Þjóðviljinn - 16.06.1966, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.06.1966, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 16. júní 1966 — 31. árgangur — 132. tölublað. 67 ibúðir auglýstar til leigu □ Borgarráð hefur nú aug- lýst 67 íbúðir til leigu í há- hýsinu Austurbrún 6 hér í borg. Hér er um að ræða eins herbergis íbúðir ætlað- ar öldruðu fólki, öryrkjum og einstæðum mæðrum. □ títhlutun ibúðanna til aldr- aðs fólks er háð því skilyrði, að fólkið sé komið á ellilíf- eyrisaldur og öryrkjar séu að minnsta kosti 75% öryrkjar að mati tryggingarlæknis. Búseta í Reykjavík síðustu 7 árin er skilyrði. □ TJmsóknareyðublöð liggja frammi í skrifstofu félags- og fræðslumála, Pósthússtræti' 9 og eiga umsóknir að hafa borizt fyrir 28. júní. Verkamenn á Akra- nesí íá kjarabót Stjórn Verkamannasambands íslands á fundi í Lindarbæ í gær. Frá vinstri: Óskar Garibaldason Siglufirði, Guðmunda Gunn- arsdóttir Vestmannaeyjum, Ragnar Guðlcifsson Kcflavík, Sigfinnur Karlsson Neskaupstað, Þórir Daníelsson framkvæmdastjóri Verkamannasambandsins, Eðvarð Sigurðsson formaður sambandsins, Hermann Guðmundsson Hafnarfirði, Jóna Guðjónsdóttir Rvík, Sigurrósa Sveinsdóttir Hafnarfirði, Björn Jónsson Akurcyri og Björgvin Sigurðsson Stokkseyri, Fjarstaddir voru vegna forfalla: Björgvin Sighvatsson Siglufirði og Guðmundur Kristinn Ólafsson Akranesi. Á myndina vantar auk þeirra Guðmund J Guðmunds- son sem sat fundinn sem varamaður. — (Ljósm. Þjóðv. A. K.). Sambandssfiórnarfundur Verkamannasambandsins Lýsir vanþóknun á vi&brögðum at- vinnurekenda við kröfum launafólks í gærdag hófst vaktavinna við ■alla útskipun á Akranesi og er unnið á tvískiptum vöktum, — sextán stundir á dag, fimm daga vikunnar og eina vakt á laugar- dögum o.g vinna verkamennirn- ir þannig 48 stundir aðra vik- una og 40 stundir hina vikuna. Þessi vaktavinna er byggð á ákvæðisvinnufyrirkomulagi og er rammasamningur- milli Verka- mannafélagsins á Akranesi og útskipunaraðila á staðnum og var þetta samþykkt á fundi í Verkamannafélaginu í fyrra- kvöld á Akranesi. Hér er um iangvinna deilu að ræða og setti stjóm verkamanna- félagsins á næturvinnubann um síðastliðin áramót og hefur nú þessu næturvinnubanni verið af- ; létt. Sérstaklega mun hafa skap- azt þrýstingur frá hendi Sem- entsverksmiðjunnar að fá lausn ; á þessari deilu vegna þess að dagvinnutíminn hefur ekki hrokk- ið til með útskipun á sementi til alls landsins, — þannig voru til dæmis Akureyri og Húsavik orðin sementslaus um síðustu helgi og verksmiðjan annaði tæp- lega afgreiðslu á sementi til R- víkur. Hér mun vera um - nókkra kjarabót að ræða. Xins og rakið hefur verið hér í - blaðinu er ennþá ágreiningur um þessimál hér í Rvík. Hefur engin útskip- un verið á freðfiski síðustudaga hér við Reykjavíkurhöfn. ■ Á fundi stjórnar Verkamannasambands íslands í gær var samþykkt ályktun, þar sem lýst er von- brigðum og vanþóknun á viðbrögðum atvinnu- rekenda við óhjákvæmilegum kröfum um kjara- bætur lægst launuðu stéttanna. ■ Var framkvæmdastjórn falið að vinna að því að ná tafarlausurp bráðabirgðasamningum og að hafa forystu um aðgerðir er nauðsynlegar verða til að samningar takist. Sambandsstjórn Verkamanna-; ingamálanna og eftir ítarlegar sambands íslands kom saman til umræður var eftirfarandi álykt- fundar í Reykjavík miðvikudag- un samþykkt einróma: inn 15. júní 1966. „Fundur sambandsstjórnar Framkvæmdastjórn sambands- Verkamannasambands íslands, ins gerði grein fyrir gangi samn- haldinn í Reykjavík 15. júní Við skipshlið kr. 1.40 fyrir kílóii 1966, lýsir fyllsta samþykki sínu við tilraunir framkvæmdastjórn- ar samband'sins að undanförnu til að ná fram heildarsamning- um, sem mótað gætu í aðalat'rið- um kjarasamninga almennu verkalýðsfélaganna. Fundurinn telur eðlilegt, að framkvæmda- stjórnin hefur beint samninga- umleitunum að því, að ná fram bráðabirgðasamningum til hausts vegna hins mjög ótrygga ástands, sem nú ríkir á ýmsum sviðum efnahagsmála, er miklu varða fyrir kjör verkafólks og telur þá lausn mála nauðsýnlega eins og nú er ástatt. Fundurinn lýsir vonbrigðum sínum og vanþóknun á viðbrögð- um atvinnurekendasamtakanna við óhjákvæmilegum en hófleg- um kröfum sambandsins um kjarabætur lægst launuðu stétta þjóðfélágsins, sem stuðla myndu að friði á vinnijfnarkaðinuin. Sambandsstjórnin felur fram- kvæmdastjóm sinni að vinna á- fram að því, að i)á fyam bráða- birgðasamningum án tafar og að hafa forystu um aðgerðir af hálfu verkalýðsfélaganna, er nauðsynlegar kunna að reynast til þess að samningar takist. Skorar fundurinn á verkalýðsfé- lögin að vera viðbúin þeim á- tökum, sem framundan kunna að vera“. * 1 Framkvæmdastjórn Verka- mannasambandsins mun nú óska eftír viðræðum við atvinurekend- ur um samningana án tafar. Frá ÆFR I FuIIveldisfagnaður ÆFR vcrð- í ur haldinn í Glaumbæ í kvöld Ernir og Óðmenn leika fyrir dansi og „Dingó Carcía and his Paraguayan tríó“ skemmta. Fagnaðurinn hefst kl. 9 og stendur til kl. 2, aðgöngumiðar eru seldir við innganginn. NORWICH CITY VANN I gær léku Norwich City og Keflvíkingar á . Njarðvíkurvelli. og sigruðu Englendingar með 3:2. Tvennt fyrir bíl Umferðarslys varð á gatna- mótum Laugavegs og Nóatúns rétt fyrir hádegi í gær. Karl og kona, sem þama voru á ferð urðu fyrir bifeiðinni Y-391. Heita þau Kristján Jónsso.n og vilborg Jóns- dóttir, til heimilis að Hátúni 33, og voru flutt á Slysavarðstofuna, en meiðsli þeirra eru ekki tal- in alvarleg. Tilmæli frá ríkis- stjórn um 17. júní Eins og undanfarin ár hefur ríkisstjórnin mælzt til þess að 17. júní verði almennur frídag- ur um land allt. Þá tekúr ríkis- stjórnin á móti gestum í ráð- herrabústaðnum, Tjarnargötu 32, þjóðhátíðardaginn kl. 3,30—5 sd. 1 fyrrakvöld ákvað yfirnefnd ímarksverð á síld í bræðslu sem sidd er á Suður- og Vestur- ndssvæðinu á tímabilinu frá >. júní til 30. september 1966. r verðið kr. 1,40 á kg við hlið eiðiskips. Þetta er sama verð og á sama ma í .fyrrasumar. Seljandi skal rila síldinni í verksmiðjuþró og reiði kaupandi kr. 0,05 í flutn- igsgjald frá skipshlið. Heimilt er að greiða kr. 0,22 egra á kg. síldar, sem tekin er r veiðis'kipi í flutningaskip. Á- reiningur varð í nefndinni um etta mál og voru fulltrúar síld- rsaltenda á móti verðinu, — eir Guðmundur Kr. Jónsson, framkvæmdastjóri í Rvík og Ól- afur Jónsson, framkvæmdastjóri i Sandgerði. Verðið var hinsvegar samþykkt af fulltrúum seljenda í nefnd- inni, — þeir Kristján Ragnars- son, fulltrúi hjá LÍÚ ogTryggvi Helgason, formaður sjómannafé- lags Akureyrar af hálfu sjó- manna og útgerðarmanna. Þá greiddi Jónas H. Haralz, forsti. Efnahagsstofnunarinnar og odda- maður í nefndinni atkvæði með seljendum og myndudu þremenn- ingarnir þannig meirihluta. Síldarskipstjórar í Eyjum og annai’sstaðar hér Suðvestanlands munu hafa haldið úr höfn þegar í gærdag út á miðin. Sókn boðar verkfall ■ Starfsstúlknafélagið Sókn hefur boðað verkfall á þremur vinnu- I stöðvum sínum frá og með 25. þ.m. Heimild til vinnustöðvunar var samþykkt einróma á síðasta fundi félagsins, eins og áður hefur ver- ið greint frá hér í blaðinu, og í fyrrakvöld ákváðu stjórn og trúnaðar- ráð að nota heimildina; voru borgarráði og stjórn ríkisspítalanna sendar tilkynningar um það efni í gær. | Stúdentar ■ Vinnustaðir þeir sem verkfallsboðun Sóknar nær til eru Landspít- alinn, Þvottahús ríkisspítalanma og B.orgarspítalinn við Barónsstíg. en þar er um að ræða þrjá helztu vinnustaði félagsins. ■ Samningar Sóknar runnu úr gildi 1. júní sl., en aðeins hafa verið haldnir tvéir viðræðufundir um nýja samninga. * i \ * □ I fyrradag var menntaskólan- um á Laugavatni slitið, í gær voru skólaslit menntaskólans í Reykjavík og lærdómsdeild Verzlunarskóla Islands, og á morgun verður menntaskólanum á Akureyri slitið. Það er því æði stór hópur nýstúdenta, sem nú setur upp hvítu húfurnar I fyrsta sinn. — Myndin var tek- in við skólaslit MR í Háskóla- bíói í gær, en nánari frásögn af athöfninni þar og skólaslitum á Laugarvatni er að vinna á bak- síðu. — (Ljósm. Þjóðv. A.K.).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.