Þjóðviljinn - 15.06.1966, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 15.06.1966, Blaðsíða 2
2 SÍÐÁ — ÞJÖÐVILJINN — Miðvifcadagur 15. júrú 1966. fráfall foreldra sinna. Faðir hans lézt 1959, en móðir 1961. Sokkabúðin hefur því frá stofnun verið í eigu sömu fjöl- skyldunnar, og er hún elzta vefnaðarvöruverzlun borgar- innar, sem rekin hefur verið á sama stað af sömu eigend- um frá upphafi. Verzlunin hef- ur alla tíð verið í leiguhúsnæði og er enn. Aðalvörutegundir þær, sem Sokkabúðin verzlar með í dag er hverskonar nærfatnaður á konur, karla og börn, og mun verzlunin, vera sú eina hér í borg, sem hefur á boðstólum allar gerðir af framleiðsluvöru hins þekkta Kanter’s lífstykkia- framleiðanda. Með síðustu stækkun verzlunarinnar, sem gerð var snemma á þessu ári, hefur Sokkabúðin nú einnig hafið sölu á hverskonar ytri fatnaði fyrir telpur og ungar stúlkur, einkum tízkuvörum fyrir þessa kynslóð, allt frá buxum, jökkum, pils- um og kápum, sem ungar stúlkur nota hvað mest í dag. Með því að íbúum hefur fækk- að í nágrenni Laugavegarins og ýms algeng verzlun flutt úr miðbænum og í úthverfin hafa risið upp ýmiskonar sérverzl- anir einmitt við Laugaveginn. Sokkabúðin hefur hin síðari árin færzt meira í það horf að vera sérverzlun með fyrr- greindar vörutegundir. Eigendur Sokkabúðarinnar vilja við þetta tækifæri flytja hinum fjölmörgu viðskiptavin- um sínum þakkir ,fyrir sam- starfið á liðnum árum. í 40 ár á sama stað ■'Viðskiptavinur mátar íatnað. Kcynir Sigurðsson lengst til vinstn. Verzlunin Sokkabúðin h.f. er 40 ára um þessar mundir. Hún var á sínum tíma stofnuð af þeim hjónum frú Söru Þor- steinsdóttur og Sigurði Z. Guðmundssyni, en þau voru um það leyti þekkt verzlunar- fólk hér í Reykjavík, höfðu unnið lengi hjá Vöruhúsinu og fleiri aðilum. Sjálfstæðan verzlunarrekstur hófu þau svo í einu litlu her- bergi á Laugavegi 42 og hlaut fyrirtækið nafnið Sokkabúðin. Seinna fluttu þau hjón heimili sitt á sama stað og bjuggu þar um 10 ára skeið. Verzlun þessi stækkaði með árunum og er nú þrjú herbergi í einni sam- steypu. Núverandi forsvars- maður verzlunarinnar er Reyn- ir Sigurðsson, sonur þeirra frú Söru og Sigurðar og tók hann við rekstri verzlunarinnar við Er hann kommúnisti ? í tilefni af pistlum sem ég " hef skrifað undanfarna sunnudaga um andlega lág- kúru, einstrengingshátt og ó- sjálfstæði í opínberum um- ræðum á íslandi hefur mér verið bent á grein í nýjasta heftinu af Stefni, tímariti ungra Sjálfstæðisflokksmanna. Höfundur hennar er EllertB. Schram lögfræðinemi, og greinina nefnir hann „Við- horf okkar til Bandaríkj- anna“. Þar segir svo í upp- .hafi: „Sá einkennilegi hugsunar- háttur hefur færzt mjög í vöxt meðal almennings hér á 'seinni árum að reka upp stór augu, þegar einhver einstak- lingur brýnir fyrir þjóðinni árvekni í þjóðernismálum og spyrja með undrunartón: „Hvað — er hann kommún- isti“? Sú skoðun hefur smám saman tekið sér bólfestu í hugarheimi fólks, að sá maður hljóti að vera komm- únisti eða a.m.k. leiguliði þeirra, sem bryddar á varð- veizlu þjóðernis og vekur at- hygli á aðsteðjandi hættum úr „vesturátt". Slíkt sé að- eins vatn á myllu andstæð- inga „frelsis og framtaks“.“ Fallið í sömu gryfju Síðan minnir Ellert á dæmi: ræðuna góðu sem ,,sá ágæti íhaldsmaður, Sigurður Líndal" flutti 1. desember, undirskrift Styrmis Gunnars- sonar Heimdallarformanns undir áskorun sextíumenn- inganna, myndarlega þátttöku Vökumanna í undirskriftum háskólastúdenta gegn dáta- ' sjónvarpinu; allt hafi þetta verið skýrt á einn veg: „Þeir hafa látið gabbast og blekkj- ’ ast“. Þessi viðbrögðeigi ræt- ! ur sínar í kalda stríðinu, þeg- 1 ar „íslenzkir kommúnistar" \ hafi verið gagnrýndir fyrir j „hlýðni og undirgefni þeirra » við húsbændurna í austri". Síðan segir greingrhöfundur: „En á sama tíma og við, sem köllum okkur lýðræðis- ánna, höfum ásakað þessa andstæðinga, okkar fyrir ein-’> sýnt mat og einstrengings- legt, höfum við sjálfir fallið í sömu grýfju. Skoðanamynd- un okkar hefur tekið sams konar stefnu — í vesturátt. Sú afstaða heíur verið svo eindregin, að slíkar raddir, sem að ofan getur, vekja ankannalega athygli. Þær raddir brjóta í bág við þá hefðbundnu mynd, sem skap- azt hefur, að Sjálfstæðis- menn, ungir sem gamlir, geti ekki risið upp og mótmælt opinberlega einhverjum at- beina Bandaríkjamanna. Það brýtur í bág við viðurkennd- ar hugmyndir almennings um pólitík á íslandi, að Sjálf- stæðismaður geti staðið upp og talað um varðveizlu þjóð- ernis og aðsteðiandi hættu frá Bandaríkjunum í sömu setningu. Slíkur maður hljóti að vera eitthvað utangátta í „línupólitíkinni“.“ Kald- hæðnislegt Eftir að Ellert hefur rætt um að málflutningur ,,komm- únista‘‘ í hemámsmálum hafi verið „einhæfur og leiði- gjarn“ heldur hann áfram: „En fyrir kemur, að þeir hitti i mark, og þjóðernisá- róðurinn eigi rétf á sér. Þá er hins vegar nær vonlaust fyrir lýðræðissinna, sem sama sinnis eru, að taka opinber- lega sömu afstöðu öðruvisi en fá á sig stimpil erindrek- ans og nytsama sakleysingj- ans. Þannig hefur farið í hinu svokallaða sjónvarps- máli. Vitaskuld þyrluðu kommúnistar upp moldviðri áróðurs gegn hinu bandaríska sjónvarpi. Nú vildi hins veg- ar svo til, að þeir hittu nagl- ann á höfuðið — að áliti margra lýðræðissinna. Hið bandaríska hermannasjónvarp særði þjóðarstolt þeirra, var lítilsvirðandi fyrir sjálfstæða þjóð og hættulegt þjóðerni þessa litla þjóðarbrots. Skal ekki farið út f vangaveltur um, hvort þær skoðanir eigi við rök að styðjast, en óneit- anlega er það kaldhæðnislegt, að allan almenning reki í rogastanz, þegar þessum skoð- unum er haldið á lofti af öðrum en yfirlýstum komm- únistum og „þjóðvarnarmönn- um“.“ Veru- legur sannleikur Og enn segir Ellert B. , Schram: , . , . „Því er alls ekki hægt að neita, að okkar litla eyríki stafar viss hætta frá stór- veldinu í vestri. Sú hætta er fyrst og fremst andlegs eðlis, hætta sem steðjar að menn- ingu, hugsunarhætti og lifn- aðarháttum íslenzku þjóðar- innar. Það þýðir ekki að skella skolleyrum við 'og fullyrða, að íslenzk menning þoli slíkar ágjafir eins og gengið hafa yfir og munu ganga yfir. Það er viss og verulegur sannleikur fólginn í þeim áróðri kommúnista, að „amerikanasering" sé yfirvof- andi. íslenzkir lýðræðissinnar eru aftur á móti svo ákafir að verja afstöðu sína til vest- rænnar samvinnu, að þeir af- greiða yfirleitt ofangreindar á- bendingar sem áróður ogbull. Viðbrögðin eru nær undan- tekningarlaust þau, bæði í ræðu og riti, að taka upp hanzkann fyrir Vesturveldin og sérstaklega Bandaríkin og verja .sérhverja þá aðgerðog afstöðu sem þau grípa til i heimsmálunum. Blaðakostur Sjálfstæðismanna og annarra afla meðal lýðræðissinna hef- ur haldið og heldur uppi skefjalausum áróðri fyrir á- gæti bandarískra sjónarmiða og leggur blessun sína yfir sérhverja þá aðgerð, sem Bandaríkjamenn grípa -til. Fylgismenn sömu blaða og flokka, hvort sem slíkt stafar af sefjun eða sannfæringu, bregðast við á sama hátt. Þannig hefur sköruglega verið tekið undir afstöðu Banda- ríkjanna til aðildar Kína að Sameinuðu þjóðunum, þann- ig voru aðgerðir Bandaríkja- manna í Santo Domingovarð- ar fram í rauðan dauðann, þannig er stefna þeirra f NATO og aðgerðir þeirra í Viet-Nam sjálfkrafa viður- kenndar og varðar. Ogþann- ig virðist vera borið í bæti- fláka fyrir bandaríska her- mannasjónvarpið á Islandi af þeirri ástæðu einni, að það kemur frá Bandaríkjunum.“ Ösjálf- stæð handbendi Greinarhöfundur tekur það skýrt fram að hann fylgi „vestrænni samvinnu" og voni að bandalag ökkar við hið vesturheimska stórveldi standi ,,enn um langa fram- tíð“: „En við megum ekki skoða það sem skilyrðislausan mál- stað okkar að verja aðgerðir þeirra né heldur óumflýjan- legt hlutverk okkar að opna faðminn fyrir hvers konar á- hrifum og straumum úr þeirri átt. „Bandamennska“ okkar má ekki tröllríða svo heilbrigðri og eðiilegri skoð- anamyndun, að við sjáum ekki mun á svörtu og hvítu. Við megum ekki vera svo ó- sjálfstæðir í hinni „vestrænu samvinnu", að við getum ekki viðurkennt þá niðurlæg- ingu, sem því er samfara að bandarískt sjónvarp sé komið inn í nær sérhverja stáss- stofu hér suðvestanlands. Við þykjumst í þágu lýðræðis vera að berjast gegn komm- únistum og áhrifum þeirra í okkar litla þjóðfélagi. En er- um við að berjast gegn austræn- um áhrifum og yfirráðum til þess eins, að þau vestrænu og þandarísku verði hér alls- ráðandi? Lýðræði á lslandicr lítilsvirði. sé það svo háð er- lendum áhrifum, að lýðræðis- sinnar meðal þjóðarinnar telji það hlutverk sitt að vera ó- sjálfstæð handbendi í hönd- um Ameríkumanna. Ameríku- menn geta án þess verið — íslenzka lýðveldið þolir það ekki.“ í klakanum miðjum Þessi einarða grein ermjög athyglisverð heimild um það andlega farg sem hvílt hefur og hvílir á þeim Sjálfstæðis- flokksmönnum sem vilja taka óháða afstöðu tíl vandamála, jafnt innlendra sem alþjóð- legra. En hún er einnig á- samt fjölmörgu öðru til marks um það hversu miklar sprungur eru teknar að mynd- ast í íshöll kalda stríðsins, einnig hér á landi, þótt rit- stjórar Morgunblaðsins húki enn í klakanum miðjum, kalnir á hjarta. — Austri. Sölufó/k óskust til að selja merki Þjóðhátíðardagsins 17. 'júní. HÁ SÖLULAUN ERU GREIDD. Merkin eru afhent í skrifstofu Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Vonarstræti 8, fimmtudaginn 16. og föstudaginn 17. júní. Þjóðhátíðamefnd. AUGLÝSING varðandi gin- og klaufaveiki. Bann við innflutningi ' á lifandi jurtum, trjám, trjágreinum og könglum svo og hvers konar græn- meti og jarðávöxtum, sem ákveðið var með aug- lýsingu Landbúnaðarráðuneytisins, dags. 4. marz 1966 og birt í 15. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1966, er úr gildi fellt. — Að öðru leyti heldur aug- lýsingin gildi sínu. Ennfremur er úr gildi felld auglýsing, dags. 10. marz 1966, birt í 15. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1966, um bann við notkun aðfenginna matarleifa og sláturafurða til gripafóðurs. Landbúnaðarráðuneytið, 13. júní 1966. Ingólfur Jónsson. * Gunnl. E. Briem. Auglýsing um úðun garða. Ef veður leyfir verður í dag úðað norðan Túngötu, Háskólahverfið, Tjarnarsvæðið ‘Og austur, eftir því sem tími vinnst til, og á morgun áfram í á’tt að Snorrabraut, milli Hringbrautar og Skúlagötu. Úðunarstjóri. Síldarstúlkur — Síldarstúlkur Óskum að ráða fleiri stúlkur til síldarsölt- unar á Raufarhöfn og Seyðisfirði. Ágæt að- staða og húsnæði. Mötuneyti á stöðvunum, fríar ferðir, kauptryggitng. Upplýsingar veita Valtýr Þorsteinsson sími 20055 Reykjavík og Hreiðar .Valtýsson, sími 51126 Raufarhöfn. TELPNAKÁPUR Stærðir 2 —14. Glæsilegt úrval. Aðalstræti 9. sími 18860. Laugavegi 31 sími 12815. Stuðu slökkviliðsst/óruns í Reykjavík er laus til umsóknar. Umsækjendur skulu hafa lokið verkfræði eða húsameistaranámi, skv. ákvæðum brunamálasamþykktar fyrir Reykja ■ vík. — Umsóknir skulu sendar borgarstjóranum í Reykjavík fyrir 1. júlí n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík 14. júní 1966.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.