Þjóðviljinn - 30.03.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.03.1966, Blaðsíða 8
2 SÍÐA — ÞJÖÐVILJINN — MiðviRwdagur 30. marz 1068. I j, — Nú, jæja, jæja, við vorum í húsinu, hrópaði hann reiði- lega. — Og hvað um það? En það voru bersýnilega fleiri þar — einhver sem kom inn um gluggann. — Það hefði getað verið ein- hver flækingur — eða — eða hver sem var skaut Jennjfer inn í. — Mergurinn málsins er, að Lyon veit ekki meira um það en við. Er það ekki rétt Carstars? — Alveg rétt, samsinnti ég og virti Davíð fyrir mér. — Þú verður að setja þig í hans spor, Davíð. Til að mynda gæti það vel flögrað að honum, að þú hefðir klifrað inn um þennan glugga og — Hann tók viðbragð, bálreiður. Þetta var aðeins tilgáta hjá mér. — Þetta er djöfuls — hvern fjandan sjálfan ertu að fara —. — Davíð. Jennifer sagði þetta um leið og ég sagði: — Bara rólegur. Ég er aðeins að benda á eitt af því sem hann gæti álitið znögulegt. Hann kyngdi reiði sinni. Jennifer horfði á hann undar- legu augaráði, annaðhvort var hún hissa eða þá að hún var að reyna að mæta augnaráði hans. Hann leit ekki á hana. Hann var upptekinn af því að góna á mig. — Og á meðan lætur hann morðingja leika lausum hala, meðan hann íhugar fáránlega möguleika! Mér finnst maður- inn satt að segja sannkallað dauðyfli. — Við komumst bráðlega að raun um það. Ég býst ekki við að hann haldi áfram að rangla svona áfram til eilífðarnóns. Davíð leit á mig illilegum tortryggnisaugum. — Og þú ert viss um að hann Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu oq Dódó Laugavegi 18 III hæð (lyfta) SlMI 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðsenda 21. SlMI 33-968. DÖMUR Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10 Vonarstrætis- megin — Simi 14-6-62. Hárgreiðslustofa Austurbæjar Maria Guðxnundsdóttir Laugavegi 13. Sími 14-6-58. Nuddstofan er á sama stað. hafi ekki gefið þér neinar upp- lýsingar. — Alls engar_ sagði ég kæru- leysislega. — Hví skyldi hann gera það? — Svona nú. Davíð, sagði Jennifer glaðlega. — Hættu þessu. Þú getur varla ætlazt t.il þess að morð sé framið í fjöl- skyldunni án þess að því fylgi talsverð óþægindi? Nú tókst henni að fá hann til að líta á sig, og hún bætti við með nokk- urri áherzlu. — Við verðum bara að láta sem ekkert sé og bíða og sjá hvað setur. Hann leit niður fyrir sig og tautaði. Þetta er allt samian farið að fara í taugarnar á mér, það er allt og sumt. Að minnsta kosti — Hann stóð upp. — Við skulum synda. Jennifer lagðist út af með hendumar undir hnakkanum. — Nei, þú verður að fara einn. Ég sagði þér að ég færi ekki 22 út í dag. Mig langar ekki til að synda langt út. Það er — fullsnemmt eftir það sem gerð- ist^ í gær. % veit að þetta er kjánaiegt af mér en það þarf ekkj að hindra þi'g. Hann horfði þrjózkulega á hana. — Hamingj.an góða, þetta hef- ur orðið dálagleg helgarheim- sókn fyrir þig. Og ég geri ekki mikið til að bæta þér það upp. Mér þykir það leitt. Hún brosti og veifaði hand- leggnum hin rólegasta. — Hættu þessum áhygg.jum! Svona farðu og syntu svolííið. Ég er löt. Við horfðum á eftir honum, stórum og útiteknum og hann bar við sólbakaðan. hvítan sand- inn. Jennifer veiti sér á hlið- in.a svo hún sneri að mér. — Veslings Davíð. Þetta er hræðilegt fyrir hann. — Það er hræðilegt fyrir ykk- ur öll. En þér hljótið bó að skilja að hvorki hann né Anna finna til neinnar djúprar sorg- ar. Ef þér hefðuð þekkt Massey eins vel og ég gerði — — Ég þekkti hann alveg nógu vel, þótt ég hitti hann aðeins einu sinni. saigði hún hrein- skilnislega. — Hann var and- stygigilegur. Ég er bara mest hissa á því að eginn skuli hafa stungið i hann hníf fyrir löngu! — Þau hafa þurft að Þola sitt af hverju. — Því get ég vel trúað. Sér- staklega aumingj.a Anna. Ég botna ekkert í hvemig hún hef- ur getað þolað þetta öll þessi ár. Ég hugsaði með mér að Önnu hefði tekizt að blekkja okkur öll. Persónan sem hún sýndi um- heiminum —• hin bljúga amb- átt heilsulauss harðstjóra — var ekki sú eina Anna. Hún bjó yfir annarri persónu, lifði öðru lífi sem henni hafði tekizt býsna vel að dylja fyrir öllum. Hún hafði fundið leiðir til að bæta sér upp heimilislífið. — Fólk lagar sig eftir að- stæðum. Lifir sínu eigin lífi, sagði ég að ætlaðist til að þetta léti í eyrum eins og venjuleg flatneskja því að ég var þama til að afla upplýsinga, ekki til að veita þær. Mig langaði líka til að heyra álit hennar. svo að ég bætti við í léttum rómi: — Hvernig hefðuð Þér sætt yð- ur við lif af þv; tagi? Hún hló. — Ég? Ég hefði aldrei látið slíkt og þvílíkt henda mig. — En ef til vill hefur Massey ekki verið þannig. þegar hún gekk að eiga hann. — Ef til vill ekki, sagði hún viðutan og svo þagði hún and- artak áður en hún bætti við: — Auðvitað voru allir þessir peningar. — Hefði það verið tilvinnandi? sagði ég stríðnislega. en hún settist upp, dró annan fallega fótlegginn undir sig og svar- aði alvarleg í bragði; — í mínum augum? Tja. það er indælt að hafa þá við hönd- ina. — Það er ekki alltaf nægi- legt að hafa þá við höndina. — Nei. En nú gegnir öðru máli. er það ekki? Anna verð- ur mjög rík. — Já. Og nógu ung til að kunna að meta það. Jennifer var að driaga mynzt- ur j sandinn með einum fingri. Hún leit ekki upp þegar hún sagði lágri röddu: — Já' það er satt. Mér þætti gaman ið vita — — Hvað þætti yður gaman að vita? — Mér þykir bara undarlegt, að lögregan skul; ekki hafa gert sér mat úr því. Ég á við. að það er alltaf leitað að einhverjum sem hefur ástæðu til — Ég vakti ekki athygli hennar á því að Davíð hefði svo sem sínar ástæður líka og sömuleið- is hún sjálf. í staðinn spurði é'g: — Af hverju haldið þér að lögreglan haf; ekki athugað það? Hún leit á mig útundan sér undan löngum augnhárun'um. — Hvað segir Lyon fuHtrúi um það, að hún var ekki í her- berginu sínu, þegar ég leit þar inn um kvöldið. — Ég hef enga hugmynd um það, — Þér voruð viðstaddur, þeg- ar hann yfirheyrði hana. — Hann minntist ekki einu sinni á það. — Ekki það? — Ekfci meðan ég var við- staddur. — Það er dálátið undarlegt. er ekki svo? — Hann hefur kannski minnzt á það í annan tíma. Hafið þér sjálfar spurt Önnu um það? — Því þá það? — Ég hefði haldið að þér væruð forvitnar. Eða vitið þér kannski hvar hún var? Hún leit aftur niður í sand- inn áður en hún svaraði. — Ég hef ekki minnstu hug- mynd um það. Hún sagði þetta alltof kæru- leysislega, sem var snjallt hjá henni. gat alls ekki áttað mig á því. hvort hún vissj það raunverulega ekki og vildi að ég héldj að hún gerði það, eða þá að hún vissj það en vildi að ég héldi, að hún vissi það ekki. Hún þagði meðan ég var að velta þessu fyrir mér, en síðan hélt hún áfram með dyggðuigum raddhreim: — Skiljið þér mér finnst and- styggilegt að þurfa að segja frá því en hvað gat ég gert? Ég varð að gefa skýringu á mín- um eigin at’höfnum. — Auðvitað. Og Lyon hafði komið yður í dálítið uppnám með þv; að neyða yður til að segja frá samvistum ykkar Da- víðs, var það etoki? — En það virðist samt ekki hafa komið að sök. Kannski hefur hann ekki trúað mér? Hún har þetta fram eins og spurningu, en ég svaraði með annarri spumingu. — Hví skyldi hann ekki gera það? Ætli honum finnist ekki ótrúlegt að þér færuð að spinna upp slíka sögu. — Nema hann haf; haldið að ég hefði einhvern sérstakan til- gang með því að segja honum það. Hún þurrkaði burt mynztr- ið sitt úr sandinum og lagðist afur á hliðina og ætlaðist ber- sýnilega til þess að ég horfði á hana. Ég gerði Það og á þann hátt sem hún bjóst við. en ég hafði sterkt hu-gboð um að ver- ið væri að spila með Ég fékk vissu mítia þegar hún sagði blíðlega og eins og í trúnaði: — Ég skal segja yður, að ©g vjldi óska að Þér vilduð vera vænn og róa Davíð með Þv; að segja honum hvað Lyon er með Terelyne-buxur — CaHabuxur Leðurjakkar — Nylonúlpur — Peysur — Fermingarskyrtur. Margt fleira — Góðar og ódýrar vörur . Verzlunin Ó.L Traðarkotssundj 3 (mótl ÞjóSleikhúsinu). þórður sjóari 4791 Það er leitað á Þórði og Eddy og sigri hrósandi tekur Mustafa við skammbyssunni. — Nú, þeir eru þá eftir allt saman málaliðar Akmeds! „Þegið”. öskrar hann þegar Þórður ætlar að segja eitthvað. Síðan skipar hann að farið sé burt með fangana án þess að þeir hafi nokkurt tækifæri til að skýra út, hvernig á því stendur að þeir eru þarna komnir. Haderi hikar ekki lengnr. Stund árásarinnar er komin. Og mennimir þjóta áfram, sveiflandi bogsverðunum af eldmóði hat- ursips. A augabragði er herbergið orðið að vígvelli. Haderi virðist allsstaðar vera í einu. SKOTTA Þakka fyrir kvöldið, en mér finnst að þú hefðir átt að finna skemmtilegra tómstundagaman en að laga til. GOÐAR FILMUR EVAERT Blaðadreifíng Blaðburðarfólk óskast strax til að bera blaðið til kaupenda við Laufásveg — Blönduhlíð — og Digranes- veg í Kópavogi. ÞJÓÐVILJINN — SÍMI 17-500. ROflUGLER Flestar þykktir fyrirliggjandi A og B gœðafiokkar MARS TRADING CO. H.F, KLAP PARST I G 20 S f M íjj^ 7 3 7 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.