Þjóðviljinn - 29.04.1966, Side 4
4 S®A — ÞJÓÐVTLJINN — Föstudagur 29. apríl 1966.
Otgefar.di:
Sósmlistaflokk-
Sameiningarflokkur alþýðu
urinn.
Ritstjórar: tvax H. tónsson (áb). Magnús Kjartansson,
Sigurður Suömundsson..
F'réttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson.
Auglýsingastj.: ÞorvaTdur Jébannesson.
Ritstjóm. afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja Skólavörðust. 19,
Sími 17-500 (5 línur). Askriftarverð kr. 35.00 á mánuði.
Lýðræði efít
TPramkoma þmgmanna stjórnarflokkanna í neðri
deild Alþingis er þeir allir sem einn felldu til-
lögu Alþýðubandalagsins um þjóðaratkvæða-
greiðslu um alúmínsamninginn sýnir ótvírætt að
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn treysta
ekki málstað sínum í því örlagaríka máli. En þessi
framkoma alþingismanna sannar einnig að brýn
nauðsyn er að efla lýðræðisstjórnarhætti á íslandi
með því að setja í stjómarskrá landsins skýr á-
kvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu, á þá lund að
tryggt sé að allir kosningabærir menn í landinu
geti verið með í því að ráða til lykta hinum
stærstu málum þjóðarinnar, en ekki sé hægf að
hespa þau af á Alþingi með naumum og kannski
handjárnuðum. meirihluta.
rr'
T lýðveldisstjórnarskránni er ákvæði sem ætlað
var að tryggði þjóðinni þennan rétt, það ákvæði
að forseti landsins geti skotið lagafrumvarpi und-
ir þjóðardóm. Forsetinn hefur nú í tvo áratugi
aldrei veitt þjóðinni þetta tækifæri, enda þótt af-
greidd hafi verið á Alþingi stórmál sem líklegf
má telja að meirihluti þjóðarinnar hefði aldrei
samþykkt. Ný ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu
eru mikilvægustu breytingarnar á stjómarskránni
sem farið er fram á í frumvarpi Einars Olgeirs-
sonar og Ragnars Arnalds sem nú liggur fyrir Al-
þingi. Samkvæmt þeim yrði það réttur tiltekins
fjölda þingmanna eða kjósenda að krefjast þjóð-
aratkvæðagreiðslu um samþykkt lagafrumvörp
eða önnur málefni. Framkoma stjórnarflokkanna
er þeir neituðu þjóðaratkvæðagreiðslu um alúm-
ínsamningana, og tómlæti forseta íslands um þessa
lýðræðisráðstöfun, sýna að um þetta mál er þörf
nýrra stjómarskrárákvæða. — s.
JT
Uthverfín vanrækt
r'
' hinum nýju hverfum í útjöðrum borgarinnar
" búa yfirleitt barnflestu fjölskyldumar. En þar
*er lítið fyrir leikvöllum og þar eru engin dag-
beimili eða leikskólar finnanlegir. Skólahúsnæði
fullnægir hvergi nærri þörfinni og tví- og þrísett
er í kennslustofur. Engin aðstaða er til félags- eða
menningarlífs æskunnar eða þeirra fullorðnu. Var-
anleg gatnagerð eða gangstéttir er óþekkt fyrir-
bæri í úthverfunum og íbúarnir mega því vaða
forina í ökla að vetrinum og rykið er fastagestur
heimilanna á góðviðrisdögum sumartímáns. Um-
bótatillögur Alþýðubandalagsins í máiefnum út-
hverfanna hefur íhaldið ýmist svæft eða hreinlega
fellt innan borgarstjórnar. Hér er vissulega þör'f
aukins skilnings og nýrra athafna og grundvöll-
inn að því þurfa íbúar úthverfanna að legg.ja sjálf-
ir með þátttöku sinni og afstöðu í borgarstjórnar-
kosningunum í maí. — g.
VAAAAAAAAAAAAVVV\AA/VVAV\AAAAAAVAAAA/VVVVAAAAA'V\A'VV\AAAVVVVVAAAAA\AA/VVVVVVVVVAAVVVW VVVVVVWW\AAAAA/WVVAV\AAAA/VAA/VVV\AAAAAAAA/VVV\\\ VVAAAAAAAA/VVVVVVVWVVVWVVVVVVVV
í Eldhúsinnréttingar frá Vestur-Þýzkalandi fíuttar inn í
Fyrirtsekið Mátoingarvömr
sf. hefur hafig innflutning á
vestur-þýzkum elöhúsinnrétt-
. ingum. Þær em ó-samsqttar, í
skápeiningum sem settar eru
saman í ejna samfellda heild
eftir stærg eldhúss og þörfum
húsráðenda.
■k
Alllar einingar (skápar) era
klæddar með harðplastj után
og innan og þannig teiknaðar
að hagræða má þeirs við
næsta skáp eftir ósk. FJdhús-
borðplötumar að vild, þ.e. ná
fyfir 2 skápa. 3 eða 5. svo að
samskeyti séu engin, ÖU sam-
skeyti við.vegg era lokuð meg
viðeigandi listum, svo og aliir
kantar samskeyti við eldavél,
ísskáp og- vask.
Myndin er af innréttingu af
þeirri gerð sem Mátoingar-
vörur sf. flytur inn.
VWWWWWWWWVWWVAAA/WVAAA/WWVWVWWVWVWWWVWyWWWVWVWWVWVWVWV v XAAVAAAAAAAAA/WWWVWWWWWWWWWWVWWWWVAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAV
Hægfara félagsleg þróun í
hinum vanþróuóu löndum
Hin félagslega þróun í van-
þróuffu löndunum er hægari
en búizt var viff og er margt
sem veldur töfum segir í ný-
birtri skýrslu Sameinuffu þjóff-
anna. Tilraunir og viðleitni í-
búanna í þessum löndum til
sjálfshjálpar og virkrar þátt-
töku í þróunaráætlununum
hefur „brugffizt aff meira effa
minna leyti“.
Hin félagslega þróuh er
„hörmulega hæg“, og'nauffsyn
ber til aff koma á auknu sam-
starfi viff éinstaklingaria. „Mat-
vælaástandiff mætti bæta vcru-
lega, ef hægt væri aff fá í-
búana til aff samþykkja á-
ltveffriar breytingar og umbæt-
ur í framleiffsluháttum sínum,
matarvenjum, heilbrigffisvenj-
um, byggingamálum o.s.frv. —-
affferffir sem ekki útheimta *
sérstaka hæfileika, menntun
effa dýr tæki,“ segir í skýrslu
Sameinuffu þjóffanna um fé-
lagsmálaástandiff í heiminum.
Margir kaflar skýrslunnar
eru helgaðir tillögum um betra
samstarf milli forstöðumanna
þróunarframkvæmda og hinna
almennu íbúa. í þessu sam-
bandi hefur verið léitað álits
um 400 innlendra og erlendra
sérfræðinga, sem starfað hafa
í Rómönsku. AmeríkJ? Afríku
og löndum við Miðjarðarhaf,
og 75 embættismanna og sér-
fræðinga sem hafa sérþekkingu
á félagslegum breytingum í
Asíu.
Á hverja er hægt aff hafa
áhrif?
Hvaða hópar meðal íbúa
vanþróuðu landanna eru lík-
legir til að hafa helzt jákvæða
afstöðu til nýjunga og breyt-
inga.
Æskulýðurinn? Já, þeirrar
skoðunar voru 72 af hundraði
innlendu sérfræðinganna og 56
af hundraði þeirra erlendu. Á
hinn bóginn hafa eldri kyn-
slóðir meira vald og njóta
mikillar virðingar í flestum
vanþróuðum löndum, og oft
eru það þær sem hafa ákvörð-
unarvaldið, t.d. í sveitaþorpun-
um. Af þessum sökum virðist
ekki vera heppilegt að snúa
sér til ákveðins aldursflokks,
segir í skýrslunni.
Er auðveldara að hafa áhrif
á karlmenn en kvenfólk?
Reynslan hefur sýnt, að karl-
menn hafa meira vald og á-
kvörðunarrétt. Aftur á móti
eru konurnar einatt fúsari til
að breyta félagsvenjum ög
samþykkja nýjungar.
Mest er tortryggnin hjá mið-
stéttunum, sem einatt eru á
i
leið upp úr röðum fátækling-
anna og finnst öryggi sínu
ógnaff af hinum nýju uppá-
tækjum.
Þeir sem fátækastir eru sýna
oft meiri samstarfsvilja oghafa
jákvæðari afstöðu til breytinga.
Að áliti sérfræðinganna stafar
þetta af því, að fátæklingarn-
ir telja sig ekki hafa neinu að
tapa.
Sömuleiðis eru auðugustu
menn í æðri stéttum þjóðfé-
lagsins móttækilegir fyrir nýj-
ungum og umbótum, þar sem
þeir geta hagnýtt sér þær út
í æsar, en það eykur enn á
virðingu þeirra og auð. Oft
gerist það, að börn auðugra
jarðeigenda komi aftur heim í
sveitaþorpið — eftir að þau
hafa aflað sér æðri menntun-
ar — og séu sér fullkomlega
meðvitandi um þörfina á um-
bótum og breytingum.
Að sjálfsögðu er lögð á það
megináherzla í skýrslunni, að
augljóslega ,sé afar mikilsvert
að vinna traust leiðtoganna á
hyerjum stað, þannig að þeir
geti síðan haft áhrif á skjól-
stæðinga sína.
Atvinnuleysi — hungur
Þar sem atvinnuleysi er ekki
lengur neitt vandamál í iðn-
þróuðum löndum, fer þvífjarri
að vanþróuðu löndin fái veitt
gífurlegum mannafla sínum
atvinnu. Samtímis hækkar
vöruverff mjög verulega í þess-
um löndum.
Ástandið í húsnæðismálum
er verra en búizt var við.
Flóttinn frá sveitum til borga
og bæja leiðir til þess að fá-
tækrahverfum þéttbýlisins
fjölgar.
Af jákvæðum þáttum nefnir
skýrslan framfarir í skóla- óg
heilbrigðismálum, enda þótt
það eigi enn langt í land að
bætt menntunarskilyrði skili
umtalsverðum árangri.
(Frá S.Þ.).
THkynning frá Öxli h.f.
SKlPýUTGtRÐ RIKISINS
M.S. HEKLA
fer austur um land í hringferð
3. maí. Vörumóttaka & mánudag
til Fáskrúðsfjarðar, Reyðar-
fjarðar, Eskifjarðar, Norðfjarðar
Seyðisfjarðar Raufarhafnar
Húsavíkur og Akureyrar. Far-
seðlar seldir á mánudag.
M.S. BALDUR
fer til Patreksfjarðar og Tálkna-
fjaröar á þriðjudag. Vörumót-
taka á mánudag.
Oss er ánægja að geta tilkynnt þeim fjölmörgu sem undanfarin
ár hafa sýnt áhuga á INTERN ATIONAL - SCOUT landbúnaðar-
bifreiðinni að vegna breyttra tollalaga er bifreið þessi nú fáan-
leg með sömu tollakjörum og aðrar bifreiðir í jeþpaflokki.
Öxull h.f,. St'S'fStiiidsbraut 32
Sími 38597 og 38590.
%