Þjóðviljinn - 15.05.1966, Síða 5
Sunrrudagur 15. maí 1966 — ÞJÖÐVILJINN
SlÐA CJ
5ÍLD VEIÐAR FYRR OG NÚ
Saga síldveiða íslendinga er
ekki löng og þó má fullvíst
telja að síldin hafi verið nytja-
fiskur manna víða um heim
frá ómuna tíð. Þannig rfiunu
menjar hafa fu'ndizt um síld-
véiðar á Norðuröndum á stein-
öld og fyrir Islandsbyggð voni
síldveiðar og síldarverzlun nor-
Þórólfur Kveldúlfsson hafi sent
menn sína til síldveiða og
Skalla-Grímur bróðir hans fór
oft í síldfiski á lagnarskútu að
vetrarlagi. Nokkur ömefni
benda til þess, að síldveiðar
kunni að hafa verið slundaðar
liér við land áður fyrr, en þó
virðist síldin ekki hafa orðið
feitiri síld, sem seld var til
Svíþjóðar fyrir 40 kr, tunnan,
og þótti það ævintýralegt verð
á þeim tíma. Samkvæmt þessu
telja menn árið 1868 upphafsár
síldarútflutnings frá Islandi,
þrátt íyrir þann óverulega út-
flutning sem áður var drepið á.
Olto Wathne frá Mandal var
sambandi má geta þess að árið
1912 stunduðu rúmlega 20 ís-
lenzk skip síldveiðar. en 1917
voru þau orðin 110.
Togari er fyrst sendur til
síldveiöa 1908 en á fyrri heims-
styrjaldarárunum lögðu um
eða yfir 20 togarar stund á
síldveiðar árlega. Þetta voru
300—350 lesta skip, flest, tals-
vert stærri skip en línuveið-
ararnir sem einnig voru við
síldveiðar ásamt minni vélbát-
um.
Veiðarfærin
Síldarsöltun á Siglufirði fyrir 30 til 40 árum.
Síldarsöltun í Ncskaupstað á síðaslliðnu suntri.
rænna manna allumfangsmikil
atvinnugrein.
í Jlgils sögu segir frá því, að
----------------------^
Frímerkjasýning
S.Þ. á hjólum
‘ f sumár kemur frímerkja-
sýning á hjólum til Norður-
landa. í júnílok leggur sér-
staklega búinn langferðabíll
upp frá Genf með eintök af
öllum frímerkjum sem Samein-
! uðu þjóðirnar hafa gefið út. Á
þremur mánuðum verða þau
sýnd og seld á 23 stöðum í 17
Evrópulöndum, fyrst í Suður-
Évrópu, síðan Austur-Evrópu,
þar næst Norðurlöndum og
loks í Vestur-Evrópu. (S.Þ.).
Umsátursástand
í Guatemala
GUATEMALABORG 11/5 — For-
seti Guatemala, Enrique Peralta
Azurdia, lýsti í gær yfir umsát-
ursástandi í öllu landinu í næstu
30 daga. öll stjórnmálastarfsemi
er bönnuð og aliur mannsafn-
aður fleiri en fjögurra manna,
hvort sem er á almannafæri eða
■ heimahúsum. Þessar ráðstafanir
•■u sagðar nauðsynlegar vegna
akinna aðger(|a skæruliðahersins.
cins algengur matfiskur hér og
í Noregi. Tvennt hefur verið
taliö valda þessu: Annað hvort
hafi menn ekki áttað sig á
síldargöngunum og þær verið
minni en þær síðar urðu, eða
landsmenn hafi ekki haft nó,gu
góð tæki til síldveiðanna og
þessvegna hirt helzt þann fisk-
inn sem auðfengnastur var.
Upphafið
t byrjun 18. aldar munu sfld-
veiðar hafa verið stundaðar lít-
ilsháttar frá einstaka verstöðv
um á íslandi. Þannig getur
Árni Magnússon þess í ferða-
bók sinni að síldveiði hafi vér-
ið stunduð við Oddeyri 1712 pg
Olavius segir í sinni bók frá
síldveiðum með netjum við
Hofsós um 1730.
Um aldamótin 1800 og í
byrjun 19. aldar munu síldveið-
ar Islendinga eitthvað hafa
aukizt og á næstu áratugum
var eitthvað lítilsháttar flutt út
af síldarafurðum frá Akureyri
og Hafnarfirði.
Og svo sendu Norðmenn
fyrstu nótalög sín til sfldveiða
við ísland 1858 og á næstu ár-
um og óratugum eykst til
muna sókn norskra útgerðar
manna hingað til síldveiða.
Árið 1868 öfluðu Norðmenn
allvel hér við land og söltuðu
um 2000 tunnur af stórri og
fyrir Norðmönnum í síldarleið-
angri þessum,' en Otto þessi
settist síðan að á Seyðisfirði
og varð einn -helzti brautryðj- >
andi síldarútgerðar og síldar-
verkunar á Islandi.
Viðgangurinn
Um og uppúr 1880 jókst svo
þátttakan í síldveiðunum ört
og aflinn að sama skapi, og
jafnframt hófu íslenzk fyrir-
tæki um þær mundir þátttöku
í síldveiðunum. Það voru sem
sagt Norðmenn sem komu
skriði á síldveiðarnar hér við
land og Islendingar ‘ færðu sér
í nyt reynslu þeirra.
Einn helzti hvatamaður þess,
að Islendingar legðu sjálfir
stund á síldveiðar var Tryggvi
Gunnarsson, en síðan koma,
smám saman, fleiri til sögunn-
ar og verða ekki taldir hér.
Reknetaveiðar hófust hér við
land um aldamótin síðustu að
frumkvæði Tryggva, og herpi-
nætur munu fyrst hafa verið
reyndar við Island af erlendum
skipum árið 1904, en árið eftir
er sagt að 13 útlend skip hafi
stundað herpínótaveiðar á Is-
landsmiðum.
Fyrsta íslenzka síldveiðiskip-
ið var gert út á herpinót árið
1906 og síðan fer þátttaka Is-
lendinga sjálfra í veiðunum
mjög vaxandi ár frá ári. 1 því
Framangreindar uppiýsingar
eru tíndar saman úr ýmsum
ritum og ritgerðum, sem birzt
hafa á prenti, m.a. 50 ára af-
mælisriti ÆGIS, tímariti Fiski-
félags Islands, og Sjómanna-
sögu Vilhjálms Þ. Gíslasonar
(1945). í síðastnefndu bókinni
er birtur kafli um herpinóta-
veiðar. Þar segir m.a.:
„Veiðarfæri, veiðiaðferðir og
verkun hefur tekið ýmsum
breytingum. Helzta veiðarfærið
er herpinótin. Hún er smáriðið,
stórt og vítt net, misstór eftir
stærð skipanna, frá 150 til 230
faöma langt og 24 til 38 faðma
breitt eða djúpt. I efri brún-
inni eða teininum, sem hcldur
henni uppi, er kork í þéttum
flám, en blýsökkur í neðri brún.
Á henni cru einnig hringir, sem
langur, laus kaðall getur leikið
um og lokað nótinni með því
áð herpa hana saman í botn-
inn. Af því dregur netið nafn
sitt. Nótin er lögð úr tveimur
bátum, hafður sinn helmingur
hennar í hvorum bát. Hann
hét nótabátur, en nótabassi sá,
sem íyrir honum var, og nóta-
brúk nótin með öllum lilheyr-
andi áhöldum. Þessar orðasam-
sctningar mynduðust kringum
síldveiðarnar, en orðið nót er
gamalt, og nótlag var áður til,
einkum ijotað um samstæður
af selanetum. Því var t.d. sagt;
að selur væri nótvar. Annars
var algengara við veiðar orðið
net og samsetningar með því,
netfiski, nettrossa, netlögn, net-
kúla, netdufl, r.etháls o.s.frv.,
og yfirfærðar merkingar einsog
sú, að trúa einhverju eins og
nýju neti.
Nótabátarnir, sem fylgjasíld-
arskipinu, varpa út nótinni, þar
sem síldartorfu er von, og breiða
nokkuö úr henni og róa bátun-
um síðan á sína hönd hvorum
og fara í hálfhring umhverfis
torfuna og lolca hana inni í
lögninni með því að láta nót-
ina lykjast eins og sívalning
utanum hana. Síðan er byrjað
aö herpa nótina, draga saman
neðra borðið og loka þannig
botni nótarinnar, svo að hún
verður eins og stór háfur eða
skál. Síldarskipið leggst að nóta-
Kraftblökkin hefur valdið byltingu í síldveiðitækninni.
bátunum og síldin er háfuð upp
úr nótinni inn í skipið. Það
heitir kast, sem í nótina fæst
hvert sinn. Þau eru misstór,
nokkur hundruð tunnur ef vel
gengur. Dæmi eru til um meira
en 2500 tunnur í kasti. Háíur-
inn er þéttriðið net, eins og sí-
valningur á járnhring, opinn í
báða enda, en hægt að herpa
saman botninn. Háfinum er
sökkt í torfuna í nótinni og
tekur 5 til 10 tunnur í einu
og er hleypt úr háfinum með
því að losa aftur botninn, þegar
háfurinn hefur verið dreginn
upp í skipið.
önnur helztu síldveiðifæri
hér hafa verið landnætur, rek-
net,. lagnet og stauranet. Er-
lendir fiskimenn hafa einnig
notað botnvörpur til síldveiða."
Öflugur atvinnu-
vegur
Þetta var skrifað fyrir meira
en tveimur tugum ára. Síðan
hafa orðið stórfelldar 'breyting-
ar á veiðitækni og á síðustu ár-
um má segja að hinn nýtízku-
legi og fullkomni útbúnaður
síldarskipanna, svo sem síldar-
leitartækin cg kraftblökkin, hafi
valdið gjörbyltingu í síldveið-
um. Á því sviði hafa íslenzkir
útgerðarmenn og sjómenn haft
ótvíræðá forustu.
En út í þá sálma verður ekki
farið hér, heldur skal nú aftur
blaðað í Sjómannasögu og birt
niðurlag þess kafla bókarinnar,
sem fjallar um síldveiðarnar:
„Síldveiðarnar sköpuðu rtýtt
og fjörugt líf á útgerðar- og
verksmiðjustöðunum. Þær drógu
þangað fjölda fólks. Það fólk
var svo að segja úr öllum stétt-
um, ekki sjómenn einir, héldur
námsmenn, verkamann og
sveitamenn, sem leituðu í síld-
ina sér til fjárafla, því að ann-
arsstaðar þótti ekki meiri uþp-
gripa að vænta. Þegar vel gekk
fóru margir þaðan með fullar
hendur fjár.
Oft báru menn skarðan hlut
frá borði. Stundum var sukk-
samt lífið í síldinni, hávaðay
samt og óróasamt í innilegum,
þegar mörgum lenti saman, út-
lendum og innlendum. Sumir
óttuðust einnig í upphafi, að
síldarbæirnir yrðu hættulegir
íslenzku þjóðerni. Þó að er-
lendur keimur hafi verið þar á
ýmsu, hafa síldarbæirnir yfir-
leitt orðið íslenzkir, og því
meira, sem lengra leið og hlut-
ur Islendinga í veiðum ogverk-
smiðjurekstri hefur orðið meiri.
Síldveiðarnar, sem hófust
sumstaðar sem gróðasókn er-
lendra útgerðarmanna eða sem
íslenzk leppmennska, hafa orð-
ið öflugur þjóðlegur atvinnu-
vcgur. Þær hófust á þilskipum,
en hafa eflzt mest og aukizt
með vaxandi og batnandi skipa-
kcsti, vélbátum, línuskipum og
togurum.“
Nótabátarnir bundnir við skipssíöuna, síldin háfutf um borð ívciðiskipið.