Þjóðviljinn - 16.06.1966, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.06.1966, Blaðsíða 8
8' SfBÁ —■ ÞJÓÐVIfeJINN — Fimmtudagur 1«. íúní 1966. WILLIAM MULVIHILL blökkumadur á göngu yfir tungls- landslagið. . Hann fann til þess að hann var nakinn. Kviknakinn. Gegn- um móðu tíma og þjáningar kom minnið smám saman til hans aftur. Hann mundi eftir svölu nóttinni þegar hann hafði klætt sig úr öllum fötunum og ráfað af stað móti vindinum; svalanum sem barst yfir auðn- 'ina. Hitinn hafði gert hann sturðlaðan. Hann reyndi að ganga án þess að stíga á stóru steinana; hann verkjaði í fætuma, en hann var skýr í hugsun; vatnið gutlaði í maganum á honum. Hann ætlaði að reyna að halda sig á hælum búskmannanna, en það var ekki auðvelt; litla fólkið gekk býsna hratt. Þá rann upp fyrir honum ljós. Hann hafði ávarpað þá á ensku og þeir höfðu engu svarað; í eyr- um þeirra voru það framandi hljóð sem enga þýðingu höfðu. Sennilega hafði enginn þeirra heyrt ensku, þýzku eða afrík- önsku. Þetta voru ósviknir búsk- menn úr afskekktustu hlutum eyðimerkurinnar og forðuðust hvita menn. Og það var einmitt það, sem gerði þetta allt að stór- furðulegri og dásamlegri og fá- ránlegri skrítlu. Hann var svert- ingi. Ef hamí hefði verið hvítur, væri hann nú dauður. Þeir hefðu forðazt hann og látið hann deyja úr þorsta. Eða þeir hefðu drepið hann. Ókunnugir svertingjar voru nógu slæmir, en hvítir menn, aleinir, vopnlausir og bjargar- lausir..... Þeir héldu að hann væri inn- fæddur afríkubúi. En gat hann lent í erfiðleik- unum því að búskmennirnir áttu fátt eiginlegt með hinum svörtu' nágrönnum sínum. Þeir voru veiðimenn, hinir bændur með fasta búsetu og andstæðurnar höfðu móta'zt frá aldaöðli. En hann átti ekki um neitt að velja. Hann varð að slást í för með þeim eða deyja. Þeir gengu og gengu og hann elti; stundum varð hann að hlaupa við fót til að fylgja þeim eftir. Jarðvegurinn varð aftur þétt- 36 Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistofa Sfeimi oer Dódó Gaugavegi 18. SÍMI III. hæð Clyfta) 24-6-16 P E R M ft Hárgreiðslu- og snyrtistofa' Garðsenda 21 SlMI 33-968. D Ö M U R Hárgreiðsla við allra hæfi TJARNARSTOFAN Tjamargötu 10. Vonarstrætis- megin — Sími 14-6-62. Hárirreiðslustofa lusturbæfar María Guðmundsdóttir Laugavegi 13 Sími 14-6-58 Nuddstofan er á sama stað. ari, rauðleitur með þurrum grasþrúskum og þurrum trjám sem stóðu einmanaleg upp úr auðninni. Spölkoirn frá þeúm sást reykur líða til lofts. Búsk- mennirnir fóru að tala og þeir ! hertu ferðina. Smith dróst aft- ur úr, fætumir skulfu undir honum og hann reyndi að hlaupa til að missa ekki af þteim. En hann vissi að þeir myndu stanza og hvíla sig, ef til vill matazt. Nokkur af stærstu börnunum hróþúðu eitthvað og hlupu á undan. Þrír menn voru við eld- inn, einn stóð uppréttur og hinir lutu yfir bálið. Þrjár gasellur, Þ.'ær þeirra sundurhlutaðar að nokkru lágu rétt hjá. Bömin skoðuðu hvert einstakt dýr og eitt þeirra fór að líkja eftir veið- inni. Veiðimennirnir lituáSmith, báru fram einhverjar spuming- ar við höfðingjann og missfcu á- hugann á honum. Nú köstuðu þeir sér yfir gas- ellurnar. Þeir fóru að skera bita úr kjötinu méð beittum tinnu- steinum. Einn var með stálblað, annar með ferhyrndan koparbút með beittri egg. Sumír skáru kjötbita og lögðu þá á eldinn meðan þeir fóru að gramsa í inn- yflunum ásamt hinum. Þeir möl- uðu og skelltu í góm og gáfu frá sér ánægjuhljóð; þeir skáru og rifu í hrátt kjötið með blóð- ugum höndum; þeir þrifu kjöt- bitana af eldinum og slitu þá í sundur eins og siltnir rakkar, umluðu og hrópuðu hver á ann- an. Veiðimennimir höfðu sjálf- sagt farið á undan, kannski fyr- ir sólarupprás, tíl að veiða með litlu bogunum. Þeir höfðu haft heppnina með sér og borið veið- ina á tiltekinn stað. Þetta kom Jefferson Smith á óvart. Hann hafði ekki gert sér ljóst að hóp- urinn færi eftir stíg. En ein- hvern veginn hafði þeim tekizt að ganga beint að þeim stað, þar sem veiðimennirnir biðu. Nú uppgötvaði Smith að hann var sjálfur farinn að rifa í einn skrokkinn með berum höndun- um. Hann hafði ekki ætlað að snerta við kjötinu, en lyktin af kjötinu sem stiknaði yfir eldin- um. gerði hann óðan. Kannski myndu þeir drepa hann fyrir að hafa snert feng þeirra, kannski höfðu þeir einhver boð og bönn og siðareglur, en það varð að hafa það. Hann var, trylltur af hungri og gat ekki beðið eftir því að einhver byði honum mat- inn. Við hliðina á honum bjástruðu stærstu börnin með mjóum tinnusteini, og lítill strákhnokki skar af leikni og nákvæmni. Stráksi leit upp, knm auga á hann. brosti og hætti að skera. Hann fékk kjötbitann og hló. Hinir í kring litu upp og tóku þátt í gamninu. • Smith var í öðrum heimi. Hann fann trausta þymignein og braut hana á' hné sér. Hann stakk hvassa endanum í kjötið og hnipraði sig saman hjá bál- inu. Maginn á honum- engdist af eftirvæntingu: safaríkt, blóð- ugt kjöt sem stiknaði á bálinu. Hann át. Pund af ristaðri gas- ellu sem hann hafði slitið sund- ur með tönnunum og söndug- um fingrunum, hrátt öðrum megin, brennt hinum megin. Hann',fór eftir nýjum bita sem hann skar sjálfur með fornald- artinnusteininum sem hann hafði fundið hjá kjötinu. Hann settist á hækjur hjá hinum og fór að steikja það, sá hvemig safinn fru&saði og þomaði og skorpa myndaðist á kjötinu. Hann var of svangur til að bíða, svo að hann gerði eins og hinir og át það sem steikt var af stykkinu. ; Hann fann hvernig mátturinn ; kom aftur í líkama hans. fann heitan matinn brenna í magan- um. Hann var lifandi. Bain sagði frá býkúpunni, meðan þau snæddu morgunverð j í morgunsólinni — máltíð sem j samanstóð af melónu, gemsu- ; kjötsúpu og steiktri eðlu. Þau störðu á hann stundarkorn með efa í svipnum. Hann sagði þeim frá kaffiboxinu ög sýkrinum og hvernig hann hefði fundið kúp- una. — Af hverju hefurðu verið evona leyndardómsfullur? spurði O'Brien. — Af hverju hefurðu ekki sagt okkur frá þessu fyrr? — Ég vildi íhuga þetta vel, sagði Bain. — Ég varð að finna einhverjav leið til að losna við býflugumar og ná í hunangið. Það verður ekki auðvelt. O'Brien var reiðilegur. — Það er hægur vandi að losna við bý- flugurnar. Bain leit á hann. — Þú ferð ekki að drepa þær. Þetfca voru úrslitakostir. Hin horfðu á hann. Þetta var‘ný hlið á manninum, einbeitt og vilja- föst. — Láttu ekki eins og kjáni, sagði 0‘Brien. Hann fann að bæði Grimmelmann og' Grace voru á sama máli bg Bain. — Nú er það ég sem ræð, sagði Bain. Hann leit á hin. — Það var ég sem fann kúpuna. Ég veit hvernig við getum komizt þangað. Býflugurnar verða ekki drepnar. — Ég er sammála þér. sagði Grimmelmann. — Það er til- gangslaust að drepa, drepa, drepa...... — Hvaða máli' skiptir það? sagði O'Brien. — Hvers vegna drepa þegar bað er ekki nauðsynlegt? spurði Grace. — Það getur orðið nauðsynlegt, sagði Bain. — En mig langar til- að reyna að flæma þær út. — Hvernig þá? spurði O'Brien. — Ég skal sýna ykkur það þegar þangað kemur, sagði Bain. Hann stóð upp og fór inn í hell- inn til að sækja það sem hann vantaði. Bain vísaði leiðina að kúp- unni. Hann var ijieð langa skrúf- I lykilinn og stór snærishönk hékk j yfir vinstri öxlina. O'Brien hélt j á tösku. sem hann bar ýmist í j hægri hendi eða vinstri. I henni var öxi. dálítið af nöglum og melónum. Grace hélt á beygl- aðri krús sem þau höfðu fest við endann á löngum lurki. Hún var næstum full af glóð úr eld- inum sem logaði. allan sólar- hringinn. Grimmelmann hélt á dálitlum poka með ferðapelan- um, whiskýflöskunum og lítilli krús og allt var þetta fullt af vatni. Þau fóru sér hægt og héldu sig í skugganum við bergvegg- inn og fóru eftir slóðinni, sem nú var orðin greinileg. Þau knmu að vörðunni sem Bain hafði reist og sáu svart- ar býflugurnar sem suðuðu yfir höfðum þeirra. Þau lögðu frá sér farangurinn og hvíldu sig, drukku dálítið af vatninu og átu melónur. Bain virti fyrir sér kúpuopið SKOTTA LEDURJAKKAR RÚSKINNSJAKKAR fyrir herra fyrir drengi Verð frá kr. 1690,00 VIDCIRDIR LEÐURVERKSTÆÐI ÚLFARS ATLAS0NAR BrÖttugötu 3 B Sími 24678. — Einhvern tíma veröurðu að læra að dansa. Gúmmívínnustofan h.f. Skipholti 35 — Símar 31055 og 30688 Leðurjakkar — Sjóliðajakkar á stúlkur og .drengi — Terylenebuxur, stretch- buxur, gallabuxur og peysur. GÓÐAR VÖRUR — GOTT VERÐ e jt Verzlunin O. L. TraSarkotssundi 3 (móti Þjóðleikhúsinu). 4777 _ Næsta dag ter Silky í samfesting nfcð bókstöfum fyrir- tækisins sem hefur tekið að sér vélaskoðunina á skipinu og kemst um borð án þess að nokkur taki eftir honum. Stanley og Fred sjá þegar hann kemur, en grunar ekkert. — Hann fer í vélar- rúmið og síðan er íramhaldið hreinn barnaleikur. Hann hefur oft unnið á skipum og veit því nákvæmlega hvað hann á að gera. Hann tekur verkfæri upp úr tösku sinni. sagar sundur ventil,' sverfur smávegis af hér og þar . . . * BILLSNN Rent an Icecar sími 1 8 8 3 3 I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.