Þjóðviljinn - 25.03.1966, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVItJINN — Föstudagar 25. marz 1966
Otgefandi: Sameinlngarflokkiur alþýðu — Sósíalistaflokk-
urinn.
Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Guðmundsson.
Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: Þorvaldur Jó’iannesson.
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19.
Sími 17-500 (5 lfnur). Áskriftarverð kr. 35.00 á mánuði.
AlþýBubandalag / Reykjavík
^varp níu landskunnra manna úr stéttarsamtök-
unum um stofnun Alþýðutjandalags í Reykja-
vík hefur vakið mikla athygli. Níumenningamir
sem unnið hafa undanfarna mánuði að undirbún-
ingi þessara samtaka eru Guðmundur J. Guð-
mundsson, Benedikt Davíðsson, Einar Ögmunds-
son, Haraldur Steinþórsson, Jón Snorri Þorleifs-
son, Böðvar Pétursson, Guðjón Jónsson, Sigurður
Guðgeirsson og Snorri Jónsson. í ávarpinu um
stofnun samtakanna heita þeir á alla Álþýðu-
bandalagsm^nn í höfuðborginni að fylkja liði til
baráttu fyrir lífshagsmunum fólksins og gegn
stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum og
þjóðfrelsismálunum. Aldrei hafi verið brýnna að
alþýða Reykjavíkur efli stjórnmálasamtök sín og
hefji sókn fyrir hagsmunum sínum og hugsjónum.
Því hafi verið ákveðið að stofna í Reykjavík Al-
þýðubandalag, þar sem Alþýðubandalagsfólk í
borginni geti átt sameiginlegan vettvang og ráðið
ráðum sínum. Til stofnfundar er boðað næstkom-
andi miðvikudag, 30. marz, í samkomuhúsinu
Lídó.
^varpinu lýkur með þessum orðum: „Alþýðu-
bandalagsfólk! Leggjumst allir á eitt við stofn-
un Alþýðubandalags í Reykjavík, sameinum
kraftana og heyjum árangursríka baráttu fyrir
því stefnumiði að landi og borg sé stjórnað með
heill og hamingju alþýðunnar fyrir augum. Hver
verkalýðssinni, hver launþegi þarf að gera sér
ljóst að stjórnmálastarfið í Alþýðubandalaginu er
ómissandi þáttur í sigursælli kjarabaráttu. Allir
sem afstýra vilja afsali landsréttinda í hendur
erlendra auðhringa og hervelda og í engu hvika
frá skyldunum við íslenzka þjóðmenningu eiga
heima í röðum Alþýðubandalagsins . . . Ekkert má
standa í vegi fyrir öflugri sókn í þágu sameigin-
legs málstaðar“.
^rumkvæði að stofnun Alþýðubandalagsins fyrir
réttum áratug kom frá alþýðusamtökunum. I
því frumkvæði stjórnar Alþýðusambands íslands
fólst skilningur á því hve mikils virði er hin víð-
tækasta samstaða alþýðumanna, jafnt á stjórn-
málasviðinu og í verkalýðsfélögunum. Segja niá
að eins fari vel á því að frumkvæði að stofnun |
Alþýðubandalags í Reykjavík komi frá mönnum
sem staðið hafa og standa í hörðustu baráttu stétt-
arsamtakanna. Andstæðingar verkalýðshreyfing-
arinnar hafa ósjaldan undanfarið haft á lofti þá
fullyrðingu að ágreiningur um skipulagsmál hlyti
að veikja stjórnmálaáhrif hinnar róttæku alþýðu-
hreyfingar og sundra henni. Alþýðubandalags-
menn í Reykjavík geta nú sýnt það og sannað að
þeir vilii ekki örfa þann óvinafagnað, heldur þjappi
sér saman og leysi ágreiningsmál með fyllstu á-
byrgðartilfinningu gagnvart alþýðuhreyfingunni
sem átt hefur líf þeirra og starf, og á svo mörg og
stór og nærtæk verk óunnin. — s.
Réltarholtsskólinn:
ímyndunarveikin
Eftir MOLIÉRE
Leikstjórn: Hinrik Bjarnason
Argan (Randver Þorláksson) og Toinette (Rannveig Jóhannsdnttir).
Fyrir skömmu las ég viðtal
við Kenneth Tynan. leikdómar-
ann heimsfræga sem nú er
bókmenntalegiui1 forustumaður
Þjóðleikhússins enska. Tynan er
menningarhlutverk leikhússins
að sjálfsögðu mjög ofarlega í
huga, „leiklistin á að eignast
þann sess í lífi fólksins sem trú-
in skipaði fyrrurn". En hvemig
er unnt að glæða áhuga alls
almennings fyrir hinni marg-
slungnu heillandi listgrein skipa
henni það rúm sem henni ber?
Tynan minnist á lofsverða og
fórnfúsa starfsemi landa síns.
leikskáldsins og sósíalistans
Arnolds Weskers sem starfar
meðal verkalýðsins, heimsækir
vinnustaðina sjálfa, en sú leið
er lítt fær að dómi hans;
hann setur von sína á skólana,
það á að kenna æskunni leik-
menntir frá blautu bamsbeini,
og þá mun vel fara.
Fátækleg vagga íslenzkra
leikmennta stóð í latfnuskólun-
um gömlu eins og allir vita, og
nemendur Menntaskólan9 í
Reykjavík hafa löngum unnað
Herranótt sinni og sótt fram á
síðustu árum, það þekki ég af
eigin raun; og skólinn á Akur-
eyri fetað í fótspor hans eftir
beztu föngum og oft góðum ár-
angri náð að sögn þeirra sem
til þekkja. I gagnfræðaskólum
og öðrum framhaldsskólum
hefa ieikir verið sýndir áratug-
um saman á árshátíðum. en yf-
irleitt stuttir lítilmótlegir þætt-
ir erlendir og iftt vænlegír tii
þroska, enda meðferðin eftir
því; en ég hygg að margvísleg
framför hafi orðið í þeim efn-
um á síðustu árum. Einnar
sýningar í gagnfræðaskóla
minnist ég með sérstakri á-
nægju, það er ..Maður og kona“
í Hagaskóla vorið 1962 undir
stjóm Klemenzar Jónssonar —
sýningar sem var svo skemmti-
leg og iifandi þrátt fyrir ailan
ungæðisbraginn að annálsvert
má telja. Enn má á það minna
að leikhúsin hafa margt gert
til að laða að sér æskulýðinn
með lágu aðgönguverði og jafn-
vel fræðsiu í skóiunum sjálf-
um, báðum aðilum tii gagns;
þar er stefnt í rétta átt. Eins
og að h'kum lætur á öll þessi
iðja eftir að taka æmum
breytingum til bóta á komandi
tíð, leiklistin á að verða snar
báttur í náminu siálfu, en á-
huga og skilning ýmsra skóia-
manna dreg ég ekki í efa. Sú
starfsemi hlýtur að bera marg-
faldan ávöxt og óbarft að eyða
orðum að beim málum; ef leik-
list örfámennrar bjóðar á að
eflast og dafna verða allir að
unna henni og styðja. og enn
má minna á hið fomkveðna:
.Warðar mest til allra orða.
undirstaðan sé réttleg fundin‘‘
Gagnfræðaskólinn í Réttar-
holti er einn hinna fáu sem
ráðizt hafa á háan garð. en
barf engan kinnroða að bera
fyrir framtak sitt og áhuga.
bvert á móti. Það kann að
virðast nokkuð ótrúlegt að
Moliére. sjálfur meistari hins
sígilda gamanleiks skuli reyn-
ast komungum og óreyndum
nemendum sannur aufúsugest-
ur og hjálpanhella. en Herra-
nóttin hefur sannað bað hvað
eftir annað og þarf ekki Iengra
að fara; þesis má minnast að
nemendur Menntaskólans sýndu
fmyndunarveikina‘ hinn gáska-
fulla forkunnlega skonleik
hins franska snillinrs fvrir að-
eíns tveimur árum við róðan
orðstír, en fá verk erlend hafa
átt meiri og varanlegri lvð-
hylli að fagna á landi hér. Hin-
rik Bjamason skólastjóri ann-
ast leikstjóm og sviðsetningu
og vinnur gott verk, kennir
nemendum sínum skýrt tal og
örugga framgöngu eftir föng-
um, þótt hann fái ekki að von-
um við allt ráðið; sum atriði
mætti betur fara, svo ekki sé
minnzt á frammistöðu sumra
leikendanna, en þau mál svo
eðlileg að óþarft er um að
tala, enda um fimmtán eða
sextán ára unglinga að ræða.
Einna síztur var eftirleikurinn,
hið kostulega doktorskjör. en
það er auðvelt,.að fyrirgefa ef
tekið er tillit til allra aðstæðna.
Um sanna Ieikgleði og heilbrigt
og hressandi æskufjör þarf ekki
að ræða, en mest vert um góð-
an heildarsvip; mergjað skap
og háð skáldsins komst furðu-
vel til skila, enda óspart hleg-
ið og klappað í húsinu, það er
hinum vistlega samkomusal
skólans; bæði ungir og full-
orðnir skemmtu sér auðheyri-
lega með ágætum. Alkunn þýð-
ing þeirra Lárusar Sigurbjörns-
sonar og Tómasar skálds Guð-
mundssonar sem þýddi bundna
málið með sönnum ágætum vari
auðvitað notuð, en af einhverri
vangá hefur gleymzt að geta
þess í leikskránni. Sviðsmynd-
ina mélaði Þorvaldur Jónasson
kennari og -mátti vel við una;
loks samdi dr. Jón Jónsson
fallegan ástarsöng elskendanna
í öðrum þætti.
Um leikenduma ungu hlýt
ég að verða fáorður, en nöfn
þeirra allra skylt að nefna; að
öllu samanlögðu virtust mér
stúlkumar piltunum fremri, og
þó eflaust mjótt á munum.
Fyrst ber að nefna Itannveigu
Jónasdóttur sem lék hina
bragðvísu og síkátu vinnukonu
Toinette af lífi og sál, ör-
yggi og ósviknu fjöri. lagleg,
létt í hreyfingum, hiklaus og
mjög skýr í máli. Ingibjörg
Jóhannsdóttir var falleg, söngv-
in og indæl Angélique, hin
hjartagóða og ástfangna dóttir
Argans, túlkunin nokkuð þrótt-
h'til og snauð að blæbrigðum,
en mjög geðþekk í alla staði.
Um lýsingu Béline, seinni
konu Argans má ýmislegt svip-
að segja. Bryndís Guðbjarts-
dóttir var líkum annmörkum
háð og gat að sjálfsögðu ekki
lýst ágirnd hennar, lævísi og
hræsni af nægum þrótti. en
hún skilur vel hlutverk sitt og
túlkar það þrátt fyrir allt með
fullum sóma; og yfir henni
Louison litlu, það er Sigur-
borgu Matthíasdóttur er áreið-
anlega þarflaust að kvarta.
Sjálfur Argan hin ímyndun-
arveiki, sá stálhrausti en ó-
Iæknandi, einfaldi og trúgjami
heimilisfaðir er falinn Randver
Þorlákssyni, íhugulum og
traustum skólaleikara, en vart
nógu viðbragðsÐjótum og
fyndnum. en sumar setningar
mælir hann vel og hnittilega,
og oft er vert að gefa gaum
að augnagotum hans og svip-
brigðum. Ómar Valdimarsson
vakti mikla kátínu í góðu
gervi Tómasar biðils glópsleg-
ur og skringilegur sem vera
ber, en flutti kostulegar þulur
sfnar ekki nógu skýrt og skil-
merkilega: að túlkun Diafori-
usar föður hans má eflaust
sitthvað finna, en Stefáni Unn-
steinssyni tókst þó einhvern-
veginn að draga upp furðanlega
trúlega og kátbroslega mynd
læknis af gamla skólanum.
Aðrir leikarar virðast mér
nokkuð sfðri. Ásbjöm R. Jó-
hannesson er að vísu gervileg-
ur og viðfeldinn Béralde, en
helzti daufgerður og atkvæða-
Iftill; um elskhugann Cléante,
það er Kristján Karlsson er
nokkuð svipað að segja, en
hann er hinn myndarlegasti
piltur. Elías Ólafsson lýsti log-
andi ofstæki og óbilgimi Pur-
gons læknis af meiri ákafa og
bægslagangi en lagni; loks var
Sigurður Tómasson lögbókari
og Flosi Kristjánsson lyfeali, og
eru þá leikendumir allir tald-
ir. Píanóleik annaðist Marta
Ólafsdóttir. og loks léku þrjár
stúlkur á flautu áheyrendum til
ánægju.
Viðtökur leikgesta voru
hjartanlegar og hlýlegar og
blómaregninu ætlaði seint að
linna. Nenmendur annarra
skóla, kennarar og skólastjór-
ar ættu að sækja sýningu
þessa, hún ætti að verða þeim
hvatning til dáða.
A. Hj.
VERÐLÆKKUN
25% verðlækkun á amerískum
bíla-, skipa- og flugmódelum úr
plasti.
30% verðlækkun á flugmódelum
úr balsa.
GERIÐ GÓÐ KAUP Á
LEIKFANGAMARKAÐNUM.
ROÐUGLER
Flestar þykktir fyrirliggjandi
A og B gœðaflokkar
MARS TRADING C0. H.F.
KLAPPARSTIG 20 SIMI 17373