Þjóðviljinn - 07.04.1966, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN •— Fimmtudagur 7. april 1966.
!
Domby höfuðsmabur í vandræðum
Það verður. æ meiri vandi
að útvega hermenn í
stríðið í Vietnam. Á her-
skyldu.skrifstofum sitja menn
með sveittan skallann og
setja fram ýmsar hugmyndir
um það, hvemig eigi aðfara
að því að koma sem flestum
ungum mönnum í hermanna-
búning. En allar hugmyndir
kalla því' miður fram alvar-
leg mótmœli.
— Við héldum að við hefð-
um rekizt á góða hugmynd i
Michigan, sagði Domby höf-
uðsmaður ekki alls fyrir löngu,
en hann er helztur hugmynda-
smiður i þeirri stofnun sem
velur úr herskylda menn. —
En ríkisstjórnin hafnaði til-
lögu okkar.
Hann átti við kröfugöngu,
sem stúdentar skipulögðu fyrir
utan herkvaðningarstöð einaí
Michigan. Eftir þessa kröfu-
göngu lýstu opinberir aðilar
því yfir, að hvem þann sem
tekur þátt í einhverskonar
mótmaelaáðgerðum gegn her-
kvaðningu, megi svipta fresti
þeim sem hann hefur gagn-
várt herskyldu, setja hann i
flokk A-1 og dubba hann upp
í hermannabúning. Nokkrir
slíkir kröfugöngumenn í Mic-
higan verða nú settir í her-
inn.
Eftir RUSSEL BAKER
En stjómin mótmælir samt
þessari aðferð. Hún álítur, að
slíkar nauðungaráðstafanir
muni styrkja útlendinga í
þeirri hugmynd, að styrjöld-
in sé óvinsæl meðal banda-
rískra æskumanna..
Samkvæmt annarri tillögu á
ríkisstjómin að koma sér
upp styrjaldarhetjum. „Þetta
er fyrsta stríð okkar þarsem
við höfum ekki neinar hetjur“,
segir Domby höfuðsmaður. „En
ef við eigum einhverja hetju,
þá hafa strákarnir ein-
hvern til að reyna að líkjast.
Það er hægt að senda hetj-
una á stúdentagarða, þar sem
margir eru andvígir herkvaðn-
ingu og láta hana fá þá óá-
nægðu til að skammast sín.
Þessvegna báðum við forset-
ann að gera eitthvað til að
auglýsa upp nokkrar hetjur
frá Vietnam‘‘.
Þessi tillaga kom svo til
baka og var eftirfarandi úr-
skurður yfir textanum: „Þessi
hetjuhugmynd er afleit. Það
fer alltaf svo fyrir þessum
stríðshetjum að lokum, að
þær beita sér gegn styrjöldum
okkar og bjóða sig fram við
forsetakjör“. v
Þriðja hugmyndin var fólg-
in, í því að flytja í flokk A-1
þá stúdenta, sem hafa dreg-
izt afturúr félögum sínum í
námi. En Domby höfuðsmaður
er ekki alveg viss um að hún
beri þann árangur sem skyldi.“
Þetta verður aðeins til þess,
sagði hann, að strákamir
reyna að komast á sem léleg-
asta háskóla. Enginn sniðugur
strákur fer í strangan skóla
eins og Harwardháskólann, ef
hann á það á hættu að verða
kallaður í herinn — úr því það
er enginn vandi fyrir hann
að vera dúx í einhverjum
búnaðarskóla‘‘.
Domby höfuðsmaður hefur
skrifað þekktustu söngiaga-
smiðum landsins. Hvatti hann
þá til að setja saman hressi-
lega söngva, sem geti vakið
með æskufólki lönggun til að
ganga í herinn. Hann hefur
enn ekki fengið neina söngva
frá þeim, en einir sjö tón-
smiðir hafa hringt til hans
og spurt hvaða orð geti rímað
á móti Vietnam.
Enn önnur hugmynd gerði
ráð fyrir því að nokkrir í-
þróttameistarar yrðu kallaðir
í herihn. „Þið skuluð kalla
einhvern íþróttameistara í
herinn og þúsundir aðdáenda
hans munu keppast við að
sýna að þeir passi í
flokk A-1 engusíðurenhann“,
sagði Domby höfuðsmaður. En
þessari hugmynd var, einnig
hafnað. Áhrifamaður úr Demó-
krataflokknum lét svo um-
mælt, að um leið og þeir í-
þróttakappleikir sem sýndir
eru í sjónvarpi fara versnandi
vegna Vietnam, þá mtm all-
ur almenningur áþreifanlega
verða þess var, að það er ein-
hversstaðar verið að stríða,
og snúast gegn stjóminni 1
kosningum.
„Ég hef,“ agði Domby höf-
uðsmaður að lokum, ,hugmynd,
sem kannske verður hleypt í
gegn. Að taka Cassius Clay í
herinn. Það mun sýna að í-
þróttahetjur skipta ekki svo
ýkjamiklu máli, og kvaðning
þeirra í herinn kostar stjórn-
ina ekki mjög mörg atkvæði.
Með því að aðeins tvö prósept
sportídjóta í landinu hafa til-
nefnt box sem uppáhaldsí-
þrótt sína, verða þeir mjög
fáir sem hneykslast á því, að
stríðið hefur spillt þeirra upp-
áhaldsskemmtun.“
15 lög afgreidd á Al-
þingi síðan um áramót
Siónvarpsmálið enn eklci tekið til umræðu
Frá- áramótum til páskaleyfis
þingmanna hefur alþingi sam-
þykkt 15 frumvörp sem Iög, allt
stjórnarfrumvörp, og fellt eitt
frumvarp, frumvarpið um að
sjúkrasamlögin skuli taka þátt
í tannviðgerðarkostnaði, en
þáð frumvarp var flutt af AI-
freð Gíslasyni.
Þessi frumvörp hafa verið
samþykkt: Breyting á lögum
um sinubrennur. um útflutn-
ingsgjald af ■jávarafurðum, um
Bjargráðasjóð, um eigna- og af-
notarétt fasteigna um kosning-
ar til alþingjs og br. á 1. um
sveitastjómarkosningar. 1. um
skrásetningu réttinda i lo.ft-
förum, 1. um nauðungarupp-
boð, br. á 1. um aðför. 1. um
ráðstafanir vegna sjávarútvegs-
ins, og loks hafa 5 frpmvörp
verið samþykkt um sölu jarða.
Þá .hafa tvær þingsályktunar-
tillögur verið afgreiddar hin
fyrri um markaðsrannsóknir í
þágu útflutningsatvinnuveg-
anna og sú síðarj um garð-
yrkjuskóla á Akureyrj
Fjöhnörg mál1 liggja í nefnd-
um einkum frá stjómarand-
stöðunni, en Iíka stjómarfmm-
vörp, sem ríkisstjórnin mun
ætla að afgreiða. — Meðal
þeirra mála sem iiggja I
ncfndum skulu þcssi nefnd:
Frv. um að fella niður vlsi-
tölukvöð i á Iánum Húsnæðis-
málastofnunar ríkisins, frv. um
Fiskiðjuver ríkisins, frv. um
listamannalaun og Listasjóð,
frv. um togarakaup ríkisins.
Prv. um slysatryggingar í-
þróttafólks, frv. um heildar-
skipulag miðbæjarins í Reykja-
vík. frv. um áætlunarráð rík-
isins frv. um breyt. á I. um
bann gegn botnvörpuveiðum,
frv. um byggingu leiguhúsnæð-
Is, frv. um aðstoð rikisins við
rekstur og byggingu almennra
baraaheimila og um fóstru-
skóla, frv. um afnám banns við
vcrkfalli opinberra starfs-
manna o. fl., en þessi frum-
vörp eru öll flutt af þing-
mönnum Alþýðubandalagsins.
Meðal þeirra tillagna til þings-
ályktunar, sem enn hafa ekki
hlotið afgreiðslu, eru þessar
um athugun á rekstrargrund-
vclli togaraflotans og endur-
nýjun hans,1 um drcifingu
framkvæmdavalds og eflingu á
sjálfstjóm héraða, — um end-
urskoðun á aðild Islands að
Norður-Atlanzhafssamningi og
Atlanzhafsbandalagi, — um
embættisbústaði og um at-
vinnuiýðræði. Hcr hafa þó að-
eins verið talin þau mál, sem
þingmenn Alþýðubandalagsins
standa cinir að.
ötalin er tillagan um tak-
mörkun sendinga frá sjón-
varpinu á Kefiavíkurflug-
velli, scm Alþýðubandalagið
• . og Framsóknarflokkurinn
standa að. og kemur sú tll-
laga væntaniega til unwæðu
•fljótlega eftir páskana.
Árekstrar
Framhald af 3. síðu.
munjr hans og hagsmunir öku-
mannsins, sem á undan fer eða
á eftjr í hvert sjnn, fari ekki
saman.
Lögreglan óskar eftir sam-
vinnu við alla vegfarendur, til
að koma í veg fyrir slys og ó-
höpp í umferðinni. en þann
þátt umferðarinnar, er hér um
ræðir, er auðvelt að bæta.
Reyn sla sýnir að bezta slysa-
vörnin er að gera sér Ijóst að
hætta er á ferðum. Þessu til
sönnunar nægir a^ benda á
að flestir árekstrar og slys
verða Þar, sem akstursskilyrði
eru góð, — þar er ekki sýnd
nægileg aðgæzla.
(Frá umferðarlögreglunni)'.
Geta
sparað mælgina
Furðulegt er hvað menn
geta lagzt lágt í málflutn-
ingi sínum, þótt ekki sé nerria
vegna þess hve sú aðferð ber
vott um takmarkalausan skort
• á sjálfsvirðingu, Til að mynda
greina blöðjn frá því í gær
að Gylfi Þ. Gíslason, fyrr-
verandi prófessor við Háskóla
íslands, hafi varið gerðar-
dómsákvæðj alúmírísamning-
anna með því að íslenzka
ríkið hafi áður fallizt á á-
kvæði um gerðardóm í hugs-
anlegum deilumálum við önh-
ur ríki, til að mynda við Sov-
étríkin. Engjnn hefur vefengt
að ríkj leysi oft deilumál
sín með alþjóðlegum gerðar-
dómum eða talið Þá aðferð
óeðlilega. En svissneska auð-
félagið er ekkert ríki. Og
þaðan af síður verður lepp-
félag það sem stofpa á hér-
lendis og nefnist „íslenzka ál-
félagið“ ríki að forminu til,
heidur á það að heita íslenzkt
hlutafélag og njóta allrar
lagaverndar sem slíkum fé-
lögum er veitt. Og ekkert
fullvalda ríki í heimí telur
sæmandi að fela erlendu
dómsvaldi að útkljá deilu-
mál sin við innlend fyrir-
tæki Eigi að nota þá rök-
semd Gýlfa Þ. Gíslasonar
að alþjóðlegir" gerðardómar
séu eðlilegjr í samskiptum
ríkja verður að breyta alúm-
ínsamningunum á þá leið að
svæðið umhverfis Straum
verði erlent borgriki. Og með
því væri raunar aðeins verið
að viðurkenna staðreyndir.
Annar fyrrverandi prófess-
or við Háskóla ‘fslands, Jó-
hann Hafstein, hagaði mál-
flutningi sínum á þessa leið
að sögn Morgunblaðsins í
gær: ,.í þessu landi eru starf-
andi hundruð gerðardóma.
Sumir eru stofnaðir með
samningum milli einkaaðila
eða til dæmis með samþykkt-
um félaga. Áðrir eru beinlín-
is stofnaðir með lögum, og
eru þeir varla færri en hin-
ir. í síðari flokknum er ein-
mitt fjöldj gerðardóma, sem
stofnaðir- hafa verið ril að
fjalla um samskipti ríkisins
og einkaaðila, og þá stund-
um í hinum vandasömustu
málum“. Allur minnir þessi
málflutninguráprestsem hef-
ur tekið með sér skakka
ræðu, Hver hefur vefengt að
til séu islenzkir gerðardómar?
Enginn hefði haft neitt við
það að atbuga- þótt einhver
tiltekin atriði { samningum
ríkisstjórnarinnar og' „fslénzka
álfélagsins“ væru útkljáð af
íslenzkum gerðardómum.
Gagnrýnjn beinist að því að
verið er að flytía dómsvald-
ið út úr landinu í algeru
trássi við ákvæði stjórnar-
skrárinnar og íslenzka rétt-
arhefð. Er ráðherann nú þeg-
ar orðinn svo alúmíníséraður
að hann sjái engan mun á
íslenzkum dómum og erlend-
um?
Annars geta þessir ráðherr-
ar og fyrrverandi prófessor-
ar sparað sér mælgi sína. Sá
hefur talað sem þeim er seðri,
Emanuel Meyer aðalforstjóri
Swiss Aluminium. Hann hef-
ur lýst yfir því að Þessi á-
kvæðj 'séu algert einsdæmi í
öllum samskiptum hrin'gsins
við fjölmörg þjóðríki um
heim allan í nærfellt 80 ár.
— Austri.
Galls ' '
Allt ætlaði um koll að keyra á vestur-þýzka þinginu fyrir nokkru
þegar rætt var um hinar svonefndu Starfighter-þotur sem vestur-
þyzki herinn hefur keypt frá Bandaríkjunum fyrir gífurlegar
upphæðir en reynzt hafa hinir mestu gallagripir. Undanfarið rúmt
ár hefur varia liðið sú vika að ekki hafi þota af þessari gcrð
farizt eða hlekkzt á og 35 flugmenn þeirra hafa beðið bana. Auk
þess hafa þessar þotur reynzt ófærar að gegna þeim verkefnum
sem þeim voru ætiuð. Stjórnarandstaðan hefur gert harða hrið
að rikisstjórninni fyrir kaupin á þessum þotum, og krafizt þess
að lýst yyrði ábyrgð á hendur þeim sem stóðu fyyrir kaupunum,
að lýst yrði ábyrgð á hendur þeim sem stóðu fyrir kaupunum,
en hciztur þeirra var Franz Josef Strauss, scm var iandvarna-
r, ± *
r^ðherra þegar kaupin voru gerð. — Myndin er af gallagripunum.
FermlngarúríS I ár
er ROAMER
ROAMER herraúr frá kr. 1450,00.
R O A M E R dömuúr frá kr. 1600,00.
TVÍMÆLALAUST BEZTU ÚRIN MÍÐAÐ
VIÐ VERÐ. ’
Sigurður Jónosson.
úrsmiður
Bergfstaðastræti — (Laugavegi 10).