Þjóðviljinn - 30.04.1966, Síða 6
0 SlÐA — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 30. apríl 1966.
H ann tekur á móti mér í (lyrunum, lágvax-
inn or fíngerður í líkamsbyggingu, háttvís
og feimnislegur, og raunar svo yfiriætislaus
að ókunnugir kynnu að ætla að ekkert væri honum
fjær skapi en að etja persónulcika sínum til kapps
vlð aðra; samt vita þeir sem þekkja hann að undir
þessu blíða fasi býr ósveigjanlegur vilji ásamt mjög
afdráttarlausum listrænum aga; Þorvaldur Skúlason
listmálari, scxtugur í dag.
Liðnir eru næstum fjórir áratugir síðan Þorvaldur
hélt fyrstu sýningu sína í Reykjavík, og síðan hefur
myndlistin v'erið vcröld hans. Hann hefur sökkt sér
niður I hana af einhcittri alvöru, náð valdi á fjöl-
breytilegustu túlkunaraðferðum, gert „veruleika-
myndir'* sem í mínum huga eiga sterkara andrúms-
loft en flestar aðrar myndir íslenzkar, orðið samstiga
frásagnarsnilld Íslendingasagna í tcikningum sínum
úr Njálu og Grettlu, einbeitt sér að afströktum mál-
verkum þar scm óbilgjörn lögmál Iita og forms
ríkja ein — það eru hinar cinu sönnu veruleika-
myndir að mati hans. En þcssi ólíku viðfangsefni
hafa ekki verið flökt úr einu í annað, heldur sam-
felld þróun stig af stigi, stefnufesta manns sem
lætur ekkert glepja sig frá settu marki, aðferð sann-
leiksleitandans. Varla myndi nokkur annar íslenzk-
ur myndlistarmaður geta speglað á lærdómsríkari
hátt þróun myndlistar síðustu áratugi í einni stórri
yfirlitssýningu; hvers vegna er slík sýning ekki
haldin?
En Þorvaldur lifir ekki aðeins í sínum eigin
verkum; hann hefur um aldarfjórðungsskeið verið
einn mestur áhrifamaður um þróun myndlistar á
Islandi með fordæmi sínu og starfi. Sú mikla gróska
sem cinkennt hefur myndlistina hér síðustu ára-
tugi, sú stefna sem hún hefur tekið, á ekki sfzt
Þorvald Skúlason að aflvaka. Þessi yfirlætislausi og
hlédrægi maður hefur raunar verið og er mjög
áhrifamikill leiðtogi.
VIÐTAL VIÐ
ÞORVALD
SKÚLASON
LISTMÁLARA
SEXTUGAN
FOLK LIFIR IKLÆDIST OG ALLT
f ÞESSARI HENNI... AÐ ÞVÍ
STEFNU... ÉTUR HANA
— Þú ert fæddur á Borðeyri
og alinn upp á Blönduósi; varla
hafa það verið miklir myndlist-
arstaðir í þínu ungdæmi.
— Nei, að vísu ekki. En það
var mikill menningaráhugi á
heimili mínu, mjög músíkalskt
fólk, og þangað kom mikið af
erlendum blöðum þar sem
meðal annars var sagt frá
myndlist; mitt fólk hafði
kannski engan sérstakan áhuga
á henni en var samt for-
vitið. Ein fyrsta bókin sem ég
man eftir var með myndum
eftir Goya. Heima var til eft-
irprentun af mynd eftir Ásgrím
frá Höfn í Hornafirði — það
var einhver fyrsta eftirprentun-
in sem gerð var aftir íslenzkri
mynd. Bogi Brynjólfsson sýslu-
maður á Blönduósi átti einnig
margar myndir eftír Ásgrím,
og þangað kom ég oft. Annars
veit ég ekki hvort það var
þessi litla snerting við mynd-
list annarra sem vakti áhuga
rniim; ég fór mjög snemma að
fikta við að gera myndir af
skipum og sjó, og það stafaði
fyrst og fremst af því að ég
ætlaði að verða sjómaður; ég
átti draum um að verða skip-
stjóri hjá Eimskip. Ég komst
raunar svo langt að ég varð
fjórtán ára méssagútti á gamla
Gullfossi, og þá notaði ég
tækifærið i höfnum erlendis til
þess að fara á listasöfn. Þá var ég
fyrir löngu farinn að géra vatns-
litamyr.dir í grfð og erg. Samt
varð það engin glíma milli
holdsins og andans sem olli
því að listamannsvonirnar urðu
yfirsterkari skipstjóradraumn-
um. heldur þurfti fótbrot til að
binda endi á farmennsku mína.
og meðan ég átti í þvf sökkti
ég mér niður í myndlistina.
Um -sömu múndir kom Snorri
Arinbjarnar til Blönduóss, en
hann var þá búinn að mála
mikið, og stælti hann mig ein-
dregið í þvj að halda þessu á-
fram,
— Áttu eitthvað af myndum.
— Systur mínar eiga mjög
gamlar myndir. Ég get ekki
séð nú að þær hafi verið sér-
lega efnilegar — nema ein
mynd er góð; hún gæti alveg-
staðið fyrir sínu enn þann dag
í dag.
— Svo tókstu alveg til við
myndlistina þegar þú komst
til Reykjavíkur.
— Já, ég fhíttist suður 15
ára og fór þá í nám hjá Ás-
grími sem stöðugt sagði mér til;
einnig kenndi Jón Stefánsson
mér. Síðan fór ég til Noregs
21 árs, en hélt áður fyrstu sýn-
ingu mína á olíumálverkum í
Bárunni. >
— Voru það landslagsmynd-
ir?
— Nei, það voru einkum por-
trett, uppstillingar og myndir
frá sjávarsíðunni. Þótt lands-
tagið viö Blönduós hafi sína
kosti et það ekki stórkostlegt,
nábýli við það er ekki eins og(
að alast upp í Hornafirðinum.
Ekki vakti þessi sýning mín
mikla athygli, svo að ég muni;
ég seldi víst tvær myndir og
húseigandinn tók eina upp í
kostnaðinn.
— Svo ertu erlendis í meira
en áratug.
— Ég var í Akademíunni í
Noregi til 1931 en dvaldist svo
í hálft ár, í Frakklandi. Síðan
kom ég heim skamma stund,
en var svo tvö ár í Frakklandi,
þó fimm ár í Kaupmannahöfn
og aftur þrjú ár i Frakklandi.
Ég býst við að ég hefði ílenzt
erlendis, ef ekki hefðu komið
til ytri atvik og að bessu sinni
stórum alvarlegri en fótbrotið
forðum: innrás þýzku nazist-
anna í Frakktand. Við hjónin
flýðum frá París með ungbam
en urðum að skilja eftir allár
eignir okkar, þar á meðal mikið
af málverkum, sem enginn veit
nú hvar kunna að vera nið-
urkomin — eigandi íbúðarinn-
ar seldi allt dótið okkar þegar
við vorum horfin og hefur
trúlega ekki fengið mikið fyrir
það. Þessar myndir mínar síð-
ustu árin i París voru allar
afstraktar.
— En þegar þú komst heim
fórstu aftur að taka fyrirmyndir
úr umhverfinu; -éE man éftir
myndum frá höfninni, úr Húsa-
fellsskógi, myndumaf hrossum,
mannámyndum og uppstililing-
um, eða að minnsta kosti man
ég eftir andrúmsloftinu í mynd-
unum; ég verð alltaf jafn glað-
ur ef ég rekst á mynd frá þess-
um tíma.
— Já, blessuð hrossin. Ég
eyddi öllu fyrsta sumrinu mínu
í að hlaupa á eftir hestum og
gerði margar myndir af þeim.
Snertingin við landið eftir öll
útivistarárin hafði mikið gildi
fyrir mig, og mér fannst ég
verða að glíma við þessi áhrif.
Annars hef ég varla séð mynd-
ir frá þessu tímabili síðan,
ekki Húsafellsmynd í 20 ár, og
hafnarmyndimar eru flestar
geymdar hjá konu minni í
Danmörku, ein 60—70 málverk.
— Þú teiknaðir éinnig mynd-
ir í Njálu og Grettlu; ertu al-
veg hættur að teikna?
— Ég teikna auðvitað ósköp-
in öll, en ég er hættur að gera
fígúratífar myndir. Það truflar
mig svo mikið þegar ég er að
mála. Á svipaðan hátt mátti ég
ekki sjá málverk meðan ég var
að teikna; litirnir hleyptu mér
af sporinu. Mig minnir að ég
hafi flúið upp í Skíðaskála
meðan ég var að gera þessar
myndir úr íslendingasögunum.
— Og þú ert alveg hættur að
mála eftir fyrirmyndum; var
ekki erfitt að hætta við form
sem þú hafðir svo mjög á valdi
þínu og leggja inn á óvissari
slóðir?
— Það mú segja að ég sé al-
veg hættur; ég hef víst gert
tvær fígúratífar myndir í tutt-
ugu ár. En þessi umskipti voru
ekki mjög erfið fyrir mig, ekk-
ert andlegt átak, heldur sök-
rétt þróun. Margar af mynd-
unum mínum, sérstaklega frá
höfninni, nálguðust það mjög
að vera afstraktar; lögmál lita
og forms réðu myndskipaninni
en ekki fyrirmyndin. Þess vegna
var þetta ekkert stökk fyrir
mig. Einhvern tíma var vitnað
í það að ég hefði sagt á þess-
um árum, þegar ég var spurð-
ur að því hvers vegna ég hefði
aldrei málað Eiríksjökul þóttég
dveldist svo lengi á Húsafelli,
að í myndinni sjálfri vœri Ei-
ríksjökull ekki mikilvægari en
lend á hvítum hesti sem risi
upp bak við moldarbakka.
Mynd er aðeins form og litur,
ekki jökull eða hross.
— Og þú hefur aldrei verið í
vafa um að þú hafir lagt inn
á rétta braut?
— Það hefur aldrei komið
fyrir mig. Ég er oft í vafa
um myndimar sem ég mála og
vona að ég verði það alltaf.
Að minni hyggju eru afstraktar
myndir eina raunsæja stefnan
í málaralist um þessar mundir
Mér finnst hreyfing og hljóm-
fall tilvcrunnar skipta miklu
meira máli. en að góna f sí-
feilu á hlutina, dauða og staðn-
aða. En það er erfitt að lýsa
þessari afstöðu með orðum, og
líklega er það einmitt þess vegna
sem maður málar. Á því er
enginn vafi að afstrakta stefnan
er mesta framlag 20stu aldar-
innar til myndlistar, og að
minni hyggju er geómetrísk af-
straksjón langstærsti og merki-
legasti þáttur þessarar stefnu.
Má ég minna á hvað þessi
stefna hefur haft mikil áhrif ú
öllum sviðum. Arlcitektar og hí-
býlafræðingar aðhyllast þessa
stefnu hvort sem þeír gera sér
grein fyrir því eða ekki, og
fólkið sem stundum er að bölva
þessari stefnu / lifir í henni sj álft;
það íklæðist henni, kaupir skó
samkvæmt henni að maður nú
ekki tali um sokka; allt að því
étur hana. Þessi list er til
marks um eitthvað sem þurfti
að fá útrás ú okkar tíð; þetta
allsherjar andsvar talar sínu
málj. Afstrakta stefnan er orðin
listsöguleg staðreynd, og nú
greinir menn frekast á um
hvort eigi meiri rétt á sér lýr-
ísk afstraksjón eða geómetrísk
Ég aðhyllist geómetríska af-
straksjon vegna hinnar skipu-
legu, vitsmunalegu myndbygg-
ingar. Er ekki skipulag, byggt
á þekkingu og hugsun, megin-
atriði í öllum mannlegum at-
höfnum, jafnt í list sem þjóð-
félagsmálum; bjóða ekki skipu-
lagslaus þjóðfélög villimennsk-
unni heim?
Ég hef auðvitað oft sem sós-
íalisti hugleitt kenningar um
það að beita þurfi list í þágu
nauðsynlegra þjóðfélagslegra
verkefna, og ég get vel skilið
að á miklum umbrotatímum
verði listamenn svo gagnteknir
af slíkum viðfangsefnum að
þeir reyni að beita listinni í
þeirra þágu. En sjaldan hefur
slík þjónusta auðgað listina,
miklu oftar hið gagnstæða. Við
eigum nú miklu öflugri tæki
til slíkra verkefna, til dæmis
kvikmyndina, og að sjálfsögðu
hafa snjallir skopmyndateiknar-
ar enn mikið gildi. En heimur
myndlistarinnar lýtur sínum sér-
stöku lögmálum, og sé reynt
að sveigja hann undir önnur
lög er oftast hætt við að illa
fari.
— Ef þú hefðir haldið áfram
að mála eins og þú gerðir til
að mynda á stríðsárunum, hefð-
ir þú vafalaust búið við snöggt-
um meira veraldargengi síð-
ustu tvo áratugina.
— Ég hef gert mér grein
fyrir því. En það á alveg sér-
staklega vel við mig að standa
í stríði; mig hefur aldrei langað
til að verða mjög vinsæll. Ég
er alveg á sama máli og Churc-
hill sem sagði víst einhvem-
tíma að það væri alltaf í öllum
skilningi orusta að mála málverk
— þótt að vísu séu varla tií
friðsamlegri Dg smáborgaralegri
myndir en þær sem hann gerði.
— En nú er ekki lengur
sérlega mikið stríð kringum
afstrakta myndlist á fslandi; er
ekki einnig hægt að veiða vin-
sældir á ósannan hátt með
þeirri stefnu?
— Andrúmsloftið hefur stór-
breytzt og vísterenn hætta á
því að menn fari að eltast við
vinsældir í stað þess að hugsa
um sjálfstæða sköpun. Kannski
er þessi hætta næst lýríska
málverkinu; það felur í sér
vinsælli þætti og getur að ein-
hverju leyti komið í staðinn
fyrir landslagið, miklu frekar
en ströng geómetrísk mynd.
Með þessu er ég auðvitað ekki
að segja að ekki. hafi verið
gerð stórlega falleg o<j athyglis-
verð verk í lýrískum stíl. En
raunar held ég að vinsældirnar
séu ekkert yfirþyrmandi vanda-
mál fyrir málarana okkar; á-
hugi almennings mætti vera
miklu meiri.
i