Þjóðviljinn - 07.04.1966, Side 7
Fimmtudagur 7. aprfl 1966 — ÞJÓÐVTLJTNN — SlÐA £
i
I
ÍSLENZKT félag skjóti deilumálum við
ÍSLENZKA aðila til ERLENDS gerðardóms
Lúðvík Jósepsson ræddi á
neðri deildar fundinum í
fyrrakvöld m.a. um gerðar-
dómsákvæði alúmínsamnings-
ins en þau reyndi Jóhann
Hafstein einkum að verja i
ræðu sinni í fyrradag m. a,
með því að vitna til þess að
Islendingar hefðu oft sætt sig
\
við gerðardómsákvæði í verzl-
unarsamningum m.a. í sam-
bandi við plíusamninga, sem
Islendingar hefðu gert við
Rússa, eins og Alþýðublaðið
drap aðcirts á í gær. Lúðvík
Jóscpsson bcnti hins vegar á
að það væri algcngt að inn-
lendur viðskiptaaðili, einstak-
lingur, ríki, sveitarfclag, gerði
samning við erlendan aðila
um að skjóta skyldi ágrein-
ingsmálum sem kynnu að rísa
út af viðskiptunum í gerð
tii þriðja aðila.' Slíkt væri á
allan hátt eðlilegt. En þetta
' væri allt annars eðlis en
gerðardómurinn
samningunum.
í alúmín-
Þar á Jslenzka álfélagið h.
f., sem verður íslenzkt á
pappírnum og nýtur réttinda
samkvæmt íslenzkum lögum,
að geta skotið ágreinings-
málum sínum við íslenzka að-
ila, t.d. Laridsvirkjun og
Hafnarfjarðarkaupstað, til cr-
lends gerðardóms. Og þettá á-
kvæði er í samningnum vegna
þess að viðsemjendur frá auð-
hringnum treysta ekki réttar-
fari á íslandi. Hefur auðhring-
urinn hvergi náð slíkum á-
kvæðum í samninga sína um
verksmiðju'r, sem hann á í
fjórum heimsálfum.
Á fundi í efri deild í fyrra-
dag bað Ölafur Jóhannesson
Gylfa Þ. Gíslason að nefna
hliðstæða gerðardómssamn-
inga — en viðskiptamálaráð-
herrann stóð á gati.
í sumarléyfið með
Ferðafélagi íslands
' •V
■ Eíns og undanfarin ár er Ferðafélag íslands með
margar sumarleyfisferðir í undirbúningi, auk helgarferða,
á ýmsa staði. Standa helgarferðir 1—3 daga, en sumar-
leyfisferðirnar frá fjórum upp í fimmtán daga og liggia
vítt og breitt um landið, byggðir og öræfi. Þá verða
þrjár 2V2 dags hvítasunnuferðir.
■ Ferðir Ferðafélagsins hafa ávallt verið mjög vin-
sælar hjá þeim sem tekið hafa þátt í þeim, enda vel
valdar og ætíð kunnáttumenn með í hópnum til leiðsagnar
Ferðirnar standa öllum til
boða, jafnt félagsmörinum og
öðrum. í mörgum ferðanna
verður gist í sæluhúsum fé-
lagsins og á öðrum leiðum
veriða höfð tjöld með í flest-
um eða öllum ferðum fyrir þá
sem spara vilja kostnað í gisti-
húsum. Eins geta þeir sem
vilja haft sjálfir með sér nesti
að meira eða minna leyti og
ferðazt á þennan hátt ódýrara
en annars.
Hér á eftír verða taldar upp
helztu ferðir Ferðafélagsins í
sumar, samkvæmt þeim upp-
lýsingum sem félagið hefur
látið Þjóðviljanum í té, en
vera má, að einhverju af ferð-
unum verði breytt eftir veðr-
áttu, þátttöku eða öðrum á-
stæðum.
Hvítasunnuferðir 28. — 30.
maí
Um hvítasunnuna efnir
Ferðafélagið til Þórsmerkur-
ferðar, ferðar á Snæfellsnes,
verður ferðazt um nesið og
gengið á jökulinn ef veður
leyfir, og ferðar til Land-
mannalauga.
Barðaströnd—Látrahjarg—
Arnarfjörður, 6 daga ferð.
Farið verður 11. júní frá
Reykjavík. Ekið um Snæfells-
nes sunnan og norðan, inn
Skógarströnd, um Dali, fyrir
Klofning, vestur um Gilsfjörð
og Reykhólasvéit, um endi-
langa Barðastrandarsýslu og
út á Látrabjarg. Þaðan um
Patreksfjörð og yfir í Arnar-
fiörð, að Dynjanda og víðar.
Verða sérkennilegustu og feg-
urstu staðir skoðaðir á þess-
ari leið. Á heimleið ekið inn
M'iðdali og yfir í Norðurárdal
og heim um Uxahryggi eða
Kaldadal.
Um nyrztu hluta landsins
kringum sólstöður, 5 og 9
daga ferðir
Vel fer á því að svipast um
á nyrztu slóðum landsins þá
dagana sem aldrei bregður
birtu og efriir Ferðafélagið til K
tveggja ferða í þessu skyni um "
sólstöður, til Grímseyjar og
fleiri staða í Norðurlandsfjórð-
ungi og um Hornstrendur.
Farið verður í bíl til Siglu- ^
fjarðar og þaðan með skipi til ||
Grímseyjar. Er eyjan hefur -
verið skoðuð verður haldið
með skipi til Dalvíkur og síð-
an ferðazt um Svarfaðardal,
Hörgárdal, Inn-Eyjafjörð og
Skagafjörð. Þá haldið vestur
um sveitir og suður umKalda-
dal og tekur þessi ferð öll 5
daga.
í Hornstrandaférðina verður
farið með bíl til ísafjarðar og
þaðan á bát um Jökulfirðina,
en gengið norður -á. Horn-
Strandir og ferðazt þar um
eftir því sem tími leyfir. Ferð-
in er áætluð níu dagar.
Sjö daga Öræfaferð 22. júní
Flogið að Fagurhólsmýri og,
ekið þaðan um Öræfasveitina
til Skaftafells, komið í Bæjar-
staðaskóg, að Svínafelli, Kví-
skerjum, út í Ingólfshöfða og
til fleiri staða.
Herðuhreiðarlindir og Askja
Þetta er niu daga ferð um
flesta fegurstu staði Norður-
lands, lagt af Stað úr Reykja-''
vík 23. júní. Ekið um Mý-
vatnsöræfi suður í Herðu-
breiðarlindir, þaðan til Öskju
og eldstöðvarnar skoðaðar.
Gengið verður á Herðubreið
ef veður leyfir. Á bakaleið
ekife að Dettifossi, í Ásbyrgi,
til Hljóðakletta og í Hólma-
tungur. Auk þess verður kom-
ið við á helztu merkisstöðum
á heimleið. Þessi ferð verður
endurtekin 6. ágúst.
Úr alfaraleið um Norður-
og Austurland, 10 dagar.
Ekið af stað 5. júlí norður
og austur á Möðrifdalsöræfi og
þaðan til Vopnafjarðar. Þaðan
norðvestur um tiT Þórshafnar
og ef fært verður um Raufar-
höfn og Melrakkasléttu, _en
annars Öxarfjarðarheiði tilÁs-
byrgis, þaðan um Tjörnesveg
og Húsavík, Akureyri, út með
Eyjafirði, fyrir Ólafsfjarðar-
múla. um Lágheiði, inn með
Skagafirði að austan. fyrir
Skaga og inn Skagaströnd. Eru
þessar leiðjr nýja veginn fyrir
Ólafsf jarðarmúlann og kring-
um Skaga nýlunda í norður-
landsferðum félagsins, en þess-
ar leiðir eru sérkennilegar um
margt. Síðan er ekið vestur og
suður sveitir.
Scx daga ferð um Snæfells-
nes, Dalj og Strandir
Lagt af stað 2. júlí og farið
vestur fyrir Snæfellsjökul, um
Stykkishólm, Skógarströnd, fyr-
ir Klofning oý Gilsfjörg vest-
ur j Reykhólasveit. Þaðan
norður yfir Tröllatunguheiði á
Strandir og norður í Bjarnar-
fjörð. Tii baka ekið um Kolla-
og Bitrufjörð, suður um Hrúta-
fjörð, Holtavörðuheiði og Borg-
, arf jörð,
Um Síðu að Lómagnúpi
7. júlí
Ferðjn tekur fjóra daga og
í henni verða skoðaðir staðir
eins og Eyjafjallasveit, Mýrdal-
ur Dyrhólaey, Síðan og
Fljótshverfið. allt austur að
Lómagnúpi. Á heimleið farið
um Fljótshlíðina.
*
Skoðað Vesturland
Þetta er níu daga ferð og
hefst 9. júlí. Farið verður vest-
. ur um Dalasýslu og Barða-
strandarsýslu (um Reykhóla-
s.veit) og vestur að ísafjarðar-
djúpi. Siglt um Djúpið einn
dag og komið m.a. til Æðeyjar,
og Vigur og að lokum til fsa-
fjarðar. Frá ísafirði verður
haldið suður um Breiðdals-
heiði, Önundarfjörð Dýrafjörð
og Arnarfjörð. Þaðan til Látra-
bjargs með viðkomu á Vatn-
eyri, síðan inn Barðaströnd,
um Vatnsdal og Þingmanna-
heiði sem leið liggur um Dala-
sýslu og heim um Kaldadal.
Hálfan mánuð um alla
landsfjórðunga
Þetta er lengsta ferð sum-
arsins hjá Ferðafélaginu, 15
dagar og farið um alla lands-
íjórðunga. Lagt af stað frá
Reykjavík 12. j.úlí og ekið
vestur og norður. Á Norður-
landi verða m.a. skoðaðir þess-
ir staðir: Vatnsdalur, Hólar i
Hjaltadal, Akureyri. Vagla-
skógur Goðafoss, Mývatnssveit
Ásbyrgi og Dettifoss Á Aust-
urlandi verður m.a. komið til
Möðrudals. Jökuldals, Fljóts-
dalshéraðs, Seyðisfjarðar Borg-
arfjarðar, Reyðarfjarðar og
Eskifjarðar. Þá verður ekið
suður til Hornafjarðar og ?lla
leið vestur að Breiðamerkur-
sand.i. Er á þessari leið allri
geysileg fjölbreytni í náttúru-
fegurð og landslagi. Þá verða
á bakaleið víða farnar aðrar
leiðir en á austurleið.
Askja — Ódáðahraun —
Sprengisandur. 12 daga
ferðalag
Ráðgert er að leggja af stað
13. júlí og aka á tveimur dög-
um norður byggðir í Herðu-
breiðarlindir Þá eru ætlaðir
tveir dagar til ferðar í Öskju
og á Herðubreig Siðan farið
vestur um þvert Ódáðahraun, í
Suðurárbotna og niður í Bárð-
ardal, en þaðan um Mýri og
á Sprengisand, i Nýjadal við
Tungnafellsjökul. Dvalizt þar
daglan'gt og ef til vill gengið
á jökulinn og í Vonarskarð.
Haldið suður til Veiðivatna
með eins dags dvöl á vatna-
svæðinu Ekið til Reykjavikur
á 12. degi.
Fyrir fjallgöngufólk c,
náttúruunnendur
Þ^ssi sex daga ferð um Kjal-
vegssvæðið sem hefst 16. júlí
er bæðj fyrir fjallgöngufólk og
aðra, sem óska að njóta ör-
æfanáttúrunnar i nánd við
sæluhús og hvilast, milli þess
sem ekið er milli náttstaða.
Gist verður í sæluhúsum fé-
lagsins. en gengig á ýms fjöll
Framhald á 9. síðu.
Þeir óttast Alþýðubandalagið
I
Andstæðingar Alþýðúbanda-
lagsins hafa rækilega hjálpað
til að auglýsa stofnun Al-
þýðubandalagsins i Reykjavík
enda þótt þeirri gangi að
sjálfsögðu ekki góðsemi til.
Hins vegar verður ljóst að
blöðum Sjáifstæðisflokksins,
Framsóknai'flokksiris og Al-
þýðuflokksins er ekki rótt um
þessar mundir og vandræða-
leg skrif þeirra og útskýring-
ar á stofnun Alþýðubandalags
í Re.ykjavík auglýsa ótta
þeirra við öflugra starf og
nýja sókn af hálfu Alþýðu-
bandalagsins í höfuðborginni.
Morgunblaðið. Vísir., Tíminn
og Alþýðublaðið vo:ru oft
búin -að segja lesendum sín-
um undanfama mánuði að
meðal þeirra sem unnið hafa
saman í Alþýðubandalaginu
væri sundrungin svo mögnuð
að þeir gætu ekki komið sér
saman um eitt eða neitt og.
mundu samtökin sundrast að
fullu fyrir bæjarst.jórnarkosn-
ingamar. Þessi von þeirra
virðist alveg hafa gufað upp
við stofnun Alþýðubandalags-
ins f Reykjavík og hafa blöð-
in , ,.frestað“ von sinnj um
sundrungu í Alþýðubandalag-
inu fram yfir bæjarstjómar-
kosningamar, fullyrða hins
vegar að þá skuli andstæðing-
um Alþýðubandalagsins verða
að von sinni!
• Og frumleg vii’ðist bar-
áttan gegn Alþýðubandalag-
inu ekki ejga að verða Svo
er fátæktin mikil ag söngkór
andstæðjnganna virðist aðejns
hafa eitt atriðj a söngskrá
sinni; Moskvubaulið!
Þeir virðast halda að
Rússagrýla vinni enn einar
kosnjngar fyrir þá! Þeim
virðist ekki vera það ljóst að
Grýla þessi þykir hvergi orð-
in vænieg til mikilla afreka í
kosningum og stjómmálabar-
áttu. Stjómmálaflokkapnir á
íslandi hljóta fyrr eða síðar
að læra þá lexíu að þeir verða
að berjast um íslenzk þjóð-
félagsmál, og verða dæmdir
eftir frammi.stöðu sinni. en
ekki sefasjúkum öskrum um
erlendar þjóðir. Og það
hljómar ekki alltof sannfær-
andi þó einhver sé stimplaður
,.Moskvuagent“ f blaði sem
hefur kallað menn eins og
Jónas frá Hriflu og Hermann
Jónasson, Olaf Friðriksson og
Héðinn Valdimarsson og yfir-
leitt hvem þann stjómmála-
andstæðing sem íhaldið og
afturhald á Islandi óttast,
því nafni! — Og vesælt er
að sjá Tímann iðka þetta í-
haldssport.
• Þeim er óhætt að halda
áfram að skrifa dellugreinar
um Alþýðubandalagið. —
Morgunblaðinu, Visi. Alþýðu-
blaðinu o g Tímanum. En
hvort þau treysta sér lengi til
að halda því fram að ekkert
nýtt hafi komið til með stofn-
un Alþýðubandalagsins í b
Reykjavik skal rejmslunni lát- "
ið eftir að skera úr. Verkefn- K
in krefjast stóreflds starfs rót- *
tækra alþýðusamtaka; barátt-
an í kjaramálum og þjóðmál-
um almennt, baráttan í þjóð-
frelsismálum knýr á um öfl-
ugra starf og styrkari baráttu
allra róttækra manna og
vinstri manna.Og þeir munu
finna ag baráttu Alþýðu-
bandalagsins verður einbeitt
að hinum stóru verkefnum.
bví sem sameinar til átaka.
I
!
í
rjJD
i