Þjóðviljinn - 30.03.1966, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.03.1966, Blaðsíða 10
I~ Kvikmynd um Sigurð Fáfnisbana tekin að nokkru leyti á Islandi I ! I Tveir fulltrúar eins stærsta kvikmyndafél. Evrópu, CCC Fi'lmkunst í V-Berlin, kvik- myndatökustjórinn Korytow- ski og leikstjórinn Dr. Reinl. eru nýkomnir hingað til lands ti'l undirbúnings kvikmyndatöku hér í sumar. Á myndin að fjalla um Sig- urð Fáfnisbana og verður stór, löng og dýr kvikmynd í tveimur hlutum og er í ráði að taka þriðjung fyrri hlut- ans hér á landi, sögðu þeir á fundi með fréttamönnum í gær. Hafa þeir þegar ráðið sér íslenzka aðstoðarmenn, þá Gísla Alfreðsson aðstoðar- leikstjóra og Þorgeir Þor- geirsson aðstoðarkvikmynda- mann. Aðrir hlutar myndarinnar verða teknar utan- og innan- húss í Júgóslavíu og í kvik- myndaveri féiagsins í Berlín. Var fyrst í ráði að taka það, sem gerist á íslandi í ír- landi, en umboðsmaður Flug- félags íslands í Frankfurt, Dieter Wendler, benti leik- stjóranum á að Island sjálft væri miklu heppilegra til þess arna og kvaðst Dr. Reinl ekki sjá eftir að hafa farið að ráðum hans eftir að hann hefur svipazt um hér á landi. Kaflinn sem hér verður tekinn, verður gerður í ágúst í sumar og áætlað að kvik- myndatakan hér taki þrjár vikur. Koma þá hingað alls um 30—35 manns frá kvik- myndafélaginu auk þess sem væntanlegir eru með þeim fréttamenn frá blöðum og sjónvarpi. Alls er áætlað að taka beggja hluta myndarinn- ar taki fimm mánuði og er áætlaður kostnaður átta milj- ónir þýzkra markg. Leikstjórinn Dr. Reinl hef- ur sjálfur skrifað kvikmynda- handritið og sagðist miða myndina við smekk ungs fólks, einnig kvaðst hann verða að gera hana með til- liti til samkeppninnar við sjónvarpið og sýna i henni það sem ekki er hægt að gera í sjónvarpi, svo sem stórkost- legt landslag í litum, ævin- týralegar fjöldasenur, hesta- hópa o. s. frv., enda verður myndin sýnd á breiðtjaldi. Og ætti dr. Reinl að vita um hvað hann talar, því eftir þvi sem við höfum komizt næst eru myndir hans þær einu, sem grætt hefur verið á í þýzkri kvikmyndagerð síðari ára, en hann hefur gert hinar miklu ævintýramyndir, sem sniðnar eru eftir indíánasög- um Karls May og hlotið hafa metaðsókn í Þýzíkalandi. Var ejn þessara mynda sýnd hérí vetur við góða aðsókn: Fjár- sjóðurinn í Silfurhafi. Kvikmyndin um Sigurð Fáfn- isbana verður sniðin eftir Niflungaljóðinu þýzka, ensem kunnugt er, er norræn mynd þeirrar sögu sem þar er sögð, varðveitt í Eddukvæðum, Völsungasögu og Snorra Eddu. Sagan er upprunnin í Rínarlöndum og voru þeir menn sem hún fjallar um uppi á 4. og 5. öld. Munu flestir íslendingar kannast við þessa sögu, sem í Eddu hefst með því að Loki kúgar í fjörlausn allt gull af dvergnum Andvara og að lokum gullhring einn sem dvergurinn ætlar að halda eft- ir. Leggur þá Andvari svo á, að sá haugur skyldi verða hverjum höfuðbani, sem ætti. Loki og Óðinn guldu dverg- inum Hreiðmari síðan gullið og hringinn að sonar gjöldum og héldust álögin við bæði hring og gull. Drápu synir Hreiðmars, Fáfnir og Reginn, föður sinn, og brá Fáfnir sér síðan í ormslíki og lagðist á gullið á Gnitaheiði, en Reginn réðist sem smiður til Hjálp- reks konungs á Þjóði. Þar kemur Sigurður inn í söguna, en hann var fóstursonur Hjálpreks. Segir í Eddu, að Sigurður var ágætastur allra herkon- unga að ætt og afli og hug. Reginn gerir honum sverðið Gram. segir honum, hvar Fáfnir liggur á gullinu og eggjar hann að sækja það. Sigurði tekst að drepa Fáfni og síðan Regin smið, sem hugði á svik. Síðar kvænist Sigurður Guðrúnu Gjúkadótt- ur og gengur í fóstbræðra- lag við bræður hennar, Gunn- ar og Högna. Sigurður fer með Gunnari að biðja Bryn- hildar Buðladóttur, systur Atla konungs, en hún hafði heitið að eiga aðeins þann er þyrði að ríða vafurlogann er var um sal hennar. Skipta þeir þá litum Sigurður og Gunnar og leysir Sigurður þrautina fyrir Gunnar, geng- ur að brúðkaupi með Bryn- hildi og gefur henni næsta Uwe Beyer, OL-silfurmethafi og Evrópumeistari j kringlu Ieikur Sigurð Fáfnisbana. Dauöi Sigurðar í mynd Fritz Lang. Poul Ricther fór með hlutverkíð. morgun gullbauginn Andvara- naut. Síðan skipta þeir fóst- bræður aftur ham og búa hvor með sinni konu. En Brynhildur kemst 6íðar að svikunum, fær þá Gjúka- syni til að vega Sigurð og leggur sjálfa sig sverði. en Gunnar og Högni hljóta gull- ið og Andvaranaut. En álög- in haldast við hringinn og lét Atli konungur Buðlason drepa þá bræður, kvænist sjálfur Guðninu systur þeirra, en hún réði honum aftur bana. Þýzka sögnin er nokkuð frábrugðin þeirri íslenzku, en aðalpersónur og atburðarás þó hin sama. f stað vafurlogans á Gunnar að berjast við Brynhildi og bregður Sigurð- ur þá yfir sig huliðshjúp og hjálpar honum þannig. Meiri áherzla er lögð á víg drek- ans í Eddu, en á bardagann við dvergana sem áttu gullið í Niflungaljóði. f Eddu heitir kona Sigurðar Guðrún, en Kriemhilde eða Grímhildur í Niflungaljóði. í Eddu drepur Atli þá Gjúkasyni og Guðrún er tiltölulega saklaus en í Niflungaljóði er Atla lýst sem mildum og réttsýnum kunungi, en Kriemhilde veld- ur ein öllu illu til að koma fram hefndum. Kvikmyndin sem Dr. Reinl stjómar nú er ekki fyrsta myndin sem gerð er um Sig- urð Fáfnisbana í Þýzkalandi. Leikstjórinn frægi. Fritz Lang, gerði þögla kviKmynd um sama efni árið 1924 með Poul Richter í aðalhlutverki. Var sú kvikmynd mikill lof- söngur til hinna fomu hetja og Germana, enda í uppá- haldi hjá Hitler, þó að Lang væri Gyðingur og yfirgæfi að lokum Þýzkaland vegna gyðingaofsókna nazista. Dr. Reinl tók fram, að hans mynd yrði í allt öðram stíl en gamla myndin, léttari í vöf- um og ekki jafn viðhafnar- mikil og full íburðar. Fræg- ur íþróttamaður. Evrópu- meistari og OL-silfurmethafi í kringlukasti, Uwe Beyer, fer með hlutverk Sigurðar Fáfn- isbana, Brynhildi leikur Kar- in Dor og Maria Marlow Grímhildi. Af öðram þekkt- um leikurum má nefna Bandaríkjamanninn Jack Pal- ance sem leifcur Atla Húna- konung. Ekki er enn fullákveðið, hvar kaflarnir verða teknir hér á landi, en til mála koma Ví'k i Mýrdal, Dyrtióla- ey, Þingvellir og Mývatn. r æ. I Miðvikudagur 30. marz 1966 — 31. árgangur — 74. tölublað. Heimsékn forsetnns í ísrnel lauk í gœr B Opinberri heimsókn for- seta íslands í ísrael lauk í gærkvöld og ætlaði hann að halda frá ísrael í morgun ásamt fylgdarliði sínu. 1 gærmorgun skoðaði Ásgeir Ásgeirsson Jerúsalemborg, Zíon- fjall, Abuhliðið, heimsótti Há- skólann, lagði niður blómsveig og gróðursetti tré á Herzl fjalli við hátíðlega athöfn. Um hádegi skirði hann götu i nýju hverfi í Jerúsalem og ber hún nú nafnið Islandsgata. Var fjölmenni viðstatt þennan at- burð. Sat síðan íslenzki hópurinn hádegisverðarboð borgarstjóra Jerúsalem. Síðdegis skoðaði forsetinn ísraelssafnið og hafði síðan gestamóttöku í Hóteli Davíðs konungs, þar sem hann og fylgd- arlið hans hafa búið meðan á dvölinni i Jerúsalem stóð. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Hægri umferðin til efri deildar Frumvarpið um hægri hantlar akstur var sam- þykkt í neðri deild í gær að viðhöfðu nafnakalli með 26 atkvæðum gegn 9, en 5 greiddu ekki atkvæði. Þá var samþykkt að vísa mál- inu til 3. umræðu með 25 atkvæðum gegn 5. ,■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■ Vonnfirzkt smjör éti hjá sakamálaembættum? Barnaverndarfrum varpið til meðferðar á þingi á ný FrumvarpiS um vernd barna og ungmenna kom til 1. umræðu í neðrj deild í gær. en það var lagt fram á alþingi i fyrradag. Sem kunnugt er kom þetta mál fyrir alþingi í fyrra en varð þá eigi útrætt og strandaði þar á ágreiningi um ákvæði 41. gr. um vinnuvernd barna og ungmenna þar sem menntamálanefnd efri deildar taldi þau óframkvæman- leg. Eftir að þingi lauk i fyrra- vor fól menntamálaráðherra fimm alþingismönnum Auði Auð- uns, Benedikt Gröndal, Einari Olgeirssyni, Ölafi Björnssyni og Sigurvin Eianrssyni að freista þess að samræma skoðanir al- þingismanna á ágreiningsatriðum. Nefnd þessi sendi menntamála- ráðuneytinu niðurstöður sínar þann 7. desember sl. Frumvarp það, sem nú hefur verið lagt fyrir alþingi, er með breytingum nefndarinnar sem starfaði í sumar, en 41. gr. er þó óbreytt frá því sem var í fyrra í upphaflega stjórnarfrum- varpinu. Er því ágreiningur enn fyrir hendi um þessa grein, en menntamálaráðherra lagði á það áherzlu í ræðu sinni í gær, að frumvarpið yrði að ná fram að ganga, þrátt fyrir þennan á- greining þar sem ýmis önnur á- kvæði framvarpsins þyrftu nauð- synlega að öðlast lagagildi. Alþýðubandalagið í Hafn- arfirði heldur almennan fclagsfund í Góðtcmplara- húsinu mánudaginn 4. apríl klukkan 20.36. Fundarefni: 1. Kristján Andrésson, bæjarfulltrúi ræðir bæjarmál, 2. Undirbúningur bæjarstjórnar- kosninganna. Félagsmenn fjölmennið! Stjómin. íslenzka landsliðið hefur verið valið N.k. Iaugardag fer fram lands- Ieikur í handknattlejk milli ís- lendinga og Dana og hefst lejk- urinn kl. 5 í íþróttahúsinu í Laugte.rdal, Dönsku lardsljð- mennirnir. fararstiórn þeirra og 4 danskir fréttamenn koma hingað á föstudagskvöldið og halda heim á sunnudagsmorg- un. Landsliðsnefnd H.S.f. hefur nú valig menn í íslenzka lands- liðið að sögn Ásbjörns Sigur- jónssonar, og fara nöfn þeirra hér á eftir: Gunn,lau,gur Hjálm- arsson, Fram (fyrirliði) Hjalti Einarsson, FH. Þorsteinn Björns- son Fram, Auðunn Óskarsson. FH, Geir Hallsteinsson, FH. Her mann Gunnarsson Val, Hörður Kristinsson Áxmanni, Ingólfur Óskarsson. Fram, Karl Jóhanns- son, KR Sigurður Einarsson. Fram og Stefán Sandholt. Val. Eins og fyrr segir hafa dönsku landsliðsmennimir aðeins stutta dvöl hér, en ástæðan er sú, að þeir eru á förum í 12 daga ferð til Sovétríkjanna. Danimir mimu dveljast á Hótel Sögu og býður Menntamálaráðuneytið þeim í kvöldverð. Leikurinn á laugardaginn hefst kl, 5 en lúðrasveitin spilar frá kl. 4. Forsala aðgöngumiða byrj- ar í dag { bókabúð Lárusar Blöndal í Vesturveri og á Skóla- vörðustíg og er verð hvers miða kr. 125,— og kr. 50,— fyrir börn. Rætt um minkinn Loðdýrafrumvarpið kom til 1. umræðu í efri deild í gær og urðu talsverðar umræðrr um það, en frumvarpið hefur sætt meðferð neðri deildar og verið samþykkt þar. Mælti Alfreð Gíslason eindregið gegn efni framvarpsins og benti á veiga- mikla galla á formi þess Þor- valdur G. Kristjánsson andmælti. Einkennilegt mál er nú rekið fyrir Sakadómi Reykjavíkur og á rætur sínar að rckja til ís- lenzka smjörfjallsins. Þannig barst á dögunum kvörtun frá borgarlæknj Rvíkur um dreif- ingu og sölu á gölluðu smjöri í búðum borgarinnar. Ilafði Kristján Skagfjörð, heildverzlun, selt á tveim klukkustundum nokkur tonn af smjöri frá Mjólk- urbúi Vopnfirðinga hér í búð- irnar á verði sem svarar til ánn- ars flokks smjörs og segja við- skiptavinirnir, að þctta svari að gæðum til fyrsta flokks smjörs og hefur það runnið út. Er málið rekið formlega fyrir Sakadómi svo sem hér sé um gallaða vöra að ræða og sé bæði lyfct og bragð varhugaverð og stafi sennilega af því að vopn- firzkum kúm hafi verið gefið of mikið súrhey. Um helgina var Jón Guðbjarts- son, framkvæmdastjóri, kallaður til yfirheyrslu hjá embættinu og hafði hann meg sér smjörstykki úr ísskápnum heima hjá sér og bragðaðist öllum vel á smjörinu. Jón heldur því fram, að Osta- og smjörsalan standi á bak við þessa kæra og hafi þetta fyrir- tæki misst spón úr aski sínum. Vopnfirðingar hafi hinsvegar gengið á lagið og sniðgengið ein- okunaraðilann og þar með hafi Reykvíkingar fengið ódýrara smjör og enginn finni athuga- vert við neyzlu þess. Málið fer sennilega áfram til Saksóknara ríkisins og þar verður kannski önnur smjömeyzla á næstu dög- um. Kannski verður smjattað á vopnfirzku smjöri á öllum dóm- stigum. --•»-.•--*■«•»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*_ Rökstudda dogskrám felld með 20:19 ■ Tillaga stjómarand- stöðuflokkanna í neðri deild um að vísa verðtryggingu fjárskuldbindinga frá með rökstuddri dagskrá, enda skyldi milliþinganefnd fjalla um málið I sumar, var felld með naumum at- kvæðamun í gær. Hlaut til- lagan 19 atkvæði, en 20 greiddu atkvæði á móti henni. Þurfti þannig at- kvæði forseta til að koma rökstuddu dagskránni fyrir kattarnef, sem þó var sam- hljóða því áliti, sem banka- stjórar þriggja viðskipta- banka af fjórum, sem leit- að var álits hjá, Iétu frá sér fara. Lán Hásnæðismálastjómar Framhald af 1. síðu. 18.398 kr. ef allt væri eðlilegt og engin vísitölubinding á Iáninu, að greiða svo sem hér segir: Á 10. ári 47.656 kr. Á 15. ári 76.912 kr. Á 20. ári 123.832 kr. Á 25. ári 199.272 kr. Með öðrmn orðum: Síðasta af boj'gunin af 280 þús. kr. láni yrði þá tæpar 200 þús. kr. eftir stöðugar greiðslur i 24 ár, og alls yrði þá íbúð- areigandinn á árinu 1991 bú- inn að greiða á þriðju miljón króna fyrir þær 280 þús. kr., sem hann fékk að Iáni hjá ríkinu til að hjálpa honum 1966. Þegar Einar hafði rakið þetta dæmi sagði hann að þegar verka- lýðsfélögin gerðu sína samninga 1964, hefðu þau fallizt á þessa vísitölubindingu vegna þess að ríkisstjórnin hefði gefið fögur fyrirheit um stöðvun verðbólg- unnar. En þau hefðu verið þver- brotin og forsendurnar fyrir þessu samkomulagsatriði um leið. Þess vegna kvaðst Einar telja það víst að verkalýðshreyfingin myndi taka upp baráttu fyrir af- námi þessa atriðis og væri al- þingi sæmst að afnema það af sjálfsdáðun svo verkalýðshreyf- ingin yrði ekki knúin til að gera það að einu stærsta baráttumáli sínu í samningunum á sumri komanda. Einar lagði að lokum áherzlu á að samkomulag þyrfti að nást um þetta atriði með öllum flokk- um þingsins og skoraði hann á þá nefnd. sem málið fékk til af- greiðslu að afgreiða það fljótt og vel.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.