Þjóðviljinn - 04.06.1966, Síða 3

Þjóðviljinn - 04.06.1966, Síða 3
I Laugardagur 4. júní 1966 ÞJÓÐVILJINN SÍDA Dundee - heimsóknin: KR hafði úthald í 45 mínútur og tapaði 0:4 ■ Fyrri hálfleikur þessa leiks var undarlega daufur og tilþrifalítill, sérstaklega af hálfu gestanna sem virtust vera mikið miður sín, og ekki svipur hjá sjón miðað við leikinn á móti Fram. Það var engu líkara en að þeir væru dauðþreyttir og slappir eftir næturvöku, þar sem hin „nóttlausa voraldar veröld“ hefði haldið vöku fyrir þeim eða seitt þá inn í „rómantík þessara nýju viðhorfa. Sem betur fór röknuðu þeir við í síðari hálfjeik, en þá dofnaði svo yfir KR-ingum að mestur hluti hálfleiksins var vöm, og sluppu þeir vel að fá ekki miklu fleiri mörk á sig en raun varð. ■í>rátt fyrir mjög gott knatt- spyrnuveður var fyrri hálfleik- ur mjög leiðinlegur á að horfa, fátt eitt kom fyrir sem verulega var gaman að horfa á. 1 heild var leikurinn ekki svt) ójafn. og sóttu KR-ingar ekki síður en Dundee-menn, en sókn- araðgerðir KR-inganna voru ekki sérlega ógnandi, og þótt þeir héldu uppi baráttu og gerðu ýmsar tilraunir til þess að ná saman var það ekki sérlega á- rangursríkt, og opin tækifæri fengu þeir eftgin þótt þeir sæktu að marki gestanna, og væru oft á þeirra vallarhelmingi. Deyfð gestanna var líka yfir- þyrmandi og það var eins og þeir hefðu engan áhuga fyrir þvi sem þeir voru að gera. Nokkur tækifæri áttu þeir en allt mistókst, og rann útí sand- inn. Sendingar þeirna vt>ru óná- kvæmar. og allar hreyfingar liðs- ins ólíkar þvi^ sem það gerði á móti Fram. Tveim mín. fyrir leikhlé tókst Dossing þó að skora og þannig var staðan í hálfleik 1:0 fyrir skozka liðið, og má segja að það hafi ekki verið ósanngjörn úrslit. KR-ingar höfðu barizt af hörku, og veitt liðinu eins og það var góða mótspyrnu. án þess að sýna verulega knattspyrnu. Bald- vin lék ekki með í þessum hálf- leik, og þegar vitað var að hann kæmi inn í síðari hálfleiknum ’-var eins vel búizt við að hann Kröfuganga í Osló vegna heimsóknar Deans Rusks „Vjð getum ekki boðið full trúa kúgaranna velkominn' gæti ógnað Dundee, og „stungið þá af“. Þegar síðari hálfleikur byrjaði var eins og Skotar hefðu komjð með nýtt lifl út svo voru leik- þrif þeirra ólík og skemmtilegri en í fyrri hálfleikrfum. Nú voru það aftur á móti KR-ingar sem ekki vonr svipur hjá sjón miðað vjð fyrri hálfleikinn, og má vera að þeir hafi ekki staðizt j meiri ágen<gni j Dundee nú, en eins getur verið, að úthald þeirra hafi ekki ’verið nema í . 45 minútur og gæti hvort tveggja komið til. Nú var nánast um varnarleik ag ræða af hálfu KR, að fáein- um áhiaupum undanskildum sem fæst sköpuðu neina veru- lega hættu. Baldvin tókst ekki að breyta þar neinu um nema siður væri, og auk þess var nú kominn með aftur Sigurþór, sem um nokkurt skeið hefur okki leikið með meistaraöokki KR. Virtist liðið ekkert styrkjast við þessa breytingu en úr fóru Gunnar Felixson og Guðmundur Haraidsson. Eftir að Dundee tók upp þenn- an leik tóku mörkin að koma j og á 4. mín. síðari hálfleiks j skorar Dossing eftir góðasend- Framhald á 7. síðu. OSLO 3/6 — Um 1500 manns fóru í kröfugöngu til sendi- ráðs Bandaríkjanna í Osló í gær og afhentu þar mót- mælaorðsendingu gegn stefnu Bandaríkjamanna í Vietnam, stílaða á nafn Dean Rusks utanríkisráðherra, sem nú er í opinberri heimsókn í Noregi. Kröfugangan var skipulögð af norsku Vietnamnefndinni. Bandaríska geimferðatilraunin Gemini 9.: Ekki tókst að koma á fyrir- búnu stefnumóti í geimnum Kröfugangan var farin að lokunm fjölmennum fundi og voru í henni borin spjöld. sem á var letrað m.a. „Hættið morðun- um í Viétnam‘‘ „Samningar en ekki sprengjur“ „Hættið loftá- rásum — að samningaborðinu.“ Fór gangan skipulega fram, Sjálfsmorð í Kongó KINSHASA (Ijeopoldville) 3/6 Eiginkona, bróðir og systir Em- anuels Bamba, eins hinna fjög- urra fyrrverandi ráðherra í Kongóstjórn, sem hengdir voru í gær, hafa svipt sig lífi. Bamba var efnahagjmálaráðherra í stjórn Adoula árin 1962—64 og leiðlogi mótmælendatrúflokksins Kibangui í . Kongó. nema hvað unglingar fussuðu að kröfugöngumönnum. | I orðsendingunni til Rusks ut- ; anríkisráðherra segir m.a. að hin | góðu samskipti sem jafnan hafi í átt sér stað milli Noregs og Bandaríkjanna séu nú að breyt- ast mjög til hins verra að því er varðar mikinn hluta norsku þjóðarinnar. Ástæðan sé vax- andi ótti við afleiðingar stefnu Bandaríkjastjómar í Vietnam. „Samúð okkar með baráttu vi- etnamskrar þjóðar fyrir friði og sjálfstæði gerir okkur það ó- j mögulegt að bjóða yður. áhrifa- mikinn fulltrúa kúgaranna, vel- kominn til landsins. Við erum þess fullviss að æ fleiri banda-1 rískir borgarar styðji þetta við- , horf okkar“ segir ennfremur í :: orðsendingunni — svo og það, að ef að klassískur hernaðar- sigur eigi að vinnast í Vietnam hljóti áframhaldandi hemaður Bandaríkjamanna i Vietnam að jafngilda þjóðarmorði. Að lokum sungu kröfugöngu- menn bandaríska baráttusönginn ,',We shall overcome". Mótmæla- aðgerðirnar voru skipulagðar af norsku Vietnamnefndinni, en að henni eiga m.a. aðild meirihluti stjórnmálasamtaka ungs fólks í Noregi. . . öflugur lögregluvörður var á Forneby-flugvelli er Rusk kom þangað í gær. KENNEDYHÖFÐA 3/6 — Bandaríska geimfarinu Gemini 9. var skotið á loft kl. 13.39 í dag með geimförunum S.taf- ford og Cernan innanborðs. Tókst þeim að elta uppi Atlas-Agena-eldflaugina sem skotið var upp í fyrradag, en gátu ekki tengt gervihnöttinn við hana eins og áætlað hafði verið, því hitahlíf á eldflauginni hafði ekki losnað frá henni eins og vera átti og er hún fyrir þeim stað á eldflauginni sem átti að tengja geimfarið við. Hin fyrirhugaða tenging átti að vera hápunktur geimferðar- innar. Talsmaður bandarísku geim- rannsóknarstofnunarinnar (NAS A) skýrði fréttamanni AFP frá því að það yrði ekki fyrr en kl. hálftólf á morgun, sem hægt verður að komast að því, hvort geimfararnir geta losað hlífina, sem nú hindrar tengingu. En þá á Cernan að fara út úr geimfarinu og labba um geim- inn. Að öðru lgyti mun geimferðin framkvæmd samkvæmt .áætlun. Þrátt fyrir hundruð stjórn- og athugunartækja á jörðu niðri gátu geimferðasérfræðingar ekki um það sagt, hvort umrædd hlíf hefo! losnað eða ekki þegar eld- flauginni var skotið á loft. Það var ekki fyrr en eldflaug- in kom í sjónmál geimfaranna, að þeir sáu að hitahlífin var enn á sínum stað. Hitahlífin er gerð úr tveimur helmingum sem þrýsta hver á annan og eru smá sprengju- hleðslur. festar við þá. Samkvæmt fréttum frá Reuter er það talið hættulegt fyrir Cernan að fikta við hitahlífina þegar hann fer út úr geimfarinu í tveggja og hálfs tíma gönguL ferð um geiminn. ^ Yfirmaður tilraunarinnar. Geno Kranz fór þegar að ræða við Stafford um möguleika þess að losa hlífina með radíóboðum. Var það reynt en frátt urðu geimfararnir að gefast upp og héldu áfram á fjórðu hringferð sinni um jörð. Súkarnó óánægð- ur með sættir DJAKARTA 3/6 — Súkarno Indónesíuforseti hefur eftir öll- um sólarmerkjum að dæma neitað að samþykkja tillögur Bangkok-ráðstefnunnar * um frið á milli Indónesíu og Malasíu. Ut- anríkisráðherra landsins, Malik, lagði tillöguna fram fyrir for- setann í dag, en eftir fund með honum og ý&isum öðrum, lýst.i hann því yfir að tillögurnar yrði að ræða nánar. Súkarnó var á sínum tíma helztur hvatamaður þess, að Indónesar litu á Malasíu sem gerviríki, sem vestrænir heims- valdasinnar hefðu komið á fót og bæri því að berjast gegn. mrannsi dvrar fvrir Breta I.ONDON 3/6 — Brezka stjórn-' iu hefur komizt að þcirri niður- stöðu, að Brctland hafi ekki ráð ■ á því að borga 40% af því fé i scm það kostar að smíða evr- ópska burðarcldflaug, sem á að geta flutt gervihnetti ut í geim- • inn. _ Lundúnablöðin segja, að Bret- ar' muni í næstú viku tilkynna þesSá ákvöfðun 'öðrúm' ríkjum serri standa að evrópsku geim- j ferðastofnuninni - ELDO; Þetta : getur þýtt að Bretar dragi sig : út úr, alþjóðlegri samvinnu á þessu sviði, og ,þar með væri þeim tólf miljorðum króna á glæ kastað, sem Bretar hafa hingað til varið til smíða á „Blue Streak“. . Blöðin gera ráð fyrir því sem vísu, að ef svo fari muni Frakk- land,. Vestur-Þýzkaland og Ital- ía halda áfram við „Blue Streak“ og að Bretar muni þá gefa geim- rannsóknir með öllu upp á bát- inn. Myndi landið þá einnig hætta aðild að einu þeirra. f^ú . evrópsku samtaka, sem það nú er í. Duncan Sandys fyrrum var.n-. armálaráðherra í stjórn manna lét svo um mælt í dag, að þessi tíðindi væru mikið á- fall og mjög í þverögn við lof- orð stjómar Wilsons um fram- farir í tækni og stórauknar vis- indalegar rannsóknir. Hefðu Bretar alls ekki efni á að hætta samvinnunni í ELDO því þar með væri gerð yfirsjón sem ekki yrði leiðrétt. Þekktum kínverskum komm- únistuleiðtogu vikið frú TOKIO, PEKING 3/6 — Borgar- stjóranum í, Peking, Peng Tsj- en sem fram . að þessu hefur verið einn af helztu forustumönn- um Kínverska kommúnistaflokks- ins, hefur verið vikið úr stöðu sinni s'em aðalritara Peking- nefndar flokksins. Pekingútvarp- ið hefur ekki gert grein fyrir því, hvort hann muni áfram gegna embæíti borgarstjóra. Peng Tsjen er áhrifamesi; leiðtogi Kínverska komrhúnista flokksins sem hefur verið vikið frá síðan Alþýðulýðveldið var stofnað, og telja ýmsir frétta- skýreniur þetta upphaf mikillar valdas^ritu innan flokksins. Fréttin vakti fögnuð í Peking og fóru um 3000 manns með gleðilátum um helztu götur : borgarinnar undir rauðum fán- j | um og stórum myndum af Maó ; Tse-tung. Fyrir utan ráðhúsið ! voru sungnir byltingarsöngvar og i skotið flugeldum. Lí Hsúeh-feng heitir sá, sem við tekur af Peng i Tsjén. I með DIXAN, þvottaduftið fyrir allar tegundir þvottavéla: því DIXAN er lágfreyðandi og sérstaklega framleitt fyrir þvottavélina yðar. Með DIXAN táið þér alltat beztan árangurl

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.