Þjóðviljinn - 30.03.1966, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.03.1966, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 30. marz 1966 — ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 3 Ræða Bresnéfs á 23. þingi Kommúnistaflokks Sovétríkjanna Sáttaboð til Kínverja, aivörun til Bandaríkjanna, skipulagsbreytingar Kaþólskir á móti Saigonstjérninni Lýsa samstöðu með búddatrúarmönnum í baráttu þeirra gegn herforingjaklíku Kys hershöfðingja Bresnéf talaði í fjóra klukkutíma, kom víða við en meginatriðið í ræðu hans var nauðsyn á samstöðu sósíalistísku ríkjanna allra MOSKVU 29/3 — 23. þing Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna var sett í þinghöllinni í Moskvu í morgun að við- stöddum tæpum 5.000 þingfulltrúum og sendinefndum frá 86 verklýðsflokkum. Lenoíd Bresnéf, aðalritari flokksins, flutti setningarræðuna og lagði í henni áherzlu á nauð- syn þess að sósíalistísku ríkin héldu hópinn andspænis yf- irgangsstefnu Bandaríkjanna. Hann ítrekaði að Sovétríkin og Kína ættu enn að reyna að setja niður déilur sínar, varaði Bandaríkin við afleiðingum af stríði þeirra í Viet- nam, skýrði meginatriði stefnunnar í efnahagsmálum og boðaði ýmsar breytingar á skipulagi og störfum flokks og stjómar. Fréttaritarar af vesturlöndum verða ekkj viðstaddir á þing- fundum en rækilegur útdráttur úr ræðu Bresnéfs var birtur í Moskvu í dag. 1 ræðu sinni sem tók fjórar klukkustundir ag flytja bauð Bresnéf leiðtogum kínverskra kommúnista til nýrra viðræðna um deilumálin annaðhvort í Moskvu eða Peking. — Við viljum halda vináttu og samvjnnu vig Kína og Alb- aníu og við erum reiðufoúnir hvenær sem er til að ræða á- greiningsmálin og ryðja þeim úr vegi, sagði Bresnéf. Hvorki Kínverjar né Albanar sendu fulltrúa á þingið og heldur ekki kommúnistaflokk- amir í Japan og á Nýja Sjá- landi. Annars eru þar fulltrúar frá verklýðs- og kommúnista- flokkum i nær öllum löndum hejms. Bandaríkin aðvöruð Bresnéf ræddi um sambúð Sovétríkjanna við fjölda ann- arra ríkja og varaði Bandarik- in sérstaklega vig því ag eng- in vinátta gæti tekizt meg þeim meðan Bandaríkin halda áfram yfingangi sínum í Vietnam og annars staðar í heiminum. f þeim kafla ræðunnar sem fjallaði um utanríkismál ræddi Bresnéf mjög um þá hættu sem heimsfriðnum stafar af náinni tvíhliða hernáðarsamvinnu Bandaríkjanna og Vestur-Þýzka- lands Bæði þessi ríkf reyndu ag auka viðsjár í heiminum. en enginn gæti breytt núverandi landamærum Bvrópu. Þýzku heimsvaldasinnarnir yrðu ekki hærri í loftinu þótt þeir sætu á öxlum Bandaríkjamanna. en því meira yrði fall þeirra. — Sovétríkin vinna stöðugt að því að bæta sambúðina við Bandaríkin en engjr góðir á- vextir spretta úr jarðvegi sem yfirgangur og ofbeldi hefur eitr- að sagði Bresnéf. Því meir sem stríðið í Vietnam er hert, því öflugri stuðning munu Sovét- ríkin og önnur sósíalistísk ríki veita vietnömsku þjóðinni. Sambúðin við Norðurlönd Um sambúg Sovétríkjanna við Norðurlönd sagði Bresnéf að hún væri með eðlilegum hætti. — En að sjálfsögðu er ekki hægt að halda því fram að ek,ki séu neinir tálmar í vegi fyrir enn bættum samskiptum við Þau, bætti hann við. Hann tók sér- staklega fram ag sambúðin við Finnland auðkenndist af gagn- kvæmu trausti. vináttu og sam- vinnu. í útdrætti þeim úr ræðu Bresnéfs sem birtur var í Moskvu i dag eru engin atriði sem koma mjög á óvart. Hann virðist hvorki hafa nefnt á nafn Nikita Krústjof né Jósef Stalín. þótt gagnrýni hans á mistök sem gerg hefðu verig á síðari árum ætti vig stjórnartig hins fyrr- nefnda. Fyrir þingig hafði geng- ið um það orðrómur í Moskvu að ttl stæði að leggja á þinginu nýtt mat á Stalín og stjómar- tíð hans. Nokkur minnjháttar atriði varðandi þinghaldig og í ræðu Bresnéfs virðast samt gefa til kynna ag aftur muni teknir upp þræðir frá því þrjátíu ára timabili þegar Stalín var hæst- ráðandi í Kommúnistaflokki Sov- étríkjanna. Það vakti þannig at- hygli að Klimenti Vorosjilof var einn af 75 fulltrúum í forsæti þingsins. Vorosjilof er nú hálf- níræður og á varla erindi á flokksþingig nema til að minna þingfulltrúa á samhengið í sögu Sovétríkjanna. Annað atriði sem í fljótu bragði má virðast smávægilegt. virðist benda í sömu átt. AFP- fréttastofan segir að Bresnéf hafi iagt til að æðsta stofnun flokksins fái aftur það nafn, pol- itfoureau eða framkvæmdanefnd. sem hún bar til ársins 1952, þegar þvi að tillögu Krústjofs var breytt í forsæti. Skipulagsbreytingar Bresnéf gerði nokkrar tillög- ur um breytingar á starfi flokks og ríkisstofnana. Hann lagði þannig til að aftur yrði tekinn upp sá siður að halda landsþing flokksins milii venjulegra flokks- þinga sem nú á að halda á fjögurra ára fresti. Hann taldi einnig rétf að auka völd. og virðingu Æðstaráðsins, þings S'ovétríkjanna, sem fram til þessa hefur aðeins fjallað um meginatriðin j stjórnarstefn- unni og ekki þingað nema fáa daga á árí hverju. Þingjg ætti að taka til meðferðar fleiri mik- ilvæg mál en það hefði fjallað um hingað til. Ráðuneytin ættu að senda ráðinu skýrslur reglu- lega og öll meiriháttar lagafrum- vörp ættu ag ræðast á fundum um allt landið. Bresnéf ræddi einnig um efna- hagsmál en Kosygin forsætis- ráðherra mun gera nánari grein fyrir þeim síðar á þinginu þeg- ar hann flytur framsöguræðu um hina nýju fimm ára áætl- un. Framleiðsla neyzluvarnings yrði aukin, sagði Bresnéf, og aukið fjármagn yrði veitt til þeirrar framleiðsiu. en þunga- iðnaðurinn myndi eftir sem áð- ur ganga fyrir. Megináherzla yrði lögg á að auka kornframleiðsluna, sam- yrkjubændum yrðu tryggð lág- m'arkslaun, fimm daga vinnu- vika yrði lögfest í iðnaðinum og stjórnsýsluninni og lækkað yrði verg á neyzluvörum. Látinna félaga minnzt Þingið hófst kl. 10 að morgni að staðartíma og voru þá mætt- ir til þihigs 4,923 fulltrúar og varafuiltrúar og höfðu allir komig nema einn sem hafði veikindaforföll. f hinum erlendu sendinefnd- um sem eru 86 talsins, eru all- ir helztu leiðtogar sósíalistísku ríkjanna i Austur-Evrópu fyr- ir utan Tító forseta. Öllum gest- unum var vel fagnað, en þó al- veg sérstaklega fulltrúa Norð- ur-Vietnams. Le Duan varafor- sætisráðherra. Minnzt var félaga, innlendra sem erlendra. sem látizt hafa síðan siðasta flokksþing var haldið. meðal þeirra Otto Kuus- inen. Palmiro Togliatti, Maur- ice Thoréz og Gheorghiu-Dej. SAIGON 29/3 — Enn hallar undan fæti fyrir Ky hers- höfðingja og herforingjaklíku hans í Saigon. í dag lýstu leiðtogar kaþólskra manna í Suður-Vietnam samstöðu sinni með búddatrúarmönnum sem krafizt hafa þess að Saigonstjómin fari frá. Leiðtogar kaþólskra tóku undir þá kröfu búddatrúarmanna að herforingjarnir leggi niður völd og víki fyrir þjóðkjörnum full- trúum. f Suður-Vietnam er tal- in búa hálf þriðja miljón ka- þólskra manna og þykir þessi afstaða leiðtoga þeirra athyglis- verð og líkleg til að gera her- foringjaklíkunni og hinum bandarísku yfirboðurum hennar enn erfiðara fyrir. Samstaða ka- þólskra og búddatrúarmanna er því athyglisverðari sem löngum hefur verið grunnt á því góða milli þeirra og ein af megin- kröfum búddatrúarmanna í norð- urhluta landsins hefur einmitt verið sú að Thieu „forseti“ sem er kaþólskur yrði að víkja úr embætti. Andróður búddatrúarmanna gegn Saigonstjórn Kys hershöfð- ingja hófst snemma í mánuðin- um og náði hámarki á sunnu- daginn þegar tugþúsundir þeirra fóru fylktu liði um götumar í Hue í norðurhluta landsins til að krefjast þess að skipt væri um stjórn og Bandaríkjamenn yrðu á brott með her sinn úr landinu. Andstaðan gegn Saigonstjórn- inni hefur verið öflugust í norð- urhlutanum, en hefur farið vax- andi í Saigon og umhverfi, og er afstaða kaþólskra til marks um það, en þeir eru fjölmennast- ir þar, og verulegur hluti þeirra sem þar er búsettur reyndar fólk sem fluttist til Suður-Viet- nams við skiptjngu landsins 1954. Ky hershöfðingi hafði f dag hótað því að hann kynni að verða neyddur til að gera rót- tækar ráðstafanir gegn undir- róðurs- og flugumönnum í norð- urhluta landsins. Mikil verkföll PARÍS 29/3 — Um 350.000 starfs- menn opinberra fyrirtækja í Frakklandi hófu í dag 24 stunda verkfall til að fylgja eftir kröf- um sfnum um launahækkanir. De Gaulle lætur kné fylgja kviði Enginn frnnskur her í Nato eftir 7. júlí en sagt að stefna bæri að þvi. Síðdegis í dag var haldinn i París fundur í fastaráði Atlanz hafsbandalagsins og voru á hon- 1 um fulltrúar allra aðjldarríkja nema Frakklands. Rætt var um framttð bandalagsjns eftir ákvarðanir frönsku stjórnarjnn- ar sem kippa í rauninni grund- vellinum undan því. Fitt um daginn hafðj verið | haldjnn annar fundur í ráðjnu þar sem franski fulltrúinn var viðstaddur. Þar gerði George Ball. aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna grein fyrir af- stöðu Bandaríkjastjói'nar til bandalagsjns og málefna þcss og ejnnig fyrir stefnu hennar og stríði í Vietnam, LOfDARFLOT 32 DregiS í 12. flokki mánudaginn 4. apríl. Verður 'yá dreginn út aSalvinningur ársins, EINSÝLISHÚS a3 LINDARFLÖT 32, GarSahreppi, ásamt bílskúr og frágenginni lóð aS söluverðmaeti minnst Kr. 2.500.000.co Aðrir vinningar eru: 4 bifreiðir fyrir 130 þúsund, 150 þúsund, 175 þúsund og 200 þúsund krónur og 195 vinningar HúsbúnaSur fyrir 5—25 þúsund krónur hv»r. ENDURNYJUN STENDUR YFIR ÞESSA VIKU Allar stöðvar Atlanzbandalagsins í Frakklandi eigá að vera fluttar þaðan burt fyrir 1. apríl næsta ár PARÍS 29/3 — De Gaulle Frakklandsforseti ætlar ekki að draga á langinn að framkvæma boðuð áform sín um að hætta hernaðarsamstarfinu við Atlanzhafsbandalagið. Hann hefur nú tilkynnt að allt franskt herlið verði tekið undan st'jórn bandalagsins 1. júlí n.k. og að allar stöðvar banda- lagsins í Frakkiandi verði að vera fluttar þaðan fyrir 1. apríl næsta ár. Franska stjórnin tilkynnti þetta í dag í orðsendjngum til stjóma Bandaríkjanna. Bret- lands, Vestur-Þýzkalands og Ítalíu en stjórnjr annarra aðild- arríkja Atlanzhafsbandalagsins munu væntanlega fá sams konar tilkynningar á morgun mið- vikudag. Orðsendingarnar hafa enn ekki verjð birtar en hin hálf- opinbera franska fréttastofa, AFP segist hafa þag eftir mjö-g árejðanlegum heimildum. að boðskapur de Gaulle sé sá sem áður var rakinn. Þess mun að vísu ekki kraf- izt að bækistöðvar Nato í Frakklandi, yfirhersjómin (SHA- PE) og Mið-Evrópuherinn (AFC- ENT), verði farnar úr Frakk- landi fyrir hinn tilsetta tima.%

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.