Þjóðviljinn - 24.03.1966, Page 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Fimmtudagur 24. marz 1968
Furðulegur pólskur leikhúsmaður — Bombardérið
undirvitundina — ítalskir menntamenn of rauðir og
óþægir — Klámritainnrás \ Sovétríkin — G. Greene.
!
!
Plskur leikhúsmaður, Jerzy
Grotowski, hefur skapað
leikhús af nýrri gerg o«r er
orðinn víðfræigur maður fyrir
vikið. Hann hefur undanfarið
verið á ferðalagi meg leik-
flokk sinn i Vestur-Evrópu og
nú síðast á Norðurlöndum og
var ákaflega vel tekið.
Grotowski átti vig marga
örðugleika að striða í fyrstu.
Hann flutti frá Krakow til
smábæjar nokkurs þar sem
hann hóf langt og erfitt til-
rau' starf. Framan af voru
sárafáir áhorfendur á sýning-
um hans, máske tveir eða
þrir, gagnrýnendur voru hon-
um flestir mjög óvinsamlegir
— það eitt bjargaði tilveru
leikhússins, að hið opinbera
sýndi þá bjartsýni ag styðja
Grotowski fjárhagslega. Sum-
ir leikaranna hlupust undan
merkjum, þeir gátu ekki full-
nægt þeirn kröfum sem nin
nýja leikaðferð setti og áttu
þar að auki erfitt með að
sætta sig við þann klaustur-
aga sem Grotowski hafði á
síinu fólki. Einn þeirra sagði:
„Ég gat ekki meir. Grotowskj
skipaði mér að standa á
höfði og bombardéra undir-
vitundina".
En 1964 flutti Grotowski
leikhús sitt til Wroclaw. stórr-
ar borgar, og í dag komast
færri að á sýningum leikhúss
hans en vilja. '
Crotowski leggur á það
áherzlu að hinn eiginlegi
’ efniviður leikhússjns sé iejk-
arinn sjálfur. Og að þvi er
varðar frammistöðu leikarans.
þá skipti mestu, að Það skap-
ist mjög náið og beint sam-
band miUi leikarans og áhorf-
andans — ag þessu leyti und-
irstrikar leikhús hans mis-
muninn millj sín og annarra
sviðslista — kvikmyndar og
sjónvarps. í þessu skyni brýt-
ur hann niður allar tálmanir
milli sviðs og áhorfendasalar.
notar ekki hefðbundna bygg-
ingarlist leikhús'sins. Hann
notar texta leikritsins aðeins
sem tilefni til athafnar leik-
arans og h.',r nr ytrj effekt-
um eins og tónlist og sviðs-
mynd,
Leikarar hans bera textann
fram á mjöe sérkennilegan
hátt. Þeir nota hvorkj farða
né grímur, en hið nakta and-
lit þeirra á ag geta tjáð all-
ar tilfinningar. Þeir leika
ekkj .,utanað“ eða natúralist-
ískt. Þeir eiga ag geta tjáð
hvað sem er með líkama sín-
um og röddu. Leikur þeirra
er nokkurskonar ,.trans“, sem
þeir skapa með grófum og
mótsagnakenndum aðferðum.
Þeir syngja og æpa og ýkja
eins og hæigt er og textinn
brýzt fram miUj bókstaflegr-
ar merkingar textans og tján-
ingar likamans.
Grotowski hefur víða leitað
fanga; i aðferðum Jóga, í kin-
Cieslak í „Prinsinn stöðug-
Iyndi“ eftir Calderon í leik-
húsj Grotowskis
verska leikhúsinu hjá Rúss-
unum Stanjsliavskí og Meyer-
hold. Hjá honum minnir
margt á kenningar Antonins
Artauds sem lét sig dreyma
um nokkurskonar leikhús-
kirkju, þar sem menn koma
til að hreinsa sál sína (kaþ-
arsis). Það þykir og athygl-
isvert, að Grotowski leikur
lítið samtíðarleikverk — held-
ur sig einkum við pólsk róm-
antísk leikrit og evrópska
klassík (Byron. Marlowe Cal-
deron) — í pólskri rómantík
leitar Grotowski ag sannleik-
anum um þjóðlegar sálar-
flækjur pólskar, o2 í klassísk-
um verkum sér hann eilíf
sannindi um manniega til-
veru.
Arið 1929 setti Mussolini
á stofn akademíu á ítalnu.
Valdir voru í þá stofnun um
áttatiu vísindamenn og menn-
ingarfrömuðir, voru þeir
klæddir í stórhlægilegan ein-
kennisbúning sem átt; ræt-
ur sínar að rekja til múndírs
ljónatemjara og búningg aðm-
írála á tímum orustunnar við
Trafaigar. Þag var ausig fé
yfir þessa menn svo og fríð-
indum, og þeim var fylkt
prúðbúnum víg hátíðleg tæki-
færi, þegar Mussolini lét sól
sina skina. Tilgangurinn með
stofnun þessarar akademíu
kom greinilega fram í ræðu
sem fyrstj forseti hennar,
Tittoni hélt á fyrsta fundi
hennar: .,Þær andstæður. sem
sumir eru að reyna að skapa
á milli menntamannastéttar
inn,ar og athafnamanna, eiga
sér engar forsendur“ sagði
hann.
Akademi'a fasista var leyst
upp í stríðslok. En ekki liðu
mörg ár áður en leiðtogar á-
hrifamesta stjómmálaflokks á
ítaliu. Krjstilegra demókrata,
rjtWA
fóru að hafa orð á því að
endureisa bæri akademíuna i
einihverri mynd. og á nýlegri
ráðstefnu flokksins í Sorr-
ento lýstu þrír af helztu leið-
togum flokksins stuðningi
sínum vig þessa hugmynd. Og
þeir drógu ekki dul á, að
hvatir þeirra væru svipaðar
og þær er réðu gerðum
Mussolini; Það þarf ag bæta
sambúg menntamanna og
valdhafanna, ekki afhenda
andsikotanum (það er að
segja stjómarandstöðunni)
allt frumkvæði og röksemdir
í menningarmálum.
Til em nefndar ýmsar or-
sakir fyrir því að Kristilegir
demókratar vilja nú hafa
hraðan á um, endor-rfcn aka-
demíu. En sú er veiga-
mest, að þeir dauðöfundi
vinstri öflin, sem tekizf hef-
ur að einoka allt það bezta i
ítalskri menningu. Á tuttugu
ára valdatíg sinni hefur
flokkur Kristilegra demókrata
Qrðið fyrir hverju skakkafall-
inu af öðru á sviði menning-
arbaráttu. Þvj meira sem
hann eyddi af fé í þessu
skyni, þeim mun fleir; urðu
uppreisnarimennirnir (kann-
ast menn vig hiiðstæða sögu
af norðlægari breiddargráð-
um?), Og með akademíu sinni
ætla krjstilegir ag sló tvær
flugur í einu höggi; ná tökum
á nokkrum uppreisnarmann-
anna með þv; að neyða Þá
til opinbers ski’kkanleika og
samvinnu við valdhafana og
einnig að reka þá sem þrjózk-
astir eru yfir í herbúðir and-
stæðinganna með þeim hætti,
að um álitshnekki þeirra með-
al almennings yrði ag ræða.
Bbki er búizt við því. að
fæðingarhriðir nýrraT aka-
demíu verði auðveldar Sjálf-
sagt verður nokkrum rauðlið-
um eins og Guttuso Pasol-
ini og Visconti boðin þátttaika
— en það er ekki búizt
við því, að þeir né ýms-
ir aðrir verði ginnkeyptir
fyrir upphefðinni. Mönnum
fínnst það ekkj sérlega freist-
andi að ganga inn á slíka
þjóðnýtingu og gerast eftir-
menn akademíkera Mussolin-
is sem frægastir urðu fyrir
mikið vísindarit um það,
hvemig útrýma bæri öllum
erlendum orðum úr ítölsku.
Pella: Telur að akademía hafi
róandi áhrif
Greene: Austrið óhugsaudi án
kommúnismans
Girodias heitir Fransmaður
einn sem lagaverðir ým-
issa landa lítá óhýru auga.
Hann hefur nú um alllangt
skeið rekið bókaútgáfu í Par-
ís sem nefnist Olympia Press
og hefur einkum gefig út þær
bækur, sem að almenningsá-
liti og laganna bókstaf falla
undir hugtakið klám. Og þótt
Girodias hafi gefið út bæk-ur
þessar á ensku í Frakklandi,
en ekki á móðurmáli sínu.
hefur hann orðið ag sæta
ýmsum káríinum og er honunv
nú orðið þröngt fyrir dyrum.
Því hefur hann nú flutt hluta
starfsemi sinnar til London
og New York, en á þessum
stöðum hafa að undanfömu
stóraukizt möguleikar á því
að gefa út ,,dj'arfar“ bækur.
w rjHWjmwjmwjmwjmwÆm'jm
Og þá hefur Giordias komið
sér upp útibúi í Danmörku —
fyrst gefur hann út umskrif-
aða kínverska bók, sem heit-
ir ,,Hóruhús“ og síðan fá
Danir nýja bók frá honum á
fjórtán daga fresti — og
höfðu þó krepping fullan fyr-
ir af hæpnu lesefni.
Og Girodias ætlar ag gera
sig að heimsveldi í þessari
grejn. Hann sagði við blaða-
menn nýlega, ag næsta land-
ið sóm hann ætlaði að sækja
fram í væru Sovétríkin. Ég
byrja sagði hann, á rússnesk-
um útgáfum á næsta ári. Eft-
ir tiu ár verða bækur mínar
útbreiddar þar eystra. Þær
verða ekki leyfðar opmber-
lega, en þær skulu nokk rata
sína leið . ..
★
Graham Greene er furðu
fundivís á .,aktúel“ við-
fangsefni í sfcáldsögum sin-
um — hann hafð; skrifað
Kúbu'skáldsöigu, sem gerði
mönnum nokikuð auðveldar að
. skiljia byltingu Castros en
ella „Hljóðláti Ameríkaninn“
virðist geyma spádóma um
hrakfarir Bandaríkjamanna í
Vietnam Og nú hefur Gra-
ham Greene ekk; alls fyrir
löngu samið skáldsögu sem
gerj st á Haiti sem er mjög
eldfimt land og þykir sú bók
mjög sannfróðleg Sá }lli
djöfuli og harðstjóri landsjns.
Duvalier má lí'klega fara að
vara rig.
Nema hvað Greene var fyr-
ít skömmu að flytja til
Frafckiands og spjallaði við
b’laðamenn af því tilefni.
Hann minntist þar á stjóm-
mál og sagði-st lengi hafa ver-
ið vinstrisinnaður kaþólikki.
en þó hafa þokazt lengra til
vinstri að undanförnu. Hann
hefði verið í miklum vand-
ræðum á tímum borgarastyrj-
aldarinnar á Spáni, helzt
hefði sig langað til að Herj-
ast með lýðveldishernum en
kaþólska sín hefði haldið
aftur af sér, En núna. sagði
Greeoe. get ég ekki ímyndað
mér að Austrið gæti komizt
af án kommúnismans til að
tjá sig í heiminum. En lífclega
færi Austrinu samt enn bet-
ur einhverskonar sambland
kommúni’sma og kristin-
dóms. .. Á.B.
Eiming sjávar verður æ um
fangsmeiri um heim allan
Æ fleiri aðferðir til ag eima
sjó eru uppgötvaðar í vaxandi
fjölda landa sem búa við al-
varlegan vatnsskort. í fyrra
voru reistar stöðvar sem sam-
tals eima um 150 miljón lítra
vatns á dag. ,,Aukningin er
þeim mun mikilvægari sem
framleiðslan fram til 1962 nam
samtals 76 miljónum Jítra“,
segir í nýbirtri skýrslu fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna um þetta efni.
Aukningin á árinu 1965
skiptist þannjg: Evrópa 112
mjljón lítrar á dag Asía 22
mjljónir, Rómanska Ameríka 9
------------- -----------<
Punjab-fylki
verður skipt
NÝJU DELHI 21/3 — Indverska
stjómin kunngerði í dag að end-
anlega hefðj verig ákveðið að
skipta Punjab-fyliki. Þv; verður
skipt þannig að þeir sem tala
Punjab-tungu verða áfram í sam-
nefndu fylki. Það eru 12 miljón-
ir manna. flestir Sikhar. Þeir
sem tala hindi. 7 miljónir
manna, verða í nýju fylki. Hari.
ana. Ákvörðunin um skiptingu
Punjab-fylkis hefur valdið mikl-
um og blóðugum óeirðum und-
anfama daga.
miljónir og Afríka 7 mi'ljónir
lítra.
Sovétrikin hófu fyrstu meiri-
háttar áætlun sína með tveim-
ur kj'amorkuverum sem verða
notuð til að eima sjó. Stöðvar
í Suður-Evrópu voru auknar tjl
mikilla muna, og Suðaustur-
Asía eignaðist sinar fyrstu
eimingarstöðvar 1965.
Sólarorka
Eimingin er að mestu fram-
kvæmd með olíu eða gasi sem
orkugjafa. Þó er ætlunin að
nota sólarorku í eimingarstöð
sem brátt tekur ti'l starfa í
Grikklandi og kjarnorka er
ejnnjg notuð í stórum stíl tjl
eimingar.
f vanþróuðum löndum er nú
mest um vert ag reistar verði
litlar eimingarstöðvar. Einu
löndin sem eru með áætlanir
um verulega stórar stöðvar eru
ísrael, Arabíska sambandslýð-
veldið og Bandaríkin, segir í
s'kýrslu Sameinuðu þjóðanna.
f Flórida eru t.d uppi áætj-
anir um stög sem á að skila
10 miljón lítrum af fersku
vatni daglega Ennfremur hef-
ur verjð gengið frá áætlun i
Kaliforníu um kjarnorku- og
eimjngarstöð sem á að s-kila
hvorkj meira né minna en
570 miljón lítrum á dag Auk
þess hafa Bandaríkin stofnað
til allsherjarrannsókna í því
augnamiði að læ;kka fram-
leiðslukostnað á hvem lítra.
Búizt er við að rannsóknimar
tafci fimm ár og muni kosta
200 miljón dlolara (8600 milj.
ísl krónur)
Albjóðasamstarf
Hin öra þróun á síðustu ár-
um hefur orðið samfara æ víð-
tækara alþjóðasamstarfi á
þessu sviði bæði milli tveggja
ríkja og mi'lli fleirj ríkja. Tjl
dæmis var fyrsta alþjóðaráð-
stefnan um efnið baldin á
liðnu hausti [ boði Bandaríkj-
anna. 55 ríkj og 6 aiþjóðastofn-
anir — þeirra á meðal Samein-
uðu þjóðimar og Alþjóðakjam-
orkumálastofnunin (IAEA) —
áttu þar fulltrúa. Fram voru
l.agðar 125 ritgerðjr, álitsgerðir
og skýrslur um efnið.
Mörg iðnaðarlönd gerðu
samninga um samvinnu við
vanþróuðu löndin Frakkland
hjáipar t.d. Máretaníu til að
reisa kjamorkuver sem einnjg
á að eima sjó í Port Etienne
Bandari'kjn eiga samvinnu vjð
Saudi-Arabíu, ísrael og Mexíkó
Á liðnu árj voru framkvæmd
ar undirbúningsrannsóknir fyr
ir væntanlega stög ; fsrael sem
á að framleiða um það Hil 38n
milj. lítra af fersku vatni á
sólarhring.
Hve mikjlvæg frekari þekk-
170 þúsund erlendir náms
styrkir í 120 þjóðlöndum
ing á eimingu sjávar og hin-
um ýmSu aðferðum sem beitt
er, er taljn, kemur einnig fram
í samþyfckt Efnahags- og fé-
lagsmálaráðsins frá liðnu ári.
Þar eru dregnar fram megin-
línumar í viðleitni Sameinuðu
þjóðanna á þessum vettvangi
og framkvæmdastjórinn hvattur
til að efla það hlutverk sikrif-
stofu samtakanna að vera í
senn upplýsingamiðstöð og
brennidepill alþjóðasamstarfs
um eimingu sjávar.
Áveituvatn?
Á liðnu hausti buðu Samein-
uðu þjóðirnar 34 rífcjum í Afr-
í'ku Asíu Rómönaku Ameriku
og Austur-Evrópu ti-1 ráðstefnu
um hagnýtingu hins eimaða
vatns Þar urðu menn m.a. á-
sáttir um að tæknin væri kom-
in á það srtig, að unnt vær; að
birgja heil landsvæðj upp að
vatni án teljandi erfiðleika.
Hins vegar væri eimingin enn
of dýr til að hægt væri að Hag-
nýta vatnjð til áveitu. Þó
væri ekki ólíklegt að fram-
leiðslan gætj orðið ódýrari meg
því að bagnýta aukaefnin úr
saltinu.
Nálega allar sérstofnanir
Sameinuðu þjóðanna hafa sýnt
áhuga á eimjngu sjávar. Al-
þjóðakjarnorkumálastofnunin
hélrt fimmrta fund sinn um hag-
nýtingu kjarnorku vig eimingu
sjávar í apríl í fyrra, og stofn-
unjn hefur fulltrúa hvarvetm
bar sem gerðar eru tilraunþ
með bað
q^Hbrigðis
^stand
Menningar- og vísindastofnun
Framhald á 9. síðu.
Þeir sem hug hafa á að
stunda nám erlendis eiga nú
kost á að nema svo að segja
hvar sem vera skal í hvaða
Iandi sem er. Á árinu 1966
standa um 170.000 erlendir
námsstyrkir til boða náms-
mönnum í 120 Iöndum. 77 al-
þjóðastofnanir og 1690 aðrir
styrkvcitendur kosta námið/
að því er Menningar- og vís-
indastofnun Samcinuðu þjóð-
anna (UNESCO) tilkynnir.
Nálega allir þessir náms-
styrkir standa ejnnig tjl boða
á árunum 1967 Og 1968. Þeir
vei'ta kost á nármi í næstum
hvaða háskólafagi sem er í
nálega öllum löndum heims.
í fyrsta sinn geta menn á
þessu árj farið til staða ejns
og Brunei á Bomeó, Tehad,
Kongó (Brazzaville), Swazi-
lands og Hvíta-Rússlands í Sov-
étríkjunum til sérhæfðs náms.
f Randaríkjunum eru erlend-
ir stúdentar fjölmennastir.
Næst kemur Frakkland síðan
Vestur-Þýzkaland, Sovétríkin
og Bretland. Að því er snertir
námsgreinar eru húmanísk
fræðj efst á blaði, síðan tæknj
læknisfræði, félagsvísindi os
náttúrufræði í þeirri rög sem
óær voru nefndar.
Hvað á að velja?
Hvernig fá menn upplýsing-
ar um a'lla þessa mörgu kostj?
UNESCO hefur nýverið sent
á markaðinn handbók sína
„Study Abroad“ í sextánda
sinn. Þar er að finna nákvæm-
ar upplýsingar um e&li og til-
gang námsstyrkj-anna skijyrði
sem sett eru fyrir þejm og
árafjöldann sem þejr taka tjl.
Venjulega er þess krafizt, að
umsóknir berist frá sex til tólf
mánuðum áður en námsárið
hefst.
,.Study Abroad" er nátengd
annarri bók UNESCO’s „Hand-
book of Intemational Exchan-
ges“, sem fjallar um albjóðleg
námsmannaskjpti og kemur
brátt út í annarri útgáfu. Þar
geta þeir sem hafa áhuga é
bessum efnum fengig upplýs-
ingar um rúmar 5300 stofnanir,
sem vinna að alþjóðlegum sam-
sfciptum, m.a. sumarleyfisferð-
um íbúðaskiptum o.s.frv
— (s.Þ.y.
Ráðleggingarstöð
í hjúskaparmálum
Ráðleggingarstöð { hjúskap-
aimálum hefur verið rekin á
vegum Þjóðkirkjunnar um eins
árs skeið. Hefur séra Hjálti
Guðmundsson veitt henni for-
stöðu. Hann er nú fluttur til
nýs embættis úti á landi. Hef-
ur séra Erlendur Sigmundsson
áður prófastur á Seyðisfirði
verið ráðinn forstöðumaður
stofnunarinnar
Ráðleggin pa "stöði n er til
húsa á Lindargötu 9 og hefur
séra Erlendur viðtalstíma á
þriðjudögum og föstudögum,
klukkan 5—6 eftir hádegi.