Þjóðviljinn - 30.04.1966, Blaðsíða 12
Krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu einnig flutt í efri deild
#
Norðmenn vöruðu við for-
dæmi ulúmíns umningunnu
■ Frumvarpið um að veita alúmínsamningimum laga-^
gildi kom til 2. umræðu í efri deild Alþingis í gær.
Leggja fulltrúar Alþýðubandalagsins og Framsóknarflokks-
ins í „álbræðslunefnd11 til að frumvarpið verði fellt, en
fulltrúi Alþýðubandalagsins, Gils Guðmundsson, flytur
jafnframt tillögu um að þjóðaratkvæði skuli fara fram
um málið áður en lögin taki gildi, verði frumvarpið sam-
þykkt.
B Komið hefur fram { umræðunum að Norðmenn vör-
uðu íslendinga við því að alúmínsamningurinn hlyti að
verða fordæmi fyrir öðrum skyldum í framtíðinni.
Sveinn Guðmundsson hafði
framsögu af hálfu meirihluta
nefndarinnar, og taldi hann
samningana hina mestu blessun
fyrir land og þjóð. Helgi Bergs
flutti framsöguræðu af hálfu
Framsóknar og stóð ræða hans
fram að kvöldmat. Gils Guð-
mundsson flutti sína framsögu-
rasðu á kvöldfundi í gærkvöld.
Umræður stóðu enn er blaðið fór
í prentun.
í nefndaráliti segir Gils Guð-
mundsson m.a.:
„Frumvarp þetta boðar algera
stefnubreytingu að því er varð-
ar hagnýtingu erlends fjármagns
og áhrifavald þess í íslenzku at-
vinnu- og efnahagslífi. Með um-
fangsmiklum samningum, sem
ætlunin er að lögfesta, eru er-
lendu auðfélagi veitt margvís-
leg sérréttindi og víðtækar und-
anþágur frá íslenzkum lögum og
því á þann hátt tryggður allt
annar og meiri réttur en ís-
lenzkir þegnar njóta. f þessum
efnum er um. svo .im ný-
mæli að ræða, að málið verður
ekki metið réttiiega með þeini
hætti einum að líta á það sem
einangrað fyrirbæri, ■ er enga
hliðstæðu kunni að eignast á
komandi tímum. Það verður að
meta út frá þeirri forsendu, að
um sé að ræða stefnumarkandi
ákvörðun, er skapi fordæmi fyr-
ir öðrum samningum af svip-
uðum toga.
★
Það er einnig hafið yfir allan
vafa, að með samningi þeim,
sem hér liggur fyrir, er skapað
fordæmi um framkvæmd hinnar
nýju stefnu, að því er varðar
þátttöku erlendra auðfélaga í
íslenzku atvinnulífi. I nóvember-
mánuði sl. fór Steingrímur Her-
mannsson, framkvæmdastjóri
Rannsóknaráðs ríkisins, til Nor-
egs á vegum iðnaðarmálaráð-
herra og stóriðjunefndar til þess
að kynna sér norsk viðhorf og
reynslu í sambandi við erlent
fjármagn og alúmínverksmiðjur.
f skýrslu, sem hann gerði um
för sína, segir svo m.a.: „Að-
spurðir áttu menn eðlilega erfitt
með að gera sér grein fyrir þvi,
hvort hér væri um æskilega
framkvæmd fyrir okkur íslend-
inga að ræða. Flestir lögðu þó
áherzlu á, að mikilvægt væri að
fá slíkan iðnað inn i landið. Það
væri ómetanlegt fyrir framtíðina.
Hins vegar vöruðu þessir sömu
aðilar við því, að sá samningur,
sem nú er gcröur, hlyti að verða
fordæmi fyrir ððrum skyldum
í framtíðinni‘‘.
Hér fer ekki á milli mála sú
skoðun hinna norsku sérfræðinga,
að með slíkum samningi sé ekki
aðeins um einangraða aðgerð að
ræða, heldur sé verið að móta
stefnu að því er varðar erlenda
fjárfestingu t landinu, hvaða al-
mennum skilmálum hún eigi að
lúta, hvaða stöðu hún eigi að
öðlast í fjárjnála- og atvinnulífi
þess. Og ekki er ólíklegt, að að-
varanir þeirra hafi mótazt af
þeirri vitneskju, að hér var ver-
ið að gera samning á allt öðr-
um grundvelli en þeiip, sem gild-
ir um erlenda fjárfestingu í Nor-
egi. Þar lúta slík félög norsk-
um lögum og búa ekki við nein
forréttíndi eða fríðindi umfram
norska atvinnurekendur.
Samningurinn milli íslenzlo
rikisstjórnarinnar og Swiss Alu-
minium er með allt öðrum hætti.
Segja má, að hann sé að mjög
verulegu leyti upptalning á fríð-
indum, forréttindum umfram
íslenzk fyrirtæki og undanþág-
um frá íslenzkum lögum, sem
hinn svissneski auðhringur og
dótturfélag hans eiga að njóta
um 45 ára skeið, eða nokkuð
fram á næstu öld.
Nokkur hinna samningsbundnu
fríðinda auðhringsins eru þessi:
1) Algert tollfrelsi á hvers
konar innfluttum efnum, vélum
og búnaði, sem til byggingar
verksmiðjunnar þarf.
2) Algert tollfrelsi á öllum inn-
flutningi, sem með þarf til rekstr-
ar verksmiðjunnar út samnings-
tímabilið, í 45 ár.
3) Algert frelsi um ráðstöfun
alls hins mikla gjaldeyris, sem
verksmiðjureksturinn skápar,
með þeirri takmörkun einni, að
geymt skal í íslenzkum bönkum
fé, sem svarar til rekstrarkostn-
aðar fyrirtækisins í þrjá mánuði.
4) Algert frelsi til að flytja
úr landi allan hagnað og and-
virði íyrningarafskrifta.
5) Trygging fyrir hagstæðara
gengi en íslenzkir atvinnuvegir
njóta, ef um gengisbreytingar
verður að ræða.
6) Réttur til að hafa í þjón-
ustu sinni erlent starfslið.
7) Undanþágur frá ákvæðum
íslenzkra laga um hlutafélög.
8) Undanþágúr frá ákvæðum
íslenzkra skattalaga, þar á meðal
framtalsskyldu.
9) Trygging fyrir nokkum veg-
inn óbreyttu raforkuverði í 25
ár, hvað sem líður breytingum
á kostnaðarverði raforku frá
Landsvirkiun allt það tímabil.
Framhald á 3. síðu.
Erlingur Pálsson og tvær dætradætur hans, Guðfinna Hclgadóttir
og Sigríður Ida tílfarsdóttir, vígðu sundlaugina sem er í kjallara
hótelsins. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.>.
Fyrstu gestir Loftleiðahótelsins nýja á Reykjavíkurflugvelli voru
Norðmaðurinn major Bjöm Steenstrup og kona hans, Marie-
Louise. Steenstrup er umboðsmaður Loftleiða í Svíþjóð og starf-
ar í Gautaborg. Alls var 34 útlendingum boðið að vera við opn-
un hótelsins og eru þcir allir umboðsmenn Loftleiða nema tveir.
HÓTEL LOFTLEIÐIR opnur
•
B Fyrstu gestir Loftleiðahótelsins nýja á Reykjavíkur-
flugvelli komu þangað í gærdag, um fimm leytið — í dag,
laugardag, verður gistihúsið formlega opnað og hafa for-
ráðamenn félagsins boðið til mikils mannfagnaðar þar síð-
degis af því tilefni. Á 5. síðu blaðsins í dag er sagt ýtar-
lega frá hinu %nýj a hóteli, en hér fyrir ofan eru tvær
í gærdag.
hinu fnýja
myndir teknar í hótelbyggingunni
Miklir f járhagserf i ðleikar
hiá Norðurstjörnunni hf.
B Niðursuðuverksmiðjan Norðurstjarnan h.f. í Hafnar-
firði á um þessar mundir við mikla xfjárhagsörðugleika
að stríða, en fyrirtækið hefur ekki verið starfrækt nú um
mánaðarskeið vegna hráefnisskorts. Var í gærmorgun lok-
að fyrir rafmagn til fyrirtækisins vegna skulda þess við
rafveituna í Hafnarfirði.
Þjóðviljinn átti í gær tal við
framkvæmdastjóra Norðurstjörn-
unnar, Andrés Pétursson, og stað-
festi hann, að það væri rétt að
lokað hefði verið fyrir Ijósaraf-
magn til verksmiðjunnar í gær-
NF í Kópavogi
Norræna félagið í Kópavogi
heldur aðalfund sinn kl. 3 síð-
degis í dag, Iaugardag. Þar fara
fram venjuleg aðalfundarstörf en
einnig ræðir Magnús Gíslason
störf norrænu félaganna á fund-
inum. Tvöfaldur kvartett Kópa-
vogsbúa syngur. Auður Guð-
muridsdóttir segir frá vinabæja-
ferð til Norðurlanda. Fundurinn
verður haldinn í Félagsheimili
Kópavogs.
morgun vegna vangoldinna raf-
magnsreikinga. Kvað hann fyrir-
tækið eiga í miklum fjárhags-
örðugleikum um þessar mundir,
enda hefði framleiðsla þess legið
niðri nú um mónaðarskeið vegna
hráefnisskorts. Sagði hann að þrátt
fyrir stöðvunina væru 10—15
manns á föstum launum hjá
verksmiðjunni en fram að þessu
hefði þó tekizt að greiða starfs-
fólkinu kaup sitt reglulega. Einnig
kvaðst hann eiga von á pening-
um eftir helgina til þess að
greiða skuldina við rafveituna
svo að aftur yrði opnað fyrir
rafmagnið.
Framkvæmdastjórinn sagði að
síldin hefði brugðizt algei'lega
undanfarið, en nú væru Akranes-
bátar eitthvað famir að veiða
hana aftur og vonandi rættist þá
úr þessu. Norðurstjarnan hefur
þó ekki fengið neina síld ennþá
og sagðist forstjórinn ekki vita,
hve feit sú síld væri sem til
Akraness hefði borizt, en síldin
má ekki vera undir 8% feit til
þess að verksmiðjan geti unnið
úr henni.
; Áttundu
| Jofnteflið
m
m
j MOSKVA 29/4 Níundu skák-
■ inni í einvígi Petrosjans og •
■ Spasskis um heimsmeistara- j
1 titilinn lauk í dag með jafn- j
• tefli eftir 26 leiki. Spasskí lék ■
■ hvítum og fóru keppinautarn- •
i ir mjög troðnar leiðir í skók- j
■ inni og náði hvorugur neinum
• yfirburðum..
i Þá hafa allar skákir einvíg-
I isins orðið jafntefli nema ein.
■ sem Petrosjan Vann.
■
■■■■■■■■■■■■>■■■■■• ■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■!
Píunótónleikur M. Fruger /
Þjóðleikhúsinu 9. moí n.k.
Hinn kunni bandaríski píanóleik-
ari Malcolm Frager er nú vænt-
anlegur til fslands og mun halda
tónlcika í Þjóðleikhúsinu xnánu-
daginn 9. maí kl. 20.30. Verk á
cfnisskránni eru eftir Mozart,
Chopin og Mussorgský.
Malcolm Frager er íslenzkum
tónlistarunnendum að góðu
kunnur hann kom hingað vorið
1964, en þá hélt hann tvenna
tónleika í Reykjavík með sov-
ézka píanóleikaranum Asjkenazí
og einn einleikskonsert og ferð-
aðist síðan um landiðog lékm.a.
með Asjkenazí á Akureyri og
hélt tónleika á Norðfirði. Þá
lék hann einnig á Arnarhóli á
þjóðhátíðardaginn.
Að þessu sinni heldur Frager
aðeins þessa einu tónleika og
leikur á þeim Sónötu í D dúr
eftir Mozart, sónötu í h moll
eftir Chopin og Myndir á 'sýnr
ingu eftir Mussorgský. Hann er
hér á vegum Péturs Péturssonar
og verða aðgöngumiðar á tón-
leikana seldir í Þjóðleikhúsinu
frá og með. þriðjud. 3. mai.
Krístján Davíðsson
sýnir / Bogasalnum
Kristján Davíðsson listmálari
ætlar ekki að gera það enda-
sleppt þetta vorið, hefur nú tvær
sýningar í gangi í einu, aðra í
Unuhúsi og hina í Bogasal Þjóð-
minjasafnsins og verffur sú síð-
arnefnda opnuð í dag kl. 4.
Eins og áður hefur verið sagt
tfrá hér í Þjóðviljanum eru mynd-
irnar í Unuhúsi bæði gamlar og
nýlegar, en allar myndimar á
sýningunni í Bogasalnum eru
nýjar, málaðar érin 1965 og ’66.
Gefst því gott tækifæri nú til
að virða fyrir sér þróun málar-
ans undanfarið, en hann segir
sjálfur, að sýningin í Bogasaln-
um sé í beinu framhaldi af
hinni í Unuhúsi.
Á sýningunni í Bogasalnum
eru alls 19 stór málverk og hef-
ur Kristján ekki gefið þeim nafn
hverju um sig, heldur kallar sýn-
inguna í heild „Birtan í fjör-
unni“, og segist mikið fást við
birtu yfir vatni og jörð um þess-
ar mundir.
Kristján Davíðsson listmálari.
Sýningin verður opin í tíu
daga, kl. 3—10 daglega.
Verz/un KRON við Stukko-
hlíð væntunl. opnuð í huust
Miklar framkvæmdir eru á
döfinni hjá KRON og hefur fé-
lagið nú í smíðum verzlunarhús
við Stakkahlíð sem á að verða
Iokið í haust og hefur sótt um
Ióð í Kópavogi undir vörúmark-
aff og byggingarvöruverzlun.
Þetta kom fram í skýrslu for-
manns félagsstjómar, Ragnars
Ólafssonar á aðalfundi KRON,
sem haldinn var 23. þ.m. Urðu
miklar umræður á fundinurri um
framtíðarverkefni félagsins og
einhugur um áframhaldandi sókn
í samvinnumólum höfuðstaðarins.
Kaupfélagsstjórinn, Ingólfur
Ólafsson, flutti skýrslu um rekst-
ur og reikninga félagsins og
sagði m.a. að vörusala félagsins
hefði aukizt árið 1965 um 8%i
frá árinu áður og varð rekstur
félagsins heldur hagstæðari þrátt
fyrir mikla hækkun rekstur-
kostnaðar.
Úr stjórn félagsins áttu að
ganga Guðrún Guðjónsdóttir,
Ólafur Jónsson og Guðmundur
Finnbogason, en voru öll endur-
kjörin. Auk þeirra eru í stjórn
KRON: Ragnar Ólafsson, Þor-
lákur Ottesen, Hallgrímur Sig-
tryggsson, Sveinn Gamalíelsson
og Friðfinnur Ólafsson.
FH íslunds-
meisturi í
hundknuttleik
FH varð íslandsmeistari í
handknattleik karla 1966, sigraði
Fram í úrslitaleik í gærkvöld
með 21 marki gegn 15.
Leikurinn var mjög skemmti-
legur og afartvísýnn og jafn í
fyrrihálfleik, en þá skoruðu
bæði liðin 8 mörk. 1 síðari hálf-
leiknum sýndu BTI-ingar mjög
skemmtilegan og góðan leik sem
Framarar réðu ekkert við og
lauk leiknum með 21:15 sigri
Hafnfirðinganna.
Urslitaleikurinn í 2. deild fór
þannig að Víkingar sigruðu Þrótt
með miklum yfirburðum, 27
mörkum gegn 15.
Átök í háskólanam í Róm í ?ær
RÓM 29/4 — ítalskir þingmenn
hrópuðu hver aff öðrum ókvæð-
isorð á þiri'gi í dag, og urðu
verðir að ganga á millj svo
þingheimur berðjst ekkj Ástæð-
an var umræða um stúdentaó-
eirðir í Róm á dögunum milli
nýfasista og vinistri stúdenta og
var ungur sósíalisti drepinn í
þeim átökum og dóttur þekkts
kommúnistaleiðtoga misþyrmt.