Þjóðviljinn - 09.06.1966, Blaðsíða 10
BÆNDAFUNDURINN Á SELFOSSl / FYRRAKVÖL&
Reiðialda vegna mjóikur-
skattsins magnast óðum
Fimmtudagur 9. júní 1966 — 31. árgangur — 126. tölublað.
Það ríkti einkennileg þögn í
salnum og kannskj í aett við
voveiflegt andrúmsloft hjá
þungbúnum bændunum, þegar
formaður stéttarsambandsins
steig í ræðustólinn og hóf ræðu
sína sléttmáll til þess að skýra
út hina stórfelldu kjaraskerð-
ingu bændanna.
Hann lók þegar upp vörn
fyrir aðgerðir Framleiðsluráðs
og hvað ef.tir annað hljómaði
fyrir fundargestum þessi orðs-
kviður: Við gátum ekki annað
og við verðum að sætta okkur
við þessar aðgerðir.
Ekki var laust við, að brún-'
in þyngdist-á mörgum bóndan-
um við þennan lestur og erfitt
var að skilja og henda reiður
á svo aumri afstöðu í hags-
munamálum stéttarinnar.
í»á hóf formaðurinn rauna-
legan lestur á viðskiptum for-
ystumanna stéttarsambandsins
við ríkisvaldið í þessum efn-
um.
Jú, — þeir höfðu lagt til
að hækka útsöluverðið á mjólk-
inni til neytenda og fengu það
svar hjá efnahagssérfræðing-
um, að Þar væri ekki á bæt-
andj í bili.
Átti að skipta þar byrðun-
um jafnt milli framleiðenda og
neytenda.
Þá komu þeir fram með hug-
mynd um fóðurbætisskatt á
bændur og hefðu þá efnahags-
sérfræðingar ríkisins sótt í sig
veðrið og útskýrt það fyrir
forystumönnum bænda, að þessi
skattur væri ekki nógu fljót-
Virkt vopn á bændur til þess
að skerða mjólkurframleiðsl-
una. j
Þegar hér var komið sögu
talaði formaður stéttarsam-
bandsins með svo mikillj virð-
ingu mr efnahagssérfræðinga
ríkisstjómarinnar, að manni
skildist það ekki vera á íæri
/ómenntaðra bænda að draga í
efa tölvísi þeirra og hagfræði-
legar ráðstafanir og hljómaði
nú aftur orðskviðurinn: Við
gátum ekki annað, — hinir
vísu menn höfðu talað, — okk-
ur bændum ber að hlýða
Þá upplýsti formaður stétt-
arsambandsins merkilegan hlut
os hefur það ekki vitnazt fyrr
á opinberum vettvangi. í haust
ætlar Framleiðsluráð að leggja
sambærilegan skatt á sauðfjár-
bændur og eftir þeim tölum,
sem komu fram i ræðu hans
má ætla, að bað- verði um
fjörutíu miljón króna glaðn-
ingur.
Ég hitti verkamann frammi
í andyrinu undir þessum lestri
bóndans á Hjarðarfellj og var
Þessi mynd er tckin að áliðinni nóttu og standa hcr yfir samningar um tillöguflutning á fund-
inum. Frá vinstri Stefán bóndi í Vorsabæ, Pétur bóndi í Austurkoti, Gunnar bóndi á Hjarðar-
felli og Steingrimur bóndi í Holti,
□ Eins og frá er sagt í frétt á forsíðu blaösins í dag sendi
Þjóðviljinn fréttamann á bændafundinn er haldinn var á
Selfossi í fyrrakvöld og fer hér á eftir frásögn hans.
Myndir og texti: G. M.
Erlendur á Skýbakka
hann rasandi yfir svo aumri
forystu bændanna og hvernig
á málum þeirra hafði verið
haldið samkvæmt þessari ræðu
formanns.
Og þessir Framsóknarmenn
gera kröfu til þess að fá for-
ustuna í verkalýðssamtökunum
gegn atvinnurekendum. Guð
forði okkur frá því, sagði hann.
Vildu ekki fund
Nú var komið að þrem
fundarþoðendum að reifa mál-
in og kvað þar við annan tón.
Þar steig fyrstur í stólinn
Stéfán Jasonarson, þóndi í
Vorsabæ-og reyndist hann held-
ur hvass í máli
Eiga bændur að sætta sig
vi’ð þessa stórfelldu kjaraskerð-
ingu, spurði hann og lýsti við-
brögðum grannbænda sinna við
verðlækkuninni á mjólk,
Mikil ólga skapaðist þegar
hjá bædum um allt Suðurland
og voru allir á einu málj um
að boða til fundar og gera
eitthvað í málinu.
Varfærnari bændur vildu þó
tala við formann Búnaðarsam-
bands Suðurlands, Pál Diðriks-
son, bónda á Búrfelli eða Sig-
urgrím Jónsson, bónda í Holti,
— hann er formaður stjómar
Mjólkurbús Flóamanna — °S
vildu láta þessa forystumenn
boða til mótmælafundar. Nokkr-
ir bændur gengu á fund þess-
ara manna og vildu þeir þeg-
ar eyða talinu og vildu engin
fundahöld.
Hvað áttu bændur gera?
Fjórir bændur urðu til þess
að boða þennan fund og voru
tveir af þeim Sjálfstæðismenn
og -tveir Framsóknarmenn.
Það eru þeir Pétur Sigurðs-
son, bóndi í Austurkoti, Lárus
Gíslason, bóndj j Miðhúsum,
Stefán Jasonarson, bóndi í
Vorsabæ og Guðmundur Eyj-
ólfsson, bóndi í Húsatóftum. Og
ég segi eins óg Lúther forð-
um; Hér stend ég og get ekki
annað, sagði Stefán bóndi. Þá
skýrði hann frá því, að hann
hefði verið í áttatíu éra af-
mæli Búnaðarfélags Biskups-
tungna daginn áður og þar
hefðj Ingólfur Jónsson, land-
búnaðarráðherra haldið ræðu
og verið við sama heygarðs-
hornið og sagt að íslenzka
moldin væri frjó og bændur
ættu að framleiða meira.
Svona hefur verið talað við
okkur undanfarin ár og við
höfum sannarlega orðið við
þessarj áskorun o2 sýnt dugn-
að og framtakssemi.
En svo. skella þessi ósköp
yfir okkur einn daginn og
stjórnarherramir hlaupa frá
öllu saman og skella yfir okk-
ur verðlækkun á mjólk.
Þetta er ekki hægt, sagði
Stefán bóndi og við tökum
ekkj við svona kveðjum á-
tölulaust. Við þekkjum allir
skepnurnar okkar og hvemig
við getum rétt að þeim fóðrið
á vetuma. Eiga bændur að
verá' eins og þessar skynlausu
skepnur og taka á mótj hverju
sem er úr hendi ríkisvaldsins.
Ég hittj einn bónda í áður-
nefndu afmælishófi oe hann
sagði sem svo:
Virðing bænda verður seint
endurheimt, ef hún tapast.
Þetta skulum við hafa í huga
og gera að okkar orðum, sagði
Stefán bóndi.
Lokið útvarpinu
Þá stóð upp Pétur Sigurðs-
son, þóndi í Austurkoti, og’ hóf
ræðu sína með því að vitna
í Stephan G.: „Ég er bóndi og
allt mitt á undir sól og regni“
— Þegar ég heyrði tíðindin í
útvarpinu, þá varð mér svo
mikið um, að ég sagði við kon-
una: Lokaðu fljótt fyrir út-
varpið. Meira þoli ég ekki
þennan daginn, Þetta voru mik-
il tíðindi og ill. Mér varð
hreinlega orðfall og ég sagði
þegar; Nú verður að S«ra oitt-
hvað. Þetta hefur greinilega
verið gert í fljótræði. Og hann
gagnrýndi með þunga formann
Búnaðarsambands Suðurlands
fyrir að vilja ekkj halda fund
um málið og vitnaði orðrétt í
neitun hans og varð þá kurr
í salnum.
Svona er ebki hægt að- hlaup-
ast frá vandanum og hvað
meinar landbúnaðarráðherrann
eða aðrir foTystumenn bændá-
samtakanna að boða slikar
stórfelldar aðgerðir í dýrtíðar-
flóðinu.
Þessi skattur er tvö þúsund
krónur á mjólkandi kú. á ári
oe er þetta frá fjörutíu til
sextíu þúsund króna skattur á
ári.
Nei, — þetta er ekki hægt
og við krefjumst aðgerða, sagði
Pétur bóndi að lokum.
Hrapaleg mistök
Nú steig Guðmund’Ur Eyjólfs-
son, bóndi að Húsatóftum, í
stólinn og var hann þriðji af
fundarboðendum. Ræða hans
var glögg o2 skilmerkileg og
veittist hann að Gunnari Guð-
bjartssyni, fopmanni Stéttar-
sambands bænda og kvað for-
ystumennina hafa samið stór-
lega af sér í viðskiptum við
ríkisstjórnina.
Þetta er átakanlegt, svona
lækkun á mjólkinni til bænda
með mikla fjárfestingu og dýr-
tíðina geisandi í landinu, þeg-
ár allar stéttir eru að búa
sig til kröfugerðar til þess að
mæta ósómanum. Hversvegna
láta forystumennimir bjóða sér
svona stórfellda kjaraskerð-
ingu?
Og Guðmundur bóndi sótti
í sig veðrið og varpaði þess-
ari spurningu til fundargesta:
Hversvegna í ósköpunum fór
hann ekki hina leiðina? — og
Var þá hlegið í salnum. Nei, —
hér hefur brostið einhver hlekk-
ur á sama tí-ma og góðærin
ganga yfir. Þetta er ekki stétt-
arbarátta og eru þetta hrapal-
leg mistök, sagði/ Guðmundur
bóndi að lokum.
Gylfi Þ.
Þegar hér var komið hófust
frjálsar umræður og var þá
komið fram yfir miðnætti, —
var brugið á það ráð að
skammta ræðutímann í tíu mín-
útur.
Fyrstur fékk orðið Sigurjón
Pálsson, bóndi í Galtalæk í
Landssveit. Sigurjóni var þungt
Hér sitja þrír fundarboðendur
í Vorsabæ og Lá
Okkur bændum hefur ætíð
verið sagt að auka ræktunina
og stækka búin, — ráðast i
fleiri byggingar og auka kúa-
fjöldann. Hér stóð Kristján
Karlsson, erindreki, fyrir tveim
árum á Selfossí og gaf línuna:
Á næstu árum þarf að fjölga
um þúsund kýr á ári og sauð-
fé um líu þúsund á ári. Við
erum hvattir til þess að ráð-
ast í miklar fjárfestingar og
nú eru kvígurnar einmitt - að
komast í gagnið samkvæmt
þessari dagskipan fyrir tveim
árum. Nú er okkur skipað að
skera þessar kvígur.
Nú er komið til okkar og
okkur er sagt frá offramleiðslu
og heimtuð af okkur þessi
mikla verðlækkun á mjólk.
Gíslí í Auðsholti
Olver í Þjórsártúni
- þcir Pctur í Austurkoti, Stefán
rus í Miðhúsum.
niðri fyrir og hélt hann þó ró-
semi sinni. Hann réðist af
miklum þunga á Gylfa Þ. Gísla-
son og kallaði hann dragbít á
Þjóðina Pg enginn vafi væri á
því að þetta væri runni-ð frá
honum.
Allar stéttir keppa að auk-
inni framleiðslu og hér hefur
verið góðæri bg nú ætti að ráð-
ast að bændum með verðfell-
ingu á mjólk. Hvers vegna
mega bændur ekki hafa sömu
kjör og aðrar stéttir þjóðfé-
lagsins.
Fleiri ræðumenn viku að
Gylfa og var alltaf talað um
hann sem fjarlægan óvin langt
í burtu eins og þegar talið
berst að kínverskum kommún-
istum.
Form andstöðu
Þá kom £ pontuna Ölver
Karlsson í Þjórsártúni og hélt
eina snjöllustu ræðu fundarins
og reyndi að forma andspyrn-
una í aðgerðir. Hann hafði
talað við eyfirzka bændur Pg
kvað bændur í öllum sýslum
landsins kjósa fimm manna
nefndir i hverri sýslu og væri
ætlunin að allar þessar nefndir
kæmu saman á mikinn bænda-
fund fyrir allt. landið og kvað
þörf á því að Ámesingar, Rang-
æingar og Skaftfellingar kysu
svona nefndir.
Þá myndi þessi bændafundur
kjósa einskonar undirnefnd og
myndi hún forma baráttuna í
framtíðinni.
Niðri í sal sátu ýmsir for-
ystumenn bænda eins og Þor-
steinn á Vatnsleysu og Ágúst
á Brúnastöðum og höfðu setið
■ rólegir fram að þessu og reykt
vindla heldur sællegir á svip
og ókyrrðust nú þessir heiðurs-
menn í sæti.
Og Ölver kom inn á merki-
lega hluti í ræðu sinni og
ræddi þá um innflutning á
fóðurkorni til landsins. Hvers
vegna er ekki gefinn frjáls inn-
flutningur á fóðurkorni til
landsins í öllu frelsinu með
tertubotnana og kexið.
Hvers vegna er bessi inn-
flutningur einokaður við kom
úr umframbirgðum Bandaríkja-
manna á hærfa verði heldur en
á evrópskum markaði og þar
að auki miklu verri og léleari
vara. Manni skilst að spara
megi um fjörutíu til fimmtíu
miljónir í hagstæðari innkaup-
um á fóðurkorni frá Evrópu-
löndum. Þarna á að taka pen-
ingana 1 sem vantar á .útflutn-
ingsuppbæturnar.
Lesendum til glöggvunar
skal þetta tekið fram af hálfu
fréttamanns.
Peningarnir sem fást fyrir þetta
fóðúrkorn eru hins vegar not-
aðir sem áróðursfé að hluta á
vegum bandaríska sendiráðsins
hér á landi og þjónar undir
Natódýrkun og þess vegna er
kannski fastheldnin svona mik-
il á þetta fé.
Þá ríkir líka börmuleg ein-
Framhald á 3. síðu.