sem geta leitt
af sér stórstrið og sem Evrópa
vegna Nato getur flækzt í
gegn vilja sínum.“
Þetta voru meginatriði þess
sem de Gaulle hafði að segja
um Atlanzbandalagið og af-
stöðu Frakka til þess. Þetta
var afdráttarlaus yfirlýsing
um að nú væru ekki lengur
fyrir hendi þær ástæður sem
hafðar voru — og enn mætti
segja með réttu eða röngu —
fyrir stofnun þess 1949, að sú
í apríl 1969. Og hann lét ekki
á því standa að sýna að hugur
fylgdi máli. Aðeins hálfum
mánuði síðar, 7. marz sl„ sendi
hann Johnson Bandaríkjafor-
seta þann boðskap að Frakkar
ætluðu að taka í sínar hend-
ur stjórn allra her- og birgða-
stöðva sem Bandaríkin hafa í
Frakklandi á ve^úm Nato.
Einnig myndu þær einu
frönsku hersveitir sem heyra
undir sameiginlega herstjórn
bandalagsins, þær sem stað-
settar eru í Vestur-Þýzkalandi,
verða teknar undan herstjórn
Nato. Jafnframt myndi verða
að flytja burt bækistöðvar
Nato í Frakklandi, fram-
kvæmdastjórnina frá París, yf-
irstjórn Evrópuhers bandalags-
ins frá Rocquencourt, og her-
stjórn þess í Mið-Evrópu frá
og vissulega hefur hún alger-
lega rétt fyrir sér þegar hún
segir að ekkert það ákvæði sé
í Nato-sáttmálanum sem skuld-
bindi hana til að leggja her
sinn undir sameiginlega stjórn
bandalagsins eða heimila öðr-
um aðildarríkjum herstöðvar í
landi sínu. Um landvarnir að-
ildarríkjanna og þær skyldur
sem aðildin leggur hverju
þeirra á herðar í því sambandi
er aðeins sagt í fjórðu grein
sáttmálans að „aðilar munu
viðhalda og auka við getu sína
hvers og eins og allra saman
til að veita vopnaðri árás við-
nám“, og í fimmtu grein að
„aðilar eru á eitt sáttir um að
árás á einn eða fleiri þeirra
jafngildir beinni árás á þá
alla“. En þótt Frakkar séu í
fullum rétti til að gera þær
ráðstafanir sem hér hafa ver-
ið raktar .og geti þrátt fyrir
þær haldið sæti sínu í æðstu
stofnunum Nato( og vel að
merkja beitt neitunarvaldi
sínu), er hér um að ræða svo
alger umskipti, svo róttækar
aðgerðir sem kippa í einu vet-
fangi grundvellinum undan
öllu því flókna og margþætta
landvarnakerfi sem Atlanz-
bandalagið hefur komið sér
hætta sem mönnum í Vestur-
Evrópu var talin trú um þá
að þeim stafaði af Sovétríkj-
unum væri algerlega úr sög-
unni og þá um leið yfirlýstur
tilverugrundvöllur Nato, og
ekki aðeins það heldur væri
bandalagið orðið aðildarríkjum
þess hættulegur fjötur um fót,
að tengsli Evrópuþjóða við
Bandaríkin gerðu þær meðá-
byrgar þeim í stríðsævintýrum
þeirra sem aldrei virðist ætla
að linna og þeim er ekki fyrir
að þakka að hafa ekki þegar
kveikt bál kjarnorkuófriðar
um alla heimsbyggðina.
Þetta mat de Gaulle hefði
ekki átt að koma neinum á ó-
vart. Það er ekki aðeins í fullu
samræmi við öll hans orð og
gerðir síðustu ár, heldur styðst
það við óvefengjanlegar stað-
reyndir, óhrekjanleg rök. Það
á ekki rætur sínar í neinni
sérvizku Frakklandsforseta,
heldur byggir á traustum
grundvelli raunveruleikans. Og
auðvitað er de Gaulle ekki
einn evrópskra stjórnmála-
manna um að kunna að hugsa
rökrétt, að draga réttar álykt-
anir af gefnum forsendum. Að
sjálfsögðu vita aðrir forystu-
menn Vestur-Evrópu eins vel
og hann að allar aðstæður hafa
gerbreytzt í heiminum síðan
Atlanzbandalagið var stofnað
fyrir 17 árum og enginn heil-
vita maður í álfunni trúir því
nú að nokkur hætta stafi frá
Sovétríkjunum. En það er
verðleiki de Gaulle að hafa
kveðið upp úr með þessa skoð-
un, að hafa sagt það sem allir
reyndar sáu og vissu, að keis-
arinn er ekki í neinu.
Á blaðamannafundinum hafði
de Gaulle sagt að Frakkar
væru staðráðnir í að knýja
fram þær breytingar á skipu-
lagi Nato sem þeir teldu ó-
hjákvæmilegar áður en gildis-
tíma bandalagssáttmálans lyki
Fontainebleu. Þess má geta að
yfir Mið-Evrópuhernum hefur
Frökkum til geðs verið hafð-
ur franskur hershöfðingi. Hon-
um er nú sagt að hypja sig, og
mun de Gaulle þó fremur ætla
að hann afsali sér herstjórn
sinni. í boðskap sínum til
Johnsons kvaðst de Gaulle
.reiðubúinn til samninga við
Bandaríkin um herstöðvar
þeirra og með hvaða hætti þær
yrðu settar undir franska
stjórn. Svar Johnsons kom um
hæl. Hann þverneitaði því að
bandarískir hermenn yrðu sett-
ir undir franska stjórn, og enn
létu viðbrögð de Gaulle ekki
á sér standa. Eftir ráðuneytis-
fund í París í síðustu viku var
tilkynnt að þar sem enginn
grundvöllur væri fyrir viðræð-’S"
um um þau áform sem de
Gaulle hafði boðað á blaða-
mannafundinum og síðar kunn-
gert stjórnum Bandaríkjanna
og annarra aðildarríkja Nato,
hefði franska stjórnin ákveðið
að koma þeim í framkvæmd
upp á eigin spýtur. Það er
þannig ljóst orðið að á næstu
mánuðum og áreiðanlega fyrir
árslok verða Bandaríkjamenn
farnir úr öllum stöðvum sín-
um í Frakklandi, ( allar bæki-
stöðvar ,Nato verða fluttar
þaðan (sumar að sögn til
Lundúna, aðrar til Brússels),
franski herinn í Vestur-Þýzka-
landi verður tekinn undan leif-
unum af sameiginlegri her-
stjórn bandalagsins og annað-
hvort verður hann þar áfram
með samþykki Bonnstjórnar-
innar eða þá að hann verður
kallaður heim. Þannig mun á
næstu mánuðum ljúka fyrir
fullt og allt allri aðild Frakk-
lands að sameiginlegum land-
vörnum Nato, og þar með í
raun og veru að bandalaginu
sjálfu. Franska stjórnin hefur
að vísu kunngert að hún ætli
ekki að fara úr bandalaginu
upp á sautján árum, að banda-
lagið er liðið undir lok íþeirri
mynd sem það er skapað. Það
verður sjálfsagt hægt að flytja
birgðastöðvar bandalagsins frá
Frakklandi til Niðurlanda, það
fæst áreiðanlega húsnæði í
London fyrir framkvæmda-
stjórnina, það verður vafalaust
hægt að koma herstjórnum og
herráðum fyrir í grennd við
Haag eða Brússel — eða því
ekki Lissabon? — en án beinn-
ar aðildar og þátttöku Frakk-
lands er hernaðarbandalag á
meginlandi Vestur-Evrópu ó-
skapnaður og fjarstæða. Nato
án Frakklands kann að áliti
sumra eins og þýzka tals-
mannsins sem sagði þau orð
að vera skárra en ekkert Nato,
en það mun ekkert eiga skylt
við þau samtök sem mótað
hafa öðrum fremur sögu Evr-
ópu síðan stríði lauk.
Hver hafa nú orðið viðbrögð-
in við þessum atburðum sem
tákna alger þáttaskil og tíma-
mót? Það þurfti náttúrlega
ekki að þvi að spyrja að ís-
lenzkír ráðamenn myndu ann-
aðhvort ekki eftir þeim taka
eða láta sem þeir gerðu það
ekki, þótt þeir muni væntan-
lega eftir sem áður bergmála
það sem sagt verður í Wash-
ington. íslenzk blöð hafa varla
tekið eftir þessum tíðindum
(að Þjóðviljanum undanskild-
um), og varla hefur þeirra ver-
ið getið í útvarpinu, þó mér
sé að vísu sagt að einn daginn
hafi það fimm sinnum skýrt
frá því að Stewart, utanríkis-
ráðherra Breta, harmaði á-
kvarðanir Frakka en teldi þó
að ekki væri hundrað í hætt-
unni. í öðrum Nato-ríkjum
hafa menn ekki reynt að dylja
sjálfa sig eða aðra þess hve ör-
lagaríkar þessar ákvarðanir
frönsku stjórnarinnar eru. Al-
þjóðaritstjóri brezka vikublaðs-
ins „Observers“ sem „Morgun-
blaðinu" er tamt að vitna í
sagði sl. sunnudag: „Bretland
verður nú að horfast í augu
við það af fullri alvöru að svo
getur farið að það fái hlut-
lausán nágranna hinum megin
við Ermarsund. Þetta felst í
þeirri ákvörðun de Gaulle að
losa tengslin við Nato“. Svip-
uð ummæli hefur mátt lesa í
blöðum allra Natoríkjanna.
Okkur íslendinga hljóta við-
brögðin í Danmörku og Noregi
að skipta meginmáli. Við sigld-
um í kjölfar Dana og Norð-
manna inn í Nato. Erik Seiden*
faden, fyrrverandi ritstjóri
danska blaðsins „lnformations“
sem lengstum hefur verið ein-
dregnasta stuðningsblað Nato S
Danmörku, sendi blaði sínu
athyglisverða grein frá París,
þar sem hann er nú búsettur,
og birtist hún á laugardaginn
var undir flennistórri fyrirsögn
á forsíðu blaðsins: Ekkert.-Na-
to — eða nýtt. Áframháldandi
aðild að Nato getur orðið á-
kaflega vafasöm.
í greininni kemst Seiden-
faden svo að orði: „Fyrir smá-
ríkin í Nato og þá ekki sízt
fyrir Danmörku getur áfram-
haldandi aðild orðið ákaflega
vafasöm. Enda þótt allar Nato-
stjórnir fyrir utan þá frönsku
eina ríghaldi í hina hernaðar-
legu samvinnu og enda þótt
fyrstu opinberu viðbrögð þeirra
allra hafi verið að haldið skuli
áfram án Frakklands, þá dreg-
ur brottför Frakklands úr kerf-
inu engu að síður stórlega úr
hernaðarlegri og pólitískri þýð-
ingu bandalagsins. Telji maður
— og til þess eru gildar á-
stæður — að hervarnir lítils
lands hafi því aðeins einhvern
tilgang að þær séu þáttur í
sameiginlegum vörnum banda-
lagsríkja, blasir afturhvarf til
ótryggs hlutleysis við sem hinn
kosturinn því skýrar sem sam-
vinnan innan Nato gliðnar
sundur.“ ás.
Áfíog Kínverja og Indónesa
á fíugvellinum í Djakarta
DJAKARTA 19/3 — Indónesísk-
ir flugvallarstarfsmenn slógust í
dag við kínverska ríkisborgara,
sem reyndu að komast burt frá
landinu í tékkneskri flugvél í
trássi við fyrirskipanir núver-
andi valdhafa.
Meðal þeirra voru sex starfs-
menn kínverska sendiráðsins.
Var einn Kínverjanna fréttarit-
ari Sinhu, handtekinn skömmu
áður en flugvélin skyldi á loft,
barst flugvallarmönnum aðvör-
un um að Kínverjar ætluðu úr
landi á ólöglegan hátt. Neituðu
þeir að hlýðnast skipun áð snúa
aftur til biðsala, gripu hver um
annan og settust undir flugvél-
ina. Kom þá til hörkuslagsmála
milli þeirra og flugvallarstarfs-
manna. Fór flugvélin án þeirra.
þótt sendiherra Kína í Indónes-
íu _skærist í leikinn.
Útvarpið í Djakarta segir, að
Suharto hershöfðingi hefði fyr-
irskipað að opna aftur háskóla
og aðra skóla, sem lokaðir hafa
verið vegna óeirðanna að und-
anförnu.
FSugsiys í
Egyptalandi
KAIRO 19/3 — í gær fórst eg-
ypzk farþegaflugvél af gerðinni
An-24 í eyðimörkinni þrettán km
frá flugvellinum ( Kairo. Með
henni fórust 25 farþegar og fimm
manna áhöfn.
Flugvélin var að koma frá
Kýpur 'og voru í henni sex her-
menn úr friðargæzlusveitum S.
Þ þeirra á meðal tveir Danir.
Hinir farþegarni. voru flestir
austur-þýzkir ð leið í sumarfri
i Egyptalandi.