Þjóðviljinn - 19.05.1966, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.05.1966, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 19. maí 1966 — ÞJÓÐYILJlNfJ — SlÐA 7 m Það eru ekki margar vikur, sem Al- þýðubandalagið hefur haft til stefnu til þess að tygja sig til baráttu fyrir kom- andi borgarstjórnarkosningar. En mikið hefur það verið örvandi sjón að sjá marga nýja liðsmenn koma á vettvang fulla af baráttuskapi, og ferskur baráttu- hugur þessara nýju félaga hefur kynt undir þann sígilda hugsjónaeld að heyja þrotlausa baráttu fyrir mannsæmandi lífi á kostnað spilltra þjóðfélagsafla. Síð- ustu árin hefur vinnandi fólk fundið sig svikið um mannsæmandi hlutskipti í þjóðfélaginu, og ekki sízt vaða spilling- aröflin uppi í þessari borg undir fjöru- tíu ára íhaldsstjóm. Þetta fólk finnur hina knýjandi nauðsyn að efla pólitískt hlutskipti verkalýðshreyfingarinnar og þessar borgarstjórnarkosninsrar eru kær- komið tækifæri til þeirra hluta. ■ Hvernig er svo hljóðið í þessum nýju liðsmönnum Alþýðubandalagsins? .■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■«■■ )■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! ■ ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•«« ■■■■■■■■■■•■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■•■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■•■■■>«■■■■■■■■■■■■ Nýir liðsmenn með ferskan bará Dagsbrúnarmaður hefur orðið Við náðum stuttu spjalli a£ Ingólfi Haukssyni á dögunum, og er pó ekki auðvelt aS ná tali af honum í önn dagsins. Hann er bifreiðástjóri hjá Vinnuvélum h.f. hér í borg og ekur linnulaust daginn út og daginn inn milli Kollafjarðar og Reykjavíkur með sand «g möl. ' Ingólfur er maður um 'pri- tugt og sér fyrir konu og iveém bömum, og er fjölskyldíwsv bú- sett inni á Langholtsvejö. Hann er einn af þessum ungw heim- ilisfeðrum hér í borginni, sem heyr hina hörðu óg vægðar- lausu lifsbaráttu með vinnu sinni. — Mér finnst eitthvað galið við þetta allt saman, segir hann, — og stórkostleg mistök hafa átt sér stað með hlut- skipti hins vinnandi manns f þjóðfélaginu, og hvergi eru mistökin stórfelldari en einmitt í lífsháttum fólksins hér í borg. Enginn vafi er á-því, að póli- tískt vald verkalýðsfélaganna hefur beðið alvarlegan hnekki, og hefur aldrei verið brýnni nauðsyn að efla vald hjá verka- lýðssamtökunum heldur en í dag. Einn iiður í þeirri sókn er að greiða atkvæði rétt í borg- arstjómarkosningum og síðan í alþingiskosningum að ári liðnu. Hið þunga hlutskipti laun- þega síðustu árin og hvernig kaupmáttur launa þeirra hefur bókstaflega' visnað með núver- andi stjórnarstefnu ætti að brýna margan manninn til at- hafna og traustustu fulltrúar verkalýðssamtakanna eru á á lista ’ Alþýðubandalagsins. Ég hef aldrei skilið þessa þjóðsögu Vinnur í Prentsmiðjjunni Eddu Hann vinnur í Prentsmiðj- unni Eddu og heitir Sigurdór Sigurdórsson. — íjetta er fjórða árið mitt hér í Eddunni, segir hann, — og starfa ég sem prent- ari og er á tíunda ári í fag- inu. Kannski man líka einhver \. eftir honum sem dægurlaga- söngvara með hljómsveit Svav- ars Gests fyrir tveim árum. — Hvernig er hugur þinn til borgarstjórnarkosninga, Sigur- dór? — Mér er aðeins eitt ofar- lega í huga og það er hinn þungi róður fyrir ungan fjöl- skvldumann hér í borginni að sjá sér og sínum farborða. Ég vinn nú tólf til fjórtán vinnustundir í sólarhring og hef fyrir konu og tveim börn- um að sjá og launin hrökkva tæplega fyrir lífsþurtum. Ég hef persónulega áhuga fyrir músik og langar til þess að efla þroska minn á því sviði og til þess þarf tómstundir. Ungir heimilisfeður hér í borg- inni eiga fáar tómstundir og njóta ekki fjölskyldu sirjnar vegna linnulausrar vinnuþrælk- unar. Þeir koma heim eftir langan vinnudag og velta út af þreyttir og sljóir og drepa þannig manneskjuna í sér smátt heimilisfeður geta gert það með atkvæðaseðli sínum við þessar kosningar. Ég þarf ekki að líta nema í eigin barm til þess að skynja kaupmátt launa minna fyrir til dæmis tíu árum og bera það saman við laun mín í dag, — mikið hefur sigið á ógæfuhlið- ina síðan. Með þetta 6jónarmið í huga hef ég athugað þá framboðs- lista, sem liggja nú frammi til borgarstjórnarkosninga og tví- mælalaust lízt mér bezt á lista Alþýðubandalagsins í þessum efnum, — þarna skipar verðugan sess þrautreynt baráttufólk úr verkalýðshreyfingunni með heila baráttu að baki í áratugi. Margur ungur fjölskyldu- maður er haldinn heift yfir hlutskipti launafólks hér í borginni síðustu árin, — þetta eru ósviknar tilfinningar í brjósti þessara ungu manna og kvenna, — vandinn er bara að forma þessar tilfinningar rétt í lífsbaráttunni og láta ekkert tækifæri ónotað. látið þvo þvottinn fyrir sig eft- ir annríki og ástæðum eða þvegið þvottinn sinn sjálfar. — þarna eru líka gufubaðstofur, og þannig mætti lengi telja ýmsar félagslegar þarfir. Listir og menntir á vergangi um eilífa stjórn borgarstjórn- aríhaldsins á málefnum borg- arinnar. Hvarvetna blasa við mistökin og hvernig það bregzt alltof seint við félagslegum þörf- um borgarbúa og það er glapræði að fela þessum mönnum leng- ur stjórn mála í borginni ekki síður en í landsstjórninni. Þungum bagga verður létt af venjulegu fólkj hér í borg- inni með því að ýta íhalds- mönnum til hliðar og gera þá áhrifalausa um stjórn mála sinna. Þeir hafa fengið tækifærið til þess að sýna hvers þeir eru megnugir síðustu árin og þeir haf.a tvimælalaust sýnt „hæfni“ sína til slíkra verka. Hún heitir Valgerður Bergs- dóttir og vinnur á rannsókn- arstofu Krabbameinsfélags Reykjavíkur og hefur undan- farna daga boðið fram liðsafla sinn til ýmissa starfa að kosn- ingaundirbúningi. Á dögunum náðum'við spjalli af þessari ungu stúlku og barst talið meðal annars að mál- verkasýningum hér f borginni. — Ég fór á dögunum niður f Listamannaskála og skoðaði þar sýningu Braga Ásgeirssonar og þetta var falleg og áhugaverð sýning. En mikið rennur manni til rifja þetta hrörlega hús, — svona iíka opið veðrum og vindum og regnið lak niður úr rjáfrum og mæniásum. Mikið íinnst mér þetta hús táknrænt fyrir menningarvið- leitni íhaldsins eftir fjörutíu ára stjórn á borginni og hvem- ig listir og aðrar menntir éru bókstaflega á vergangi í þess- ari borg, — allar framkvæmd- ir virðast hafa markazt af hin- um garrialkunnu orðum, — of lítið og of seint. Hvarvetna blasir við í borg- inni þessi andúð að sinna fé- lagslegurri þörfum fólksins og lyfta anda þess frá hunda- þúfu einstaklingshyggjunnar. Maður skynjar þessa andúð í litlum verkum í öfugu hlut- falli við loforðin og mærðina í kringum þau. Er það ekki kaldhæðnislegt, hvernig Reyk- víkingar hafa trúað þessum mönnum í fjörútíu ár fyrir fé- lagslegum þörfum samborgar- anna, — einmitt þeim mönnum, sem sízt eru til þess fallnir Leigukjör fyrir unga heimiiisfeðsr Valgerður Bergsdóttir vegna skoðana sinna og við- bragða við umheiminn að vinna að félagslegum málefn- um og' hafa mestu tregðuna til að bera og eiga erfiðast að tileínka sér svonefnda félags- tileinka sér félagshyggju til nytsemdar fyrir fólkið. Mætti ég drepa á svonefnd Kollekt!vhus í borgum á Norð- urlöndum og mætti kannski nefna það sambýlishús á ís- lenzku og gefur þó íslenzka heitið aðeins til kynna sameig- inleg afnot, af stigagangi og þvottahúsi í kjallara. 1 svona húsum eru sameig- inlegar vöggustofur og sameig- inlegir matsalir fyrir þá sem vilja og þama geta húsmæður Hann er ungur fjölskyldu- maður hér í borg og er ný- búinn að stofna heimili. Þessa daga er hann að útskrifast sem vélvirki og lífsbaráttan blasir við þessum unga manni næstu áratugi og það er fróðlegt að kynnast viðhorfum hans fyrir þessar borgarstjórnarkosningar. Hann heitir Leifur Teitsson. — Það er ekki langt síðan ég fór að kynna mér kaupverð og leiguskilmála íbúða hér í borg, segir Leifur, — á þessum stutta tíma hef ég órðið var við, hversu húsnæðismál eru sokkin djúpt í pott braskara, sem smjatta af velþóknun framan í hvern mann, sem neyðist til að leita til þeirra. Það er ekki glæsilegt fyrir ungan mann að stofna heimili, þegar meðalleiguverð á tveggja herbergja íbúð er 48 þúsund á ári, ' Sém { fléstum tilfellum þarf að greiða fyrirfram og er þá ekki meðtalinn rafmagns- og hitakostnaður. Söluverð á tveggja herbergja íbúð er 600 til 850 þúsund krón- ur. Fjölmargir iðnnemar fara að iðnnámi loknu í yélskóla eða tækniskóla, — margir okk- ar eru að stofna heimili á sama tíma og skólinn hcfst. Hvernig bregðast svo ungir fjölskyldumenn við svona vanda?\ Þeir reyna að komast í vinnu, þar sem vinnan er að jafnaði sextán til átján vinnustundir í sólarhring og með því að láta eiginkonuna vinna úti, þá tekst þetta í flest- um tilfellum. Ég er ekki að segja að ungu fólki sé vork- unn að vinna, en það er eitt stórt vandamál enn, — nefni- lega barnið eða börnin. Þau verður að setja á dagheimili og þau eru svo af skornum skammti hér í borginni, að bit- izt er um hvert pláss og anna þau hvergi nærri öllum eftir- spurnum. Leifur Teitsson Svona standa málin í dag frá okkar sjónarmiði og þótt undarlegt sé, þá er til stór hóp- ur af ungu fólki, sem lokar augunum fyrir þessu og er harla ánægt i einfeldni sinni cg lætur áróður íhaldsins tefja fyrir rökréttri hugsun, — nógu lengi, til að það sé búið að veita ósómanum stuðning til fjögurra ára áður en það veit af. Sigurdór Sigurdórsson cg smátt, — þetta er ekki mannsæmandi líf, heldur galinn þrældómur. Ég lít á þessar kosningar sem kjarabaráttu og vil efla póli- tískan hlut launþega og það er kominn tími til þess að veita stjórnarvöldum þessa lands pólitíska ráðningu cg ungir A/\A/VA/VWWW\\AAAAAAA/VVAAAAAAAAA/VVVVVVVVVAA\AAAAAA\AAAAAAAA/VVVVAAAAAAAAAAAAAAAAAVAAAA/V\AAAA\AAA\AAAAAAAAA\AAAAAAAAAAA\\\\AriJj Fró kosningastjórn Alþýðubandalagsins ALPÝÐU BANBAIAGIÐ □ Utankjörfundarkosning steridur yfjr. en nú fer að verða hver síðastur að kjósa utan kjörfundar, svo atkvæð- in berist í tæka tíð tjl við- komandi staða. í Reykjavík er kosifj í gamla Búnaðarfé- lagshúsinu við Lækjargötu, opið alla virka daga kl 10 —12 f.h. og 2—6 e.h en á sunnudögum kl. 2—6 e.h. Útj á landj er kosið hjá öllum bæjarfógetum og hrepp- stjón i. Skrá yfir lista,bók- stafi Alþýðubandalagsins er birt á öðrutm stað í blað- inu. Þeir sem dvelja fjarri heimilum sfnum á kjördag þurfa að kjósa strax og eru allir stuðningsmenn Alþýðu- bandalagsins beðnir að gefa kosningaskrifstofum okkar aHar nauðsynlegar upplýsing- ar um Þá. 9em fjarverandi eru. □ Kosningaskrifstofur Al- þýðubandalagsins í Reykja- vík eru i Tjamargötu 20. op- ið kl. 9 f.h til 22 e.h. alla . daga simar 17512, 17511 óg 24357 og að Laufásvegi 12, opið kl. 10—22. símar 21127 og 21128 Báðar skrifstofum- ar veita allar almennar UPP- lýsingar varðandi kosning- □ Happdrætti. Allir þeir sem fengið hafa senda miða í kosnirigahappdrætti Alþýðu- bandalagsins eru beðnir að gera skil nú þegar. Á kosn- i ng a sk ri f stofu n u m er einnig tekið við framlögum i kosn- ingasjóð og seldir miðar í kosningahappdrættinu, en í því verður dregið daginn eft- ir kjördag. □ Sjálfboðaliðar sem starfa vilja fyrir, Alþýðubandalagið fyrir os á kjördag eru beðn- ir að láta skrá rig á kosn- ingaskrifstofunum □ Bílar. Á kjördag þarf Alþýðubandálagið á að halda öllum þeim bílakosti, sem stuðning: menn þess hafa yf- ir að ráða Em bílaeigendur sérstaklega beðnir að vera viðbúnir og láta skrá sig nú þegar til Starfs á kjördag AAAAAAAAAWAAAWAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WVWWVAAAA/VVWVAAAAA/VA/WWAA/VAAAAAAA WWWVVAAAAAAAAAAAAAAAWWVWAAAAAAAAAAAAAAAAA/VWWWWAAWAAAAAAA/WAAAAWAAAAAAA/ k i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.