Þjóðviljinn - 15.06.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.06.1966, Blaðsíða 8
V —-—....... , g StBÁ — MCÐ9I&3139N — Miðviktidagur 15. Júnl 1966. WILLIAM MULVIHILL IFLUGVÉL I HVERFURI Þar var ekkert sem hlífði fyr- ir sólinni; umhverfið var flatt Og hart og þurrt; ekkert vatn, enginn skuggi. Hann gekk um þetta óhugnanlega landslag og leitaði að skuggsælum stað, þar sem hann gæti lagzt til hvíldar. Bráðum væri hann dáinn og hon- um stóð alveg á sama; nú skildi hann hinn undarlega sl.ióleika sem er undanfari dauðans og sættir menn við hann. Hann var að því kominn að setjast, leggj- ast, þegar hanr kom auga á eitthvað við flatan, iðandi sjón- deildarhringinn. Tré...... Tungan í honum var framandi og bólgin, eldheit. Þetta var snemma morguns. Hann hafði tæmt síðustu skumina um nótt- ina; í dag myndi hann deyja, áð- ur en sólin settist. Hann rangl- aði áfram og átti erfitt með að' halda stefnunni að trénu. Það var eitthvað athugavert við hjart- að í honum. Hann var sveittur og kúgaðist. Hann settist. Hann ætlaði að hvíla sig og bíða þangað til hann hætti að kúgast .......... nú titráði hjartað í brjóstinu á hon- um eins og í hræddum fugli. Eftir nokkra stund mundi hann eftir trénu, brölti á fætur og gekk af stað. Tréð virtist langt í burtu. Han* sá allt í einu að hann var nakinn. Um nóttina hafði hitinn orðið óþolandi og hann hafði staðið upp til að svala sér við austan- golunni. Hann fór að ganga án þess að muna eftir tómu strúts- eggjunum, skónum og hattinum. Hann fór úr buxunum og skyrt- pnni og hélt á hvoru tveggja Hár«rei%!awi Hárgreiðslu- og snyrtistofa Sfeinu on Laugavegi 18. III. hæð (lyfta) SÍMI 24-6-16. PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistofa Sarðsenda 21 SlMT 33-968. D Ö M U H Hárgreiðsla við allra hæfi TJARVARSTOFAN Tjamargötu 10 Vonarstrætis- megin — Síml 14-6-62. Hámreiðslusfðfa RiisíiiT^fpisir María Guðmundsdéttir Laugavegi 13 Sfmi 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað. nokkra stund, unz hann fann, að ,það var tilgangslaust. Hann hélt um brennandi hálsinn og gekk á- fram þar til hann féll lémagna útaf í sandinn. Þá kom sólin aftur. upp. Tréð var horfið. Hann nam staðar og komst að raun um að hann var á leiðinni burt frá því. Meðan hann starði urðu trén tvö, síðan fjögur, svo eitt á ný........ Hann gekk í áttina að því. Nú var eins og jörðin undir 35 fótum hans væri langt í burtu. Það var eins og hann gengi á stultum. Hann nálgaðist stór- an stein, reyndi eftir mætti að stíga ekki á hann. en einhverrra hluta vegna gat hann ekki ann- að. Hann hrasaði og féll, hann bölvaði. Hann fór að skríða. Augu hans fylltust af ryki, hann Jokaði þeim og skreið áfram yfir sviðna jörðina og steinana. Honum stóð á sama um sársaukann; hann varð að komast að trénu, svo hann gæti dáið í skugganum. Hann seig saman og hvíldi sig lengi meðan sólin hækkaði á lofti. Nakinn maður á óendan- legri, flatri sléttu, þar sem ekk- ert var lífs nema hann. Lahgt að kom hrægammur fljúgandi og fór að hnita hringa yfir honum. Síðan kom annar. « Smith opnaði augun og eftir að hann var búinn að horfa lengi. sá hann að tréð hans var ekkert tré, heldur lítill runni, lægri en fet á hæð, undarleg jurt með þykkum, gúmmkennd- um blöðum. Hann var þrjá metra frá honum. Hann tók á öllu sem hann átti til t>g skreið þangað og stakk höfðinu undir litlu grein- amar með nokkrum tugum blaða. . Hann sópaði burt smá- steinunum og lagði vangann á mjúkan sandinn. Hann vildi ekki fara af þessum stað; það var tilgangslaust, landið um- hverfis hann var alls staðar einsi eyðilegt og þurrt. Sólin steig hærra, hærra, miskunnarlaus og grimm. Mörgum klukkutímum seinna opnaði hann augun. Af hverju dó hann ekki? Andartak sá hann sjálfan sig utanfrá og eins og frá sjónar- horni fugls. Hann lá á sandinum undir litlum runna. Smám sam- an breyttist myndin með hægð eins og hann væri að horfa gegnum myndavél sem fjarlægð- >ist hann. Hann lá í miðri ekru lands, tíu ekrum, hundrað ekr- om. Nú var það fermíla og hann lá í hnipri í skjóli við agnar- lítinn runna. Ekkert tré, ekkert vatn — sandur. steinar og ekk- ert annað, eyðilegra og ófrjórra en nokkurt landsvæði sem hann hafði flogið yfir, grimmilegra en nokkurt tungllandslag. Það voru hundrað fermílur. Hann missti meðvitundina aft- ur. Allur heimurinn var eintóm þjáning. Þegar hann opnaði augun sá hann fót, rykugan, skorpinn svar- gulan. ósköp lítinn fót. Hann lá og horfði á hann stundarkorn, svo kom hann nær honum, snart öxlina á honum. Hann sneri til höfðinu og leit upp, en sólin blindaði hann og hann sneri sér undan og bar hönd fyrir augu. Hann settist upp með erfiðis- munum. Lítill, skorpinn maður stóð fyr- ir framan hann. Öfríður lítill púki með andlit sem hlaut að vera þúsund ára gamalt. Dverg- ur með gulleita húð. Þarna voru tíu eða tólf aðrir, konur og böm sem biðu álengdar. Smith reyndi að brosa. Búsk- menn....... Skorpni náunginn starði á hann. flatnefjaður með hvelft enni. Hann var kannski fimm fet á hæð og hélt á stuttum bagga. Fimm eða sex örvar stóðu út úr örvamæli sem hékk frá mjöðm hans og virtist gerð- ur úr berki. Hann bar þríhymt lendaklaéði og laust skinn hékk yfir aðra 1 öxlina. Hálffullur skinnpoki hékk við mittið. Búskmaðurinn talaði. Það lét í eyrum eins og Smith hafði les- ið um og eins og Grimmelmann hafði lýst: undarleg hljóð, ekki fyllilega mannleg, smellir oig skellir í tungunni, urg og narr, kosshljóð, ólíkt öllu öðru sem hann hafði áður heyrt. forsögulegt og ógnvekjandi. Hvað var þetta litla manndýr að segja? Hvað ætluðu þeir að gera við hann? Hann vildi óska að hann væri aleinn; það var betra 'að deyja einn en láta fornaldarmenn drepa sig. Þeir myndu pynda hann, skera hann í litla bita og eta hann. Hann þreifaði í kringum sig og fann stein á stærð við múrstein. önnur vera kom í áttina til hans. Lítil, uppþornuð kona með andlit eins og mörður. Hún bar laust, formlaust skinn og hélt á þrem strútseggjum bundnum við lurk. Hún tók eitt þeirra og fékk manninum. Smith rétti fram höndina. Vatn. Þannig fóru þau að. Maðurinn tók tappa úr, fékk honum eggið og hann drakk. Það var volgur, þefillur vökvi með saltbragði. en vatn var það og hann myndi lifa nokkra stund enn. Hann neyddi' sjálfan sig til að fá manninum eggið aftur. Ef hann tæki of mikið, fyndist þeim hann kannski of heimtufrekur og skytu hann með eiturör. Litli maðurinn tók með sér strútseggið bg gekk aftur til hinna. Hann gaf aftur frá sér hljóð, hann var að tala. Sumir hinna sögðu eitthvað líka, en flestir stóðu og hlustuðu. Einn var sýnilega foringinn, hitt fólk- ið fjölskylda hans eða kannski lítill ættbálkur. Smith brölti á fæturna. Þeir gætu bjargað honum. Þeir gætu farið með hann út úr eyðimörk- :T.ni. Sviminn sótti aftur á hann og hann, reikaði í spori og átti erfitt með að standa á fótunum. Hann mátti ekki verða þeim byrði; þau voru á leið til ein- hvers staðar og hann ætlaði að fara með þeim. Þau myndu ekki gera honum neitt, en þau gætu yfirgefið hann. * Hann stóð kyrr og jörðin hætti að rugga; sviminn hvarf. Búsk- mennimir horfðu á hann og fóru að hlæja og benda á hann. Þeir gengu af stað. Einn þeirra lét sem hann væri með svima og hinir tóku þátt í gamninu. Smith horfði á þá brosandi. svo skildi hann að þeir voru á leiðinni frá honum. — Hæ, bíðið hægir. Það var hans eigin rödd, brostin og æðis- leg; hann verkjaði í munninn, tungan var bólgin og stirð. Búsk- mennimir stönzuðu og litu við. Hann gekk á eftir þeim og reyndi að tala til þeirra með táknum og bendingum, benti á sjálfan sig og á þá, gerði fingra- hreyfingar eins og þegar smá- börn leika gangandi fólk á borð- plötu. , Þau skildu. Sum urðu gremju- leg. Önnur hlógu. Allir horfðu á foringjann. Hann neri hökuna, togaði i stríðar hárlufsumar og togaði í eyrnasnepilinn á sér. Hann gaf Smith merki, merki sem táknaði, að hann mætti fylgjast með þeim. Svo sneri hann baki í hann og gekk af stað með hina á hælunum; tylft af ófurlitlum karlmönnum, kon- um og bömum og hávaxinn, LEÐURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir dömur fyrir telpur Verð frá kr. 1690,00 VIÐCERDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLASONAR Bröttugötu 3 B Sími 24678. þórður sjóarí Hásetamir em að gera allsherjarhreingerning[i á „Ethel II.“ og vélvirkjarnir skóða vélina. — Silky horfir á þá og reykir hverja sígarettuna á fætur annarri. Hann hefur tekið ákvörðun. „Ég hef hann ætlar sér. „Heyrðu, þú þekkir þjón í klúbbnum, er það ekki‘‘ spyr hann Súsönnu. Hún kinkar kolli. ,,Já, bandvitlausan strák. Hann er lengi búinn að eltast við mig. En hann er ekkert fyrir mig.“ séð nóg, nú veit ég hvað ég á að gera.“ — Hann segir þó ekki hvað SKOTTA (c) King Feahrrca Syn<3icateL!pc^l964.^iVóijdiT^t»T^e^ed:j — Ég er líka í stuði til að tala í allt kvöld! <gnllneníal Útvegum eftir beiðni flestar stærðir hiólbarða á jarðvinnslutæki Önnumst ísuður og viðgerðir á flestum stærcjm Oúmmívinnustofan h.f. Skipholti 35 - Sími 30688 og 31055 Leðurjakkar — Sjóiiðajakkar á stúlkur og drengi — Terylenebuxur, stretch- buxur, gallabuxur og peysur. GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ Verzlunin Ö. L. Traðarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). % I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.